Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 5
V í SIR . Föstudagur 14. júní 1968.
—--------- ...............................K irffflBra'ÉrirtM
Tveir stuttir en strangir
megrunarkúrar $
17itt algengasta umræðuefni
kvenna i dag, er án efa
holdarfarið og megrunarkúrarn-
ir. Við opnum varla svo kvenna
blað, að þar sé ekki að finna
óteljandi leiðir til að grennast
og þó að það sé ef til vill að
bera í bakkafullan lækinn, þá
ætkim við nú samt að birta
hérna tvo stutta og stranga
megrunarkúra, fyrir þær sem
vilja líta dálítið betur út í bað-
fötunum. Þess skal þó getið, að
báðir þessir kúrar eru það
strangir, að þeir eru ekki nema
fyrir fullhraustar, ungar konur,
sem ekki vinna erfiðisvinnu og
helzt þurfa þær að geta tekið
það fremur rólega dagana sem
kúrinn stendur yfir.
Auðvitað megið þið ekki gera
ráð fyrir að halda þeirri þyngd
til lengdar, sem þið náiö með
þessum kúrum, nema með því
að halda líka í við ykkur í mat
eftir að kúrnum lýkur. Það er
samt sem áður þægileg tilfinn-
ing ef slíkur kúr heppnast, því
þá hefur maður það á tilfinn-
ingunni að maður sé sinn eigin
herra í þessum efnum, en játi
ekki matarlystina taka af stjórn
ina.
Sjálfsagt er að taka vítamín
meðan á kúrnum stendur og úti
vera, sund og hvers kyns íþróttir
hjálpa ykkur ekki aðeins til aö
léttast, heldur og að léttast fall
ega. Líkaminn verður stæltari
og vöðvarnir styrkjast, jafn-
framt því að fitulagið hverfur.
Léttizt um 4 kg. á einni viku.
1. og 2. dagur: Borðið yfir
daginn eftirfarandi: 1 appelsínu
1 eggjaköku, 1 tómat, kaffi eða
te án sykurs, 1 sneið af heil-
hveitibrauði með osti, súrmjólk
(1—2 diskar).
3. og 4. dagur: Borðið eftir-
farandi: Súrmjólk (2 diskar) 2
tómata, 1 appelsínu, 1 eggja-
köku meö einhverju grænmeti
í, 2 sneiðar magurt kjöt, 1 disk
þunna kjöt- eða grænmetis-
súpu, 1 sneið af heilhveitibrauði
með osti.
5., 6. og 7. dagur: Sama og
3. og 4. dag, en bætiö við (dag-
lega) 1 skammti af grænmetis-
salati (salat, hvítkál, epli, rófur,
gulrætur og tómatar) og 1 grape
fruit. I staöinn fyrir kjötiö má
borða magran fisk.
Léttizt um 2>/2 kg. á 3 dögum.
■tTann er strangur þessi kúr,
og gætið þess vel að borða
ekki óskaplega mikið fyrstu dag
ana eftir aö kúrnum lýkur, því
það er ekki aðeins óhollt fyrir
magann, heldur er hætt viö að
það taki þá aöra þrjá daga að
fitna um 2 y2 kíló. Þessi kúr er
það strangur, aö hann má alls
ekki standa lengur yfir en í
þrjá daga. Hins vegar er ágætt
að halda áfram við sama mat-
inn í nokkra daga í viðbót, en
tvöfalda skammtinn og bæta
við hráu grænmeti og kjötseyði
eftir vild.
Tii þess að léttast um 2l/2
kíló á þremur dögum megiö þið
ekkert borða daglega annað en
1 pott af súrmjólk, 1 egg, saf-
ann af tveimur stórum appelsín-
um og ósykrað kaffi eða te. Að
sjálfsögðu er ekki hægt aö á-
byrgjast að allir léttist nákvæm
lega jafnmikið. Mjög feitt fólk
kemur til me" aö léttast um
ein 3 kíló á þessum þremur dög-
um, en fólk sem hins vegar er
frekar grannt, jn vill einhverra
hluta vegna verða ennþá
grennra, léttist tæplega nema
um 2 kg .
Og ef þér viljiö fitna.
Tj’ftir þessa tvo megrunarkúra
ætlum við svo aö gefa hin-
um fámenna ,en ekki síður á-
hyggjufulla, hópi þeirra * sem
eru of grannir, örfá heilræði.
Þeir sem á annað borö eru mjög
grannir eiga yfirleitt erfiðara
með að fitna en þeir feitu að
grennast. Ófáar stúlkur vilja
helzt aldrei láta sjá sig á sund-
bol því þeim finnst þær vera
svo horaðar.
