Vísir - 29.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 29.05.1968, Blaðsíða 9
V1 S IR . Miðvikudagur 29. maf 1968. 9 Ársþing Ökukennarasambands Norðurlanda ! „Þekkingin er undirstaða umferðar- menniogar4 — Nú eiga Islendingar hægara með að hagnýfa sér reynslu okkar — Spjallað við ökukennara af Norðurlóndunum Ökukennaramir í spjalli við blaðamann Vísis. Frá vinstri: Rune Andréasson, Knud Svendsen, Jðn Sævaldsson og Henry Andersen. „\7Ið höfum fundið það þessa daga, sem við höfum verið hér, að ykkar umferðarmenn- ing er nú komin á svipað stig og hjá okkur“, sagði Rune Andréasson, framkvæmdastjóri sænska ökukennarasambands- ins, við blaðamann Vísis á Hótel Sögu f fyrradag, en þar hélt Norræna ökukennarasambandið ársþing sitt. Fulltrúar Norðurlandanna, 3 frá Svíþjóð, 1 frá Danmörku, 2 frá Noregi, 2 frá Finnlandi, komu hingað á miövikudag og fylgdust þeir með hægri breyt- ingunni aðfaranótt sunnudags- ins og um morguninn, en þing- ið var haldið hér einmitt vegna breytingarinnar. „Við sáum, að mönnum urðu á sömu skyssur hér f umferð- inni, eins og hjá okkur fyrst í stað“, sagði Andréasson, að- spurður um, hvemig honum sýndist breytingin ganga fyrir sig. ,,En af þeim fréttum, sem við höfum haft, virðist > þetta ætla að ganga eins og hjá okk- ur — stórslysalaust.“ Það hafði staðið yfir fundur, þegar blaðamann og ljósmynd- ara Vísis bar að, en hlé var gert á fundinum til viðræðna við pressuna. Fjórir fulltrúamir, Andréasson frá Svíþjóð, Knud Svendsen frá Danmörku, Elis NelskylS frá Finnlandi og Henry Andresen frá Noregi, tóku blaða manninn með sér að afsíðis borði og leystu úr spumingum hans. Norræna ökukennarasamband ið var stofnað 1947 og tóku þátt í stofnun þess öll Norðurlönd- in nema Island. „Fyrsti forseti sambandsins (NBU = Nordisk Bilskole Uni- on) var frá Danmörku", skaut Svendsen frá Danmörku inn í en Andréasson frá Svfþjóð hafði mest orð fyrir þeim fjórmenn- ingunum. Löndin skipta þó með sér að velja forseta fyrir sam- bandið á fjögurra ára fresti. „Þessi aðalfundur er sögu- legur að því leyti ,að þetta er í fyrsta skipti formlega, sem Islendingar em aðilar að NBU. Þeir gengu inn f sambandið í fyrra og núna — um leið og NBU — gengu þeir inn í Al- þjóöasamband ökukennara.“ „Aöild að svona alþjóðlegum samtökum verður íslendingum áreiðanlega að gagni“, sagði Andersen frá Noregi. „Þéir geta notfært sér reynslu okkar hinna, sem okkur er bara á- nægja af að miðla ykkur af.“ „Fram til þessa hafði það svo sem ekkert hagnýtt gildi fyrir ykkur að ganga í samband ið, þar sem þið hélduö lengst af okkur öllum í vinstri umferð- ina, en nú þegar þið eruö bún- ir að breyta yfir í hægri, þá er margt, sem þiö gætuð hagnýtt ykkur frá okkur. Svo sem bæjd- ingar til umferðarfræðslu og fleira, sem auðveldara er fyrir ykkur að snúa núna yfir á ís- lenzka staðhætti", sagði Andréasson. „Já, þótt umferðarmenning ykkar sé komin á nokkuð hátt stig, þá er enn margt, sem þið getið bætt, eins og t.d. skipu- lagning umferðarbrauta og fleira. Þótt það sé í framfara- átt hjá ykkur, sýnist mér enn mega bæta það“, skaut Ander- sen inn. Þeim félögum lá öllum mikið á hjarta og ijöfðu auðsjáanlega brennandi áhuga á málefninu. Á þinginu höfðu verið flutt erindi um NBU, stöðu þess nú og framtíöarverkefni sambandsins, um samræmihgu á reglum um aksturkennslu og akstursskóla um samvinnú1 viö að útvega kennslutæki og um samningu kennslurita og fleira. „Hvernig ökukennsla færi fram á Norðurlöndunum? — Jú, viö í Svíþjóð höfum um 720 öku skóla víös vegar um landið, sem eingöngu annast ökukennslu. Við þessa skóla starfa milli 2500 og 3000 ökukennarar og að meðaltali gefum við út 160 þús- und ný ökuleyfi á ári hverju. Sænska ökuskólasambandið hefur nána samvinnu við yfir- völdin, sem hefur sérstaka nefnd starfandi í öryggismálum í umferðinni, og gerir hvorug- ur nokkuð án vitundar hins og samþykkis." „Við I Danmörku höfum um 2500 ökuskóla, en viö flesta þeirra er aðeins 1 kennari. Með altal nýrra ökuleyfa á ári er svona um 100 þúsund“, sagði Svendsen frá Danmörku. „Dóms málaráðuneytið hefur hönd í bagga meö okkur og sérstakar nefndir starfa með okkur. Einn ig eru sérstakar nefndir, sem fylgjast með þvl, að hver skóli sé útbúinn nauðsynlegum kennslutækjum, og kynna nýjar reglur o. s. frv.