Vísir - 03.08.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 03.08.1968, Blaðsíða 4
Elke Sommer í allri sinn fegurð við hlið J. B. Peck. Elke Sommer og Johnson forseti Dean Martin og Elke Sommer hafa staðið sig prýðilega í kvik- myndinni „House of Seven Joys“, eða húsi sjöfaldrar hamingju. Þetta er hrollvekja. Eitt aukahlut verk í myndinni mun áreiðanlega fá áhorfendur til að pískra dálítið. Það er þegar aðstoðarmáður til- kynnir forseta Bandaríkjanna, að 60 milljónum króna í gulli hafi verið stolið. Þarna er Johnson forseti lifandi kominn. Þaö er þó ekki gamli Johnson sjálfur, þótt svo kynni að virðast í fljótu bragði. Það er frændi hans, J.B. Peck, 66 ára, sem nú er á eftir- launum en var áður lögreglu- stjóri. Þeir eru alllíkir. Leikarinn telur þó ekki mikinn markað fyrir slíkan leik f framtíðinni, og hélt hann því heim til aö gæta ,,rugby“liðs í Dallas í Texas. Varasöm vegamót Flestir fagna stórvirkum lag- færingum á veginum suður Foss vog, en við þaö munu samgöng ur þama stórbatna frá því sem verið hefur, en stundum hefur legið við, að umferðaröngþveiti hafi skapazt á.vegamótum við Nýbýlaveg. Oft hafa myndazt biðraðir bíla, svo að við crð er haft, að þeir Suðumesjamenn sem spömðu kortér á ferð sinni suður meö tilkomu hins nýia og steypta Suðurnesjavegar, tapi þeim tímaávinningi vegna sí- aukinna tafa á Ieið sinni i gegn- um Kópavog. En þó umferðarást'andið eigi eftir að verða gott, þá veröur það afleitt, á meðan fram- Glæpamaðurinn baðst ir í fangaklefanum og er nú prestur Allir kannast við dæmisöguna um glataða soninn. Jesús sagði, að það yrði meiri gleöi á himn- um yfir einum syndara, er iörast, en 99 réttlátum. Fagn„ðarklukk- um hefur væntanlega verið hringt vegna Vic Jackopson. Fyrrverandi þjófur og glæparuddi, með ör, er sanna þá staðhæfingu, er i þann mund að gerast séra Victor Jack- opson, nrestur í Baptistakirkjunni i Bretlandi. Vic hefur þannig gjörbreytt skapgerð sinni, þessi maður, sem stal, slóst og laug sig í gegnum lífið. Æska hans var erfið. Hann var einn fimm barna og missti föður sinn, er hann var á öðru ári. Þá fór hann á munaðarleys- ingjahæli og var það í 14 ár. Ellefu ára komst hann fyrst undir mannahendur vegna innbrots og fékk skilorðsbundinn dóm. Fljót- lega brauzt hann inn að nýju. Hann gekk í herinn fimmtán ára gamall, en var rekinn ári síöar, þegar hann stal sparisjóösbók fé- laga síns. Eftir heimkomuna gekk hann í bófaflokk og varð brátt foringi hans. Hann lifði af því að stela. Á föstudagskvöidum stóð hann fyrir slagsmálum við höfnina í Southamton, þar sem hann hafði setzt að, og greip allt- af til hnífsins eða barðist með brotinni flösku. Átján ára gamall var hann dæmdur í gæzluvaröhald fyrir inn brot í stórum stíl. Hann beið dóms i málinu um þriggja mánaða skeið. ’• Hinn 10. september 1959 gerð- ist kraftaverkið. Hann hafði þá lokiö lestri allra bóka, er hann hafði komizt yfir í fangelsinu. Út af leiðindum tók hann Nýja testa mentið, sem var í klefa hans. Lest urinn hreif hann. Þá gerði þetta sálsjúka og ringlaða ungmenni nokkuð, sem hann hafði aldrei áður gert. Hann kraup á kné og baðst fyrir. „Sjáðu t*l, guð, ef þú ert þarna uppi. Þú færð tíu daga til aö breyta lífi mínu. Takist þér það ekki á beim tíma, hefurðu misst rf tækifærinu.