Vísir


Vísir - 01.03.1968, Qupperneq 2

Vísir - 01.03.1968, Qupperneq 2
2 V S IK . Föstudagur 1. marz 1968. — Kom skemmtilega á óvart i gær meb tvö glæsileg Islandsmet — Ármenningar settu Islandsmet i fjórsundi Allsendis á óvart kom Hrafnhildur Guðmundsdóttir í gærkvöldi, á sundmóti Ármanns, þegar hún bætti tvö met sín, í 100 metra skriðsundi og 200 metra fjórsundi. Er greinilegt að Hrafnhildur er aftur komin í sérflokk, a. m. k. verða yngri sundkonurnar að leggja hart að sér við æfingamar, ætli þær að fylgja Hrafnhildi eftir, en það tókst þeim ekki í gær, þó við spennandi keppni væri búizt fyrirfram. Hrafnhildur byrjaði þetta kvöld á því að setja met í 200 metra f jórsundinu á 2.40.4 mín., sem er 8 sekúndubrotum betra en hennar gamla met frá 1966. Nafna hennar Kristjánsdóttir varð önnur á 2.51.6 mín., Matthildur Guðm. á 2.53.4. Þá bætti Hrafnhildur síöar um kvöldið metið í 100 metra skriö- sundi, synti mjög glæsilega og skar sig úr í þessari grein, synti á 1.04.0. Hrafnhildur er því greinilega komin í keppni viö OL-lágmörjpn, sem munu vera 2.39.0 í fjórsund- inu en 1.03.0 í skriösundinu. Er og greinilegt aö Hrafnhildur á eftir aö bæta sig síðar í vetur. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, sem varð önnur fékk tímann 1.07.4 og Ingunn Guö- mundsdóttir frá Selfossi 1.08.4. Ellen Ingvadóttir, aðeins nýlega orðin 15 ára vakti og mikla athygli, þegar hún sigraði á glæsilegum timg í 100 metra bringusundi stúlkna á 1.23.5, sem er stúlkna- met, en aðeins 2.3 sekúndum lak- ara en íslandsmet Matthildar Guö- mundsdöttur úr Ármanni. í 100 metra baksundi kvenna náði Sigrún Siggeirsdóttir ágætum tíma, synti á 1.16.9, en met hennar er 1.16.1 sett í fyrra. Þá var kvennasveit Ármanns ekki fjarri íslandsmeti Selfossstúlknanna í 4x100 metra skriðsundi, synti á 4,49.2, sem er 2/10 úr sek. lakara en metið. Var keppni stúlknanna við klukkuna spennandi, en Hrafn- hildur Kristjánsdóttir gat ekki á síðasta sprettinum sigrað í þessari keppni þrátt fyrir góða tilraun. Selfoss-sveitin fékk tímann 5.01.2. Ung stúlka frá Akranesi, Kristín Kristjánsdóttir vann 50 metra bringusund telpna á 45.5 sek. Guðmundur Gíslason var ekki mjög langt frá meti sínu í 100 metra skriðsundi á 57.2 sek., en Finnur Garöarsson náði jafnt sínu bezta 58.7 og ætti hann að. geta bætt árangur sinn mikið, en hann vann 50 metra skriðsund drengja þetta kvöld á 27.2 sek. Guðmundur vann einnig 200 metra bringusund- ið á ágætum tíma, 2.41.3 í hörku- Norður- Svíar bjóða til ráðstefnu landanna um S-Afríkumálið í fréttastofufrétt frá Stokk- hólmi í gærkvöldi segir að sænska ólympíunefndin hafi boðið fulltrúum allra nor- rænu ólympíunefndanna til funda;- í Stokkhólmi 12. marz n. k. um Suður-Afríku-máiið og þau vandamál, sem skap- azt hafa vegna ákvörðunar alþjóða-ólympíunefndarinnar um að leyfa S-Afríkumönn- um að keppa