Vísir - 03.08.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 03.08.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Laugardagur 3. ágúst 1968. 9 LANDBÚNAÐARSÝNINGIN óþrjótandi uppspretta skemmtunar og fróðleiks Eftir rúma viku, hinn 9. ágúst, hefst í íþróttahöllinni í Laugardal i .ndbúnaöarsýning, sem mun veröa stærsta sýn- ing, sem hér hefur verið haidin. Sýningin stendur væntan- lega aðeins tíu daga, og mundi veröa erfitt að framlengja hana. Búizt er við um 60 þúsund gestum, en það er sá fjöldi, er sá slíka sýningu áriö 1947 í Reykjavík. Kostnaður við sýn- inguna mun vera um 7l/2 milljón króna, og gera forráða- menn hennar sér vonir um, að sú pphæð náist inn. Undir- búningur er vel á veg kominn, en hin einstöku fyrirtæki, er þar sýna, hafa frest til klukkan tvö hinn áttunda ágúst til að ljúka frágangi bása sinna. \ ; i Aukinn skilningur á landbúnaði. Búnaðarfélag íslands og Fram leiösluráð landbúnaöarins standa að sýningunni. Leitaö var samstarfs við stofnanir og félög, er starfa á landbúnaðar- sviðinu. Sýningarráð er skipað 27 mönnum og kaus þaö 5 manna sýningarstjóm og fram kvæmdastjóm. Formaöur sýn- ingarráös er Þorsteinn Sigurðs son, formaður Búnaðarfélags ís- ilands, og formaöúr sýningar- stjómar er Sveinn Tryggvason framvæmdastjóri Framleiðslu- ráös landbúnaðarins. Fram- kvæmdastjóri sýningarinnar er Agnar Guönason, ráöunautur, og aðstoöarframkvæmdastjóri er Kristján Karlsson, erindreki Teiknari er Kristín Þorkelsdóttir og arkitekt Skarphéöinn Jó- hannsson. Tilgangur sýningarinnar er fyrst og fremst sá, aö sýna borgarbúum hver staöa og þýö- ing landbúnaðarins er í dag, og sýna helztu framleiöslu og rekstrarvörur. Vilja forráöa- menn stuðla að auknum skiln- ingi á þýðingu landbúnaöarins og bæta skilning stétta i milli. Þá eru nýjungar í búvélum Stærsta sýmng hérlendis kynntar bændum og sá tækja- kostur, sem völ er á. Þróun og hlunnindi. Landbúnaöarsýningin hefur sjálf tvær deildir, staösettar í kjallara undir anddyri. Þar er í fyrsta lagi þróunardeild, þar sem sýnd er þróun landbúnaöar Falleg stúlka og gróður jarðar. Björg fer mjúkum höndum um trjágróðurinn. Grjótvegginn byggðu skógræktarmenn í sjálfboðavinnu. ins með línuritum, breytingar á framleiöslu, vélvæöingu og rækt un á þessari öld. Línuritin eru skýr og auöskiljanleg hverjum manni. í kjallaranum er ennfremur hlunnindadeild. Þar eru sýnd hlunnindi bænda, til dæmis lax og silungur, dún- eggja- og fugla tekja, reki og selveiöi. Sýnd er starfsemi veiöistjóra, útrýming refa og minka. Mjög skemmti- legt rit sýnir í tugum refa og minka, hversu margir slíkir hafa verið drepnir seinustu ár. Má þar sjá, hvert minkurinn hefur komizt lengst, en hann hefur enn ekki náö verulegri fótfestu á Austurlandi. Á sýning unni er greni meö refafjölskyldu uppstoppaöri. Gamlir munir og tæki eru og til sýnis, til dæmis ein fyrsta dráttarvél, sem til landsins kom. Hin stærri tæki og vélar veröa sýnd úti. Básar og vélar Inni í höllinni veröa um 50 stofnanir, fyrirtæki og félög með deildir. SÍS er langstærsti aðilinn. Stórir aöilar aðrir eru til dæmis: Mjólkuriðnaðurinn (Osta- og smjörsalan sf.) Mjólk ursamsalan og' öll mjólkurbú landsins, Rannsóknastofnun landbúnaöarins. Tilraunastöð Háskólans aö Keldum, Slátur- félag Suöurlands, Landgræöslan Skógrækt ríkisins, Skógræktarfé lag íslands, Grænmetisverzlun landbúnaðarins, Sölufélag garö- yrkjumanna. Margir aöilar sýna heimilistæki, fóöurvörur og grænm^ti. Utan dyra verður geysileg vélasýning. öll helztu innflutn