Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 27.06.1968, Blaðsíða 6
6 viálR . Fimmtudagur 27. júnf 1968. TÓflABÍÓ y1 lslenzkur texti. Mjög vel gerð og æsispenn- andi, frönsk sakamálamynd í litum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. KÓPAVOGSBÍÓ íslenzkur texti. (The Wild Angels) Sérstæð og ógnvekjandi, ný, amerísk mynd í litum og Pana vision. Peter Fonda Nancy Sinatra Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuö börnuir, innan 16 ára. BÆJARBÍÓ Farandleikararnir Bráðskemmtileg amerísk mynd um landnema og gullleitar- menn. Aöalhlutverk: Sophia Loren Antony Quinn. ÍSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. Einkalif kvenna (Venus Berg) Þýzk mynd um konur. Danskur texti. Sýnd kl. 7. Bönnuð börnum. STJÖRNUBÍÓ BRÚÐURNAR íslenzkur tcxti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan H ára. AUSTURBÆJARBÍÓ I skjóli næturinnar Mjög spennandi ensk kvikmynd. Leslie Caron David Niven. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5 og 9. KAFNARBÍÓ t Gæsapabbi Afar fjörug og skemmtileg gam anmynd I litum. Cary Grant og Leslie Caroll íslenzkur texti. Endursýnd kl 5 og 9. TjVá því um 1910 og fram und A ir seinni heimsstyrjöldina. voru hin miklu og glæsilegu far þegaskip, sem sigldu á milli Vestur-Evrópu og Ameríku, stærst allra skipa í förum. 1 styrjöldinni tóku bæði Bretar og Bandaríkjamenn í notkun herskip og flugvélamóðurskip, sem ruddu þeim metum. Eftir styrjöldina tóku farþegaskipin aftur forustuna, þegar stolt frönsku þjóöarinnar, „France“, hljóp af stokkunum, 1035 fet að lengd, og enn er þaö stærsta og glæsilegasta farþegaskip, sem siglir á milli gamla og nýja heimsins. Þá voru þaö Banda- ríkin, sem náöu aftur metinu með smföi hins kjarnokuknúna flugvélamóðurskips. „Enter- prise“, sem er 1123 fet á lengd Aö sjálfsögðu hlýtur stærö skipa að miöast við þaö hlut- verk, sem þeim er ætlað að gegna. Það hefur þó verið tal- iö, að stærð „France" hafi ekki einvörðungu miöazt við farþega- flutninga yfir Atlantshaf, heldur í og meö jafnvel fyrst og fremst við franskan þjóöarmetn að. Sérfróðir menn álíta, að það veröi og síöasta „risaskipið“, sem smiðað verður til farþega flutninga, svo sé hinum hrað- fleygu og stóru farþegaþotum fyrir að þakka — eöa um aö kenna. ÞaÖ er og talið vafamál frá sjónarmiði hernaðartækn- innar, hvort smföuð veröi stærri flugvélamóðurskip en „Enterprise". Það er því alls Olíuflutningaskipin stærstu skip á sjó og enn stærri verða jbau ekki ólíklegt aö það skip hefði haldið stærðarmetinu um lang- an aldur, ef Egyptar og ísraels menn heföu getað haldiö friöi. Með lokun Súesskurðarins i sex daga stríöinu og síöan, skap aöist nefnilega þörf fyrir risa- skip í nýju hlutverki — olíu- flutningaskip. Um leið vildi svo til, að nýjar skipasmíða- stöðvar voru þess umkomnar og reiðubúnar að bæta úr þeirri þörf. Til dæmis skipa- smiðjur Mitsubishis hins jap- anska. Skipasmíði Japana hefur aukizt hrööum skrefum frá því 1956, og nú er svo komið, aö þeir smíða nálega helming þeirra skipa, miðaö viö smá- lestafjölda, sem hlaupa af stokk unum i heiminum ár hvert — til dæmis smiöa þeir tvöfalt á við Svía, Breta og Vestur-Þjóð- verja samanlagt, sem ganga þó næst þeim aö afköstum. Og þar eö japönsku skipasmíða- stöðvarnar