Vísir - 29.05.1968, Blaðsíða 2
Wanderers
■ íslandsmeistaramir úr Val voru heppnir í gær-
kvöidi, — og þó vom þeir líka óheppnir. Þeir áttu alis
ekki skilið að gera jafntefli við Middlesex Wanderers,
en sannarlega áttu þeir tækifæri á að jafna leikana,
þegar Reynir Jónsson komst í mjög gott tækifæri fyrir
framan markið, en markvörðurinn truflaði og skotið
lenti utan hjá.
■ Sigur Middx. Wanderers var sannarlcga verð-
skuldaður og hefði gjaman mátt vera stærri en 2:1.
Skot Englendinganna voru mörg og þau áttu það sam-
merkt lið þau vom flestöll eins og mæld í fets hæð
yfir þverslá, föst skot og hættuleg af 15 metra færi.
Leikurinn i gær var heldur leið-
inlegur bauö fóiki ekki upp á mik
ið, ef undan eru skildar siðustu
15—20 mínútumar, en þá loks sóttu
Valsmenn talsvert í sig veðrið, en
einum of mikil harka setti svip
sinn á leikinn og verður það að
reiknast á dómarann, Stein Guð-
mundsson, sem leyfði heldur mikið.
Mörk voru ekki skoruð i þess-
um leik fyrr en að afloknum þvæl
ingslegum fyrri hálfleik, sem aldr-
ei gat yljað mönnum i ískaldri stúk-
unni á Laugardalsvelli, sem sólin
sneiðir svo meistaralega hjá á síð
kvöldum, en norðanvindar virðast
hafa mikið dálæti á.
Það var fyrst snemma í seinni
hálfleik að Campbell v. úth. skoraði
1:0, eftir að Steinn dómari dæmdi
Englendingum aukaspyrnu og færði
spymuna út fyrir um 3 metra til
að þurfa ekki að dæma vítaspyrnu.
Hvers vegna spyrja vallargestir?
Menn eru orðnir leiðir á þessu
frjálsræði dómara. Yfirleitt eru
dómarar hlægilegir sentimetra-
menn, þegar um meinlaus brot er
að ræða úti á, miðjum velli, —
en innan vítateigs virðast gilda nýj
Reynir Jónsson og enski vamarmaöurinn virðast vera beztu vinir eftir myndinni aö dæma, Swannell mark-
vöröur er hins vegar sá, sem náöi boltanum.
ar sérreglur dómaranna. Það er
hægt að færa brot út fyrir vítateig,
þótt brotið hafi gerzt langt fyrir
innan og vítaspyrna eini dómur-
inn, sem réttlætanlegur er.
Þetta færði Englendingunum scm
sé mark engu að síður. Þeir áttu
góða sendingu í Loga að markinu,
boltinn hrökk í þverslána og Camp
bell fékk hann þaðan og skoraði auð
veldlega af örstuttu færi.
Öllum á óvart jafnaði Valur
þetta á 27. mín. Valsmenn komust
upp hægri kantinn og boltinn
komst á óskiljanlegan hátt til Her-
manns í allgóðu færi, og skoraöi
hann enda þótt hann ætti í höggi
við markvöröinn.
Eftir þetta færðist meira líf í
íslandsmeistarana og raunar Wand
erers líka. Augljösar hnippingar
áttu sér stað meira en góðu höfi
gegndi.
Middlesex Wanderers áttu nú
mörg góð skot en alltaf rétt yfir
markið. Alexander átti líka ágætt
tækifæri á 30. mín. en skaut fram
hjá. Og loks á 40. mín. átti Reynir
sitt stóra tækifæri, en mistokst
að jafna.
Sigurmarkið átti Deadman, tengi-
liður í Wanderers-liðinu. Hann skor
aði á 39. mín., boltinn kom frá
hinum sækna, rauðhærða miðherja
Wanderers úti við endamörk, lag-
leg sending og hnitmiðuð, og Dead
man gat ekki annað en skorað af
stuttu færi.
