Vísir - 03.08.1968, Page 8

Vísir - 03.08.1968, Page 8
3 VISIR . Laugardagur 3. ágúst 1968. VÍSIR Útgefandi Reykjaprent h.t. Framkvæmdast]óri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: 1 augavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands 1 lausasöl j kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. Náttúruvernd Fyrir nokkru var sagt hér í blaðinu frá skipun nefnd- ar, sem ætlað er að gera heildarendurskoðun á lögun- um um náttúruvernd. Formaður nefndarinnar, Birgir Kjaran alþingismaður, kvaðst vonast til að víðtækt samkomulag næðist um þau mál, sem nefndinni er ætlað að fjalla um, „utan við alla flokkadrætti og stjórnmál“, en í nefndinni eru auk Birgis alþingis- mennirnir Benedikt Gröndal, Eysteinn Jónsson og Gils Guðmundsson, m. ö. o. fulltrúar frá öllum stjórn- málaflokkunum. Á Alþingi komu fram tvær tillögur, þegar fjallað var um málið. Önnur um náttúruvernd almennt, en hin um Þingvelli sérstaklega, en þær voru sameinaðar í eitt frumvarp og nefndin síðan kjörin af þinginu. Var um þetta allt alger samstaða, og lofar það góðu um framhaldið. Það er stutt síðan íslendingar fóru að leiða hugann að náttúruvernd að nokkru marki. Áður höfðu margs konar spjöll verið unnin á náttúru landsins +*- spjöll, sem hægt hefði verið að komast hjá, ef menn hefðu haft náttúruverndina í huga. Sumt af þessu má enn bæta, sumt ekki. En æskilegasti árangur í því efni næst ekki nema almenningur vinni með þeim, sem forustan er falin. Allir landsmenn þurfa að taka hönd- um saman um að reyna að bæta fyrir það sem miðun hefur farið, þar sem það er hægt, og strengja þess heit, að vinna hvergi óþörf spjöll á landi sínu framar. Við þurfum öll að sýna í verki að við eigum skilið að búa í eins fögru landi og íslandi. Margar aðrar þjóðir vildu nú mikið gefa til þess, að geta bætt fyrir náttúruspjöll, sem af skammsýni hafa verið unnin í löndum þeirra á liðnum öldum. E!n* víða er það orðið of seint. Við íslendingar erum svo heppnir, að stór svæði af landi okkar eru enn eins og þau voru þegar menn stigu hér á grund í fyrsta sinn. í sveitum þarf víða ekki að fara öllu lengra en út fyr- ir túngarðinn til þess að stíga á óspillta jörð, og þa'r eru margir staðir, sem vert er að vernda. Og víða í óbyggðum eru undurfagrir staðir, með öllu ósnortnir af mannahöndum, en tæknin getur teygt þangað arma sína áður en varir, ef ekki er höfð gát á, og þess vegna er ekki seinna vænna að friða þau svæði, sem að beztu manna yfirsýn er sérstök ástæða til að vernda og geyma óskemmd fyrir komandi kynslóðir. Hugmynd Birgis Kjarans um þjóðgarð í hverjum landshluta er mjög athyglisverð og ætti að fá góðar undirtektir alþjóðar. Þjóðgarðar eru til mikils yndis- auka, og jafnframt ættu þeir að verða íbúum hvers héraðs hvatning til starfa í þágu náttúruverndar og fegrunar umhverfisins. En aðalatriðið er að öll þjóðin geri sér þess grein nú þegar, að henni ber skylda ril að vernda náttúru landsins og hverri kynslóð að skila þvi betra og fegurra í hendur þeirrar næstu. ít d /i í ræðu Dubceks í gær var ekki varpað nýju Ijósi á viðræðurnar í Cierna og horfurnar ■ Ræða Dubceks í gær varpaði ekki nýju ljósi á það, sem gerðist á fundinum í Cierna. Sam- kvæmt