á'leikunum. Hafa Afríku' J Iðir flestar lýst yfir að þær muni ekki senda keppendur til leikanna í Mexí- kó í haust og Svíar og fleiri þjóðir ræða svipaðar aðgerðir í mótmælaskyni. Mun sænska nefndin ræða málið frekar á fundi sínum 6. marz n.k. I skeyti frá UPI er sagt aö Svíar bjóði „hinum Norður- iöndunum þrem“, þ.e. Finnum, Dönum og Norðmönnum til ráð- stefnunnar, en ekki er íslend- i-.ga getið þar. Ekki tókst blaðinu í gærkvöldi að fá staðfestingu á því hvort íslenzkum fulltrúa hefur verið boðið með til ráðstefnunnar. keppni við Leikni Jónsson sem fékk 2.41.9 en Árni Þ. Kristjáns- son fékk tímann 2.43.1. Davíð Valgarðsson var ekki skráður í 100 metra baksundinu, en kom inn í stað Sigmundar Stef- ánssonar frá Selfossi, og sigraði á 1.11.4, þótt þungur sé og e.t.v. heldur æfingarlítill, en Gunnar Kristjánsson varð annar á 1.13.5 og Gísli Þórðarson þriðji á 1.13.8. ÞriJja íslandsmetið þetta kvöld var met A-sveitar Ármanns í 4X100 metra fjórsundi á 4.33.5, en fyrra metið átti ÍR-sveit á 4.44.2. — B-sveit Ármanns varð önnur á 5.00.9. 2 fíntar aukalega fyrir íþrótta- unnendur I’þróttaunnendur fá tvo heila klukkutíma aukaiega í sjón- varpinu á morgun. Útsendlng hefst kl. 15 og verður þá sýnt h?ð tígulega stökk af 90 metra palli. Er ekki vafi á að margir munu hafa gaman af að horfa á keppni þessa, en stutt frétta- mynd mun hafa verið sýnd af þessari grein fyrir nokkru. Annað íþróttaefni verður á venjulegum tíma á morgun í sjónvarpinu, þar á meðal lands- leikur Skota og Englendinga á Hampden Park s.l. laugardag. BiKARGLÍMA VÍKVERJA Fjórða bikarglíma Ungmennafé- lagsins Víkverja var háð í iþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar 18. febrú- ar s.l. Þátttakendur voru 7. Hand- hafi bikarsins var Hjálmur Sigurðs- son. Orslit í glímunni urðu þau, að Ingvi Guðmundsson varð sigur- vegari og lagði alla keppinauta sína. Orslit: 1. Ingvi Guðmundsson 6 v. 2. Hannes Þorkelsson 5 - 3. Ágúst Bjarnason 4 - 4. Hjálmur Sigurðsson 3 - 5. Siguröur Jónsson 2 - 6. Magnús Ólafsson 1 - 7. Barði Þórhallsson 0 - ÍKF vann nauman sigur gegn KFR — en IR vann aubveldlega gegn Ármanni Það var heldur heitt í glæðun- um, þegar ÍKF og KFR áttust við í 1. dciidinni í körfuknattleik, í gærkvöldi, leit einna helzt út fyrir að sumir leikmenn ætluðu að hjóla hver í annan á tímabili. Leiknum lauk með naumum sigri þeirra Keflavíkurmanna 56:54, en þeir skoruðu sigurstigin á síðustu mín- útunni. Þrem mín. fyrir leikslok hafði KFR leitt með 53:50 en þá höfðu KFR-menn m. a. misst út af vegna 5 villna, sinn stigahæsta mann, Marinó Sveinsson, sem hafði skorað 22 stig. ÍKF leiddi í hálfleik með 26:23, en sein hálfleikurinn var hnífjafn og spennandi. Flest stig fyrir iKF skoruðu þeir Friðþjófur, 13, Guð- jón og Hilmar 11 hvor og Jón 9. Fyrir KFR skoruðu Marinó 22 og Þórir 19. ÍR gekk illa með Ármenninga framan af og leiddu Ármenningar, öllum á óvart, í hálfleik höfðu beir skorað 26 stig gegn 24. í seinni hálfleik höfðu ÍR-ingar hins vegar nokkra yfirburði og komust fljótlega í 10—15 stiga forskot, sem nægði þeim til að sigra örugg- lega með 64:52. 