Vísir - 14.08.1968, Qupperneq 1
f§n i §§M&gpp vv p
58. árg. - MiOvikudagur 14. ágúst 1968. - 179. tbl.
Sir Alec Guinness
kemur til landsins í dag
Þau hjónin munu dveljast hér i hálfan mánuð
í DAG klukkan 14:10 kemur
hinn frægi brezki leikari Sir
Alec Guinness ásamt konu
sinni til Keflavíkur með þotu
Flugfélags íslands. Þau hjón-
in hafa í hyggju að dveíjast
hérlendis næsta hálfan mán-
uð sér til hvíldar og afslöpp-
unar.
Sir Alec Guinness er löngu
heimskunnur fyrir leik sinn í
kvikmyndum. Hann er fæddur
árið 1914 og hóf leiklistarferil
sinn árið 1934, þá á leiksviöi.
Fyrsta kvikmyndahlutverk hans
var í mynþinni „Glæstar vonir“,
sem gerð var eftir samnefndri
sögu Dickens. Næst Iék hann i
„Oliver Twist“, sem einnig var
gerð eftir sögu sama höfundar,
og var þá í hlutverki Gyöings-
ins Fagin. Síðan þá hefur frægð-
arferill hans verið óslitinn og
hann hefur hlotið margvíslega
viðurkenningu fyrir framlag sitt
til leiklistar, meðal annars var
honum fyrir nokkrum árum
veitt aðalstign. Óskarsverðlaun-
in bandarísku hlaut hann fyrir
10. síða.
Slr Alec Guinness ásamt George Segal í kvikmyndinni „Qulll-
erskýrslan“, sem sýnd var í Háskólabíói ekki alls fyrir löngu.
ólöglega hratt.
Stanzlausar hraðamælingar
lögreglunnar í umferðinni
71 skrHabur upp i gær — Varbar allt oð 2000 kr. spktum
M Það hefur verið komið
við pyngjuna hjá allmörg-
um mönnum að undanförnu,
sem ekki hafa sinnt hraðatak-
mörkunum. Lögreglan hefur
haldið uppi stanzlausum
hraðamælingum í umferðinni
og margir verið stöðvaðir og
skrifaðir upp — allt frá 20
og upp í 80 ökumenn á sól-
arhring.
■ Síðast í gær stöðvaði lög-
reglan 71 bíl, sem ekið
var á ólöglegum hraða, en sá,
sem ók hraðast mældist vera
á 74 km/klst. Flestir þeirra
sem stöðvaðir voru reyndust
vera á um 60 km/klst.
Viðurlög v! ' broti á hraðatak-
mörkunum geta varðað allt að
2000 kr. fjársektum, ef málum,
sem rísa af þeim, er lokið utan
réttar eða hjá fulltrúa lögreglu-
stjóra.
„Algengastar eru þetta 300,
400 og 500 króna sektir.“ tjáði
Kristinn Ólafsson, fulltrúi lög-
reglustjóra, okkur. „Þetta fer
þó eftir þvi, hvernig aðstæður
hafa verið, þegar brotið var
framiö og hversu vítavert þaö
var.‘
Endurtekin hraðabrot hafa
stundum leitt til ökuleyfissvipt-
ingar, svo það getur vsrið mönn
um dýrkey-:tur flýtir að auka
hraðann fram úr því leyfilega,
þótt framundan birtist beinn og
greiðfarinn vegarkafli. Jafnvel
þótt ekki sé tekið tillit til þeirr-
ar hættu, sem þeir skapa sjálf-
um sér og óðrum með því. Enn
eru til ökumenn, sem líta til
rangrar hliðar, þegar þeir koma
að gatnamótum, eins og árekstr-
arnir á Snorrabrautinni sýna.
„Það verður ekki slakað á.
10. sföa.
Þrír menn hnndteknir fyr-
ir innbrotið í Sælnknffi
— Mikill hluti þýfisins kominn fram
Rannsóknarlögreglan hefur nú
haft hendur í hári þjófanna, sem
brutust inn í Sælakaffi aðfaranótt
laugardags s.l. oz stálu þaðan
tóbaki og sælgæti að verðmæti um
70 þúsund krónur.
Athygli lögreglunnar beindist aö
mönnunum bremur, sem nú sitia i
gæzluvarðhaldi, þegar þess varö
vart, að þeir höfðu óveniu mikiö
fé handa í milli dagana eftir inn-
brotið.
Við yfirheyrslur hafa þeir allir
viðui .ennt á sig innbrotið, en þeir
höfðu farið um nóttina með station
bifreið að innbrotsstaðnum og hlað-
ið hana vörum.
^ Að því er Gísli Guðmundsson,
j lögreglumaður, 'sem hefur unnið
I að rannsókn málsins, tjáði blaðinu,
| hefur enn ekki allt þýfið komið
: fram, enda höfðu þjófarnir selt
j megnið af því. Mest seldu þeir
á einum stað 45 lengjur af vindl-
ingum — einstaklingi, sem hefur
skilað lögreglunni þvf öllu.
