Vísir - 03.08.1968, Page 12
12
VI SIR . Laugardagur 3. ágúst 196».
ANNE L.ORRAINE:
sem mér var boðið aö verða í fyrir
‘nokkru? Jæja, Harrison og ég —
félagi minn — erum í mesta upp-
gangi núna, og hugsum 'okkur að
auka starfsemina. Okkur hefur tek-
izt að festa peninga í ljómandi fall-
egri húseign í Devon. Við erum aö
hugsa um að setja upp fasteigna-
stofu þar — langt úti f sveit. Þetta
er ágætur staður fyrir fasteigna
miðstöð, og við fáum viöskiptavini
— ekki aðeins innan héraðsins,
heldur líka sumargesti, sem dvelja
þarna í kring. Við höfum íhugað
þetta ítarlega og þykjumst vissir
um aö hafa rhikið upp úr þessu.
Þama eru miklir möguleikar fyrir
hendi — kaup á fasteignum á
stöðum, sem eru lítið kunnir, og
byggingar nýrra húsa á kunnari
stöðum. Harrison hefur gefið mér
frjálsar hendur, og ég er á höttunum
eftir stað, sem ég geti búið á sjálf
ur. Nú getum við skoðaö þetta sam
an, Mary. Þetta er í fyrsta skiptið
sem ég leita að húsi handa sjálfum
mér! Þú gerir þér ekki í hugarlund
hve mikið ég legg upp úr þessu. Ég
er viss um, að þú kannt vel við
þig í Devon.
— ÉG? spurði hún. — Segðu
ekki þetta, Tony. Ekki get ég átt
heima í Devon. Hvernig ætti þaö
að vera hægt?
Hann hló. — Það er vandalítiö.
Þú ferð með mér og átt heima 1 hús
ini), sem ég kaupi, sagði hann. —
Það va^ri þér algert nýnæmi, og
mér líka. Ég veit lítið um þetta
héraö. En Harrison hefur verið
þar oft og mörgum sinnum og þekk
ir Devon út og inn. Ejginlega væri
hentugra, að hann færi þangaö og
yrði þar fyrst um sinn, en ... þú
skilur...
Tony þagnaöi allt í einu og leit
á hana. — Mary, heyrirðu ekki,
hvað ég er að segja? Er nokkuð að?
— Nei, nei, nei, sagði hún i geðs
hræringu. — Tony, nú erum viö
rétt að segja komin. Það er eitt,
sem ég verða að segja þér, áður en
xið skiljum í kvöld. Kannski þú
komir með mér inn?
Frá Hreðavatnsskála, Borgarfirði:
Ferðafólk athugið:
Njótið helgarinnar með fjölskyldunni í
fögru umhverfi á rólegum stað. Endurbætt
tjaldstæði. Veitingar á staðnum.
VERIÐ VELKOMIN.
Hreðavatnsskáli.
— Já, ég vil gjarnan líta inn til
hennar Anne, sagði hann létt. —
Ef mér verður þá leyft það. Þú
mátt ekki halda, að ég hafi ekki
áhyggjur af vesalings stúlkunni —
ég hef það sannarlega. En ég er
viss um að hún nær sér eftir þetta.
Þú þekkir hana ekki eins vel og ég
geri, Mary. Síðan hún var barn
hefur hún verið til fyrirmyndar —
ekkert getur bugað hana. Hún hefur
alls ekki átt skemmtilega ævi, þó að
það verði ekki séð. Áður en hún
veiktist, var hún allra mesti fjör
kálfur. Hún gaf sér aldrei tíma
til að verða veik, og hún nær sér
eftir þetta, þér er óhætt að treysta
því. Hún er eina stúlkan, sem ég
þekki sem getur staðið á eigin fót
um og verið kvenleg fram í fingur
góma um leiö — ef þú skilur hvað
ég á við?
Mary horfði lengi á hann. — Nei,
ég er ekki viss um, að ég skilji þaö,
sagði hún. — Ég þekki Anne yfir
leitt ekki neitt en ég hefði ekki hald
ið, að hún væri sérlega sjálfstæð.
En mér skjátlast kannski.
Hann lagði bílnum fyrir utan
sjúkrahúsið og brosti til hennar.
— Þér skjátlast, sagði hann — Ger
samlega. Jæja, hvað var þetta, sem
þú ætlaöir að segja mér? Ég get
víst ekki kysst þig hérna — er það
hægt?
Hún færöi sig fjær honum kafrjóð
í kinnum. — Nei, Tony, þetta er alls
ekki til að spaugast með. Það er
mjög mikilsvert fyrir mig. Þetta tal
um að fara til Devon — þér er von
andi ekki alvara?
Hann horfði rólega á hana. — Jú,
mér er bláköld alvara. Hvers vegna
spyrðu?
Hún bandaði höndunum. — Tony
þér dettur líklega ekki í hug, að
ég fari með þér þangað?
— Ég hef spurt þig hvort þú
viljir giftast mér, og þú hefur sagt
„já“, sagði hann. — Þess vegna
finnst mér eðlilegt að gera ráð fyr
ir að við búum saman?
— Hvaða fjarstæða er þetta,
Tony? sagði hún óþolin. — Hvern-
ig færi þá um starfið mitt, ef ég
ætti að eiga heima i Devon. Ég
get ekki hlaupið frá því og setzt
að uppi í sveit. Þú veizt það vel!
Og þú vilt líklega komast þangað
undireins?
4aiah
Snorrabr. 22 simi 23118
Fyrir verzlunar-
mannahelgina:
Síðbuxur
Mikið úrval
Nýtízku snið
RAUDARARSTÍG 31 SÍMI 22022
FJOUÐJAN HF.
Hagstæðustu verð.
Greiðsluskilmálar.
Verndið verkefni
islenzkra handa.
FJÖLEöJAN HF.
Sxmi 21195
Ægisgötu T Kvk.
Skrifstofustúlka
Skrifstofustúlka óskast. Verzlunarskóla- eða
hliðstæð menntun æskileg. Laun skv. kjara-
samningi opinberra starfsmanna.
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
Lækjarteig 2, sími 38720.
Segðu mér frá maka þínum stríðs-
maður svo við getum í raun og sann-
leika vitað hvort hún er konan sem við
höldum.
Hún er af mínum kynstofni með gló-
bjart fallegt hár.
Það er hún. Gæti nokkur önnur verið
meðal hins dökka fólks okkar með róf-
urnar. Við færum þér hana.
Rúðið
hitanum
sjúlf
meS ..».
fojj
Meö SRAUKMANN hitasiiIU á
hverjum ofni getiö þér sjálf ákveS-
ið hitastig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli
ðf hægt að setja beiht á ofninn
eða hvar sem er á vegg í 2\a m.
fjarlægð frá ofni
Sparið hitakostnáð og aukrð vel«
liðan yðar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hitaveitusvæði
-----------------
SIGHVATUR EINARSSON&CO
SÍMI 24133 SKIPHOLT 15
OGREIDDIRi
REIKNINGAR *
LATIÐ OXKUR INNHEIMTA...
boð sparar vdur tima og óbægmdi
INNHEIMT USK RIFST OFAN
Tiarnargötu 10 — 111 hæd — Vonarstrætismegm — Simi 13175 (31inur)
5T