Vísir - 12.07.1968, Side 13

Vísir - 12.07.1968, Side 13
VlSIR . Föstudagur 12. Júlí 1968. 13 Kvennasíðu — M~>- 5. síðu. greiðslustofum þar sem megin- reglan er — stutt, snyrtilegt og þægilegt. í London er nú verið að opna hverja hárgreiðslustofuna af ann arri, — þar sem rúllur, perman ent, og allar hægvirkar aðferðir við hárgreiðslu eru útilokaðar. Áherzlan er lögð á klippinguna sjálfa, hirðingu hársins og í stað rúllanna er hárþurrkan notuð til að blása liði í hárið. Klipp- ingin sjálf sér fyrir því að lyft- ing komist £ hárið. Þetta losar konuna við langar setur á stofunni, eymd og gremju eftir á, ef svo illa hefur tekizt til að íburðarmikla greiðsl an var alveg hræðileg — eða könnumst við kannski ekki við tilfinninguna, þegar rokið er beint að vaskinum eftir að heim er komið frá hárgreiðslustofunni Flestum konum, ekki sfzt, þegar þær fara að reskjast, fer langbezt að vera með stutt hár, það yngir þær og veitir þeim öryggistilfinningu að vita hárið alltaf í lagi hvernig sem viðrar Slaufur og bönd geta mikið hjálpað þeim sem eru með sitt hár eða hálfsítt til að halda þvi snyrtilegu. í stað þess að kaupa sér rándýrar tilbúnar slaufur er hægt að búa þær til sjálfar, komum við með nokkrar uppá- stungur um slaufur hér á sið- unni. Föstudagsgrein - i / 9. síðu. an eins og þegar skáld og rit- höfundar kommúnista voru hér fyrr á árum, sjálfum sér nú til smánar að lofa og tigna hinn mikla Stalin. Þessi vfetnömsku ljðð eru bardaga og striðsljóð, sem eru í eðli sfnu mjög and- stærð venjul. friðsamlegum ís- lenzkum hugsunarhætti. Þar er auðvitað ljótt að vera Banda- rikjamaður og vera alltaf að kasta napalm-sprengjum á börn en hins vegar er fínt að drepa ef maður gerir það bara fyrir réttan málstað. Slíkir menn eru hetjur og eru sveipaðir blóm- sveigum. Það er engin tilviljun sem ræð ur svo einhliða frásögn, engin mistök eða vangá, heldur skipu lögð áróðursstarfsemi, þar sem þagað er yfir sannleikanum til þess að skapa sérstakar tákn- myndir ,sem þurfa ekki endi- lega að vera í samræmi við raun veruleikann. Hvað skiptir sann leikurinn lfka máli, þegar menn eru búnir að ljúga sjálfa sig fulla um mikilvægi málstaðar- ins! Af þessu leiðir, að kommún- A istablaðið hér flytur stöðugt rangfærða mynd af styrjöldinni í Vietnam. Það getur að vfsu verið nokkuð til f þvf sem það segir um spillingu stjómvald- anna í Suður Víetnam og þá furðulegu erfiðleika, sem hið bandaríska stórveldi á í þama inni f frumskógunum. En það þegir algerlega í hel þá undir- stöðu-staðreynd að hernaður kommúnista í landinu er fólginn f skelfilegum hryðjuverkum og að ef þeir kæmust til valda myndi afleiðingin ófrávfkjan- lega verða ægilegt hefndarblóð bað í landinu. Þessi sannleikur má ekki koma fram vegna mál staðarins alveg með sama hætti og enginn mátti á sfnum tfma segja sannleikann af ógnar- stjóm Stalins. Og þeir ímynda sér að þeir séu að gera mál- staðnum eitthvert gagn með því að kæfa niður hinar réttu upplýs ingar, en niðurstaðan verður að- eins sú að þeir gera sjálfa sig ötrúverðuga í augum lesenda. Þorsteinn Thorarensen. Kópavogsbúar Stuðningsmenn dr. Kristjáns Eldjárns í for- setakosningunum í Kópavogi fagna sigri með samkomu að Hótel Borg föstudaginn 12. júlí og hefstkl. 9 síðd. Dr. Kristján Eldjárn ávarpar samkom- una. Dagskrá að öðru leyti: Hilmar Foss, formaður kosninganefndar, setur samkomuna og stjórnar henni. Baldvin Halldórsson, leikari, les upp. Andrés Kristjánsson, ritstjóri, flytur á- varp. Ríótríóið leikur. Dans. Stuðningsmenn vitji boðsmiða að samkom- unni á eftirtalda staði: Bræðratunga 19, sími 40162, Biðskýlið við Kópavogsbraut, sími 40581 og Álfhólsvegur 25 A, sími 41279. Kosninganefndin. K.S.Í. Í.S.Í. Norðurlandakeppni unglinga í knattspyrnu heldur áfram í kvöld, föstudag, 12. júlí, sem hér segir: Laugardulsvöllur kl. 20,30 SVÍÞJÓD - PÓLLAND Dómari: Baldur Þórðarson. Kefiovíkurvöllur kl. 20,30 FINNLAND - NOREGUR Dómari: Magnús Gíslason. Verð aðgöngumiða: barnamiðar: kr. 25.— stúkusæti: kr. 75.— Skrífstofustjórí Starf skrifstofustjóra Vatnsveitu Reykjávík- ur er laust til umsóknar. Æskilegt er að um- sækjandi hafi viðskiptafræðipróf eða áþekka menntun. Upplýsingar gefur undirritaður í síma 13134 og 18000. Vatnsveitustjórinn í Reykjavík. Starf i Heilsuverndar- stöö Reykjavíkur Heymardeild Heilsuvemdarstöðvarinnar ósk- ar að ráða karl eða konu, til að smíða hlustar- stykki fyrir heyrnartæki. Upplýsingar um starfið veitir Birgir Ás Guð- mundsson, heymardeildinni, sími: 22400. t Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. Söluskattur Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavík skal vakin á því, að frestur til að skilá fram- tali til skattstofunnar um söluskatt fyrir 2. ársfjórðung 1968 rennur út 15. þ. m. Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skattinum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóra- skrifstofunnar og sýna um leið afrit af fram- talinu. Sérstök ástæða þykir til að benda á ákvaeði 21. gr. söluskattslaganna um viðurlög, ef skýrsla er ekki send á tilskildum tíma. Reykjavík, 11. júlí 1968. Skattstjórinn í Reykjavík. Tollstjórinn í Reykjavík. VISIB ÍVIKULOKIN 500 krónu mappa Þeir áskrifendur Vísis, sem hafa safnað „Visi í vikuloldn“ frá upphafi í þar til gerða möppu, eiga nú 116 blaðsiðna bók, sem, er yfir 500 króna virði. Hvert viðbótareintak af „Vísi í vikulokin" er 15 króna virði. - Gætið þess ’ví að missa ekki úr tölublað. Aðeins áskrifendur Vísis fá „Vísi í vikulokin". Ekki er hægt að fá fylgiblaðic, á annan hátt. Það er þvi mikils virði að vera áskrifandi að Visi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.