Vísir


Vísir - 01.03.1968, Qupperneq 8

Vísir - 01.03.1968, Qupperneq 8
3 V í S IR . Föstudagur 1. marz 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ASstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Landbúnaður og iönaöur ."Við viljum, að iðnaðurinn sé jafnrétthár landbúnaði. Við viljum, að ríkissjóður leggi Iðnlánasjóði til jafn- hátt framlag og iðnlánasjóðsgjald fyrirtækjanna er, á sama hátt og ríkissjóður greiðir Stofnlánasjóði land- búnaðarins jafnhátt framlag og framleiðslugjald bænda til sjóðsins'. Þetta er inntakið í kröfum fram- sóknarþingmanna um þessar mundir, þegar þeir eru að gæla við iðnaðinn. Ekkert af þessu gerðu þeir, þegar þeir fóru með völd í landinu. Síðast er Framsóknarflokkurinn fór með stjórnarforustu, var ekki sett ein einasta lög- gjöf á Alþingi iðnaði landsins til styrktar. Framsókn- arþingmennirnir, sem segjast nú vilja láta gera þetta og annað fyrir iðnaðinn, vita líka vel, að þeir eru að tala út í bláinn. Iðnaði og landbúnaði landsmanna verður ekki saman jafnað. Fyrr á öldum lifðu íslendingar á landbúnaði einum. Smám saman varð sjávarútvegurinn burðarásinn í þjóðarbúskapnum. Með arði frá hafinu hefur jarð- ræktin verið stunduð á liðnum áratugum. Þetta sam- býli hefur lánazt vel, því að í vitund þjóðarinnar leik- ur ekki efi á, að án landbúnaðar mundi þessi litla þjóð við nyrzta haf missa fótfestu, — þá fótfestu, sem er skilyrði þess, að íslendingar verði áfram sjálf- stæð og fullvalda þjóð. En sjávarútvegurinn nægir ekki sem burðarás, þeg- ar þjóðinni fjölgar ört og kröfurnar til lífsþæginda aukast. Fleiri stoðir þurfa að koma til. Það hefur í vaxandi mæli orðið hlutverk iðnaðarins að grund- valla verðmætasköpun þjóðarbúsins. Hvað þýðir í þessu sambandi að tala um jafnrétti á við landbúnað um framlög úr ríkissjóði? Verðmæta- sköpunin kemur ekki úr ríkissjóði. Búnaðarfélag íslands er ekki félag í venjulegum skilningi þess orðs. Sama má segja um Fiskifélag íslands. Bæði þessi félög eru í raun og veru ríkisstofn- anir og svara að ýmsu leyti til Iðnaðarmálastofnunar íslands. Vilja Framsóknarmenn jafnhá framlög úr ríkissjóði til Iðnaðarmálastofnunarinnar og til Bún- aðarfélagsins? Væri það ekki jafnrétti? í fjárlögum þessa árs eru rúmar 15 milljónir króna ætla^ar Bún- aðarfélaginu en um 4 milljónir Iðnaðarmálastofnun- inni. Vilja Framsóknarmenn greiða jafnmikið úr rík- issjóði til ráðunauta í þágu iðnaðarins og ráðunauta landbúnaðarins? Vilja Framsóknarmenn láta ríkissjóð kosta mánaðarlangt árlegt Iðnþing, eins og verið hef- ur um Búnaðarþing? Vilja þeir láta ríkissjóð greiða um 250 milljón króna uppbætur á útfluttar iðnaðar- vörur, svo sem gert er á útfluttar landbúnaðarafurð- ir? Vilja peir ekki fara almennt yfir fjárlögin og fram- kvæma þetta svokallaða „jafnrétti“, sem þeir eru að tala um. )) \! ■ Ottó Schopka: ATVINNULEYSI OG IÐNAÐUR jprjálsir menn I frjálsu landi vilja hafa rétt til að velja og hafna. fslenzkir neytendur hafa því tekið tveim höndum sí- auknu verzlunarfrelsi á undan- fömum árum og hið fjölbreyti- lega neyzluvöruúrval er nú orö- ið að ómissandi þætti í lífskjör- um þjóðarinnar. En atvinnuþróun undanfar- inna mánaða minnir enn einu sinni á, að í þessum efnum eins og mörgum öörum er kappið bezt með forsjá. Þaö er vissu- lega mikils virði að geta keypt erlenda iðnaðarvöru, t. d. tilbú- in föt, kex eða kökubotn í verzl- uninni á næsta götuhomi, en er nokkur ástæða til þess að taka erlendu vöruna fram yfir jafn- góöa og jafnvandaða innlenda vöru, sem aö auki er oft ódýr- ari? Hafa ekki neytendur verið einum of ginnkeyptir fyrir er- lendum iðnvarningi, er ekki enn of ríkt í íslendingum að van- meta þaö, sem gert er hér heima með íslenzkum huga og hönd- um? Eimir ekki énn dálítið eftir af gömlu vanmáttarkenndinni gagnvart eigin getu og ofdýrk- uninni á þvi, sem búið er til „í útlandinu"? Vaxandi atvinnuleysi og sam- dráttur í ýmsum greinum neyzluvöruiðnaðar