Vísir - 30.07.1968, Blaðsíða 2
2
VIS IR . Þriðjudagur 30. júlí 1968.
onn Fram — on IBK 2:1 (1:1)
y/S/SSS///////.yT
nil
18 • :•
— / ágætum leik i gærkvöldi
— Bæbi liðin sýndu jákvæða knattspyrnu
Sigur Fram yfir Keflavík á Laugardalsvellinum í gær
verður að teljast sanngjam eftir gangi leiksins. Kefl-
víkingar áttu að vísu frumkvæðið í fyrri hálfleik, og
þá nokkur sæmileg marktækifæri, en tækifæri Fram
í síðari hálfleik umfram þessi voru fleiri og opnari.
Annars var leikurinn fremur skemmtilegur, og bauð
oft upp á skemmtiiega leikkafla hjá báðum liðum.
Undir lokin sóttu Keflvíkingar mjög stíft, og lá nærri,
að þeim tækist að jafna, en þá sem oftar sýndi Þoif
bergur Atiason, markvörður Fram snilli sína og bjarg-
aði meistaralega á elleftu stundu.
Strax í byrjun leiksins sýndi þaö
sig, að bæöi liöin voru ákveöin í
að bverfa af leikvelli meö bæöi
stigin. Virtist svo sem Keflvíkingar
væru nokkru ákveðnari og léku
þeir á köflum ágætlega, miklu betur
en staða þeirra í mótinu gefur til
kynna. Jón Jóhannsson var mjög
góður, fljótur og harður, og hleypti
miklu fjöri i framlínu Keflavíkur-
liðsins og gerði um leiö usla 1 Fram-
vöminni.
Þó sköpuðust ekki veruleg tæki-
færi viö mörk liðanna, en eins og
fyrr segir áttu Keflvíkingar frum-
bvæðið,
Á 31. mínútu skora Keflvíkingar
mark og ná forystunni. Hornspyrna
var tekin frá hægri, knötturlnn
rann milli manna inn í markteig, en
ekki tókst aö koma fæti á knött-
inn, unz Jón Ölafur, h.-útherji náði
Staðan
í 1. deild í knattspyrnu
eftir leikinn í gær:
ÍBA
1 FRAM
I KR
VALUR
' ÍBV
1ÍBK
Markahæstu menn:
Kári Árnason
Helgi Númason
Hermann Gunnarsson
Reynir Jónsson
-iafur Lárusson
Eyleifur Hafsteinsson
Gunnar Felixson
Sigmar Pálsson
Ásgeir Elíasson
Hallgrímur Júlíusson
Þóróifur Beck
Valsteinn Jónsson
Eftirtaldir leikmenn hafa
skorað eitt mark hver: Guðm.
I Þórarinsson, IBV, Jóhann Reyn-
isson, KR, Elmar Geirsson,
Fram, Ellert Schram, KR, Er-
lendur Magnússon, Fram, Einar
I Ámason, Fram, Hörður Mark-
| an, KR, Magnús Jónatansson,
, ÍBA, Ágúst Guðmundsson, Fram,
Etnar Gunnarsson, ÍBK, Hólm-
I bert Friðjónsson, ÍBK, Jón Ól-
I afur Jónsson, ÍBK, og Þormóð-
, ur Einarsson, ÍBA.
Næsti leikur í 1. deild mun
1 vera 6. ágúst, en þá leika í
I Reykjavík KR og ÍBV.
honum utarlega v.-megin, skaut
þaðan rakleitt föstu skoti i slá og
inn, úti við stöng.
Aðeins þremur mínútum síðar
jafna Fræ.iarar i.r vítaspyrnu, sem
aö margra dómi átti ekki rétt á
sér. Karl Hcrmannsson, útherji
Keflavíkuriiðsins var á leiö með
knöttinn út úr vítateig, er hann
hrökk, algjörlega óviijandi í hendi
hans, og Magnús Pétursson dæmdi
umsvifalaust vítaspyrnu. Helgi
Númason skoraði úr henni, en þó
ekki fyrr en Skúli Sigurðsson, á-
gætur markvörður ÍBK, hafði hálf-
varið.
Framan af síðari hálfleik sóttu
liðin nokkuð jafnt en smám saman
náðu Framarar undirtökunum og
söknarlotur þeirra urðu þyngri og
þyngri, markið lá f loftinu. Það
kom þó ekki er allir bjuggust við
því, svo sem er Framleikmenn
stóöu a.m.k. tvisvar einir fyrir
hálfopnu marki, heldur upp úr
hornspyrnu á 32. mínútu. Var þar
Helgi Númason aö verki, úr þvögu.
