Vísir - 30.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 30.07.1968, Blaðsíða 4
Shiran Shiran er „einrænn bókaormur" Meintur morð- ingi Kennedys algerlega einangraður Shiran Shiran, 24ra ára gamall. Hans bíður væntanlega dauði i gasklefanum. ••••••••••••••••••••••••••••«••••••••••••••••••• Nýtt áfall fyrir bitlaunnendur: Paul McCartney ætlar líka að skilja við sína Fwiggy og Justin fyrir utan London Pavillon, þar sem nýja bítiamyndin var frumsýnd. — Jún er klædd gulum kjól, stutt um og grískum ilskóm. LOKSINS MÁTTI TWIGGY TRÚLOFA SIG Horaðasta Ijósmyndafyrirsæta í heimi, hin fræga Twiggy, hefur nú loksins náð því takmarki að trúlofa sig opinberlega. Hinn ham ingjusami er auðvitað vinur henn ar og framkvæmdastjóri, Justin de Villeneuve, sem nú er 26 ára. Ástæðan er sú, að hann fékk ný- lega úr því skorið, að hann fær skilnað við konu sína Pamelu Davies, 31 árs gamla. Pamela sér fyrir dóttur þeirra, átta ára. Just- in yfirgaf konu sína árið 1964, ári áður en hann hitti Twiggy og skapaði henni heimsfrægð. „Mér finnst fólk eigi ekki að giftast of ungt“, sagði Twiggy, sem er aö- eins 19 ára, þegar sprengjan sprakk í veizlunni, er haldin var i tilefni af frumsýningu nýrrar bítlamyndar „Yellow Submarine" eða guli kafbáturinn. „En það gleð ur mig ákaflega, að viö getum nú trúlofazt opinberlega.“ Þau skötu hjúin ætla að gifta sig, þegar Twiggv verður 21 árs. I/ Hann vegur aðeins 50 kíló, og leið hans til réttarsalarins er aðeins 30 skref. Samt bíða menn í ofvæni frétta af bví, hvort eins fari fyrir honum og Lee Harvey Oswald, sem myrti Kennedy for- seta, og hann láti lifið, áður en lögin ná yfir hann að ganga. Fangi númer 718486 gengur fimmtán metra eftir hrörlegum gangi, umkringdur lögregluþjón- um. Réttarsalurinn er 2'/2 metri á hæö, og fyrir gluggum eru sjö millimetra þykkar plötur. Jórdan iumaðurlnr. Shiran Shiran er 24 ára að aldri og 157 sentimetrar á hæð. Heimurinn fylgist með at- hygli með hverlu skrefi þessa lág vaxna manns. Pitchess lögregluforingi segir yfirvöld hafa dregið mikinn lær- dóm af því, sem gerðist I Dallas, er Oswald var myrtur. Þau vilja ekki eiga neitt á hættu. Viðstadd- ir réttarhöldin verða 30 almennir borgarar og 40 blaðamenn að auki. Leitaö verður á hverjum og einum, áður en þeir fá að fara inn. Litið er í skrifbækur þeirra og pennar skrúfaðir í sundur. Þótt gera megi ráð fyrir, að Shiran Shiran verði dæmdur til dauða og tekinn af lífi í gasklefa í St. Quentin, vilja margir, að hann deyi meö öðrum hætti. Dag lega berast hótunarbréf. Fjöl- skyldu hans hefur verið hótað líf láti, og lögreglan hefur myndaö hring um heimili hennar í Pasa- dena. Jafnvel fangaverðimir verða fyrir hótunum, þar sem þeir „haldi lífinu i þessum lúsageml- ingi.“ Kostnaður við geymsluna á þessum meinta morðingja hefur hingað til numið 7,5 milljón kr. Hann er varinn gegn morði og sjálfsmorði á allan hugsanlegan hátt. Hann býr í gluggalausum klefa sem er í raun klefi innan klefans. Hvern morgun kl. 6.30 byrjar rafbjallan nýjan dag með 45 mínútna hringingu. Hann rís af bekknum, þar sem hann hefur sofið, klæddur nærklæðum ein- um. Þá fer hann í bláar buxur og bláa skyrtu, eins og þar tíökast. Um úlnlið vinstri handar ber hann band með númeri og nafni. I klefanum eru venjuleg „hús- gögn“: salerni án loks, vaskur á- fastur veggnum og spegill einnig á veggnum. Klefinn er við eigin gang. í honum er ávallt vöröur, og fyrir utan eru fimm verðir að auki. Úr þessum heimi, sem er 1,8 sinnum 2,4 metrar að fiatar- máli, sér Shiran ekkert af um- heiminum. Hann sér aldrei hina 1834 fanga í fangelsi þessu. Eina fólkið sem hann fær að tala við, er móðir hans og bræöur. Móður sína hefur hann hitt tvisv ar. Þá situr hann í járnstól, sem fastur er við vegginn, og móðirin í öðrum slíkum. Glerrúða, senti- metri á þykkt, er milli þeirra, og þau ræðast við i síma! Hann fær að rétta úr sér tuttugu mínútur daglega, en ekki í fersku lofti. Fimm veröir gæta hans þá. Mat sinn fær hann úr séreldhúsi, og fylgjast þrír menn með matar- gerðinni. Óttazt var aö eitur yrði ella sett í mat allra fanganna, ef hann hefði neytt venjulegs fanga- fæðis. Ella situr hann í klefa sin um daglangt. Hann étur súkku- laði eða reykir vindla, sem hann hefur keypt fyrir þá sex dali, sem hann fær vikulega. Hann les æsireyfara af ýmsu tagi. Lögfræðingur hans segir: „Hann er bókaormur og einrænn. Hann ætti hæglega að geta eytt ævinni einn.