Vísir - 29.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 29.05.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 29. maí 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Á ÞESSU ER LÁT, EN ALLT LOG- AR ENN í VERKFÖLLUM Myndin er tekin á götu I latneska hverfinu £ París um það bil sem de Gaulle flutti 7 mínútna ræðu sina á dögunum. Lát er á götu- óeirðum, en boðaðar nýjar andmæla aðgerðir í dag, og í Parísarfréttum 1 gær var sagt, að svo virtist sem menn höliuðust að því æ meir, að Pompidou missti taumana úr hönd- um sér, en hann berst í örvænt- SAAAAAAA/WVWWWW^ Peyrefitte biðst lausnar Alain Peyrefitte fræðslumála- ráðherra Frakklands hefur beð- izt lausnar og sagði Pompidour forsætisráðherra, er hann til- kynnti þetta, að iausnarbeiðnin hefði verið tekin tfl greina. Hann ætlar sjálfur að gegna embætt- inu £ bili. 1 síðari fréttum frá París í gær var haft eftir Mitterand, að fyrir sér vekti, að bráðabirgöa- stjómm færi með völdin þar til 1 jOí, en þá færi fram forseta- kjBr. ingu fyrir að bjarga stjóm sinni. I ista og konia þeir saman á nýjan Mitterand, sem í gær bauöst til fund í dag. Vafalaust ræða þeir þess að mynda bráðabirgðastjóm, vinstristjórn með þátttöku komm- ræddi í gær við leiðtoga kommún-1 únista. Áframhald er á verkföllum um land allt og ekkert lát á kröfum, en þess sést vottur, að menn eru að hverfa aftur til vinnu. Þannig mun helmingur starfsliös Orlyflug- vallar hafa byrjað starf í morgun. En ný verkföll hafa líka byrjað. Þannig hefur starfsliö Afp-frétta- stofunnar samþykkt að hefja verk- fall. Sdittið í EBE um verðlog lundbún- oðarafurðn Óvænt samkomulag náðist i Briissel í gær á fundi landbúnaöar- ráðherra Efnahagsbandalags Evr- ópu (EBE) um verðlag landbúnað- arafurða á nauta- og kálfakjöti og smjöri. Það er talið mjög mikilvægt, aö þetta samkomulag hefur náðst, ekki sízt vegna ríkjandi óvissu um mál bandalagsins. Danni rauði kominn til Parísar Daniel Cohn-Bendet, aðalfor- sprakki Parísarstúdenta, er kominn aftur til Parisar. Hann ávarpaði þar fund stúdenta. Ekki er vitað með hverjum hætti hann komst til Parisar, hvort hann laumaðist inn, eða var hleypt inn, vegna þess að yfirvöldin höfðu af- létt banninu viö, að hann dveldist f landinu. Heil flotadeild heldur áfram leitinni að kafbátnum í frétt frá Washington segir, að /36 herskip lciti að kjarnorkukaf- bátnum Scorpion, sem saknaö er síöan á mánudag í fyrriviku (sbr. forsíðufrétt í gær). Slæmt veður torveldaði leitina. Á leitarskipunum eru samtals 7500 menn. Vindhraði var í gær 100 km. á klst. á leitarsvæðinu og bylgjur risu 6 metra. Skyggni var slæmt og við og við gengu yfir skúrir. Seinast heyrðist frá skipinu 21. maí og var kafbáturinn þá nálægt Azoreyjum svo sem fyrr hefur ver- iö getiö. Kafbáturinn er 77 metra langur og getur farið með tuttugu hnúta hraða á yfirborði sjávar og 35 hnúta í kafi. Það niundi kosta 40 milljónir dollara að smíða nýjan kafbát af þessari gerð. Bandaríkja- flotinn hefur tæki til að bjarga á- höfnum kafbáta, ef dýpi er ekki yfir 198 metrar, en hann gæti verið á miklu meira dýpi, jafnvel 5400 metra dýpi. Scorpion var hleypt af stokkunum 1959 og hann var í 10 mánaða eftirlitsviögerð I fyrra. 1960 var hans einnig saknað og mikil leit gerð að honum og var hann þá í NATO-flotaæfingum, en hann skil- aði sér. í janúar fórust tveir venjulegir kafbátar á Miðjarðarhafi, ísraelski kafbáturinn Dakar úti fyrir Kýpur- ströndum með 69 manna áhöfn og tveimur dögum síðar franski kaf- báturinn Minerve úti fyrir Toulon með 52 mönnum. Skilyrði fyrir aðild oð EBE, ekki fyrir hendi # Vegna stjórnniálaástandsins nú í Evrópu er ekki grundvöllur til ár- angursríkra viðræðna um umsóknir Bretlands, Noregs, Danmerkur og íriands aö Efnahagsbandalagi Evr- ópu (EBE) né heldur um málaleit- anina frá Sviþjóð. NTB hafði þetta í gær eftir liin- um opinbera málsvara belgíska ut- anríkisráðuneytisins. Sú bölsýni, sem gætti um þetta hjá málsvara utanríkisráðuneytis- ins. er þó ekki í samræmi við þá bjartsýni sem gætti hjá forseta Evr- Ceauscescu heimsækir Titó ópuráösins Jean Rey, er hann ræddi þessi mál í fyrradag, en sagði að vænta mætti samkomulags um stækkun sammarkaðsins áður en sumarleyfi byrjuðu. Ráðherrafundur EBF, verður hald inn fimmtudag og föstudag