Áhorfendur voru heldur fáir i
Laugardal, bíða væntanlega eftir að
sjá landsliöið leika við Englend-
inga, enda munu þá mætast lið
Englands og íslands, nokkurskonar
óformlegur landsleikur.
Skarðsmótið
Skarðsmótið 1968 verður haldið
að vanda um hvitasunnu 2. og 3.
júni.
Keppt verður í sömu greinum og
áður þ.e. stórsvigi og svigi lcarla
og kvenna, i A og B flokkum og
unglingaflokkum 13—14 ára og 15
—16 ára.
2. júní verður keppt í stórsvigi
f öllum flokkum og 3. júni í svigi i
öllum flokkum. Að svigkeppmnni
lokinni fer fram hin vinsæla Knatt
spyrnukeppni heimakeppenda og
utanbæ j arkeppenda.
Koma til
Keflavíkur
Innan skamms kemur hingað,
»þýzka liðið Schwarts-Weiss á <
* vegum Keflvíkinga og mun '
i leika þrjá leiki þar syðra, við,
> Keflvíkinga og e.t.v. annan leik- <
! inn viö nýliðanna í 1. deild Vest- j
mannaeyingana og svo við lands ,
>iiöið. '
< Myodin var tekin af liðinu,)
£ þegar það hiióp inn á til leiks
J fyrir skemmstu. '
Leiknir að komast í fremstu röð
á Norðurlöndum?
— Hvað gerir hann i 100 metra bringu-
sundinu
Margar skemmtilegar greinar
fara fram í sundi í Sundhöll
Reykjavíkur á móti sem haldið
er ásamt úrsiitaleik snndknatt-
lciksmóts Islands milli KR og
Ármanns.
/ kvöld?
Ekki er t.d. útilokað aö Leikn-
ir Jónsson bæti met Harðar
Finnssonar frá 1962 í 100 metra
bringusundi, en með þvf mundi
hann höggva nærri Norðurlanda
meti Tornas Jonsson og verða
meöal 3 beztu á Noröurlöndum.
Aðrar greinar i kvöld eru 200
metra baksund kvenna, 100
metra bringusund kvenna, 100
metra flugsund karla 4x100
metra bringusund karla og 4x50
metra skriðsund kvenna.
Þá verður gaman aö sjá
hvernig Guðmundi Gíslasyni
tekst til við 100 metra flugsund
ið, en Davíö Valgarðsson veröur
keppinautur hans.
Um kvöldiö verður mótinu slitið
með verðlaunaafhendingu og dans-
leik.
Reynt verður að vanda til Skarðs
mótsins 1968 sem er einn ,iður
í afmælishátiðahöldum Siglufjarðar
kaupstaðar. Búizt er við góðri þátt
töku, en meðal keppenda verða
tveir af beztu svigmönnum Noregs
þeir Hákon Mjöen og Jon Terje Öv
erland. Hákon Mjöen er bezti svig-
maður Skandinavíu og einn af
snjöllustu alpagreinamönnum
heimsins. Hann sigraði glæsilega
í formóti Olvmpíuleikanna í Gren-
obie 1967, og hafði beztan tíma
í svigi á Olympíuleikunum 1968 en
var dæmdur úr leik. Jon Terje
Överland er einn af beztu svig-
mönnum Noregs og var m.a. í Olym
píuliði Norðmanna 1968, ásamt
Mjöen.
Rétt er að geta þess að ofurlítil
breyting verður frá því sem venju-
legt er, en nú verður keppt a
sunnudag og mánudag í stað laug-
ardags og sunnudags áður. Breyt-
ingin er vegna ferða hinna erlendu
keppenda.
Þátttöku þurfti aö túkynnn viku
fyrir mót. Mótsstjórn skipa Bragi
Magnússon, Guðmundur Ámason
og Július Júlíusson.