Lögreglunni er kunnugt um, hvað
orðið hefur af sumum hlutum þýf-
ins, en öðru eiga þiófarnir
I eftir að gera lögreglunni grein
; fyrir. Þess verður þó varla langt
j að bíða, að það komi fram við
frekari yfirheyrslur.
m-y 10. síða.
Heyfengur meiri en í fyrra —
verði tíðarfar gott héðan af
— segir búnaðarmálastjóri
M Fyrri hluta sumars var mjög
slæmt útlit um heyfeng þetta ár-
ið. Kalskemmdir voru víða í tún-
um og tregur heyskapur um land
allt. 1 júlímánuði var hins vegar
sprettutíð og spratt á túnum,
nema þeim skemmdu. Jafnvel
hluti hinna skemmdu hefur nú
tekið við sér. Þar sem svokall-
að dauðkal er, verður alveg að
endurnýja, en hafi verið um topp
kal að ræða, hafa túnin nokku'ð
tekið sig á, þó er þar mikið um
arfa.
Samkvæmt upplýsingum Halldórs
Pálssonar búnaðarmálastjóra, í
morgun, er heyskapartfð u.a þrem-
ur vikum sfðar en venjulega. Hefur
hún verið góð á Austurlandi og
allt vestur að Skagafirði. Gagnstætt
er á'vestanverðu Suðurlandi, Snæ-
fellsnesi og vestanverðum Ve.:-
fjörðum. Þar hafa yfirleitt verið ó-
eru miklu
Veröi
tíðarfar gott héðan í frá má bú-
ast við, að h.yíengur verði nokkru
meiri en í fyrra, en þá var hann að
vfsu ekki mikill. Auðveldar er en
í fyrra að kaupa hey fyrir þá, sem
þess þurk.. sem er einkum á Norð-
austurlandi. Bændur hafa nú þegar
keypt heymagn. sem er meira en
allt það, sem keypt var síðasta ár
þurrkar, Heildarhorfur
betri en á horfðist í-upphafi.
Náhegt þúsund lóðir hreinsaðar á
kastnað eigenda
Hreinsunarflokkar borgarinnar
hafa far'l inn á nálægt þúsund lóð-
Ir f borgarlandinu og tekið þar til
í sumar. M. a. hafa verið hrein^að-
ir þaðan um 200 skúrar, 400 bíl-
ræksni, lausatimbur og allir aðrir
hiutir, sem ekki eru taldir riýti-
legir. Er þetta gert i samræmi
við auglýsingu frá yfirvöldunum i
vor, að ef lóðaeigendur hafi ekki
hreinsað til hjá sér fyrir tiltekinn
tíma, verði það gert á kostnað
þeirra.
Blaðið talaði í morgun við Guð
jón Þorsteinsson deildarstjóra
hreinsunardeildar borgarinnar, sem
skýrði frá þessu og því að nú væru
wiglingaflokkarnir, sem hreinsunar
deildin hefur í vinnu aö sumarlagi,
búnir að fara yfir opin svæöi í
borginni. Hafa vinnuflokkarnir nú
nær farið yfir allt borgarlandið f
hreinsuninni í ár.
Guðjón sagði ennfremur að mest
hefði orðið að hreinsa til i iðnaðar-
hverfunum, en verksiiúöjueigendur
væru slæmir með þaö að hreinsa
ekki til f kringum iðnaðarfyrirtæki {
sín. Einnig var töluvert tekið til í
gamla bænum en i nýrri hverf-
unum kvað Guðjón ástandið yfir-
leitt vera gof*-
Taldi Guðjón borgina hafa fríkk-
að við þessar aðgeröir og reyndar
hefði mikið áunnizt á síðustu 10
árum en hreinsun borgarlandsins
er nú orðinri árlegur viðburður.
Búið nð salta 3500
tunaur í I. Hentzer
. Síldarsöltunin um borð i Elisa-
betu Hentzer ú miöunum við Sval-
barða virðist ganga mjög vel. Búið
að salta í um 3500 tunnur
í morgun og var saltað 231 tunn’
i nótt er leið.
Engin veiði var hins vegar á mið
unum í nótt, enda bræla, fjögur
til sex vindstig á veiðisvæðinu
Hefur vistin verið heldur daufleg
þar norður frá sföustu sólarhring
ana, en aðeins fjögur eða fimm
skip hafa fengið veiði síðan fyrir
helgi. Megnið af flotanum hefur
enga síld fengið undangengna viku
Eitt og eitt skip er að tinast
heim af miðunum öðru hverju til
lagfæringa og von var á Jrettingi
í morgun til Vopnafjarðar, var
hann meö einhvern síldarslatta með
ferðis.