Vísir - 12.07.1968, Page 2

Vísir - 12.07.1968, Page 2
V1 SIR . Föstudagur 12. júlí 1968. YERÐA EÐA SVÍAR — sem leika úrslitaleikinn móti Islendingum? POLVERJAR í kvöld verða leiknir tveir leikir á Norðurlandameistaramóti ungl- inga í knattspyrnu. Á Laugardals- vellinum leika Svíar og Pólverjar MJ úrslita í B-riðli, en í Keflavík leika Norðmenn og Finnar um réttinn til að leika úrslitaleik um 3 sætið í mótinu. Islenzka liðið á því hvild, en það hefur þegar tryggt sér sigur í sínum riðli, og leikur á laugardag við Svía eða Pólverja um sigur í mótinu. Erfitt verður að spá um leik Pólverja eða Svía. Að fyrrabragði / er sterkari, þó að flestir búizt við sigri Norðmanna. Danir verða að bíta í það súra epli, að lenda í 5. eöa 6. sæti. Fyrir mótið voru þeir mjög bjart- sýnir, og forráðamenn danskra knattspyrnumála höfðu látið í það skína, að loksins kæmi að því, aö Danir sigruöu. Byggðu þeir þá skoðun sína m. a. á því, að fyrir nokkru spiluðu Danir og Svíar ungl- ingalandsleik, og varð þá jáfntefli, að Pólverjar sigruðu. Svíar eru Dg sagQj Qanski þjálfarinn þá, að liðið hefði leikið langt undir styrk- leika. væri ekki rangt að álykta að Pól- verjar væru sterkari aðilinn, en þess verður þó að gæta, að Danir voru langtímum saman jafnokar Pólverjanna í leiknum í fyrrakvöld, þó sterkir leikmenn, líkamlega, og má gera ráð fyrir, að Svíum takist því hreinlega að brjóta Pólverjana niður. Spurningin er því, hvort það takist. Hið sama er að segja um leik Finna og Norðmanna. Ógerlegt er að segja nokkuð um, hvor aðilinn | t Fram og FH í úrslit Fram og FH munu leika til ) úrslita á útihandknattleiksmóti i , íslands. Úrslitaleikir í riðlum t ' voru lciknir í gærkvöldi. FH I sigraöi KR þá auöveldlega 19— , 14, og Fram sigraöi Hauka ,20—19. Úrslitaleikurinn verður ’ leikinn á sunnudag. • • r Þessi mynd er frá golfmótínu. Hér sést einn kylfingurinn í keppni. Mikil þátttaka í golfmótinu Golfmeistaramót íslands stendur yfir þessa dagana f Vestmannaeyj- um. Milli 90 og 100 keppendur eru á mótinu og - er keppt f mörgum flokkum. Á mánudag fór fram sveitakeppni milli kaupstaöanna Akureyrar, Vestmannaeyja, Reykjavíkur, svo og Suöumesja- manna og lauk henni meö sigri Reykjavíkur, Á sjálfu meistaramótinu er stað- an þessi: Meistaraflokkur (eftir 18 holur): 1.—2. Einar Guðnason (Rvk), Þorbjörn Kjærboe (Suðurnesjum) i 72 högg. 3.—4. Hallgrímur Júlíusson (Vestm.), Gunnl. Axelsson (Vestm.) 73 högg. 1. flokkur (eftir 18 holur): 1. Sveinn Þórarinsson (Vestm.) 77 högg. 2.—3. Gunnar Þorleifsson (Rvk) og Óli Kristinsson (Húsav.) 78 högg. 2. flokkur: 1. Pétur Antonsson (Suðurnesj- um) 82 högg. 2. Högni Gunnlaugsson (Suður- nesjum) 84 högg. 3. Ragnar Guðmundsson (Vestm.) 86 högg. Kvennaflokkur. Staðan að hálfnaðri keppninni: 1. Guðfinna Sigurþórsd. (Suður- nesjum) 98 högg. 2. Ólöf Geirsd. (Rvk) 106 högg. 3. Laufey Hjálmarsd. (Rvk), 109 högg. Unglingaflokkur: 1. Jón Haukur Guölaugsson (Vestm.) 75 högg. 2. —3. Ólafur Skúlason (Rvk), Hans Isebarn (Rvk) 79 högg. Chamberlain seldur: Hér sjáum við Best greiða sér eftir klippinguna dýru. KLIPPINGIN KOSTAÐI I 7500 KRÓNUR 56 milijónir kr. og 3 leikmenn að auki Flestir knattspymuunnendur kannast við brezku stjörnuna George Best, hinn hættulega sóknarma;:n Manchestcr United. Við rákumst á mynd af honum í einu erlendu blaöanna á dög- unum. Var þar sagt frá bvf, að hann hafi farið til rakara, en það þsrf hann aö gera eins og aðrir, þó að hann sé „bítill" og hárprúöur eins og því sæmir. Og hvaö var bá svo einkennilegt viö þetta allt saman? Jú, feröin til rakarans kostaði um 7500 krónur! Hverpig stendur á þessari upphæð? Meðan hié er gert á iattspvrnunni í Bretlandi, dvelur Best á Mallorca, þeim stað, sem íslendingum er aði góðu kunnúr. Og Best treystir aðeins einum rakara f allri ver- öldinni tii að klippa sitt síða hár. Og það ?r rakarinn í Man- chester, sem ávallt klippir hann. Því var ekki um annað að ræða fyrir Best en að skreppa til Manchester með þotu einn daginn, og hverfa síðan suður f sólina á ný, eins og ekkert hefði i skorizt. Þessi ferð hans og klippingin kostaði hann um 7500 kr. Það þætti ýmsum mik- ill neningur fyrir eina klippingu En Best munar ekki um það, Vikulaun hans fyrir knattsnvrn- una eina saman eru um 24000, — kr. og ekki er vitað um. hve mikið hann hefur f tekjur af öllum þeim herraverzlunum. sem hann rekur vítt og breitt ™ Bretland. Wilt Chamberlain, hinn heimsfrægi ameríski körfu- knattleiksmaður var í fyrradag seldur milli körfuknattleiksliða í Bandaríkjunum fyrir upphæö, sem er algiör metupphæð í sögu íþrótta fyrr og síðar. Hans gamla félae Philadelnhia 76’ers seldi hann til Los Angeles Lakers og fékk f staðinn briá frábæra ieikmenn, og aö auki hvorki meira né minna en 1 miliión dollara (rúmlega 56 milliónir ís' krónn). Leikmenn- imir brfr eru Archie Clark. Jerry Chamhers og Daral! Innhoff, allir úr bezta liöi Lakers. I bandarískum fréttum er talið, að með þessu sé Los Angeles liöið sterkasta lið Bandarfkjanna og um leið alls he.—sins í dag. Lakers hefur alltaf verið í fremstu röð, en alltaf fallið í skuggann fyrir Philadelphia og Boston Celtics. Nú er gert ráð fyrir, að aðal- keppnin verði milli Boston og Lakers. Lakers hefur nú upþ á að bjójSa bezta þrístirni ver- aldar í körfuknattleik, þá Cham berlain, Elgin Baylor og Jerry West. en Celtics hefur ekki neina aukvisa hcldur, en er meo menn eins og Bill Russel. Havilicheck, Sam Jones, Baily Howell o. fl. En sannarlega verður spennandi að fylgjast með keppni þessara tveggja frá- bæru liöa næsta vetur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.