1 hléum milli glímna sýndu nokkrir drengir glímu og þótti að því góð skemmtun. Auknar strætis- vagnaferðir í Árbæjarhverfi j Á morgun verða strætisvagna' ferðir í Árbæjarhverfi auknar til muna, þannig að frá kl. 7.05 á morgnanna til kl. 19.05 á kvöldin virka daga ekur vagninn númer 27 — Árbæjarhverfi, á 30 mín. fresti, en áður ók vagninn á 60 min. fresti. Frá kl. 19.05 til kl. 01.00 ekur vagninn á 60 mín. fresti virka daga. Á sunnudögum og helgidög- um verður ekið á 60 mín fresti frá kl. 7.05 til 13.05 og 30 mín. fresti frá kl. 13.05 til 19.05 og á 60 mín. fresti aftur frá kl. 19.05 til 01.00. Lækjarbotnar (nr. 12) aka eins og vanalega, nema hvaö á tímabilinu frá kl. 1—7 fækkar um tvær ferðir, þannig að ekið er frá Kalkofnsvegi kl. 1, kl. 3, kl. 5 og kl. 7. 50ÁRÁ £) HÁLFA ÖLD hefur hann setið við skósmíðar og skóviðgerðir í kjallaranum að Hverfisgötu 43 hann Ferdín- and Eiríksson. Já, það var einmitt 1. marz 1918, sem hann sólaði þarna sína fyrstu skó ,og ornaði sér við kola- ofninn sinn, sem hann hefur enn hitann frá í dag. Þetta var sögufrægt ár og þá herj- aði kuldinn fram á sumar, ísnálar í loftinu upp á dag hvern. „og engin hitaveitan til að skamma“, eins og Ferdínand sagði, þegar við spjölluðum við hann í tilefni af 50 ára afmæli hans við skósiníðarnar í þessu sama húsnæði. ,,Já, mér hefur alltaf líkað vel þarna i kjallaranum," segir Ferdínand, „enda hefði ég ekki enzt þarna í 50 ár annars." Ferdínand segist hafa veriö 27 ára, þegar hann flutti inn og síðan hefur 1. marz verið happa- dagur hans og konu hans, Magneu Ólafsdóttur, því þann dag fyrir 40 árum fluttu þau í eigin húsakynni að Grettisgötu 19, þar sem þau framfleyttu sér og 7 börnum sínum, og þar fæddist einn sonurinn, Jón, — og auðvitað 1. marz. Frúin varð fyrir því óhappi í vetur að detta á svellbunka og brotpa í fyrrakvöld kom hún heim, — lagði auðvitaö megináherzlu á að komast heim fyrir þennan happadag. Á skósmíðavinnustofunni á Hverfisgötu hefur margt breytzt með tímanum eins og gefur að skilja, þótt kolaofninn sé þar ennþá. 'Raunar er hann kominn í tízku aftur, búinn að fara hringinn í hringekju tízkunnar, — og nú bjóða margir háar upp- hæðir fyrir ofninn og vilja koma honum fyrir í skrautíbúðum sín- um, og sama segir Ferdínand að sé að segja um gömlu stólana og fleiri innanstokksmuni. Svo mjög hefur tízkutildrið snúizt. að ósöttir kvenmannsskór, sem voru úti í glugga, freistuðu ungra meyja. í sumar kevptu þær skóna, sem. höfðu legið i a. m. k. tíu ár, því þeir voru með svo ógnarlega breiðri tá og breiðum hæl, — það var tízk- an þá.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.