Vísir - 30.07.1968, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Þriðjudagur 30. júlí 1968.
íasxá
VISIR
Otgefandi. Reykjaprent ö.í.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Iiugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands
1 lausasöl j kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f
Að snúa bökum saman
J Tímanum h. 25. þ. m. var birt viðtal við Erlend Ein-
arsson, forstjóra SÍS, um efnahagsörðugleikana, sem
nú steðja að flestum greinum atvinnulífsins. Telur
forstjórinn að rekstrargrundvöllur sé almennt mjög
veikur og hvað verstur í frystiiðnaðinum. Um það
fórust honum orð á þessa leið:
— Frystiiðnaður og sjávarútvegurinn í heild á við
mjög mikla erfiðleika að etja. Ástæðurnar eru fyrst
og fremst þær, að það hefur orðið mikið verðfall á
okkar sjávarafurðum. Nú nýlega hefur orðið allmikið
verðfall á frystum sjávarafurðum. Og auk þess er
mjög mikið framboð á þessari vöru. Það mun vera
ein aðalástæðan fyrir verðfallinu. Á hinn bóginn hefur
þróunin hjá okkur verið mjög óhagstæð undanfarin
ár. Dýrtíð hefur verið mikil í landinu og allur tilkostn-
aður hækkað gífurlega. Þetta gekk um tíma, þegar
útflutningsverðin voru mjög hagstæð, en þegar þau
lækka, þá sitjum við uppi með framleiðslukostnað,
sem er ekki í neinu hlutialli við söluverð afurð-
anna. —
Þessi orð forstjórans eru ekki að öllu leyti í sam-
ræmi við það sem Tíminn og sumir helztu forustu-
menn Framsóknarflokksins hafa haldið fram til
skamms tíma. Er vafasamt að Tíminn hefði birt þetta
viðtal fyrir svo sem ári, þegar forkólfar Framsóknar-
flokksins máttu ekki heyra á það minnzt, að afla-
brestur og verðfall hefði nokkur teljandi áhrif á af-
komu atvinnuveganna, heldur væru allir erfiðleikarn-
ir stjórnarstefnunni að kenna. En svo virðist að jafn-
vel forustumenn Framsóknar sjái sér ekki lengur fært
að berja höfðinu við steininn og neita staðreyndum.
Það mundi líka trúlega láta undarlega í eyrum bænda.
ef einhver ætlaði t. d. að fara að telja þeim trú um,
að kalið hefði engin áhrif á afkomu þeirra, eða þyrfti
aldrei að háfa, ef önnur ríkisstjóm færi með völd í
landinu. Og líklega mundu fæstir þeirra trúa því að
jarðskemmdirnar væru ríkisstjóminni að kenna.
Allir réttsýnir menn hljóta að viðurkenna að ó-
venjulega miklir og margþættir örðugleikar hafi steðj-
að að íslenzku efnahagslífi síðustu 1—2 árin. Er mjög
vafasamt að margar aðrar þjóðir hafi orðið fyrir
meiri áföllum á svo skömmum tíma og einnig hvort
nokkur önnur þjóð hefði staðizt slík áföll betur. Það
er vitaskuld mikið að þakka óvenjulegu góðæri og
uppgripum árin á undan, en ekki hefði það þó dugað
til, hefði stjórnarstefnan verið eins slæm og andstæð-
ingar ríkisstjómarinnar vilja vera láta.
En það er rétt hjá forstjóra SÍS, að nú þurfa allir
„að snúa bökum saman og skapa trú og samstöðu til
að komast út úr efnahagsörðugleikunum“. Með því
móti einu er von 'til þess, að á þeim verði sigrazt.
(
f
í
'i
\
/i
Nelson Rockefeller
kann að sigra
Nixon n.k. mánudag
Nú fer að styttast til mikil-
vægra tímamóta I kosningabar-
áttunni í Bandaríkjunum. Á
mánudag í næstu viku kemur
saman flokksþing republikana i
Miami á Floridaskaga til þess
að velja forsetaefni flokksins.
Það er ýmsu spáð um hversu
fara muni, en slagurinn kemur
til með aö standa um þá Nixon,
Rockefeller og Reagan.
Hvers svo sem úrslitin verða
er nú mikiö rætt um það, aö
Rockefeller sé stööugt að vinna
á, og áhuginn dvínandi fyrir
Nixon, og er hald margra, að
Nixon muni fljótt verða úr
leik, þrátt fyrir, að hann eigi
mikið kjörmannafylgi víst i
fyrstu atkvæöagreiðslu. En bar-
daginn mun brátt standa milli
Rockefellers og Reagans, segja
spámennirnir, og líkumar meiri,
að Rockefeller sigri.
