Vísir - 19.02.1968, Síða 9
VlSIR . Mánudagur 19. febrúar 1968.
9
Breyting á klukkunni tvisvar árlega hefur valdið
erfiðleikum með auknum samgöngum og viðskiptum
segir dr. Þorsteinn Sæmundsson i viðtali um
kosti jbess oð taka upp sumartima allt árið
— Ég held að fáar breytingar, sem hægt er að framkvæma
með einu pennastriki, verði jafn vinsælar og að taka upp
flýtta l.iukku allt árið, sagði dr. Þorsteinn Sæmundsson,
stjarnfræðingur í viðtali við Vísi um breytingu á tímareikn-
ingi á Íslandi, en hann ásamt dr. Trausta Einarssyni prófessor
hefur átt frumkvæðið að tillögu, sem felst í stjórnarfrum-
varpi um breytingar á lögum um tímareikning á íslandi. —
Frumvarpið felur það í sér, að „sumartíminn“ yrði látin gilda
allt árið, en klukkunni yrð' ekki flýtt eða seinkað vor og
haust eins og tíðkazt hefur undanfarin ár. Dr. Þorsteinn Sæm-
undsson og dr. T.„usti Einarsson veita forstöðu útgáfu hins
íslenzka almanaks og hafa þvi öðrum mönnum hugsað meira
um tímaútreikninginn.
T Tndanfarin ár hafa margir lát-
ið í ljósi það álit við okk-
ur, aö þessi sífellda færsla á
klukkunni sé mjög hvumleið,
m. a. vegna þeirrar truflunar,
sem færslan veldur á svefntíma
ungbarna. En þetta er þó aðeins
eitt af mörgum atriðum eins og
þau komu fram í greinargerð
við frumvarpið. sagði dr. Þor-
steinn, þegar Vfsir leitaði til
hans til að spyrjast fyrir um,
hvað hefði ýtt við þeim til að
leggja tillögurnar fram.
— Færsla klukkunnar var
upphaflega neyðarráöstöfun,
sem margar þjó^ir gripu til í
heimsstyrjöldinni fyrri. Þjóð-
verjar urðu þar fyrstir til, en
aðrar þjóöir fylgdu í kjölfarið.
Með þvi að flýta klukkunni
fékkst betra samræmi milli
vinnustunda og birtu og sparað-
ist þannig dýrmætt eldsneyti.
Þegar stríðinu lauk lagðist sum-
artíminn af hjá flestum, en í
byrjun seinni heimsstyrjaldar-
innar var hann tekinn upp að
nýju, t. d. tókum við hana upp
aftur 1939.
Með auknum samgöngum og
viðskiptum hefur breyting á
klukkunni tvisvar á ári valdið
sffellt auknum erfiðleikum. Öll
vinna manna og viðskipti eru
orðin svo bundin klukkunni og
auk þess erum við komnir f svo
miklu nánara samband við um-
heiminn en áður var. ÁÖur skipti
tíminn minna máli, og það kom
jafnvel ekki að sök, þó að hver
færi eftir sinni klukku, sbr. bú-
mannsklukkur í sveitum hér áð-
ur fyrr.
Fleiri þjóðir, sem áður höfðu
sumartímaklukku, hafa nú lagt
þann sið niður og f'leiri þjóðir
munu fylgja á eftir. Bretar eru
t. d. að framkvæma þessa breyt-
ingu, en þeir hafa haldið lengi í
þetta fyrirkomulag eins og raun-
ar allt sem þeir hafa tekið upp.
Norðurlöndin eru öll hætt við
sumartíma, nema Island. Nor-
egur hætti siðast hinna Norður-
landanna að nota sumartíma ár-
ið 1965.
— Hvaða röksemdir hníga að
því að taka upp sumartímann
frekar en vetrartímann, sem
kallaður hefur verið „íslenzkur
miðtími?“
— A ðalröksemdin er að sjálf-
söigðu sú, að meö því
vinnum við það, sem við áður
unnum með sumartímanum að
sumri til. Ef við tækjum upp
vetrartíma allt árið, þá tapaðist
þessi ávinningur á sumrin. En
margar fleiri röksemdir koma
hér einnig til. ÖIl samskipti okk-
ar við nágrannalöndin í Evrópu
yröu hagkvæmari, þar sem flýtt
klukka myndi þýöa, að við færð-
umst klukkustundu nær megin-
landinu. Þó að við séum með
fullkomið símasamband við út-
lönd er það ekki nóg, a. m. k.
ekki hvað viðvfkur verzlun og
viðskiptum. Það er lítið gagn að
geta hringt héðan, ef enginn mað
ur er við á skrifstofum erlendis
til aö svara símanum. Meðan
Dr. Þorsteinn Sæmundsson við tímakort af heiminum.
vetrartíminn gildir eru aðeins 4
klukkustundir á dag, sem fyrir-
tæki hér á landi getur haft síma-
samband viö fyrirtæki á megin-
landi Evrópu. Þegar starfsfólkið
hér kemur á skrifstofuna kl. 9,
er klukkan á meginlandinu þeg-
ar orðin 11. Eftir eina klukku-
stund er kominn matartími á
meginlandinu, en tveimur tím-
um seinna er kominn matartími
hér á landi. Að matartíma lokn-
um hér eru svo aöeins tvær
stundir fram að lokunartíma á
meginlandinu. Það veröa því
ekki nema fjórar klukkustundir
í dag, sem viðskipti geta fariö
fram á eðlilegum skrifstofutíma.
— Með Því aö talca UPP f'Ýtta
klukku lengist þessi tími
upp í fimm klukkustundir á dag.
