Vísir - 20.05.1968, Side 3

Vísir - 20.05.1968, Side 3
K- f f r J T r r 1*» -I rtf r 15 V í SIR . Mánudagur 20. maí 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd 1 morgun útlönd Friðarviðræðurnar í París: Harriman efast um að úrangur náist Orðaskakið milli Bandaríkjanna og Norður-Vietnam getur vel var- að í marga mánuði, áður en fariö verður að ræða þau alvarlegu deilu- mál, sem máli skipta, sagði einn úr amerískii samninganefndinni um heigina, eftir að Averell Harriman og Xuan Thuy höfðu ræðzt við án árangurs um helgina. Eftir einnar viku viöræður er ástandið „status quo“ — óbreytt. Hvorki hafa komið til vonbrigði né heldur nokkrar nýjar vonir til þess að gangur- mála verði hraður í samkomulagsátt. Á hinn bóginn gætir engrar svartsýni yfirleitt hjá samningamönnunum, en þeir hafa heldur ekki harmað, að viðræðurnar skuli ekki vera komnar lengra en á viðræðustigið. Skæruliðssveitir ganga á land í Haiti Særuliössveitir fjandsamlegar núverandi stjórn hafa gengið á land á Haiti, að því er segir i fregn- um frá Santo Domingo, en þær fregnir bárust frá Port-au-Prince, höfuðborg Prince, höfuðborg Haiti. Sagt er að skæruliðarveitir komi frá Oriente-héraði á Kúpu. Duvalier forseti og einvaldur hef ur sent herlið á móti þeim. Þetta eru útlagasveitir frá Haiti og kúb- anskir og evrópskir leiguhermenn, sem settir hafa verið á land á strönd Haiti, segir í fréttatilkynn- ingumnn. Duvalier stjórnar hem- aðaraðgerðimum úr forsetahöllinni í Port-au-Prince. I Þetta er eins og búast mátti við | sagði einn úr amerísku nefndinni. Bandaríkjamennirnir vona að Norður-Vietnamar dragi úr hernað- araðgerðum sínum, þótt þeir viður- kenni slíkt ef til vill ekki opinber- lega, þannig að Johnson forseti geti réttlætt það, ef hann gefur út fyrirskipun um að hætta öllum sprengjuárásum á Norður-Vietnam. Miígæsingar í Kairo, er menn töldu heiloga Maríu hafa birzt Mikil múgæsing greip tun sig í gær í Kairo, er orðrómur komst á kreik um aö heilög Marfa heföi birzt þar á götu, þar sem umferð er mikil. Átta manns biðu bana 1 troðn- ingnum, þeirra á meðal sex böm á aldrinum 5—12 ára. Margir menn meiddust. Heilög María átti að hafa birzt í úthverfinu Shoudra og þegar orð- rómurinn hafði náð útbreiðslu streymdu menn þangað í þúsunda tali og mddust inn í kirkju hverf- isins. Hinn 2. aprfl s.l. komst á kreik orðrómur um að heilög María hefði birzt f öðm úthverfi — Zeitoun — og þar gefur jafnan að líta enn í dag hópa fólks, sem bfður þess að hún birtist á ný. Averell Harrlman. Xuan Thuy. Haríir bardagar í Vietnam / nótt # Skæruliðasveltir gerðu i nótt margiar áráslr með sprengjuvörp- um og eldflaugum á ýmis skot- mörk vfða f Suður-Víetnam. Átta borgarar og þrettán lögreglumenn féllu. Árásirnar hófust nokkmm klukku stundum eftir hina hörðu sprengju- árás á miðborgina f Saigon í gær á 78 ára afmæli Ho Chi-minhs for- seta Norður-Víetnam. 