Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 25.07.1968, Blaðsíða 8
3 VÍSIR . Fimmtudagur 25. júlí 1968. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: laugavegi 178. S&ni 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Samstarf í læknaþjónustu „Samband og samvinna milli heimilislækna, sérfræð- inga og sjúkrahúslækna er ekki eins gott og æskilegt er. Heimilislæknar gefa ekki nægar upplýsingar um sjúklinga sína, þegar þeir vísa þeim til sérfræðinga eða biðja um rúm fyrir þá á sjúkrahúsi. Sérfræðingar láta iðulega heimilislækni lítið vita, og stundum ekk- ert, um niðurstöður rannsókna sinna á sjúklingum heimilislæknisins, eða um meðferð á þeim. Sérfræð- ingar, sem leggja sjúklinga á sjúkrahús, gefa og spít- alalæknum mjög misjafnlega góðar upplýsingar um sjúklingana. Sumar sjúkradeildir tilkynna læknum, sem lagt hafa inn sjúklinga á deildirnar, fljótt og vel niður- stöður þær, sem deildirnar hafa komizt að, einnig um meðferð, og láta venjulegast ráðleggingar fylgja. Aðrar deildir gera þetta ýmist seint og ekki nægi- lega vel, eða láta lækna þá, sem sent hafa sjúkling á deildirnar, ekkert vita, þegar sjúklingurinn hefur verið útskrifaður af deildunum. Það gefur auga leið, að þáð er mikilvægt við grein- ingu á sjúkdómi og meðferð, að læknir sá, sem hefur sjúkling undir höndum hverju sinni, hafi sem fylistar upplýsingar um sjúklinginn til að styðjast við. Það er því nauðsynlegt, að læknar, sem annast sama sjúkl- ing, hafi náið samband sín á milli um hann. Það getur einnig sparað tíma, fé og fyrirhöfn." Þessi tilvitnun er úr greinargerð læknisþjónustu- nefndar Reykjavíkur um endurbætur á læknaþjón- ustu í borginni. Leggur nefndin til, að heimilislæknir- inn verði eins konar mið'punktur í þessu samstarfi og hafi á einum stað allar upplýsingar, sem þetta sam- starf gefur um hvern sjúkling. Með þessum hætti verður til nákvæm sjúkrasaga um hvern sjúkling, en það ætti að tryggja honum betri lækningu en ella. Á öðrum stað í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir þeirri nýskipan í heimilislækningum, að læknar taki sig nokkrir saman um hvern borgarhluta, — og er það raunar meginatriði tillagnanna. Með þeim hætti geta þeir veitt borgurunum betri þjónustu, hlaupið í skarðið hver fyrir annan og komið sér upp ýmsum gagnlegum tækjum, auk ýmislegs annars hagræðis. Þessar hugmyndir hníga í sömu átt og viðleitni heil- brigðisyfirvalda til að koma á læknamiðstöðvum úti um land. Sú þróun er nú að hefjast og vænta menn mikils árangurs af henni í framtíðinni. Þetta aukna samstarf lækna á að geta stóreflt heilsugæzlu hér á landi. Við erum á réttri braut í þessum efnum. Vissu- lega mun taka langan tíma að koma á sæmilega full- komnu samstarfi. En með góðum vilja allra þeirra, sem hlut eiga að n)álinu, og stuðningi almennings má hraða framkvæmd þessara þjóðþrifamála. (i Yonlítið um sigur Humphreys — nema Edward Kennedy verði varaforsetaefni hans — fundir i Hyannis Port — áhrif Jacqueline Kennedy réðu úrslitum þar, en hún bað hann um oð helga sig málum fjölskyldunnar Ijótt skammt sé þar til kunn- ugt verður um forsetaefni demokrata og republikana hefir þeim, sem keppa um að verða fyrir vali, ekki teklzt að vekja verulegan áhuga kjósenda að þvi er virðist, en vanalega lifnar yf- ir öllu fyrir kjörmannaþingin. Deyfð hefir ríkt og sinnuleysi um kosningabaráttuna, allt síð- an er Robert Kennedy var myrtur. Hubert Humphrey. Þetta kemur fram í blöðum og