Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 4
 ' MZ.W& Si ■ pg *• w a ; MMaHHHHaBIBn Það fyrsta, er Margrét Dana- prinsessa leit augum, þegar hún vaknaði morguninn eftir að hún eignaöist son, var eiginmaður hennar, Hinrik prins. Hann hafði náttað á Ríkssjúkrahúsinu í næsta herbergi til þess að vera við hlið konu sinnar. Síðan kom röðin að hinum nýfædda, sem lik ist föður sínum, eftir því sem fööurnum finnst sjálfum. Þetta var í annað sinn, sem Margrét prinsessa sá son sinn, en hann hafði verið sýndur henni, þegar hún hafði komið til meðvitundar stutta stund um nóttina. Þennan morgun átti hinir á- nægöu foreldrar góðar stundir með frumburði sínum. Síðan hélt Hin- rik prins til Friðriksborgar til að tjá tengdaforeldrum sínum ogmág FYRSTI DAGUR MARGRÉTAR DANAPRINSESSU SEM MÓÐUR konu Önnu Mariu drottningu að móður og syni liði vel. Mar- grét fékk að hafa soninn hjá sér allan daginn í herbergi sínu á fyrstu hæð sjúkrahússins. Um nóttina varð litli prinsinn að sofa í ööru herbergi eins og önnur ný- fædd börn í A-3 deildinni. Það var ekki langt liðið á morg út eins og blómasýning. Samt varð að flytja alla dýrðina á brott fyrir morgunverð. Farið var með blómin til hallar Kristjáns niunda í Amalienborg, þar sem blómin komu f stríðum straumum. Á ellefta tímanum komu svo konungshjónin og Anna María í heimsókn í sjúkrahúsið. Eftir að þau fóru, fékk móðirin matarbita, og síöan fékk hún sér miðdegis- lúr. Hún svaf raunar mikið þenn- an fyrsta dag. Hún var greinilega þreytt eftir skurðaðgerðina. Það var ekki fyrr en síðdegis, að Hinrik birtist að nýju á Rík- issjúkrahúsinu ásamt móður sinni, Renée greifynju af Monpez at. Loks kom hann í stutta heim uninn, er herbergi Margrétar leit sókn um kvöldið, rétt áður en prinsessan sofnaöi. Búizt er við, að Margrét fari heim í næstu viku, ef allt gengur að óskum. Þjáningunum linnir. Manngrúinn hyllti Hinrik prins, þegar hann haf ði heimsótt konu sína f sjúkrahúsið, nýbakaður faðir. o- 3- . Þrítugur tæknifræðingur, sem missti báðar hendur af völdum slyss, getur nú eftir þriggja mánaða þjálfun gert flest það, sem heilbrigðum er fært, Gervihöndum st jórn- að með taugaboðum — uppfinning sænskra lækna Veröur unnt, að bjarga hand- lama börnum með rafstýrðum höndum? f Gartaborg hafa sex sjúklingar fengið slfkar gervihend ur, og geta þeir nú skrifað, klæðzt og hringt í síma hjálpar- laust. Aðalheiðutinn af þessari mikilvægu uppfinningu á prófess or Carl Hirsch, sem hefur unnið að því, að bæta slíkan útbúnað. Höndunum er stýrt með tauga- boöum, sem berast frá vöðvun- um eftir rafþráðum í sambandi við húöina. Vöðvaboðin eru veik- ir rafstraumar, sem skapast í vöðva, þegar hann dregst sam- an. Aliir voru sjúklingar þessir örkumla og gátu ekki bjargað sér sjálfir. Nú geta þeir með hinum nýja útbúnaði gert flest það, sem heilbrigðum er fært. Læknamir búast við að innan fárra ára verði unnt að nota búnað, sem stjórnað yrði með l'tlum, þráðlaus um úri'arpssendi undir húðinni. Slíkur sendir yrði ekki stærri en frfmerki. Fvrir ári hófust tilraun- ir með fimm sjálfboðaliða, sem létu koma fyrir slíkum sendum undir húðinni, þær hafa gefið góða raun. Rafsendarnir hafa marga kost) umfram kerfið með rafstraumn- um, þar sem næst til boða frá fleiri og dýpri vöðvum. Þar með fá tækin meiri verkefni, og unnt er að aðlaga þau þörfum sjúkling anna. Hirsch prófessor telur. að börn, sem eru handlama vegna bilunar í taugum. muni einnig geta notað þessi tæki. Sáð með vegum fram Ég þurfti að bregða mér til Keflavíkur einn daginn, og ók þá auðvitað hinn eina varanlega veg á íslandi. Meðfram öllum þessum framúrskarandi mikla og ágæta vegi eru mikil verks- ummerki eftir stórvirkar vélar frá þelnt tíma, sem vegurinn var lagöur. Eru það mlkil sár og ó- gróin. Rétt sunnan við Stapa hefur á einum stað beggja vegna vegarins verið sáð i nokkra fermetra af jarðarskika, en víðast hvar hefur verið slétt að úr því, svo aflíðandi halli myndast upp á veglnn. Þessir rau fermetrar sem sáð hefur ver ið i, eru nú orðnir iðgrænir og setja strax sinn svip á, þó fyrir- ferðin sé ekki mikil. Þessir blettir sýna þó vegfarendum fram á það, að Suöurnesjavegur inn gæti að sumrinu til að minnsta kosti verið talsvert hlý- legri með græna teiga á báða vegu, en grá auðnin og upp- blásið gróðurleysið, eins og þeir eru i dag. Ekki veit ég hvernig á þessum grænu skikum stendur, hvort einhver hefur sáð þarna úr gras fræs-fötu Liohs-félaga eða hvort Vegagcröin hefur verið að gera einhverjar tilraunir með að gróðursetja í sárin eftir hamfar ir vegalagningarinnar. En hvort sem er, þá er aug- Ijóst að það væri gott verk að sá grasfræi meðfram öllum þess um vegi, svo og annars staðar þar sem eins hagar til, að mikll gróðurleysa hefur myndazt með ' fram nýlögðum vegum, vegna jarðrasks stórvirkra véla. Við búum í gróðursnauðu landi, svo aö eftirsjá þykir að hverjum grónum bala, sem spill ist vegna nauösynlegra vegar- gerða. Slíka skaða getum við bætt upp með bvi að aræða sár- in sem fyrst eftir að vegarlagn- ingu er lokið. Sú hrevfing sem Lions-félag- ar og ýmis jngmennafélög hafa vakið, að rækta örfoka land og hefta uppblástur er mikiö starf og gott. Með sliku starfi er unn ið markvisst að því að gera okkar harðbýla land frjórra og betra en það er. Land sem er að fjúka upp, er eins oe líkami sem er að tær ast upp. Moldin er eins konar holdfylling landsins, en örfoka land og hraun er eins og skinin bein. Vonandi láta hinir duglegu grasræktarmenn frá síðustu sumrurn. ekki lerkið falla, held ur takast á víð enn stærri verk- efni tii að heffr sandfok o- græða landið. Ég ætla einnig að /ona að einhverlir verði til bess, að sá meo veg«*r> fram, eins no tll dæmis meðfrarð hinum mikla Srrðumesjavegi. Þrándur í Götu. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.