Vísir


Vísir - 04.05.1968, Qupperneq 3

Vísir - 04.05.1968, Qupperneq 3
V1SIR . Laugardagur 4. maí 1968. 3 Nokkrir ræðumannanna. Frá vinstri: Baldvin Tryggvason - Davíð Sch. Thorsteinsson - Jóhann Hafstein — Arni Arnason það getur enginn verið í vafa um það, sem les blöð þessa dagana eða fylgist með þjóð- málum á annan hátt, að íslend- ingar eru betur en nokkru sinni fyrr að gera sér grein fyrir hinni miklu þýðingu, sem íslenzkur iðriaður mun hafa á framtíðar- þróun iandsins. — Flestir virð- ast gera sér grein fyrir að án öfiugs iðnaðar verða áframhald- andi framfarir vart hugsanlegar hér á landi. Það eru því ekki litlar kröfur gerðar til hins unga íslenzka iðn aðar í dag. Honum er ætlað að verða samkeppnisfær við er- lenda stóriðju nú þegar eða á næstunni, eftir aðeins nokkurra áratuga þróun og honum er ætl- að að vera vaxtarbroddur lands- ins. Kröfur til íslenzks iönaðar eru ekki gerðar í óþökk iðnaðarins, heldur hafa íslenzkir iðnrekend- ur blátt áfram beðið um kröf- urnar, beðiö fólk að gera hlut- lægan samanburð á íslenzkum og erlendum iðnvarningi og kaupa því aðeins innlent að verö og gæði séu sambærileg. Þeir hafa höfðað til fólksins að kaupa íslenzkt, frekar en er- lent ef vörurnar eru sambærileg- ar, því á þann hátt er bezt hægt að styðja íslenzkan iðnað og um leið fslenzkt efnahagslíf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavfk hefur síðan á fimmtudag staðið að iðnþróun- arráðstefnu, þar sem fjöldi manna úr ýmsum iðngreinum, embættismanna og stjórnmála- manna hafa lagt orð í belg, hvað helzt gæti orðið til að örva ís- lenzkan iðnað. — Um 100 vald- ir menn hafa sótt ráðstefnuna og hafa lagt hausinn í bleyti um alla hugsaniega möguleika til framdráttar íslenzkum iðnaði. Rætt hefur verið um kosti og galla þes að ganga f Fríverzlun- arbandalagið og á hvern hátt megi nýta bezt þá möguleika, sem opnast íslenzkum iðnfyr- irtækjum með hinum stóra mark aði Friverzlunarbandalagsins, ef af því yrði að ísland gengi í EFTA. Það verður ekkert um þaö full yrt á þessu stigi, hvaða gagn er *áf slíkum ráðstefnum sem þess- um. Það getur þó varla hjá þvf farið aö einhverjar hugmyndir vakni, þegar 100 reyndir hausar stinga saman nefjum. Vel má gera ráð fyrir að hver fundar- maður hafi að meðaltali um 2Q ára reynslu á ýmsum sviðum. Reynsla þeirra allra ætti þvf að jafnast á viö 2000 ára reynslu, eins og einn fundarmaður komst að orði, þegar hann ávarpaði ráðstefnuna. ----------------------------> Efri mynd: Fundarmönnum var skipt niður í umræðuhópa og hverjum hóp voru fengnar sérstakar umræðuspurningar. — Á myndinni sjást m. a. Ásbjörn Sigurjónsson, Hjalti Geirsson cg Jón Sveinsson. Neðri mynd: Nokkrir fundarmenn á ráðstefnunni. Á mynd- inni sjást, dr. Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstein, Grímur Bjarnason, Árni Brynjólfsson, Garðar Halldórsson, Bragi Hannesson, Bragi Ólafsson, Böðvar Jónsson, Haukur Eggerts- son, Kristján Jóh. '^ristjánsson, Hjörtur Jónsson, Bjöm Hall- grimsson, Þórður Gröndal, Benedikt Gröndal, Jón Guðlaugs- son, Guðmundur Ágústsson og Höskuldur Ólafsson. 100 hausar í bleyti QGREIDDIR REIKNINGAR LATIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparar yður t'ima og óþægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 70 — /// Ziæð — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3linur)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.