' Ef þið eruö meðal þeirra, er
ykkur ráðlagt að reyna að
breyta algerlega um mataræði.
Aukið ekki sælgætisát, heldur
borðið mikið af hollu brauði,
hunangi, banönum og kartöfl-
um. Reynið að sofa eins mikið
og þið getið, það hefur ótrúlega
mikið að segja. Vonandi geta
svo sem flestir verið ánægðir
með holdarfarið í baðfötunum I
sumar.
I B l'WTM
FILMUR OG VÉLAR S.F.
FILMUR OG VELAR S.F.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41
SÍNII 20235 • BOX 995
1
HEIMSÖKNARTIMIÁ
SJIÍKRAHÚSUM
Elliheimiliö Grund. Alla daga
ki. 2-4 og -0-7
Fæöingaheimili Reykjavíkir
Alla daga kl. 3.30—4.30 og fyrir
feður kl. 8—8.30
Fæðingardeild Landspítalans.
Alla daga kl. 3—4 og 7.30—8.
Farsóttarhúsiö jMla daga kl.
3.30—5 og 6.30—7.
Kleppsspítalinn. AHa daga kl
3-4 og 6.30-7.
Kópavogshælið. Eftir öádegiö
daglega
Hvítabandið. Alla daga frá kl.
3-4 oo 7-7.30
Landspftalinn kl. 15-16 og lí'
19.30.
Borgarspftaiinn við Barónsstig,
14—15 og 19-19.30.
Orðsending
til útgerðarmanna
síldveiðiskipo
Þeir útgerðarmenn, sem ætla að salta síld um
borð í veiðiskipum eða sérstökum móðurskip-
um á komandi sfldarvertíð, þurfa samkvæmt
lögum að sækja um söltunarleyfi til Síldarút-
vegsnefndar.
Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
1. Nafn skips og skráningarstað.
2. Nafn og heimilisfang síldareftirlitsmanns,
sem stjórna á söltuninni um borð.
3. Hvort ráðgert er að láta skipið sigla sjálft
til lands með síld þá, sem söltuð kann að
verða um borð eða hvort óskað er eftir að
sérstök flutningaskip taki við síldinni á
miðunum.
Umsóknir sendist skrifstofu Síldarútvegs-
nefndar í Reykjavík sem allra fyrst og eigi
síðar en 20. þ. m.
Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefir með bréfi
dags. 10. f. m. falið Síldarútvegsnefnd að
framkvæma flutninga á sjósaltaðri sfld svo og
framkvæmd annarra þeirra málefna er greinir
í bráðabirgðalögum frá 10. f. m. og áliti 5
manna nefndar þeirrar, er skipuð var 20. febr-
úar s.l. til að gera tillögur um hagnýtingu síld-
ar á fjarlægum miðum. Er lagt fyrir Síldarút-
vegsnefnd að fylgja að öllu leyti ákvæðum
laganna og tillögum 5 manna nefndarinnar
við framkvæmd málsins. Með tilliti til þessa,
vill Síldarútvegsnefnd vekja athygli útgerðar-
manna og annarra hlutaðeigandi aðila á því,
að ógerlegt er að hefja undirbúning varðandi
flutninga þá, sem gert er ráð fyrir í bráða-
birgðalögunum og tillögum 5 manna nefndar-
innar, fyrr en fyrir liggja upplýsingar frá út-
gerðarmönnuin síldveiðiskipa um væntanlega
þátttöku í söltun um borð í skipum ásamt
upplýsingum um áætlaða flutningsþörf vegna
þeirra veiðiskipa, sem ráðgert er að afhenda
saltaða síld á fjarlægum miðum um borð í
flutningaskip.
Þá vill Síldarútvegsnefnd vekja athygli út-
gerðarmanna og annarra hlutaðeigandi aðila
á því, að skv. bráðabirgðalögunum er gert ráð
fyrir, að útgerðarmönnum, sem kunna að
flytja sjósaltaða síld frá f jarlægum veiðisvæð-
um til íslenzkrar hafnar í veiðiskipum eða
sérstökum móðurskipum, verði greiddur flutn
ingastyrkur, er nemi sömu upphæð fyrir
hverja tunnu og Síldarútvegsnefnd áætlar að
kostnaður verði við flutning sjósaltaðrar síld-
ar á vegum nefndarinnar, enda verði síldin
viðurkennd sem markaðshæf vara við skoð-
un og yfirtöku í landi.
SÍLDARÚTVEGSNEFND.