12 féllu og 68 særðust f Saigon og 150 þús. brunnu. Hörðustu árásirnar úti á landi beindust möti Dien Ban við Da Nang, en þar hafa amerískir sjó- liðar miklar bækistöðvar. Sjö borg- arar vom drepnir í þessum árás- um, sagði talsmaður suður-vfet- namska hersins. Borgin Tay Ninh, 95 km vestur af Saigon, varð einnig fvrir sprengjuárásum og þar féllu þrfr lögreglumenn og aðrir þrír særð- ust. Á flugvellinum Dong Ha suð- ur af hlutlausa beltinu féll einn óbreyttur borgari og tveir særðust, og í Chau Doc, suðvestur af Saig- on særðust sjö stjómarhermenn. í sjálfri höfuðborginni var lítið um að vera f nótt. Kosningunum á Ítalíu lýkur í dag — Ekki búizt við breytingum — Allt hefur farið friðsamlega fram • Hermenn og lögreglumenn stóöu á verði við kjörstaði á Italíu í nótt, þvf að f dag er annar og sfð- asti dagur ítölsku kosninganna. Um það bil helmingur hinna 36 millj. kjósenda gekk upp að kjörborðinu gær, en kjörstaðir verða opnir tii kl. 14 í dag, svo aö hinum gefist færl á að neyta atkvæðisréttar síns. Endanleg úrslit kosninganna verða ekki kunn fyrr en á morgun, Stúdentar í Vestur- Þýzkalandi mótmæla laga- setningu Vestur-þýzka stjómin hefur sam- þykkt lög, sem grípa má til, þegar óeðlilegt ástand eða neyðarástand steðjar að. Þessi lög veita þá stjórn- inni mjög aukin völd. Ekki er allur almenningur á einu máli um ágæti þessara laga, og hafa þau verið gagnrýnd harðlega. Stúd- entar eru mjög á móti þeim. og> t Bonn, höfuðborg ,-estur-þýzka Sam bandslýðveldisins fóru stúdentar i mótmælagöngu. en í kvöld mun verða hægt að sjá hvert stefnir. Ekki er gert ráð fyr- ir, að neinar róttækar breytingar verði. Flestir álíta að samsteypu- stjóm kristilegra demokrata, sósf- alista og republíkana, sem hefur farið með völdin undanfarin sex ár muni fá endurnýjað umboð. Yfirvöldin bönnuðu sölu sterkra drykkja á veitingahúsum f gær, og kosningarnar fóru fram í ró og i spekt. 1 útborg bæjarins Olbia á | Sardiníu vom það aðeins þrír af ! 153 með atkvæðisrétt, sem kusu. Hinir tóku ekki þátt í kosningun- um til að láta í ljósi óánægju sfna yfir því, að stjómin hefur ekki staðið við gefin loforð um vissar opinberar framkvæmdir. Brúðhjón nokkur í Parma gengu beint að kjörborðinu frá altarinu, áður en þau lögðu upp í brúð- kaupsferð. EINSTÆÐUR ATBURÐUR Á NAUTAATI í MADRID — Nautabaninn El Cordobes hafður að háði og spotti frammi fyrir áhorfendum Spænski nautabaninn, Miguel Mateo, sem 'nnig er nefndur „Miguelin“, hafnaði í steininum í Madrid um helgina fyrir hlut- deild sína f atviki, sem er ein- stakt í sögu nautaats á Spáni. Miguelin, fklæddur sínu bezta sunnudagaskarti, var meðal á- horfenda þar sem frægasti nautabani Spánverja, EI Cor- dobes. vék sér fimlega undan hornum nautsins. Skyndilega stökk þá Miguelin inn á nauta- atssvæðið. Hann stóð grafkyrr fyrir fram an nautið, síðan gekk hann að því án sverðs eða rauðs klæðis. Hann togaði í hornin á naut- inu, kyssti þaö á enniö og gekk marga hringi kringum það, og endaði með þvf að standa kyrr og styðja sig við það. Nautið hrevföi sig alls ekki, og Miguelin hrópaði til áhorf- endanna aö þetta væri ekki mannýgt naut. Og flestir hinna 20.000 áhorfenda Iétu hrifningu sfna óspart í ljósi. Á meðan á þessu stað, hélt E1 Cordobes sig gramur álengd- ar, en hann