í þess- ari viku, en óvíst er að nema tveir af 6 utanríkisráðherrum sitji hann. Franski utanríkisráðherrann Cou- vé de Murville getur ekki komið vegna öngþveitisástandsins í Frakk- landi. Staðgengill kemur f hans stað. Joseph Luns utanríkisráðherra Hollands er í heimsókn í Marokkó. Fanfani, utanríkisráðherra Italíu, getur ekki komið vegna stjóm'- armyndunar og það er allsendis ó- víst, að Willy Brandt utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands geti kom- ið. Ceauscescu forseti Rúmeníu er í opinberri heimsókn í Júgóslaviu og með honum fjölmenn scndinefnd. Tító forseti stakk upp á því í ræðu sem hann hélt Ceauscescu til heiðurs að hlutlausu kommún- ts,wSrin stofnuðu til ráðstefnu en Ceauscescu sagði í svarræðu að utanríkisstéfna Rúmeníu byggðist á samstarfi við önnur sósíalist- isk lönd og einkanlega Sovétrík- in. \ Tító hélt því fram í ræðu sinni, að nauðsynlegt væri að stofna til ráðstefmi hlutlausra sósíalistískra landa til þess að ræða hin ýmsu yandamál, sem nú eru á döfinni. Hann vísaði algerlega á bug „heims- v.alda- og íhaldsöflum". Tító forseti er nú orðinn 76 ára Hann hefir veriö helzti talsmaður hlutlausu sosíalístisku landanna og þann 10. apríl tilkynnti hann að hafnar væru samkomulagsumleit- anir milli sosíalístiskra og friö- elskandi Ianda, sem ekki væru bundin neinum bandalögum, til þess að halda fund æöstu manna, óg yrði þar rætt um heimsvanda- málin svo sem Vietnamstyrjöldina, | frið milli ísraels og Aarbaríkjanna og önnur heimsvandamál. Hlekktist á LítiIIi flugvél, sem flogið var frá Vestur-Þýzkalandi um Island til Norður-Ameríku, hlekktist á £ Kalifomíu, er hún áttl ófarna að- eins 100-200 km vegalengd ð á- kvörðunarstað. Flugmaðurinn, tékkneskur, komst lffs af en meiddist hættulega. EBE: Næst samkomulag á fundi Efnahagsbandalagsins 30. og 31. maí um útfærslu þess? Forseti ráðs ins, Belgíumaðurinn Jean Rey, seg ir skilyrði fyrir hendi til samkomu lags sé um það milli .ráðherranna að gera sammarkaðinn vfðtækari, áður en sumarleyfi byrja. Meöan ekki er ger!egt“, sagöi Rey í ræðu í Brussel, ,,að hefja reglulegar sam komulagsumleitanir um aðild Bret lands, Írlands, Noregs og Danmerk ur, ætti að geta náöst bráðabirgða samkomulag, sem hægt væri að not ast við. • HJARTAÍGRÆÐSLA: Fyrsta hjartaígræðsla í Suður-Ameriku var framkvæmd f vikulok sfðustu í Sao Paulo, Brazilíu. 9 FERÐAFÓLK: Bretland virðist nú vera orðið vinsælasta ferða- mannaland álfunnar. Að minnsta kosti jókst ferðafólksstraumurinn þangað um 10 af hundráði, en ekki teljandi til annarra landa. Yfir millj ón komu til Bretlands. # GHAZA. Sá atburður geröist á Ghazaræmunni um seinustu helgi, að fimm skólastúlkur særðust af skotum, en engin hættulega. Ung- mennaæsingar voru þama er þetta gerðist og tóku unglingamir til að henda grjóti f bíla, sem fram hjá var ekið. Lögreglan segir, að maður á bifbjóli hafi skdtiö á stúlkumar, og sé hans leitað. Lögreglan varð að skjóta af vélbyssum upp í loft- ið til þess að hópamir dreifðust. # HAU DUC: Að minnsta kosti 50 borgarar biðu bana í þorpinu Hau Duc í Suður-Víetnam nýlega, þegar Víetcongliðar gerðu árás á það. Þorpið er 6^ km. suður af Danang. Er varpað hafði verið 200 sprengjum á þorpiö gerðu Vfet- congliðar og N.-Víetnamar áhlaup á það. Bandarískar þyrlur komu heimavarnarliðinu til hjáipar og var áhlaupinu hrundið, en þorpið er að mestu f rústum eftir átökin. # BANN: Um 70 brezkir verka- lýðsþingmenn vilja bann á vopna- sölu til Nígeríu og nái bannið jafnt til beggja aðila í borgarastyrjöld- inni. # FLUGSLYS: Farizt hefur á Indlandi flugvél af Coronada-gerð á leið milli Jakarta og Amsterdam. AIls munu 29 hafa farizt. # YODRELL BANK: Náðst hafa táknmerki f radíó-geimsjá Yodrell Bank geimrannsóknastöðvarinnar, og áttu þau upptök sin Iengra út í geimnum en áður hafa borizt tákn- merki frá. Þau vora frá tveimur stöðum í geimnum og er annar f 5000 Ijósára fjarlægö. Hitt táknið (signalet) var frá stað enn lengra í burtu. Sir Bernard Lovell kvaðst vita, að vísindamenn, sem geröu slíkar ijppgötvanir, hefðu tilhneig- ingu tfl að álykta, að nú hefðu þeir leyst alheimsgátuna, „en vér ætt- um ekki að vera of fljótir á okkur' til áiykta«a,“ sagði Sir Bernard. (NTB&l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.