Vísir - 03.08.1968, Síða 16
Betri nýting á efni og vinnu
á hreinlegum byggingarlóðum
— segir byggingarfulltrúi borgar-
innar, Sigurjón Sveinsson
• Ekki er allt í sómanum
með frágang á byggingar
lóðum eins og kom fram í
viðtali Vísis við framkvæmda
stjóra Fegrunarnefndarinn-
ar. Það mál verður tekið til
fyllri meðferðar eftir helgina
en þá mun Sigurjón Sveins-
son byggingarfulltrúi fara í
könnunarferð með blaðamenn
o. fl. aðila um byggingarsvæð
in f Breiðholti og í Fossvogi.
Ræddi Vísir í gær við Sig-
urjón, sem hafði m.a. þetta að
segja um frágang byggingar-
lóða.
— Sums staðar er ágætlega
gengið frá lóðum húsa, sem eru
í byggingu, annars staðar er á-
standið afleitt Mér hefur verið
sagt, að betri nýting á efni og
vinnu fáist á þeim bygginga-
stöðum, þar sem mennirnir
þurfa ekki að klofa yfir spýtna
hauga og drasl, einnig er slysa
hættan miklu minni Ef við get-
um ekki komið byggingastöðun
urh í lag, berst ruslið frá þeim
inn á aðra staði Annað sem á-
berandi er víða við byggingar,
er, að menn fylla ekki
að kjallaraveggjum og mynd-
ast þar mikil gryfja frá götu-
stæðinu að kjallaranum, þessi
gryfja fyllist svo af spýtnabraki,
sem grafið er upp e.t.v. að hálfu
ári, þegar á að bika grunninn
eða leggja lagnir, og fylgir þessu
óhemju kostnaður.
1 byggingarsamþykktinni eru
skýr ákvæði um þann viðbúnað,
sem meistaramir eiga að sjá
um i.ð sé á byggingarlóð, einnig
um þær ráðstafanir sem bygg-
ingarnefnd eru heimilaðar, ef
ekki er hlítt þessum ákvæðum.
Þá má benda á það, að erfitt
er fyrir húsbvggjendur að ganga
frá húsum sínum meðan lán
Húsnæðismálastjórnar nemur
ekki meiru en 20—30% bygg-
ingakostnaðarins og verður það
til þess að hús eru lengi í bygg
ingu, borgin er alltaf eins og
hálfbyggð og er hrörleg og leið
inleg f útliti fyrir vikið.
UmferSaryfírvöU starfrækja upp-
lýsiagamiðstöð
- Þaðan útvarpað um helgina ýmiss konar nauð■
synlegum upplýsingum fyrir ferðafólk — Viðtæki
l'óggæzlustarf úti á vegum og á samkomustóðum
— Þyrlan notuð við lóggæzlustörf
Laugardagur 3. ágúst 1968.
Skúrasöm
verzlunar-
mannahelgi
Ef þið ætlið á Norðausturlandið
um verzlunarmannahelgina verðið
bið heppin með veður, en þr er spá
ir Veðurstofan björtu og hlýju
véðri um helgina. Sunnan og vest-
anlands gengur hins vegar á með
skúrum en bjart verður á milli. Þó
má vænta þess, að laugardagsmorg
uninn verði allvætusamur, og er út
lit fyrir nokkuð stöðuga rigningu.
Býst Veðurstofan við, að hann
gangi í suðvestur á laugardag með
meðalhitanurn 11 — 12 stig á Suður-
og Vesturlandi sem gera má ráð
fyrir að fiestir ferðamenn héðan
úr borginni velji sér sem útilegu-
stað um helgina.
Rætt um matvörudreifingu
Kaupmannasamtök íslands efna
til ráðstefnu um vancamál matvöru
dreifingar i landinu i Bifröst dag-
ana 25.-27. ágúst næst komandi.
Er ráðstefnan ætluð matvöru- og
kjötvörukaupmönnum af öllu land-
inu.
Á ráðstefnunni munu ýmsir aðil-
ar utan samtakanna ræða þar ýmsa
liði vörudreifingarinnar í landinu,
en síðan verða almennar umræður
um þá. Jafnframt því verður reynt
að komast að leiðum til úrbótar
í þéssum efnum.
■ Umferðarnefnd Reykjavíkur og
lögreglustjóraembættið munu
starfrækja upplýsingamiðstöð í
nýju lögregiustöðinni við Snorra-
braut um verzlunarmannahelgina.
Mun starfsemi stöövarinnar vera
með svipuðu sniði og var er H-um
ferð gekk í gildi hinn 26. mai 1.
og þá vakti mikla athygii og var
hið mesta þarfaþing.
Otvarpað verður upplýsingum
beint frá upplýsingamiðstöðinni um
umferð, veður, fólki.'jölda á hinum
einstöku stöðum, ásamt ástandi
vega og akstursskilyrðum. Verður
útvarpað í samvinnu við Ríkisút-
varpið.
Vegna hinnar gífurlegu umferð-
ar, sem búizt er við á vegum lands
ins urn helgina verðui haldið uppi
víðtækri löggæzlu og eftirliti lög-
reglu. Vegaeftirlitsbifreiðir verða á
ferðinni vítt og breitt um landið.
lögregla á bifhjólum á vegum i
nánd við Reykjavík. Þá verður
þá gefast mjög vel.
