Vísir - 12.07.1968, Qupperneq 9
V1SIR . Föstudagur 12. Júll 1968.
9
JjMns og allir vita, þá er mað-
urinn ósköp ófullkomin
og villuráfandi vera. Og kannski
er engin þjóðfélagsstétt sem
sannar þessa reglu eins ótt og
títt og blaöamennirnir,
enda eru þeir oft haföir aö
skotspæni fyrir það hvernig ó-
vandvirkni þeirra og þekkingar-
leysi opinberist á hverjum degi
í hraðunnum greinum, þar sem
þeir verða þar að auki oft að
skrifa um hin margvíslegustu
þekkingarsvið, sem þeir eru
kannski ekki svo mjög klárir á.
Þar við bætast svo málfars-
villur og hinar eilífu prentvillur.
Svo það er víst, aö blaðamönn-
um ferst yfirleitt ekki að líta
neitt stórt á sig, en hins vegar
verður aö fyrirgefa þeim margt
er þeir sýna sig fúsa til að
vinna störf sín af alúð við hin
erfiðustu skilyrði.
Hið sania gildir líka þessar
vikulegu greinar mínar. Sann-
leikurinn er sá, að maöur hef-
ur það oft á tilfinningunni, hvað
mikið skorti á þekkinguna, þeg-
ar verið er að ræða um hin
ólíkustu heimsvandamál á öllum
homum og endum heimsins.
Flestar hugmyndir eru aöfengn-
ar frá annarri hendi úr grein-
um í betri blöðum hins vest-
ræna heims. Hins vegar hefur
maöur sárlítil efni á því að út-
vega sér til lestrar margvíslegar
ýtarlegri bækur sem fjalla um
ýmsar hliðar heimsvandamál-
anna og aldrei nokkur tök á
því að fara sjálfur á vettvang «.
til þess að kynnast málunum
milliliðalaust. Til þess eru ís-
lenzku dagblöðin alltof lítil og
fjárvana, aö geta sent frétta-
menn sína á ferð og flug til aö
fylgjast með gangi mála. Má
til dæmis benda á, hve slaklega
blöðin stóðu í rauninni í hlut-
verki sínu, þegar ekkert þeirra
sendi mann til að fylgjast með
róstunum miklu í Parfs.
•
T samræmi viö þetta mál hef
ég áður orðiö aö viðurkenna
það, aö f þessum vikulegu grein-
um mfnum má sjálfsagt finna
margvfslegar villur og mistök.
Það má heldur ekki taka þær
sem neinar fræðilegar greinar,
heldur eins konar rabb við les-
andann til að koma hugmynd-
um á hreyfingu og reyna að fá
menn sjálfa til aö skapa sér
sína mynd og sínar skoðanir á
hlutunum. Og fyrir þá sök kemst
ég ef til vill oftar út á hála
braut, að ég hef fremur kosið
að taka oft ákveðna afstööu f
málum, sem ég tel miklu meira
vekjandi heldur en lognhettu-
legur ja-jú-já-nei-stíll þeirra
sem aldrei þora að taka neina
afstöðu af hættu við að þeir
kynnu einhvern tíma að vera
staðnir að verki að hafa rangt
fyrir sér.
Af þessum ástæðum er ég
ekki svo viðkvæmur fyrir þvi
þó ég sé sakaöur um mistök, en
hitt væri miklu alvarlegra og
ég tæki mér það nær, ef les-
endurnir grunuöu mig um að
mig skorti góðan vilja til að
segja satt og rétt frá. Hér er
í rauninni komiö aö kjarna allr-
ar blaðamennsku, það mætti
kallast í slæmri oröasamsetn-
ingu „trúverðleika-lögmáliö“.
sem skiptir geysilegu máli, er
grundvallaratriði ekki aðeins i
Er verið að fremja þjóðarmorð í Biafra?
rjn * x 1 •! •
1 ruveröieiki
blaðamennsku, heldur í öllum
mannlegum samskiptum.