“ 13. síða „Gæðin sambærileg — verðið lægra“ — segir Snæbjórn Asgeirsson, fyrstur Islendinga til að framleiða harðplast Snæbjörn Ásgeirsson, forstj. Spóns h.f., og starfsmenn hans vinna við gerð á harðplastplötum. J Iðngörðum, hinu nýja verk- smiðjuhverfi í Skeifunni inni i Sogamýri í Reykjavík, eru nú fimm iönaðarhús margra aöila, að vísu ekki fullsmíðuð, en engu að síður vísir aö nýju verk- smiðjuhverfi. Þarna blómstrar nú þegar margs konar iðnaður á ýmsum sviðum. sem ef til vill veldur nokkiu i byltingu f iðnaði íslendinga. Nýjar fram- leiðslugreinar eru reyndar. Einn þeirra, er leggja á nýjar brautir á þessum slóðum, er Snæbjörn Ásgeirsson, er veitir forstöðu tveimur fyrirtækjum Spóni h.f. og Huröum h.f. Blaðamaður Vísis gekk á fund Snæbjarnar til aö forvitnast um eina nýjung hans, en það er framleiðsla á HARÐPLASTI. — Haröplast er eitt þeirra efna, sem í síauknum. mæli kemur í stað málningar og viðar við gerð ýmissa innréttinga, einkum eld- húsinnréttinga. Áður en Spónn h.f. hóf tilraunaframleiðslu sína í ágúst s.l., var haröplast mest- megnis flutt inn fullunnið . — Hvenær var hlutafélagið Spónn stofnað, Snæbjöm? — Það var stofnað 19. marz 1960 hér f Reykjavík og hefur alllengi verið að undirbúa harð- plastframleiðslu. oe nú b.öfum við hafið fjöldaframleiðslu á harðplastplötum úr sænsku hrá- efni. — Og hvað er framleiðslan mikil? — Framleiðslugetan er það mikil að viö gætum auðveldlega fullnægt eftirspurninni inpan- lands, eins og nú standa sakir. — Hvað starfa hér margir? — Starfsmenn eru aðeins tveir auk mín, sem ég tel nægja fyrst um sinn. — Var ekki erfitt að byggja upp þessa nýju iðngrein? — Jú, þaö hefur kostað mikið fé, og einkum hefur skort fram- kvæmdalán. Við höfum fengið lán úr Iðnlánasjóði, en meira hefur þurft til. Eftir að samning- ar höfðu tekizt við sænska fyr- irtækið Casco AB f Kristine- hamn, keyptum við í samráði við það vél, sem vegur hvorki meira né minna en 41 tonn. — I hverju var samstarfið. við Svíana fólgið? — Þeir byrjuðu á því að senda hingað sérfræðing til að kenna framleiöslu á haröplasti, og síð- an hafa þeir annazt gæðamat, þannig að viö sendum þeim sýnishom af framleiðslunni til að tryggja, að framleiðslan sé jafnan fyrsta flokks. 1 hverju er nú þessi fram- leiðsla fólgin, Snæbjörn? — Framleiðslan er tvíþætt, annars vegar framleiðsla á harðplastplötum í mörgum lit- um og hins vegar plastlagðar spónaplötur til ýmissa nota, til dæmis eldhúsinnréttinga. Við höfum kallað afurðina SNÆ-' PLAST. t- Hvað er að segja um sam- keppnisaðstöðu ykkar, tolla og slíkt? — Ég tel, að gæði séu fyllilega sambærileg við erlenda fram- leiðslu, og veröið er nokkru lægra. Hins vegar er rétt að hafa í huga, að mismunur á tollum á hráefni fyrir þessa framleiðslu og tollum á hinni innfluttu vöru, sem viö okkur keppir, er aðeinc 10% að því er varðar suma hluta hráefnis, en enginn munur um aðra hluta. — Þá mundi aðild íslands að Frfverzlunarbandalaginu, EFTA, ekki stórskaða samkeppnisaö- stöðu ykkar? — í samræmi við það, sem ég hef áður sagt um tollamis- muninn, ætti okkar fyrirtæki ekki að verða fyrir verulegum búsifjum, þótt ísland fengi að ild að EFTA. — Að lokum, Snæbjörn, hef- ur almenningur á Islandi ekki vanmetið íslenzkar iðnaðarvör- ur, og gerir þetta ykkur ekki erfiðara fyrir? . — Að sjálfsögðu hafa verið brögð aö þvf, að mönnum hef- ur ekki þótt íslenzk framleiðsla nógu góð. En ég varð var við mikilvæga breytingu á afstöðu manna á Iðnsýningunni 1966 aö því er varðar til dæmis hurðir, sem framleiddar eru af Hurð- um h.f., sem ég veiti einnig for- stöðú. Ég hef óbilandi trú á þvf, að innlendir framleiðendur -. neytendur kunni að meta alla þá framleiðslu, sem er fyllilega samkeppnisfær við þá erlendu, sagði Snæbjöm að lokum. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.