ingsfyrirtæki búvéla og verk- færa sýna uýjungar á því sviöi. Mun þetta stærsta sýning sinnar tegundar til þessa hérlendis. Sáð hefur veriö ýmsum grastegund um og nytjaplöntum. Þá reiti hafa Búnaöarfélag íslands, Rann sóknastofnun landbúnaðarins. Samband íslenzkra samvinnufé- iaga og Héildverzlun Guðbjörns Guðjónssonar. Garöyrkjufélag íslands og Félag skrúðgarðyrkju meistara sýna skrúðgarða, Skóg. ræktin trjáplöntur og Sölufélag garöyrkjumanna sýnir gróður- hús, 360 fermetra. Meöal trjá plantna erlerkiúrHalIormsstaöa skógi, 7 'metrar á hæö. Vélsmiðj an Héöinn sýnir stálgrind, og er þá fátt eitt upp taliö. Útungunarvél og gegn- umlýsingartæki. Algeng húsdýr verða sýnd. Sauðfé, meöal annars ferhyrnd- ir hrútar, geitur, nautgripir hross, svín, alifuglar. Ungar veröa sýndir í útungunarvél. Er búizt við tuttugu ungum á dag, en útungunin tekur um 21 dag. Jafnvel er uppi hugmynd um aö fá gegnumlýsingarvél, svo aö fylgjast megi með þfoska ung- ans í egglnu. Þá eru þarna ref ir, 5 ísl. hundár 'og hreindýr. Áttu aðstandendur sýningarinn- ar í miklum erfiöl. meö að fá hreindýr austan af landi vegna strangra reglna, sem gilda um flutning þeirra. 1 kerum verður lax og silungur á ýmsum aldri. Keppni ! starfsíþróttum og kostum gripa. Keppt veröur til verðlauna i eftirtöldum flokkum búfjár: 1. Einstakar ær, einstakir hrút ar og ætthópar sauðfjár (hrútur og 3 ær). 2. Einstakar kýr, einstök naut og naut meö afkvæmum, kálfar. 3. Stóðhestar í 3 aldursflokk- um, hryssur í 3 aldursflokkum og góðhestar í 2 flokkum. Fastir liöir daglega veröa: Vélakynning, sýnikennsla á á- horfendapölium og kvikm.sýn- ing. Kvikmyndirnar veröa bæöi fræðslu- og auglýsingamyndir. í veitingastofu veröa seldir 6- dýrir réttir í kynningarskyni. Þar verður sjónvarpstæki, svo aö fylgjast megi með sýningun- um á pöllum. Stúlkur keppa í starfsíþróttum: „smörrebröd“ og blómaskreytingu. Utan húss fer fram landskeppni ( starfs- íþróttum: dráttarvélaakstri og nautgripadómum. Hrossauppboð verður haldið og er þaö nýjung í höfuðborginni. Til sölu veröa úrvals hross. Enginn vafi er, að fólk mun fjölmenna á sýninguna. Þar verða héraðsvökur Dalamanna, Skagfiröinga og Eyfiröinga. Von er á landbúnaðarráðherrum allra Norðurlanda og blaða- mönnum helztu landbúnaðar- blaða í Evrópu. Áhugamenn um landbúnað munu ekki láta hana fara fram hjá sér, en ekki sizt munu börnin hafa gaman af hinum ýmsu dýrum. Að svo stöddu, virðist óhætt að fullyröa að sýningin muni veröa hin for- vitnilegasta. Þetta merkilegt hænsnahús er sjálffóðrandi og sjálfhreinsandi. Það tekur 480 hænur, 5 f hvert hólf. Kostnaður við fóðrun pútnanna er 150 krónur á hverja. Húsið er enskt. Hér sjást þeir Guðmundur Leifsson og Theódór Þorvaldsson setja upp húsið. Rækjan aðeins í firðinum ■ Rækjuleitin fyrir Austfjörð um heldur áfram og fór leitar- báturinn Þórveig ÍS út á Seyöis fjarðardjúp í gær og reyndi þar fyrir sér á allt aö 100 faöma dýpi, en varö bar ekki vör. Virðist rækjan einungis vera inni á fjöröum, en sem kunnugt er fundust á dögunum góöar rækjustöövar inni á Seyðisfiröi. Báturinn mun einnig leita ínni á Mjóafirði og víðar þar á Aust fjörðum. Seyöisfjaröarbúar eru vongóö ir um að geta stundað rækjuveiö ar í firðinum og yrði það góð búbót. Fjöldi manns var á bryggjunni þegar Þórveig kom að úr fyrsta könnunarleiðangr inum með mjög góðan rækju- afla, sem fengizt hafði á skömm um tíma þar á firöinum og ferigu margir kaupstaðarbúa þar rækju í soðiö fyrir lítið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.