“ Sá eini, sem ókvæntur er bítl- anna, Paul McCartney, hefur ver- ið bendlaður við leikkonuna Jane Asher, 22 ára, í fimm undanfarin ár. Ást þeirra entist þó einungis í sjö mánuöi, eftir að þau opin- beruðu trúlofun sína um jólaleyt- ið. Þá gaf Paul unnustu sinni dem antshring, sem var 150 þúsund króna virðl. Jane sagði frá þessum ósköpum í sjónvarpsþætti nýiega. Forsmekkur þess, að þau hygð- ust fylgja fordæmi John Lennon og konu hans, fékkst fyrir skömmu, er Paul kom einn til frumsýningar bítlamyndarinnar „Guli kafbáturinn.“ Sem kunnugt er, hefur bítillinn John Lennon farið fram á skilnaö. Jane Asher kom fram í sjónvarpsþætti í Bret landi, sem talinn er hafa um 10—20 milljónir áhorfenda, og sagði: „Trúlofuninni er slitið." Er hún var spurð, hvort þeirra hefði ráðiö mestu um þetta, svaraði hún: „Það var ekki ég.“ Síðan sagði hún: „Ég vil helzt ekki ræða það, það eru meira en nokkr ir dagar síðan.“ Viðtalið við leik- konuna var annars til komið, vegna þess að hætt var sýning- um á leikritinu „Sumar", eftir tveggja vikna sýningar, þar sem aðsókn var einkar léleg. Stuttu eftir sjónvarpsþáttinn yfirgaf Paul McCartney Lundúnir og hélt til heimabæjar síns, Liverpool. Blaöafulltrúi hans, Mike Barrow, sagði: „Paul sá þáttinn, en vill ekki segja neitt um hann.“ Paul McCártney og Jane Asher. Lofsvert framtak. Nokkra athygli hefur vakið ferð færeyska leiguskipsins „EI isabeth Hentzer“, sem sent var á vegum Valtýs Þorsteinssonar norður í höf til að salta sild úti á hinum fjarlægu sildarmiðum. Skipið var útbúið sem söltun arstöð og um borð voru meðal annars 11 stúlkur sem unnu að síldarsöltun. Eftir 11 daga úti á miðunum hafði verið saltað í tæpar 4000 tunnur sildar, og reyndist síldin standast gæða- mat fyrir Finnlands-markað, en á þann markaö var nauðsyn aö afskipa fljótlega. Það sem vekur ekki sízt at- hygii er, að það eru einstakl- ingar sem standa að þessu frum kvæði, en ekki opinbcrir aðilar. Þarna hafa dirfska og hygg- indi hjálpazt aö því að gera stórvirki á sviði sjávarútvegs- ins, sem margir munu geta dreg ið af nokkurn lærdóm, og er ekki að efa, að fleiri munu koma í kjölfariö og gera út á hin fjar lægu mið, stórvirkar, fljótandl söltunarstöðvar. Það kemur fram í skrifum um þessa ferð, að engir samningar eru tll um síldarsöltun úti á sjó, en það eru vinnuveitendur og samtök verkafólks, sem gera samninga um kaup og kjör við þessi störf sem önnur. Almenn- ingur er í vaxandi mæli að kom ast á þá skoöun, að samvinna þessara aðila hafi versnað á mörgum sviðum og óbilgimi í samningaviðræöum hafi yfirleitt aukizt, hvort sem því er til aö dreifa i þessu tilfelli. En þessi lofsverða tilraun er þiöðnýtt og athyglisvert framlag til ís lenzkra atvinnumála, sem ætla hefði mátt að kæmi fremur und an rifjum opinberra aðila eða hinna mismunandi samtaka i sjávarútveginum. En hvað um þaö, nú hefur þegar verlð riðið á vaðiö og allt gengið vel, svo að nú verða hægarl heimatök- in fyrir aðra aðila að freista gæf unnar á þessum vettvangi, þeg ar reynsla er.fengin um slíka út gerð. Sem fyrst þarf einnig að hafa tii reiðu samninga fyrir það fólk sem nauðsynlegt er að vinni störfin um borð í slíkum fljótandi söltunarstöövum. Vonandi eiga eftir að gerast fleiri slikar skipuiagstilraunir 1 sjávarútveginum, en þegar afla magnið minnkar, verður það brýnna að þreifa sig áfram með að gera það magn sem fæst að enn rneira verðmæti, þannig að heildar verðmæti útflutningsins minnki ekki. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.