hafa gert olíuflutn- ingaskipin að sérgrein sinni aö undanförnu, gat Nasser í raun- inni ekki gert þeim betri greiða en meö lokun Suesskuröarins. Enda þótt japanskir hafi þeg- ar bætt lengdarmetið í skipa- smiöi um nokkur fet, er það ekki nema hálfsögö sagan Breidd þessara stóru olíuflutn- ingaskipa í hlutfalli viö lengd, er meiri en áður þekktist — og smálestataian í samræmi við þaö. Þessi lögun er og talin heppilegust meö tilliti til smíða kostnaöar, samanborið viö af- köst. Hámarksstærö olíuflutn- ingaskipa, sem leyfð var sigl- ing um Súesskurö, var 60.000 lestir, en stærsta japanska oliu flutningaskipið, sem þegar er í förum, „Idemitsu Maru“, er 21.000 smálestir. Nú er um þaö bil lokið smföi fyrsta „risa“-oiiu flutningaskipsins af þrem sam- stæröa í skipasmfðastöö Mitsu- bishis, sem veröa hvert um sig 1135 fet á lengd, 174 fet á breidd, 164 fet á hæð frá kili að stjórnpalli og 312.000 smá- lestir aö stærð! Þessi bákn geta flutt 2,2 milljónir gallóna af olfu í hverri ferð. Þessi skip eiga svo að flytja olíuna frá Kuwait, fyrir Góðravonarhöfða, og til sérstakrar hafnar í Bauntryfirði á Suður-írlandi, sem veriö er aö Ijúká við i þeim tilgangi. Ekki geta þau lagzt að landi í Kuwait, heldur verð- ur olíunni dælt um borö gegn- um 10 milna langa leiðslu. Þeg- ar kemur í hina nýju olíuflutn ingahöfn á suðurodda írlands, veröur olíunni ýmist dælt i stóra geyma í landi eða um borð í minni olíuflutningaskip. Meö þessu móti er talið, að Aðeins þrem mánuðum eftir að kjölurinn að stærsta skipi heims var lagöur, var því fleytt úr skipasmíðastöðinni, og verður smíðinni lokið utan hennar. Þeir japönsku kunna tökin á því... flutningskostnaöurinn verði minni, þótt fariö sé fyrir Góðra- vonarhöfða, en hann var áö- ur um Súesskurð meö 60.000 smálesta skipum og minni. Þessi risaskip verða knúin tveim aflvélum og tveim skrúf- um, en það er nýlunda f smíði olíuflutningaskipa. — General Electric hefur tekið að sér smíöi aflvélanna, og ábvrgzt. að skriðhraðinn veröi 14,6 hnútar á vöku. Ýmiss konar nýiar aðferð- ir hafa þeir hjá Mitsubishi tekið upp við smíðina — m.a. „neöansjávar“-rafsuðu, sem ger ir kleift aö sjóða byrðingshluta saman, eftir að þeir hafa hver um sig, veriö settir á flot. Og þeir í Japan hyggjast ekki láta sitja við þessi met. Reikn- ingsmeistarar Lloyd telia að oliu flutningarnir öeti orðiö enn 6- dýrari með 500.000 smálesta skip i, en þá sé líka hámark- inu náö. Næstu skipin. sem Mitsubishi hyggst taka að sér að smíða að lokinni smíði þess- ara þriggja, verða þó ekki „nema“ 400.000 smálestir, og þegar hafinn undirbúningur að því verki. En þeir gera ráð fyr- ir, að þess veröi ekki ýkjalangt aö bfða, að þeir verði beðnir um að smföa — allt að 100.000 smálesta stærri skip — hvaö sem síðar verður. GAMIA BÍÓ Njósnaförin mikla (Operation Crossbow) Ensk stórmynd með: Sophla Loren George Pappard tslenzkur texti. Sýnt» kl. 5 og 9. Bönnuö innan i4 ára. NÝJA BÉÓ tslenzkir textar. Bönnuð oörnum. Sýnd kl. 5. 7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ / KLÓM GULLNA DREKANS ISLENZKUR TEXTt Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. HÁSRÓLABÍÓ Sim 22140 TÓNAFLÓÐ (The Sound of Music) Sýnd kl. 5 og 8.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.