Það er ótrúlegt, að blaðamenn
vilji í eðli sínu bregðast þessu
grundvallarlögmáli, en þó er
það staöreynd, að það hefur
jafnan mjög viljað bregða viö
og hefur verið sérstaklega hætt
við því, þegar pólitískt ofstæki
kemur f spilið — þegar menn
ímynda sér, aö þeir hafi krafta-
ráðiö til að frelsa heiminn, þá
hefur raunin oft viljað veröa
sú, að þeir einblína á það mark-
mið, loka augunum fyrir stað-
reyndum og byrja endalaust aö
afsaka og hylma yfir, þegar
frelsunin gengur ekki alveg
eins vel og viö var búizt. Og á
endanum vill svo fara, aö allur
trúverðleiki fýkur út í veður og
vind, áður en við er litið eru
ofstækismennirnir farnir aö
verja og í rauninni orönir sam-
ábyrgir að hinum verstu glæp-
um. Þannig færast þeir æ lengra
út úr heimi raunveruleikans og
það á eftir að hefna sín.síðar,
þeir hætta smám saman aö
verða trúverðugir, það verður
hætt að taka mark á þeim.
'C'rægasta dæmið um þetta á
síðari tímum, sem sett hef-
ur svip sinn á þjóðlíf allra landa
var hinn óskaplegi yfirhylm-
ingaráróður með glæpaverkum
Stalins. Það er staðreynd, sem
við sjáum nú glögglega eftirá,
að hann hefur verkað sem ægi-
leg siöspilling víðs vegar meðal
þjóðanna.
En þessi sorglega reynsla
sýndi það svart á hvftu „að
engin takmörk eru fyrir því sem
hægt er að trúa, ef ... Ekkert
er algengara í almennri sálar-
fræði en það að einhver neiti
að trúa því sem hann horfir
á með augunum en sjái það sem
sannanlega er ekki til á staðn-
um. Mannleg skynsemi getur
meira aö segja komið í veg fyrir
að við sjáum þá hluti sem skyn-
lausri skepnu liggja í augum
uppi. Ef trúin er annars vegar,
þá heldur skynsemin kjafti."
Þarf ég varla að taka fram,
hvaöan þessi tilvitnun innan
gæsalappanna er.
Þess hefði nú kannski mátt
vænta, að sú sorglega reynsla
yrði þeim sem varð fótaskortur
á henni til nokkurrar aðvörunar;
En því miður er það ekki .að sjá,
enn rfður ofstækið og blindan
ekki við einteyming. Enn eru
menn reiðubúnir í glórulausu
einsýni, að loka augunum fyrir
staðreyndum „og sjá ekki þá
hluti sem jafnvel skynlausri
skepnu myndi liggja f augum
uppi.“
T>g nú er komið að kjama
^ málsins, sem allar þessar
hugleiðingar mínar snúast um.
Svo vildi til að í síðustu 'viku
birtist í Þjóðviljanum stutt
setning, sem mér virðist að hafi
lítillega ’flett ofan af því hugar-
fari, sem býr á bak við óheið-
arlega ofstækisblaðamennsku,
sem stefnir að því að þegja vís-
vitandi yfir staðreyndum í ann-
arlegum tilgangi.
Setningin í kommúnistablaö-
inu hljóðaði svo: „Hörmungarn-
ar í Biafra eru aðeins notaöar
sem áróöursbragð til þess aö
beina athygli almennings frá
ástandinu i Vietnam. Er hægt
aö hugsa sér öllu algerari sið-
blindu."
Nú viðurkenni ég það strax,
að þessi setning er hér slitin
út úr samhengi. Hún birtist i
ádeilugrein á Morgunblaðið þar
sem þaö er sakað um að gera
of mikið úr vandræðunum í
Biafra. Og einnig er rétt að taka
það fram, að það væri kannski
ekki of mikiö leggjandi upp úr
einni stuttri málsgrein, hún
hefði getað sloppjö út fyrir mis-
tök og ekki óyggjandi, að hún
lýsi endilega spilltu hugarfari,
sem á bak við liggur.
