Vísir - 12.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 12.06.1968, Blaðsíða 4
SPRELLLIFANDI MEÐ FIMM KÚL- UR í HAUSNUM Kvartaði um smávægilegan hausverk eftir árás Ég skil ekkert í þvi, að losna ekki við þennan smávægilega hausverk, sagði bandaríski laekn- irinn, Ralph Williams, við starfs- bróður sinn. Hausverkurinn var afleiðing þess að hann var sleg- inn niður og rændur á leið sinni í gegnum San Fransisco, sagði • \ .\\^.V\V.\,.\\\\\\\, ^>\\\ \\\\ s SV.SSS* SSSSSSSSSS SSSSWS S "S • SSSSS* • S' S' • 'S'' S" • ■ ".-"SSSSSSSS-VSSSSS^SSSSSSSS læknirinn, þegar hann ræddi við starfsbróður sinn daginn eftir á- ráslna. Þegar læknirinn vaknnði ctl meðvitundar skömmu eftir að hann hafði verið rændur, ■ hann sér leigubil á hótelið, þar sem hann bjó. Daginn eftir fékV hann aðkenningu að hausverk. sem ekki vildi hverfa. Hann virt- ist ekki vera mjög illa leikinn eft-. ir árásina. Ilann var með glóðar auga og var með storkið blóð á andlitinu. Hann ákvað samt að leita til starfsbróður síns, en sá ákvað að láta taka röntgenmynd af höfðinu til að kanna, hvort hauskúpan væri sprungin. Þegar þeir sáu myndina ætluðu þeir ekki að trúa eigin augum. Myndin sýndi, að fimm byssu- kúlur voru í höfði læknisins. Þeim fannst það a. m. k. „eðlilegt“ að hann væri með smávægilegan hausverk. Kúlurnar höfðu allar lent á þeim fáu stöðum í höfð- inu, þar sem þær urðu ekki ban- vænar. Læknarnir uppgötvuðu nú, bvssugöt undir hinu storknaða blóði, við vinstra eyra, við hægra augað, undir hægri nasavæng, í munninum og efst í höfðinu. Ætl unin er að reyna að fjarlægja þrjár af byssukúlunum seinna. ''..V ..... .... |-,V.'.'.\,\ttgmA4\\V.\\\,' '.’M'.\\ .'.'.'.V.\\\\W\V.‘.\\^WV.WA^\\\W\\, Litla stúlkan dó úr hungri... MILUÓNIR SÁU BARNIÐ DEYJA ÚR HUNGRI í SJÓNVARPINU Þúsundir sænskra sjónvarpsá- horfenda sáu hryllilegan atburð, þegar kornabarn dó úr hungri frammi fyrir opnum tjöldum. Lftil stúlka tæplega ársgömul, með flegna húðina á beinunum, andaðist í höndum læknanna. — Néi, þétta gerðist ekki f vanþró- uðu ríki, heldur í rfkasta landi veraldar, Bandaríkjunum. Millj- ónir bandarískra áhorfenda höfðu séð barnið deyja í höndum lækna í sjúkrahúsi í San Antonio í Tex- asríki. Samtímis mátti heyra hinn stolta borgarstjóra lýsa þvi, hvern ig fátækrahverfum bæjarins hefur verið breytt f „perlur“ hans. Einn ig greiöa Bandarikin um 1,5 millj- arða dala til vanþróuðu rfkj- anna, og bændur grófu f jörð hluta framleiðslu sinnar á svína- kjöti (10.000 svín) til að halda veröinu niðri. Dánarorsök barnsins var nær- ingarskortur, sem ekki er óal- gengt f Bandarfkjunum sam- kvæmt skýrslum. Milljónir Banda rikjaþegna fá næstum aldrei mjólk, kjöt eða nýtt grænmeti. ! rikjum Bandaríkjanna eru 256 hungursvæði. Svo að það var ekki að ástæðulausu, að Jobnson forseti hóf herferð gegn fátækt og ganga hinna snauðu var hald- in. -X Konstantín, Grikkjakonungur, varð fyrir slysi rétt fýrir utan Róm á föstudaginn. Hann komst þó undan, aö visu með skoma vör og illa marinn á héndi. Slys- ið varð þegar konungurinn ók þifreið sinni ut af veginum til að forðast árekstur. Konstantin, sem er 27 ára gam- all, var fluttur í einkasjúkrahús í auðmannahverfinu Parioli í Rómaborg. Þar var skurðurinn saumaður, og síðan fékk hann að aka heim. Gerði hann það af miklum hetjuskap, enda er mað- urinn fþróttamaður og ekki fisj- að saman. s « Kristindómurinn. • o Oft er um kristindóminn og o kristindómskennslu 1 skólum J rætt, og talað er um, að áhugi o fólks á kristnum fræðum og J trú hafi dvínað. Jafnframt er tal J að um minnkandi aðsókn að • kirkjum. Ennfremur er stundum 2 rætt um að glæða trúaráhuga • fólks með einhverium ráðum, 2 því þaö sé nauðsyn, ef ekki eigi • illa að fara. • Fyrir nokkrum dögum heyrði 2 ég umræðufund í útvarpinu, en • þar