heimildum fiá æðstu stöðum í Moskvu verð- ur umbótastefnan í Tékkóslóvakíu rædd í Brati- slava, þótt Svoboda ríkisforseti Tékkóslóvakíu segði í fyrradag, að hún yrði ekki á dagskrá. Alexander Dubcek, flokksleiö toginn í Tékkóslóvakíu flutti út- varps- og sjónvarpsræðu f gær síðdegis. Hann fullvissaði þjóö- ina um, aö her landsins tryggöi öryggi landsins varanlega. Dubcek flutti ávarp sitt til þjóðarinnar fyrir áeggjan ein- staklinga og hópa f kommún- istaflokknum. Hann kvað land iö þarfnast bandalagsins við Sovétríkin og allt yrði gert sem únnt væri til þess að treysta það. Dubcek flutti ræöu sina skömmu áður en hann hélt til Bratislava, þar sem framhalds fundurinn verður, og leiötogar Póllands, Ungverjalands, Búlgar íu og Austur-Þýzkalands veröa þátttakendur i auk Sovétríkja- leiðtoga og leiðtoga Tékkósló- vakíu. Ræöan var flutt á þeim tíma, sem verkamenn og skrifstofu- fólk og fjöldamargir aðrir eru viö vinnu sína og höfðu þvi ekki skilyrði til þess að hlusta á hana. Dubcek sagöi um viðræðurnar í Cierna, aö vegna þeirra heföi fengizt hlé til þess aö draga and ann rólega áður en lengra væri haldið með framkvæmd umbóta áætlunarinnar. Ekki ræddi hann samkomulag ið í Cierna í einstökum atriðum frekar en Svoboda forseti í fyrra dag. Hann viðurkenndi þá til- slökun að ræöa viö ofannefnda aðila alla í einu, sem fjandsam legir eru umbótastefnunni. Hann kvaðst ekki hafa tima til þess að halda marga fundi og samtímis undirbúa 14. lands fund kommúnistaflokks Tékkó-^ slóvakíu í Prag í september. — Hann lagöi áherzlu tengsl og samscarf kommúnistaríkja. Vestrænir sendiráðsmenn og aörir vestrænir menn vilja engu ákveðnu spá um horfurnar, en margir telja öruggt, að sam- komulagsumleitanir hafi ekki farið í strand í Cierna, fyrst haldið veröur áfram viðræðam í Bratislava. Alexander Dubcek. Stórátök framundan í Vietnam? Johnson forseti gerði nú í vikunni styrjöldina í Vietnam að umtalsefni og almenningsálitið í heiminum. Hann leiddi athyglina að því, að Bandaríkin hefðu dregið úr sprengjuárásum á N- Vietnam án þéss sæist nokkur vottur, að stjórn in í Hanoi hafi dregið úr hemaðaraðgerðum. Hann kvaö hana hafa gert alveg hið gagnstæða, — aukið herflutninga suöur á bóginn og birgðaflutning til undirbúnings stórauknum hemaðaraögerðum. í framhaldi af þessu ræddi for- setinn nauösyn aukins viöbún- aðar. Nuguyen Thanh Le, talsmað- ur norður-vietnömsku sendi- nefndarinnar í París, sagði í gær, að hér væri um nýjar ógnanir aö ræöa af hólfu Bandaríkjanna, en ávallt þegar Johnson forseti talaði um friö væri það undan- fari aukinna hernaöaraðgeröa. Endurtók hann, að Noröur-Viet- nam settist ekki aö samninga- borði, fyrr en Bandaríkin hættu sprengjuárásum skilyröislaust. mm. Johnson forseti ræddi í fyrradag þá yfirvofandi hættu, aö Norður-Vietnamar kynnu aö byrja stórsókn þá og þegar, og væru ýmsar borgir landinu í mikilli hættu, Svo sem Saigon og fleiri. - Skæruliðar Vieteong hafa iðulega sótt inn í Saigon og stundum verið barizt i nokkurra kílómetra vegalengd frá forsetahöllinni. Myndin er af tveimur stjörnarhermönn- um, sem eru á verði á þaki forsetahallarinnar. «BW» • iimw'iiiii ..........

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.