gerði ekki tllraun til að taka upp þann hanzka, sem andstæðingur hans haföi kastað. Því hefur verið ha’ "ð fram, að E1 Cordobes velji að- eins þau naut. sem eru allsendis hættulaus. En með Miguelin var farið á lögreglustöðina. f gær átti liann að taka þátt f nautaati, en af skilianlegum á- stæðum gat hann ekki mætt og varð að f^ annan fyrir sig. • TÓKÍÓ. Björgunarmenn Hafa fundið þrjú lík til viöbötar f húsa- rústunum eftir jarðskjálftana, sem gengu yfir Norður-Japan á fimmtu- dag, og þar með er dánartalan kom- in upp í 44. Sex er saknað, og 240 manns hafa slasazt. Vegna þess að jámbrautarteinar hafa gengið úr skorðum er neyðarástand rfkjandi á norðurodda eyjarinnar Honshu vegna matvælaskorts og þ. h. • WASHINGTON. Stórblaðiö Washington Post staðhæfði nýlega, að fyrir dyrum standi samkomulag milli USA og Norður-Kóreu um að láta lausa hina 82 menn úr áhöfn skipsins ,,Pueblo“, sem hertekið var f vetur. Utanrfkisráðuneytið banda- Hska hefur lýst því yfir, að það sé ekki heimildin fyrir þessari frétt. Washington Post segir, að menn- imir verði látnir lausir með því skilyrði, að USA biðji Kóreu opin- berlega afsökunar á þvf, að skipið sildi hafa verið f kóreanskri land- helgi. Talsmaður utanrfkisráðuneyt- isins sagði þó, að stjórnin hafi ekki f hyggju að koma með slíka afsök- unarbeiðni. • BÚKAREST. Um helgina hvöttu Rúmenía og Frakkland stjómir allra Evrópulanda til að auka samskipti sín í mili og opna leið til heilbrigðrar samvinnu. Sam- eiginleg frönsk-rúmensk fréttatil- kynning var gefin út f Búkarest að aflokinni hinni fimm daga op- inberu heimsókn de Gaulles Frakk- landsforseta. Heimsóknin var 14 tfmum styttri en ætlazt hafði ver- ið til í upphafi, því að de Gaulle sneri heim vegna stúdentaóeirð- anna. • BIAFRA. 1 fréttum frá Port Harcourt segir, að um fjórðungur af 100.000 íbúum borgarinnar hafi verið fluttur á braut vegna þess að menn óttist, að her stjómarinnar f Nígeríu geri árás. Borgararnir voru fluttir á braut eftir að mikill ótti og ringulreið breiddist út meðal þeirra. Sprengjuregn og stórskota- hríð dundi öðru hverju á til að auka enn ótta fólksins og ringulreiðina. og símasamband og rafmagnskerfi gekk úr lagi. • VIETNAM. Tvær herdeildir noröur-vietnamskra hermanna héldu stöðum sínum í steinbyrgj- um 24 km suðvestur af Danang i gær, undir sífelldum árásum banda- rískra sjóliða. Norður-Vietnamamir eru úrvalslið, að þvf er bandarískar heimildir segja, og nefnast „Hallar- verðimir”. Sótt var að þeim frá þremur hliðum af bandarfskum op suðurvfetnömskum hermönnum. 1 hernaðaraðgerðum á þ.essu svæði hafa sfðan 4. maí fallið 414 norður vietnamskir hermenn og 83 banda- rískir. • SINGAPORE. I gær brauzt út eldur í norska olíuskipinu „Ben well“, sem er skráð f Kristiansand Eldurinn kom upo f vélarúminu Slökkvistarf var hafið begar f stað til að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Þetta heppnaðist og er nú talið, að tjón af völdum eldsins sé ekki tilfinnanlegt, heldur séu skemmdirnar aðallega af völdum reyks og vatns. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.