útvarpi og um þetta iöulega getið í fréttum fréttastofnana sem að líkum lætur, og seinast í gær var að þessum málum vikiö í NTB-frétt frá Washing- ton. Þar segir, að keppinautar um að verða fyrir vali sem for- setaefni reyni allir aö koma einhverju lífsmarki á allt í kringum sig, — allir virðast vera að leita að einhverju nýju, til þess að ræða um, og draga fleiri menn en áður fram á sjón- arsviðið, á tíma svo mikillar stjórnmálaóvissu, að hún hefir ekki verið meiri í 36 ár. Edward Kennedy. í fréttinni var sagt, að Humphrey varaforseti ynni nú að yfirlýsingu varðandi Víetnam styrjöldina, sem hafi inni aö halda nýjar tillögur, boöi nýja stefnu „án þess þó að hafna þeirri stefnu, sem Johnson for- seti hefir fylgt“. Verður vafa- laust fróölegt aö sjá hvemig tekst til meö að koma þessu saman. Og hann sagöi í ræðu i fyrradag að byggja „þyrfti nýjar brýr" til þess að koma sambúð Kína og Bandaríkjanna f gott horf. Og loks segir í fréttinni, að „Humphrey virðist ákafur í að vinna Edward Kennedy til fylgis við sig og ef til vill að fá hann til að veröa varaforseta- efni“. Þetta verður ekki skilið nema á einn veg, að þótt Humphrey hafi ,flokksvélina‘ aö baki sér, í Chicago — að öllum líkindum að minnsta kosti — sé hann ékki sérlega sigurstrang legur í augum fólksins. Sein- ustu kosningaúrslit benda til, að mjög hafi dregið úr fylgi Humphreys í hlutfalli við Nix- son, en samtímis hafi Nelson Rockefeller unnið á og komizt yfir Humphrey, en McCarthy hefir enn forustuna, meira fylgi en hinir republikönsku keppi- nautar hans, Nixon og Rocke- feller. Séu horfurnar þær — eða verði — að engin von sé um sigur Humphreys í kosningun- um, — nema vinsældir Edwards Kennedy bjargi þvi það — verður án efa lagt fast að hon- um að verða í framboöi flokks- ins vegna. Annað mál er hvað Edward Kennedy gerir i raun og veru, en þess ber aö geta, að þátttaka hans í stjórnmálum hefir verið mikið rædd á vettvangi Kennedy-ættarinnar. Og eftir marga f„ndi skyldmenna- og vinafólks, er Edward sagður hafa tekið þá ákvörðun, aö taka ekki virkan þátt í stórpólitísk- um málum um sinn, að minnsta kosti ekki þetta árið. Það er sagt, að konurnar i Kennedy-ættinni hafi í reynd- inni ráöið úrslitum um ofan- greinda ákvörðun Edwards, og einkum er sagt að Jacqueline 'le.medy hafi lagt sig alla fram til þess að fá hann til aö draga sig út úr allri stórpólitík og helga sig fjölskyldumálum. Við- ræður þessar áttu sér stað á ættarsetrinu í Hyannis Port, Massachusetts. „Hver hugsun hennar, fram- koma hennar öll, ber merki tveggja mikilla harmleika, harm- leiksins, er maður hennar John F. Kennedy forseti var myrtur, og harmleiksins, er bróðir hans, Robert sem bezt studdi Jacque- line i harmi hennar, var myrt- ur“ (tilvitnun í frétt fréttaritar- ans Stig Kámphs). Huber' Humphrey varaforseti er vafalaust hæfileikamaður, prúömenni, og þéttur fyrir, þótt Wwwæi'mwmwmtæfwsmm/ft. Jacqueline Kennedy hægt fari, reynsla hans sem varaforseta vafalaust mikils viðri — en skyldi það reynast svo, sem sagt var í einum pistli um kosningamálin vestra: „Hann er allt of gamall allt of samofinn Víetnamstefnu John- sons“. Og þess vegna séu sigur- vonirnar litlar þótt valinn yröi á kjörmannaþinginu — og þurfi fylgi yngra manns, manns eins og Edwards Kennedys til þess aö koma skútunni í höfn? a. ur, að verða fyrir valinu sem forsetaefni republikana- Nelson Rockefeller er að sækja sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.