ræddu beir Ólafur Jóhann- • esson, Jóhann Hannesson og 2 Bjarki Elfasson bau vandamál, • sem hæst ber á góma þessa 2 dagana, bað er að segja vaxandi • glæpahneigð oe ofbeídisverk 2 hér og erlendis. Var meðal ann- 2 ars vakin athygli á bvf, að í skól • um er ekki kennd neins konar 2 siðfræði, og varpað var fram 2 þeirri spurningu, hvort ekki • þyrfti að leggja meiri áherzlu • á kristindómsfræðslu. j Við slíkar umræður þessara • mætu manna vakna þær spurn- 2 Ingar hvers vegna prestar eiga 2 ekki leneur hljómgrunn meðal • ungs fólks og heldur ekki meðal 2 þeirra sem eldri eru, 1 sama mæli og áður fyrr? Hvers vegna þessi vaxandi órói meðal stúd- enta? Eru stúdentaóeirðirnar er lendis og hérlendis ekki af sál- rænum truflunum spunnar? Hvers eðiis er þaö hatur, sem ungir menn bera f brjósti, ef þeir vaida óspektum á almanna færi einungis tii að láta bera á sér o'g beim málefnum, sem þeir telja sig hafa að segja öðr- um? Er þá hatur þeirra ekki orð ið sjúklegt? Svona má lengi spyrja sjálfan sig og velta vöngum, en hætt er við, að fátt verði um svör. En hvað skal til bragðs taka? Hvers vegna ná prestar ekki eyrum fólks, á sama hátt og áð- ur? Mikiil áróður er rekinn gegn kirkjunni, og biblfan er af mörg um ekkl talin eiga erindi til fólks í dag, þar eð hún sé nán- ast gömul mannkynssaga, sem nánast sé litt við hæfi fólksins í dag. En því hamla prestar ekki á móti? Jafnvel þó biblían sé ekki aðgengileg til lestrar og vegna breytts tiðaranda, þá er sið- fræði biblíunnar sigild, og við höfum öll ekki sízt þörf fyrir þá siðfræði og náungakærleik, sem bibltan boðar. Þennan boð- skap þurfa prestarnir aö boða í nýju íormi. Þörfin er einmitt mikil nú á tímum erfiðleika og alls kyns lausungar hér og úti í heimi. Prestarnir ná ekki hugum fólks og fá það ekki til að hlusta með sundurlausum upp- hrópunum úr biblfunrii. Þannig fá þeir ekki unga fólkið til að hlusta á sig i dag, þeir verða að tala á því máli, að á þá sé hlustað. Nú hafa prestar sama aögang að fjölmiölunartækjum og flestir aðrir, og sumir klerk- ar gera sín verk mjög vel og samvizkulega, og vekur meða! annars einn presiur nokkra at- hygl! í einu dagblaðanna, sér- staklega hjá eldra fólki. Ungt iólk les ekki kirkjulegan boð- skap i blöðum. Margir prestar liafa notaö Hclgistundir í sjón- varpssal mjög vel, en aðrir bók- staflega hörmulega. Nú er einn ig vitað, að margir nrestar eiga annríkt við ýmis Iíknarstörf, og verða þau störf ekki metin til fjár, en þau hafa mikla félags lega þýðingu fyrir þjóðfélagið. F.n samt gera prestar ekki nóg og nýta ekki þá möguleika, sem þeir hafa til að boða sina trú eða þá siöfræði, sem biblían inni heldur og við fyrst og fremst höfum þörf fyrir. Sannleikurinn er nefnilega sá, að of stór hóp- ur presta er aðeins værukær em bættismannahópur, sem þykir Ijúft að hirða laun sfna fyrir sem minnsta vinnu. Prestar hefðu r.efnilaga enn fleiri mögu- leika til að ná til unga fólksins, ef þeir hefðu vlrkilegan áhuga á. í þjóðfélaginu fer fram alls konar æskulýðsstarfsemi, sem skortir forystu. Dæmi eru um, að gengið hafi verið eftir mönn um til að gegna forystu í íþrótta félögum. Skátahrevfingin er i lægð vegna forystuleysis fj'rst og fremst. Á þessum vettvangl myndu prestar fá næstum ótak- mörkuð tækifæri til áhrifa og til að boða þá trú, sem þeir vinna fyrir, ekki með predikunum, heldur öruagri handleiðslu og forystu. Prestar hefðu þar tæki færi til að afla sér þar þelrrar virðingar, sem þá skortir tll að ná hugum og athvgli unga fólksins í dag. Þegar þeir fara að verða nauðsvnlegur báttur i áhuga- og tómstundastarfi ungs fólks, þá eignast þeir virðingu bess og fá bað til að hlusta á það.^em þeir telja unga fólkið þarfnast fyrst og fremst. Þrándur í Götu. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.