'C’n eftir að ég haföi veitt henni
athygli tók ég mig til og
fletti Þjóðviljanum alla síðustu
viku og ég get ekki neitað því,
að mikil varð undrun mfn, þeg-
ar ég komst að raun um það,
að alla þessa viku var að ööru
leyti ekki minnzt á hungurs-
neyðina og borgarastyrjöldina f
Biafra einu qrði f bíaðinu.
Þetta gerðist1 þfátt fyrir það,
að Biafra-málið hefði allan
þennan tfma verið höfuöatriði í
heimsfréttunum. Nú veit ég það,
að kommúnistablaðið hér nýtur
sömu fréttaþjónustu og önnur
blöð frá norsku fréttastofunni
og fréttamenn þess hafa fengið
allt það sama efni og aðrir um
þessar hörmungar.
En hér kemur það í ljós, að
setningin einstaka í blaðinu,
sem dregin hefur verið hér fram,
felur engin mistök í sér. Hún
viröist vera hreint stefnumið
hjá kommúnistablaðinu. Það hef
ur vísvitandi þá stefnu lygi og
falsana aö þegja yfir atburðun-
um í Biafra og þáð þó sterkar
líkur bendi til þess að þar sé
nú verið að fremja þann ægi-
legasta glæp, sem mannkynið
þekkir og er kallað þjóöarmorö
eöa genocide á alþjóðamáli.
Nú býst ég varla við, að þeim
á SkólavörðuStígnum sé neitt
sérstaklega illa við fólkið suður
í Biafra sem hefur borðað harö-
fiskinn okkar, heldur er það of
stækiö á öðru sviði sem
veldur þessum furðulegu við-
brögðuín. Þeir eru svo uppteknir
af hinni blóðugu og ógeðslegu
styrjöld austur f Vietnam, að
þar má ekkert annað á skyggja.
Tjetta sama ofstæki kemur
fram í þvf að þeir eru svo
að segja glórulausir f viöhorf
um sínum og frásögnum af at-
burðunum f Vietnam. Þar sjá
þeir ekkert annað en þá ein-
litu áróðursmvnd, að Bandarfkja
menn séu allan tímann aö varpa
napalm-sprengjum á börn. Að-
geröir hinna kommúnfsku
hryðjuverkamanna eru hins veg
ar hafnar upp til skýjanna sem
hetjudáðir. Nú í vikunni birt-
ist til dæmis í kommúnistablaö
inu heil opna af vfetnömskum
ljóðum, sem Elfas Mar þýddi og
þar endurtekur sig öll sama sag
13. síða.
Thutm
Auk veðursins er það vinsæl-
asta umræðuefni fólks þessa
daga, hvað það hafi hugsaö sér
að gera f frístundum sínum. Al-
gengasta spuming, sem samræö-
ur hefjast á, er því þessi, sem
VlSIR lagði fyrir vegfarcndur á
Laugaveginum f gær:
„Hvert ætlið þér að
fara um helgina?"
Guögeir Sumarliðason, leigu-
bifreiöarstjóri hjá Bæjarleiðum:
„Ætli maður fari nokkuð. I
þessu starfi ætti maður sfzt aö
fara í langa ökutúra til þess að
leita sér hvíldar."
Sigurjón Heiöarsson, Háaleit-
isbraut 85 „Ég hafði hugsað mér
að fara í Vatnaskóg. Við förum
oft þangað strákarnir og hjálp-
um þar til. Það er t. d. verið aö
byggja þar núna nýjan skála."
Alla Lúthersdóttir, úr Leirár-
sveit: „Ætli ég verði ekki bara
heima, en þó gæti verið, að ég
skryppi í Faxaborg í Borgai*-
firði, en þar verður hestamanna-
mót.“
Skjöldur Stefánsson, bílstjóri
hjá Sendibílastöðinni h.f.: „Ég
fer upp að Reyöarvatni. Þangaö
fer ég alltaf um helgar, þvf ég
er veiðivörður þar.“
p...;.........................
• %^'A
____JPÉii
Svala Karlsdóttir: „Eg gei
ekkert farið vegna vinnu minn-
ar. Ég -verð á næturvakt á Land-
spftalanum, en það gæti hugs-
azt, að ég færi til Gundarfjarð-
ar um þar næstu helgi.“