“ Bænalest- urinn olli því, aö innibyrgð geðs hræring brauzt út, og tárin runnu niður andlit hans. Vic þurfti ekki aö bíða í tíu daga. Dómurinn var mildur, og hann fór á heimili vandræöaung- menna i London. Þar sótti hann kirkju ásamt féiögum sínum og kynntist prestinum. Ráðamenn kirkjunnar fengu því til leiðar komið, að hann fékk skrifstofu- vinnu í verksmiðju. Lofuðu þeir að greiða úr eigin vasa allt þaö er hann kynni að stela. Siðan tók hann að læra guðfræði og náði góðum prófum. Nú er hann að- stoðarvörður við hælið, sem hann hafði verið á, og f september á þessi 27 ára „iðrandi syndari‘‘ að fá prestsembætti við kirkju i Suð ur-London. Hann varð frægur, þegar hann lék foringja vændis- hrings svo grátt, að hinn síðar- nefndi bugaðist gersamlega. Vic er öllu kunnugur í þeim efnum og beitir nú þekkingu sinni til þess að hjálpa glæpafólki að iðr- ast og byrja nýtt líf. Fjögurra ára drengur lokað- ur uppi á háa- lofti alla ævi Foreldrarnir töldu hann geðveikan Mikið hitamál kom upp i Dan mörku í síðustu viku, er barna- verndin fann Benny litla, 4*4 árs, lokaðan inni í þakherbergi. Hafði hann verið bar sína stuttu ævi. Faöir drengsins er fagmaöur, 41 árs, og móðirin er 38 ára. Er drengurinn fannst, voru báðir handieggir hans brotnir, og hann þjáðist af blóðleysi og næringar- skorti. Maöur nokkur, sem ekki viidi láta nafns síns getið, kom yfirvöidunum á sporið. Félagsráögjafi hafði heimsótt fjölskylduna nokkrum sinnum, en aldrei tekið eftir því, að eitt barn ið vantaði í hópinn. Fyrir ári dó eitt barnanna, ungbprn, úr lungna bólgu. Ekki var talið, að um van- rækslu foreldranna hefði veriö aö ræöa í þaö sinn. Börnin eru alls átta, og dveljast sjö heima. Hagur fjölskyldunnnar er fremur bágbor inn, en hún hafði lagt áherzlu á að þiggja sem minnst frá hinu opinbera. Foreldrarnir minntust stundum á, að einn drengurinn væri uppi á lofti, en sögðu hann geðveikan. Það sætir furðu, að barnaverndin skyldi ekki átta sig á eðli málsins. Menn velta fyrir sér, hvort ótti foreldranna um, að barnið væri vanheilt andiega og yrði ef til vill lokað inni á hæli, réði gerðum þeirra. Um tíma fékk fjölskyldan ekki aðstoð úr sjúkrasamlagi vegna skulda og naut ekki ókeyp- is læknishjálpar. Sé raynt að finna skýringu á þessu tiltæki, er bent á þessi atriði. Heimska frem ur en illvilji kann að hafa orsakað þennan hömulega atburð, sem hef ur vakið mikia athygli í Dan- mörku. Forstjöri danskrar barna- verndar, Ernst Larsen. kvæmdir fara fram. En það er eitt atriði sem ég vil minnast á, en bað er umferðarstjóm lög- reglunnar á þessum stað. Flest- ir lögregiumennirnir eru örugg- ir í umferðarstjórn, en aðrir bókstaflega afleitir. Aðallega hættir þeim við því að taka svo oft af aðalbrautarréttinn til að hleypa bílum inn á Reykjanes- brautina frá þvergötum. Við það skapast ógnarlöng bilaröö, sem stundum nær allt í gegnum Foss vog og upp að kirkjugarði, sér- staklega um hádegisbilið, því umferðaröngþveitiö virðist aðal- lega skapast á þann veginn. Einn daginn varð ég vitni að því, að bíll sem var næstur á undan, notaöi tækifærið, þegar haiarófan stöðvaðist og við vor- um stödd við Nesti, að aka inn á gamla veginn sem er sjávar- megln, og viti menn, honum var hleypt inn á Reykjanesbraut ina ásamt öðrum bílum við Blómaskálann nokkuð framar i röðina. Þó svona strekkingur borgi sig varla fyrir bílstjórana, þá sýnir þetta, að að þessu leyti þarf að bæta umferðarstjómina á þessum stað og leggja áherzlu á að -áta umferðina ganga greið- ast þá leiðina, sem hún leitar fastast á, annars skapast strax öngþveiti. En það er allt of al- gengt að siá, að ofurkapp er iagt á þaö að hleypa sífellt inn á, þeim bílum sem koma þver- göturnar, eins og þeir megi helzt aldrei bíða augnablik. En ég vil taka það fram, að lög- regluþjónarnir eru mjög misjafn ir að þessu leyti, og að einnig er það ljóst, aö þessi vegamót eru orðin eriisöm og viðsjár- verð, og því erfiðleikar á um- ferðarstjóm. En þvi meiri nauð- syn er fyrir Kópavogslögregluna að Ieggja niður fyrir sér á hvem hátt bezt er aö láta umferðlna ganga sem greiðast. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.