Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 04.07.1968, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Fimmtudagur 4. júlí 1968. Þökkum' innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jaröarför STURLAUGS JÓNSSONAR stórkaupmanns. Jón og Þórður Sturlaugssynir. , LAS VEGAS DISKOTEK er opið / kv’óld frá kl. 9-1 LAS VEGAS DISKOTEK TIL SÖLU Mercedes Benz 327 vöruflutningabifreið ár- gerð 1963. Bifreiðin er nýskoðuð og á nýjum dekkjum, ekin 145 þús. km. Atvinna getur fylgt ef um semst. Uppl. í síma 81793. Róbert Sigurjónsson. PARHÚS TIL SÖLU Til sölu parhús við Laugarnesveg. Á 1. hæð eru 2 stofur og eldhús, í risi 2 herbergi og bað, í kjallara 3 góð geymsluherbergi og þvotta- hús. Sér inngangur, sér hiti, sér lóð. Upphitað- ur bílskúr fylgir, útb. 3—350 þús. Allar nánari upplýsingar gefur ' I ' EÍGNASALAN, Reykjavík Þórður G. Halldórsson, sími 19540 og 19191. Ingólfsstræti 9 Kvöldsími 83266. PAYLOADER óskast til kaups, stærð P/2—2 kúbik-yardar. Tilboð merkt „Payloader 1982“ óskast sent auglýsingadeild blaðsins fyrir n.k. sunnudag. Ryggingarfélag verkamahna, Reykjavík. TIL SÖLU tveggja herbergja íbúð í IX. byggingarflokki. Þeir félagsménn, sem neyta vilja forkaups- réttar að íbúðinni, sendi umsóknir sínar í skrif stofu félagsins Stórholti 16 fyrir kl. 12 á há- degi miðvikudaginn 10. júlí n.k. Stjórnin Margir hátt uppi á kosningadag 150 manns skoðuðu útsýnið yfir Reykjavík frá útsýnispalli Hall- grimskirkju sl. sunnudag, — kosn- ingadaginn. Var það mestur fjöldi, sem heimsótt hefur útsýnispallinn frá því er hann var gerður aðgengi legur gestum. Þennan mánuö veröur útsýnis- pallurinn opinn um helgar eins og venjulega, en sú breyting hefur ver ið gerð á að gefa fólki fremur kost á að fá yfirsýn yfir Reykjavik að kvöldi laugardaga kl. 8—10 í stað 2—4 áður. Á sunnudögum verður útsýnispaliurinn hins vegar opinn á venjulegum tíma 2—4. Eflaust verða margir til þess í sumar, að notfæra sér það að geta staðið 70 m yfir sjávarmáli og horft yfir höfuðborgina og nágrennið, og þeg- ar hafa margir ferðamannahópar heimsótt pallinn. Útsýnispallurinn er í 40 m hæð frá jörðu en kirkjan sjálf í 30 m hæð yfir sjávarmáli. „Maður og kona#/ í Búðardal Leikfélagiö Baldur á Bíldudal sýn ir sjónleikinn Mann og konu eftir Jón Thoroddsen í Félagsheimiiinu Búöardal á laugardagskvöld. Leik- félagiö Baldur hefur sýnt leikrit þetta við miklar vinsældir á 6 stöð um á Vestfjörðum í vor, og hefur aösókn verið svo mikil, að aðsókn- armét hefur veriö slegiö á fjórum stöðum. Alls hafa sýningar til þessa verið 9 og um 1500 manns séö leik ritið. Vitaö er um marga héöan úr Reykjavík, gamla Bílddælinga, sem ætla að sjá leikritið í Búðar- dal, og reyndar murru Bílddæling- ar fjölmenna víða að af Vestur- landi. Ríkisstjórnin — m—> 1 dðu kvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Vegna áframhald- andi veröfalls afurða og auk- ins framleiðslukostnaðar innan- lands er búizt við að þetta tap ykist verulega ef rekstrargrund- vöilur síldarútvegsins yrði ekki bættur. Fjórir bátar eru nú á miðun- um fyrir austan og bárust þær fréttir frá leitarskipinu Snæfugli f gær að lóðaö hefði á margar torfur. en þær stæðu djúpt, kæmu varla upp fyrir 100 faðma dýpi og hafði enginn fengið síld seinnipartinn f gær. — Hins vegar er síld á stóru svæöi þar 700 mílur norð-austur í hafinu og útlit fyrir góöa veiði. Hestamót — m~> 16 siðu má þar á meðal nefna naglaboð- hlaup milli hestamannafélaganna, en það hefur iafnan verið vinsælt meðal áhorfenda. Fyrir börnin verða hestar hafðir ■ girðingu. svo að yngsta fólkinu S mótinu eíefist kostur á að koma á bak Þetta verður endurmalds- laust. A mótinu veröur einnig séð fvrir veitingum. Vinnuskúr óskast til kaups. Einnig eitt- hvað af mótatimbri. Uppl. í síma 35325. Atvinna óskast 15 C.ra stúika óskar eftir at- vinnu. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 19768. Undirstaðan góð : - brautin afleit : • Agnar Kofoed Hansen, flugmála 3 stjóri, hafði samband við Vísi f morgun vegna burðarþoismæiinga, sem verið er að gera á Reykjavík- urflugvelli og sagt var frá í blað- inu í gær. Staðreyndir skoluðust eitthvað til í fréttinni, en það rétta er, aö ástand AV-brautarinnar er mjög slæmt og þarfnast hún nauð- synlega lagfæringar fyrir hvaða flug sem er. Undirstaða brautarinn ar er hins vegar að mestu ágæt. Fyrir dyrum stendur að lagfæra brautina. Slóttur — : 1. siðu. : um fram í byrjun júlf í meðalári, * þannig, að óhætt er að fullyrða, að» sláttur og spretta er aö minnsta • kosti hálfum mánuöi seinna á ferð J nú en í meðalári. Sagði Gísli, aö * heyskaparhorfur væru beztar áj Faxaflóasvæðinu, undir Esjunni og • í Mosfellssveit, og þá einkum við» ströndina. Væri þvf öfugt farið* norðanlands, þar sem spretta hefur • verið mest inni í dölum, en minnst • við sjávarsíðuna. Gísli sagðist hafa * átt tal við bændur norðanlands, og • hefðu þeir tjáö sér, aö votviðra*: samt hefði verið og því næg vætaj í jöröu. Það sem vantaði til að« spretta yrði, væru hlýindi. tví máj búast við. sagði Gísli, að hlýindi* bessi geti eitthvað flýtt þvf, að^ dáttur hefjist. • Gísli sagði, að fyrsti bóndinn, • sem honum væri kunnugt um, aðj hafið hefði slátt, heföi slegið fyrirj 11 dögum. Sagöi hann, að almennt* mætti búast við, að sláttur hæfistj bráðlega sunnanlands, þar sem ekki« væru grasskemmdir vegna kals, en* 'angt væri í að sláttur gæti hafizt* norðanlands. • Hjólparhönd — —> 1 slðu Skagfirðinga. Þessar skepnur fengju fóður af bléttum Reykja- víkur aö langmestu leyti. Gísli sagði, að árlega öfluðu íslendingar um 3 millióna hesta af heyi, og fvrirsiáanlegt væri, að mikil afföll yrðu á þessu ári vegna kalskemmda og lélegrar sprettu. Kunnugir teldu, að unnt væri að afla hundraða ef ekki þúsunda hesta af heyi á blettum Reykjavíkur árlega. ; Kvennasíða — 1 m—>' 5. sfðu. grasi Ef við erum bjartsýnar tök i um við sundfötin með til sól-' j baða, en einnig til þess að geta« notfært okkur sundstaði víðsveg-S ar um landið. • i • Hreinlætisvörur: J j Allar venjulegar — gleymið® ekki klósettpappírnum. • Nú hefur það helzta verið tal-« ið. Á síðustu stundu geta ýmsir a =máhlutir Blevmzt. sem ekki má* án vera. Dósa- og flöskuupptak- < ari, sjúkrakassinn. kerti. til að< ! lesa við á kvöldin. lýsa upp tjald ! ið og skapa stemmningu Og að lokum: leikföng barnanna. vega- j kort, ferðahandbækur. m.a Ár- j bækur Ferðafélagsins og annað lesefni, sem þið ætlið aö hafa meö I ykkur. J Ég þarf ekki svona mörg spil í þetta skipti — ég á nokkur eftir frá síðustu umferð. BELLA VISIR BO árum Eldsneytisskrifstofa Bæjarstjórnar Reykjavíkur hefur nokkrar smá- lestir af vel þurrum mó frá fyrra ári til sölu. Pantanir afgreiddar og borgun veitt móttaka á Elds- neytisskrifstofunni í Hegningar- húsinu. 4. júlí 1918. | IIIISMETI Stytzt? konungdæmi, sem un getur var valdaferill Dauphir Louis Antoine, sem bar titilinr Lúðvík XIX Frakkakonungur ) ■fimmtán mínútur — eða meðan Karl X (1757-18361 og hann sjált ur skrifuðu undir skjal það sem skýrði frá. að Dauphin afsalað' sér konungdómi i hendur Hinriks V. PENNAVINIR 12 ára gamall Nýsjálendingur, Francis Jennings óskar eftir bréfa viðskiptum viö íslenzkan dreng á sínum aldn. Helztu áhugamá hans eru sund. 'jósmyndataka leistur. bréfaskipti frímerkjasöfn op skautaferðir "innig er lúr skáti Heimilisfang "rancis Jenn- ings er: 150 Estuary Rd, Christ- church. New Zealand. VEÐRIB DAG Norðvestan gola ' dag. en hægviðri í nótt, heiðskírt að mestu og 10 — 13 stifea hiti í dag en nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.