Áður hafði Siguröur Friðriksson
skotið yfir af góðu færi, og dóm-
arinn allt að því jleppt auðsjáan-
legu víti á Keflavík, er Sigurður
Albertsson hrinti Einari Árnasyni
gróflega innan vítateigs. Það brot
var fært út fyrir vítateig.
Eftir markið sóttu Keflvíkingar
öiiu meira, en Fram ' ti þó sínar
sóknarlotur, en án árangurs hjá
báðum liðum.
Bæöi liðin sýndu ailgóðan leik í
Skúli Sigurðsson, ÍBK, ver vítaspyrnu Helga Númasonar. Skúli
hélt ekki knettinum, svo að Helga tókst að skora, er hann fékk
knöttinn aftur.
þetta sinn. Hjá Fram var Sigurður
Friðriksson, miðvöröur mjög góð-
ur, og átti nú sinn bezta leik. Þá
var Ólafur Ólafsson, bakvörður og
mjög góður, svo og Þorbergur í
markinu. 1 framlínunni voru einna
beztir þeir Helgi Númason og
Elmar.
í Keflavíkurliðinu var Skúli í
markinu ágætur, og verður varla
sakaður um mörkin. Jón Jóhanns-
son var og góður, sem og Guðni
Kjartansson.
af.
ATHUGASEMD
Baldur Þórðarson, dómari,
hefur beðið íþróttasíðuna aö
birta eftirfarandi frá sér vegna
fréttar á síðunni í gær frá frétta-
ritara Vísis á Akureyri, um
leikinn þar á móti Val:
Enginn fótur er fvrir efni
þessarar klausu, ég átti ekkert
samtal við fréttamenn eða neinn
annan eftir leikinn. Svo að þessi
tilfærðu ummæli eru tilhæfulaus
með öllu.
íþróttahreyfingarinnar vegna
væri ákjósanlegt, að höfundur
umræddrar greinar gæfi upp
nafn sitt, ef slíkt mætti verða
til þess, að svona óvandaöir
io. síöu.
Helgi Númason skorar sigurmark Fram í síðari hálfleik upp úr hornspyrnu.
Erlentlur
írúttir
Nú er aðeins tæpur hálfur mán-
uður þar til enska knattspyrnan
hefst aftur að fullum krafti. Liðin
eru byrjuð að æfa og mikið er um
sölu og kaup á enska markaðnum.
Birmingham City hefur boðið Tott-
enham álitlega fjárhæö og að auki
Barry Bridges fyrir Jimmy Greaves,
en Billy Nicholson, frkvstj. Totten-
ham hefur neitað. Aftur á móti er
taiiö, að Tottenham hafi áhuga á
Kevin Hector, miðherja Derby, en
þá neitar Derby. Nicholson hefur
nú skipað Alan Mullary fyrirliða
Tottenham-liösins, en liðið seldi
fyrir nokkru fyrirliða sinn, Dave
Mackay til Derby.
Jimmy Greaves.
>f
Matti Yrjöla setti á sunnudag
nýtt finnskt met í kúluvarpi, 18.84
m. Var kastseria Finnans mjög
jöfn.
Á sama móti jafnaði Jaakko
Huominen i þriðja sinn finnska
metið í 400 m grindahlaupi, hljóp
á 50,4 sek. Ed Hanks, USA, vann
á sama móti hástökk, stökk 2,08
m, en Finninn Tapola stökk sömu
hæð og varð annar.
*
Norðmenn unnu Dani f iands-
keppni kvenna í frjálsum íþróttum
um síðustu helgi. Lokatölur urðu
61 — 56. Berit Berthelsen stökk 6,41
m í langstökki, Nina Hansen, D.
vann 80 m grindahlaup á 11,1 sek.
og Alice Wiese, Danmörku, vann
hástökk með 1,64 metra stökki.
>f
Á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í
St. Michel vann finnski stangar-
stökkvarinn Alarotu Bandaríkja-
manninn Bob Seagren í stangar-
stökki nokkuð óvænt. Finninn
stökk 5,26 m sem er nýtt finnskt
met. Seagren stökk aftur á móti
5,1 m, sem er nokkuð frá hans
bezta árangri.