Vísir - 30.07.1968, Síða 3

Vísir - 30.07.1968, Síða 3
VÍSIR . Þriðjudagur 30. Þar sem skiltin eru búin til er nóg að gera, Kraftadella — skotfimi — og umferðarmerki Jslendingar eru gífurlega sterk- ir, sennilega miklu sterkari heldur en nokkur önnur þjóö — miðað við fólksfjölda. Hér áður fyrr voru eiginlega á hverj- um bæ steinar, sem gestir voru látnir spreyta sig á aö lyfta eða reyna afl sitt á, og þótti sá mestur, sem gat hafið steininn hátt á loft ellegar gengið með hann lengsta vegalengd. Nú eru komnar til sögunnar máttar- meiri orkulindir heldur en handaflið, og lyftingar eru að- eins æfðar sem íþróttagrein. Átta gata tryllitæki og kaldur gæi við stýrið vekja meiri aðdá- un hjá ungum meyjum heldur en vöðvamikill bóndason með stóran grjóthnullung í fanginu. Samt virðist kraftadellan ekki alveg úr sögunni, en núna lítur út fyrir að hún brjótist út 1 ó- æskilegri myndum heldur en fyrr á tíð. Slagsmál fyrir utan veitinga- staði eru algeng, krókur og sjó- maður eru mikið iðkaðar íþrótt ir á skemmtistöðum, enda koma þessar íþróttaæfingar ekki í koll neinum nema þeim, sem vilja stunda þær, en því miður eru margir þeir til, sem helzt vilja reyna krafta sína á dauðum hlutum. Ef ferðazt er um Island, kem- ur það ákaflega fljótt upp úr kafinu, að erfitt er að rata og komast leiöar sinnar, nema ein- hver kunnugur maður sé með í förum, eða þá gott vegakort viö höndina. Vegamerkingar virðast vera gerðar af miklu handahófi, og flest vegamót eru alls ekki merkt, svo að ókunn- ugur ferðalangur veröur eigin- lega að treysta á sína eigin heppni, ef hann vill komast í áfangastað. En ekki er nóg með að vega- merkingar séu af skornum skammti, heldur hafa ýmis helj- armenni gert sér það til dundurs að brjóta niður vegamerki eða skemma þau, og skotmenn hafa reynt skotfimi sína á þvi að skjóta þau í sundur. Aö sjálfsögðu á þaö fyrir öll- um blutum að liggja að for- ganga, en það er undarleg nátt- úra í mörgum mönnum að vilja fremur hafa fyrir augunum brot- Langh... stendur á þessu skilti, svo verður vegfarandinn að gizka á hitt. inn hlut og skemmdan, heldur en heilan eða nýjan. Og þessir „gamansömu" menn sem gera sér leik að því að rifa niður eða flytja vegamerki, virðast ekki gera sér það Ijóst, að með þessu framferði sínu geta þeir gert samborgurum sínum ljótan grikk, og það lítur heldur ekki út fyrir, að þeir búi yfir þeim sálarþroska, sem vænzt er að siðaöir borgarar i tuttugustu aldar þjóöfélagi búi yfir. Oft er ekið á skilti, og jafnvel þótt þau séu tjónið ekki alitaf goldið. rétti“ fæst Ekki óalgeng sjón á götum höfuðborgarinnar. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.