Lögreglan mun fylgjast náið meí'
ástandi þeirra ökutækja, sem fará
úr borginni fyrir og um heiginá.
og sveitir lögreglumanna verða við
gæzlu á flestum þeim stöðum, sem
fólk safnast saman á.
Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur
sent áskorun til foreldra, að þeir
hafi hönd í bagga með útbúnaði
barna sinna og sjái svo um, að við
leguútbúnaður þeirra verði fullnægi
andi. Svo og að þeim verði kunn-
ugt um ferðaáætlanir barnanna. Þá
skorar Æskulýðsráð og á alla gesti
Varðskip með lækni og tækni
menn á leið á síldarmiðin
Varðsklpið Þór fór í gær áleiðis
á sfldarmiðin, en þar á skipið að
veita íslenzka síldvelðiflotanum
þjónustu. Um borð í varðskipinu
eru læknir og tveir tæknifróðir
menn, sem eiga að annast viðgerð
ir á fiskileitartækjum veiðiskipa.
Er skipunum mikið hagræði að
þessari þjónustu, þar sem þau hafa
stundum orðið að sigla langa leið
til lands til þess eins að fá gert
við tækin, en læknisþjónustu hafa
íslénzku síldarsjómennirnir oröið
að sækja til Rússa, sem eru með
stór viðgeröa- og birgöaskip á mið
unum.
Flest síldveiðiskipanna losa afla
sinn í flutningaskipin þrjú sem
flytja hann til bræðslu í landi og
þau færa auk þess veiðiflotanum
vatn og vistir og olíu. Nokkur skip
hafa þó losað saltaða síld um borð
í Katharinu, leiguskip Síldarút-
vegsnefndar.
Flutningaskipið Haförninn er vænt
anlegur til Seyöisfjarðar seinni part
inn á morgun með fullfermi og er
það fyrsta bræðslusíldin, sem berst
til síldarverksmiðja ríkisins þar.
Haförninn mun væntanl. taka um
250 tonn af olíu til baka á miðin
handa flotanum.
Lítil veiði var fyrri sólarhring
og fengu sjö skip afla, samtals um
s
1
t
i
i
!
'i
i
)
HÖFÐI færður í
upprunalegt horf
— Churchill meðal gesta i húsinu
— 1 ckkar fátækt er þetta
merkilegt hús, sagði Manfreð
Vilhjálmsson arkitekt í við-
tall við Vísi um Höfða, sem
er búið að gera upp og
rasra i sitt upprunalega horf.
Sagði Manfreð ennfremur
frá því að veggir hefðu verið
pappa og strigaklæddir og mál-
aðir, rósettur kringum ljósa-
krónur og gifslistar meðfram
loftum settir upp að nýju, snyrti
herbergjum komið fyrir í kjall-
ara og ýmislegt fleira unnið til
lagfæringa.
Höfði hefur verið notaöur fyr-
ir vinnustofur skipulags Reykja
víkur og fundaherbergi að und
anförnu og f sumar hafa farið
fram í honum móttökur á veg-
um borgarinnar.
Höfði á sér merkilega sögu,
einkum vegna þess að í húsinu
átti um skeið bústað Einar Bene-
diktsson skáld, sem keypti það
árið 1914. Einnig bjó þar síöar
meir um alllangan tíma Matthías
Einarsson læknir. Churchill mun
hafa komið þar í heimsókn á
stríðsárunum, þegar húsið var í
eigu brezka sendiráðsins og
mætti eflaust telja upp fleiri
merka menn er þangað hafa kom
ið sem gestir. Húsið var byggt
árið 1909 af franska konsúlnum
Brillouen.
1000 tonn, en síldin er ljónstygg
og þurfá skipin því að kasta æði
oft áður en þau fá síld.
þyrla Landhelgisgæzlunnar og
Slysavarnafélagsins notuð við lög
gæzlustörf, en sá háttur var tekinn
upp í fyrra um sama leyti og þótti
á þeim stöðum, sem safnazt verður
saman á, að virða þær reglur, sem
settar verða um umgengni, svo
allt fari vel og skipulega fram.
Biafra-söfaua RKI lýkur
á þriíjudag
— Rikisstjórnin greiðir flutningskostnað
3 sendingar islenzkra afurða til nauðstaddra
Biafrasöfnun Rauöa kross íslands
lýkur á þriöiudag. Söfnunin hefur
gengið vel, og daglega berast góðar
60.000 kr. frá deild Rauöa kross-
ins á Akureyri. Ríkisstiórn íslands
hefur ákveðið að standa straum af
gjafir. Á miövil.udag bárust t.d. fiutningskostnaði á íslenzkum af-
urðum til Biafra.
Fyrsta sending íslenzkra afurða
fór héðan hinn 5. júlí sl. með Skóga
fossi til Hamborgar. Þar var flutn
ingnum uppskipað við fyrsta tæki
færi í skip, sem fiytur varninginn
til St. Isabel. Önnur sending er nú
á leiðinni með Rangá til Hamborg-
ar, en þaðan verður sendingin flutt
til Calabar. Þriffja sendingin fer
að líkindum með Skógafossi inn-
an skamms.
Fullnaðaruppgjör söfnunannnar
verður birt innan skamms.