vekja menn til umhugsunar, hverju verði all- ur þessi innflutningur er keypt- ur. Hann hefur ekki aðeins kostað beinharðan gjaldeyri, heldur líka í sumum tilvikum lokaðar verksmiðjur, gjaldþrota fyrirtæki og atvinnulaust fólk. En er þá lausnin sú, að setja hömlur á innflutning og taka upp leyfisveitingar og skömmt- un? Sú leið er flestum ógeðfelld, og vonandi koma þeir tímar aldrei aftur, að grípa veröi til þeirra úrræða. Þaö, sem hér þarf að koma til er skilningur sérhvers neytenda á þeirri aðstöðu, sem hann hef- ur til þess að hafa áhrif á at- vinnu og tekjumyndun sam- borgara sinna. Þaö kann að hljóma ótrúlega, en það er samt satt, að ef sérhver íslendingur keypti sér innlendan fatnað fyr- ir kr. 1.000.— í staö þess aö kaupa innfluttan fatnað, þá mundu skapast atvinmunöguleik ar fyrir ca. 500 manns í fata- iðnaðinum. Ef allir fslenzkir útgeröarmenn hefðu látið innlendar skipaviö- geröarstöðvar og vélsmiðjur ann ast þær viögerðir og viðhad á fiskiskipaflotanum, sem fram- kvæmt var erlendis á síöasta ári, hefði þaö aukið vinnulauna- greiöslur til innlendra járniön- aðarmanna líklega um 30 mill: króna eða sem svarar til árs- launa 150 járnsmiða. Og hvaö þá um öll fiskiskipin, sem byggð hafa verið erlendis ryiii' Islend- inga að undanförnu, hvað hefðu ekki margir getað unnið að smíði þeirra hér heima? Mergur málsins er sá, að sá sem kaupir vöru eöa þjónustu, verður að gera sér grein fyrir afleiðingum ráðstöfunar sinnar. Hafnarverkamanninum kann að þykja gott að kaupa sér pólsk spariföt, en ætli honum bregði ekki í brún við aö missa alla eftirvinnu, vegna þess að fjöldi manna f fataiðnaði er atvinnu- laus (af því að hafnarverka- menn kaupa pólsk föt, en ekki íslenzk) og hafa þar af leiö- andi ekki lengur ráö á að kaupa niðursoðna ávexti (og reyndar fjölmargar aörar vörur), sem hafnarverkamaðurinn hefur unn ið við að skipa á land. Orsakasamhengið kann að vísu að vera miklu flóknara en þetta, en í sinni einföldustu mynd lítur dæmið þannig út. Og þegar mörg hundruð neyt- endur fara eins aö og hafnar- verkamaðurinn í þessu litla dæmi, verða áhrifin margföld og afleiðingamar geta oröið geig- vænlegar — fyrir alla aðila. Menn verða að hafa í huga, að það sem einn eyðir, eru tekj- ur annars. Með því að verja fé sínu til kaupa á innlendum vör- um, stuðla menn aö innlendri tekjumyndun, vinna gegn at- vinnuleysi og efla þjóðarhag. En sérhver króna, sem varið er til kaupa á erlendri vöm, sem hér er seld í samkeppni við innlenda framleiðslu, táknar glataðar tekj ur fyrir einhvem landsmanna. Þess vegna ættu allir að leggjast á eitt um að gera þær krónur sem fæstarð sem flytja atvinn- una burt úr landi. Þaö verður drýgsta meðalið gegn atvinnu- leysi. Áin braut stórt skarð í bakkann neðan til við kirkjuna, þegar hún var í hvað verstum ham í fyrrinótt.. Kirkjan er umflotin vatni og lóna ísjakar upp undir kirkjudyrnar. Flóöið var í rénun, þegar Isak tók þessa mynd. Mittisdjúpt vatn á stofugólfum TC’ngin leið er að gera sér grein fyrir tjóninu, sem orðið hef- ur í flóðunum á Selfossi. Ölfusá hefur flætt inn í 30—40 hús og skemmt þar innveggi og hús- gögn. Vatnið er sums staðar mittisdjúpt á stofugólfum. Áin hefur brotið talsyert úr bakka síniim að austanverðu á móts við kirkjugarðinn og er þar orðið talsvert jarðrask. — Einnig hefur hún brotið úr bakk- anum að vestanverðu hjá Bjargi. Heldur var tekiö að sjatna í ánni um klukkan þrjú í gær, en vatnsborðið seig mjög hægt. Var það komið 15 cm neðar þá um kaffileytið en það var þegar hæst var í ánni. Þetta flóð er öillu meira en flóðið 1948, en þá náði flóö hæst hinn 5. marz. Vatnavextimir í Hvítá eru taldir hafa náð hámarki klukk- an þrjú f fyrrinótt og vona menr> að nú fari að draga úr flóðun- um, á Selfossi. Jakaburður er miklu minni í ánni en var í fyrradag og hleöst þvi ekki mik- ið á blakastífluna neðan við Sel- foss.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.