Bretar, sem taka upp sumartíma
í þessum mánuði hafa einmitt
haft hliðsjón af þessu atriði, en
þeir fórna í staðinn þeim kost-
um, sem því fylgir að hafa mið-
tíma Greenwich, sem einnig
nefnist heimstími og haföur er
til viðmiðunar í margs konar al-
þjóðlegum samskiptum. Með
flýttri klukku verður tíminn á
Bretlandi sá sami og á megin-
landi Evrópu og auðveldar það
öll viðskipti miili lándanna. Það
verður að sumu leyti erfitt fyrir
Breta að fórna sínum Greenwich
tíma, þótt ekki væri nema frá
sögulegu sjónarmiöi, en það hef-
ur verið furðulítið um andmæli
gegn þessári' tímabi'eytingu í
Bretlandi.
Segja iriá, að tveir gallar séu
því samfara fyrir okkur að taka
upp sumartíma allt árið í stað
þess ,að taka upp vetrartíma,
þótt hvorugur gallinn sé stór-
vægilfegur. Annar gallinn er sá,
að við verðum einni klukku-
‘stundu lengra frá Bandaríkjun-
um, en þetta skiptir tiltölulega
litlu máli, þar sem við erum
hvort eð er svo langt frá þeim
í tíma.
Hinn gallinn er sá, að morgn-
arnir f skammdeginu verða
dimmri, en þetta er eini raun-
verulegi ókosturinn, sem myndi
snerta sérstaklega þá, sem fara
snemma f vinnu og skólaböm.
Eftir þvi, sem næst verður kom-
izt .af viðtölum ýmissa aðila.
teija fæstir þetta veruiegt at-
riði. Flestir virðast telja, að auk-
in birta eftir hádegi geri meira
en að vega upp á móti þessum
ókosti.
Yngstu bömin koma yfirleitt
ekki í skólann fyrr en seint aö
morgni, en fara heim, þegar líða
fer á daginn. Flýtt klukka þýð-
ir það, að þessi börn fara heim
í meiri birtu, en ef vetrartíminn
gilti fyrir allt árið.
Gera má ráð fyrir, að breyt-
ingin hafi iákvæð áhrif á um-
ferðina, eftir því sem lögreglan
og slysavamafélög i Bretlandi
telia. Hættan f umferðinni er
talin meiri á kvöldin en á morgn
ana. Þá er umferðin þyngri og
menn almennt þrevttari og
minna á varðbergi. Það er þvi
mjög mikilvægt, að góð birta sé
fram eftir degi. Þetta síöast
nefnda er ein meginástæðan fyr-
ir þvf að Bretar taka upp flýtta
klukku.
Það er sjaldan svo, að allt
sé að vinna og engu að tapa,
þegar verið er að taka upp
breytingar eins og þessa. sagöi
dr. Þorsteinn að lokum, e n ég
held aö flestir séu sammála um
ótvfræða nauðsyn þess að taka
upp nýtt fyrirkomulag á tíma-
reikningi hérlendis.
Viðtal við Guðlaug Gislason, alþingismann:
Svifskip mundu leysa vanda okkar
Möguleikinrt enn ofarlega i hugum manna
■ Síðan svifnökkvinn SR, N 6 var fenginn hingað til lands-
ins í sumar til kynningar — sem vakti mikla forvitni þá,
- hefut verið hljótt um þessi láðs og lagar farartæki hér
heima. Flestir munu líklega halda, aö það mál sé fallið í
gleymskunnar dá.
■ Margir höfðu hálfvegis gert sér vonir um, að með svif-
skipinu væri fundin lausn á samgönguvandræðum þeirra
byggðarlaga, sem verst væru á vegi stödd í því tilliti, og
seint yrðu leyst með smíði brúa, en menn urðu fyrir von-
brigðum með farkostinn, þótt hann vekti hrifningu í byrjun.
B „Stær-ðin er ekki nógu hentug okkur,“ sagði Guðlaugur
Gíslason alþingismaður sem fyrstur lagði drög að hingað-
komu svifnökkvans með flutningi þingsályktunartillögu á
Alþingi með Sigurði Ól. Ólafssyni alþingismanni, þess efnis
að stjórnin hlutaðist til um að fá einn hingað til reynslu.
.... en ,,ð höfum fylgzt af
athygli með þróun smíöi þess-
ara skipa síðan, því að ég — og
reyndar fleiri — erum alveg
sannfæröir um, að skip af þessu
tagi - bara af hentugri stærð
sæti, en það gat ekki flutt bíla.
Þaö var ókosturinn. Hins vegar
er þessi tegund farin að breið-
ast töluvert út erlendis. Það hef-
ur örvast sala í henni hjá fram-
leiðendunum, sem hafa selt þessi
svifskip t.d. til Vestur-Þýzka-
lands og Frakklands og fleiri
landa.
- myndi leysa vanda okkar meö
að fiytja bíla okkar og koma
okkur í Vestmannaeyjum i sam-
bano viö vegina.“
„SR. N 6, sem kom hingað í
ágúst, gat tekið 38 farþega í
SR.N 6 í ósnum fyrir neðan Bergþórshvol
Ég tel, að sú reynsla, sem
við fengum af SR. N 6, sýni,
að svona skip séu einmitt það,
sem okkur vanhagar um. Þetta
var fljótt í ferðum. Fór með um
45 til 50 mílna hraöa á klukku-
stund, sem var ekki hámarks-
hraði.
Ég mun alltaf muna eftir því,
hvað ég varð undrandi í reynslu
ferðinni upp á Krosssand, þegar
keyrt var upp á land. Beint utan
af sjónum og upp < sandinn, án
10. síöa.