Þessir spámenn bæta því þó
við, sumir, aö Rockefeller veröi
fyrir valinu, — — „ef Nixon
fær ekki nóg kjörmannaatkvæði
í fyrstu lotu“.
Og fari svo mun þaö verða
Rockefeller til mikillar hjálpar,
að hann er vinsæll meðal
kjósenda — og líklegast allra
frambjóðenda meðal blakkra
kjósenda, enda hinn eini áður-
nefndra þriggja keppinauta, sem
lítur af frjálslyndi á mál þeirra.
Og verði Rockefeller fyrir
valinu sem forsetaefni hefir
hann einn forsetaefna lagt fram
ákveðnar tillögur um hvemig
reynt skuli aö leysa Vietnam-
deiluna og leiða styrjöldina þar
til lykta.
Um Víetnam hefir Nixon ekki
haft mikiö að segja. Kunnur
öldungadeildarþingmaður, repu-
blikani, Charles Percy frá 111-
inois, sem var mikill stuðnings-
maður Nixons, hefir lofað Rocke
feller fyrir tillögur hans. I þeim
lofaöi hann aö draga mikið
úr hernaöarátaki Bandaríkjanna
í Víetnam, og hverjum augum
sem litið er á tillögur hans í
aöalsamningamaður Noröur-
Víetnams á Parísarráðstefnunni,
veifar til blaðamanna og ljós-
myndara, er hann kom af 14.
fundi ráðstefnunnar, en á þeim
hvorki gekk eða rak sem öllum
hinum — og er ætlun margra,
að svo munl að minnsta kosti
fram yfir forsetakjörið i Banda-
ríkjunum eða jafnvel fram yfir
áramót, er nýr Bandaríkjafor-
seti tekur við.
Þrefað ófram um flufning
á nauðsynjum til Biafra
meðan fólkið sveltur heilu hungri. — Miklar
birgðir biða flutnings
Undirbúningsviðræðunum i
Niamey í Niger lauk, án þess
að samkomulag næðist um leiðir
til þess að koma matvælum og
öðru til sveltandi fólks í Biafra.
Haldið verður áfram að ræða
um málið í Addls Abeba, er
friðarráðstefnan þar hefst 5.
ágúst á vegum Einingarsamtaka
Afríku.
Þannig er þrefaö áfram meö-
an fólkið sveltur og þúsundir
deyja daglega, að því er fregnir
herma, en allt sem sagt er um
þetta erfiöa og viðkvæma mál,
af hálfu aðila borgarastyrjaldar-
innar virðist áróöri og grunsemd
um blandið. Talsmaður sam-
bandsstj. í Lagos sagði, eftir að
samkomulagsumleitunum lauk i
Niamey, aö sambandsstjórnin
vildi fúslega greiöa fyrir málum
með því að heita flugvélavernd
til þess að flytja nokkurt magn
birgða til Biafra, og ættu slíkir
flutningar að geta hafizt „eftir
2—3 daga“, — — ef Biafra-
leiðtogar samþykktu, en búizt
var við aö þeir neituðu, aö nein-
ir kæmu nærri flutningunum
nema starfsmenn alþjóða hjálp-
arstofnana.
Dýralæknir frá Biafra, C. C.
Enewani búsettur í Danmörku
hefir gagnrýnt hvernig til hefir
tekizt með hjálparaðstoð Dana
og Norðmanna. Hann kveðst
vera þakklátur fyrir hjálpina
Hanoi, munu þær honum enginn
fjötur um fót f kosningunum,
en þær hafa fengið góöar undir-
tektir hinna mörgu sem vilja,
að Bandaríkin dragi sig út úr
styrjöldinni í Víetnam fyrr en
siðar og sá hópur er stækkandi.
a.
C. C. Enewani.
sem þjóð hans er veitt, en gagn-
rýnir einkum skipulagið, eöa
skipulagsleysiö. Hann bendir á,
að engir erfiðleikar séu á að
koma hjálp til sambandsríkis-
landsvæöanna, en ótal erfiðleik-
ar í vegi að koma henni til
Biafra. Hann segir, að það sem
sent hafi veriö til Portúgal hafi
komizt áfram án tafar, en
skreið „Folkekirkens Nöd-
hjælp“ hafi verið send um
Spán, og það valdiö 72ja
klukkustunda töf. Skreiðin var
um sama leyti og gagnrýnin var
birt aö koma til Fernando Po,
en þaðan er klukkustundarflug
til Biafra, en það virðist ganga
hægt að koma birgöunum það-
an. — Sænski Rauði krossinn
ætlar að leggja til 15 flutninga-
bila til þess að flytja matvæli
um „hlutlausu göngin“, en þaö
er um þau sem ekkert sam-
komulag hefir náðst og miklar
birgðir bíða fiutnings meðan
fólkið sveltur.
srr-.'CT
sssuæma
■e ■■“awn