Vísir


Vísir - 19.08.1968, Qupperneq 2

Vísir - 19.08.1968, Qupperneq 2
VISIR . Mánudagur 19. ágúst 1909. a □ Akureyri 1 — □ □ □ Fram 2 Saga KR-'lBA leiksins endurtók sig i gær á Akureyri, Fram fór með bæði stigin suður, deilir nú sigurvoninni í Islandsmótinu með KR: AKUREYRINGAR „ÁTTU LEIKINN 44 ■ 1 suðvestan einum, sólfari og 12 stiga hita mættust Akur- eyringar og Framarar á Iþrótta- velli Akureyrar í gær. Því er skemmst írá að segja, að ekki varð það séð af leiknum, að hirnn hefði teljandi þýðingu fyr- ir liðin, enda þótt sigur þýddi sigurvon i Islandsmótinu en tap þvi sem næst útilokun frá sigur- baráttunni. Svo slysalega fór fyr ir Akureyringum að þeir fengu á sig tvö klaufamörk, Kári Arna- son meiddist og framherjunum tókst ekki að nýta nema eitt af mýmörgum tækifærum til að skora, allt elns og í leiknum við KR-inga um síðustu helgi, þótt liðin nú skoruðu einu marki ifærra hvort. Framarar fóru því með bjeði stigin suður og deila nú sigurvoninni með KR-ingum. Verður að segja það eins og er, að knattspyman hjá okkur Is- lendingum er rlslág um þessar mundir, ef meta á hana eftir síðustu sigurleikjum þessara tveggja liða, sem nú eru efst í fslandsmótinu, — gegn Akur- eyringum, og tapleikjum þeirra. FYRRI HÁLFLEIKUR. Akureyringar kusú að leika á .syðra markið. Talsvert fjör færðist í leikinn þegar í upphafi og sóttu liðin til skiptis, Akureyringar þó snöggtum meira, en báðum brást bogalistin við mörkin. Fyrsta hættu lega marktækifærið féll í skaut .Kára Ámasyni, þegar hann brauzt ,inn fyrir vöm Framara á 16. mín., en skaut yfir. Á næstu mínútum átti Magnús Jónatansson þrjú þrumuskot að marki Framara, tvö Staðan j í 1. deild í knattspyrnu j er nú þessi eftir leikina sem J fram fóru í gær: • • Keflavík—Vestmannaeyjar • 0:1 (0:1) J • Akureyri—Fram 1:2 (0:1) • KR 8 5 2 123—1312» FRAM 9 4 4 115-1112: ÍBA 9 3 4 2 15-10 10 J VALUR 8 2 4 2 13—11 8« ÍBV 9 2 1 5 12—19 7* ÍBK 9 0 3 6 3—17 3« Markahæstu menn: Helgi Númason 8 Kári Ámason -BA 8 Ólafur 'russon KR 7 Hermann Gunnarss. Val 6 Reynlr Jónsson Val 6 Eyleifur Hafsteinss. KR 5 Gunnar Felixsoi. KR 4 Þórólfur Beck KR 3 Sævar Tryggvason ÍBV 3 Þormóður Einarsson ÍBA 3 lentu fram hjá, en eitt varði Þor- bergur Atlason, þó aðeins svo, að hann missti knöttinn langt frá sér en enginn Akureyringur fylgd'' ir. Á 28. mín skoöuöu svo Fram, fyrra mark sitt. Það var Ásgeir Elí- asson, sem fékk óáreittur aö leggja knöttinn fyrir sig snertispöl utan við vítateigslínu og skjóta að marki. Knötturinn flaug inn hársbreidd fyr ir ofan derhúfu Samúels Jóhanns- sonar í marki Akureyringa, án þess aö hann kippti t við. Þarna var á ferðinni nákvæmlega sama atvik og þegar Eyleifur Hafsteinsson skoraði fyrir KR um síðustu helgi. Akureyringar sóttu meira það sem eftir var hálfleiksins, en Framarar fóru sér hægt og vildu auðsjáan- lega biða hlés til að fá áttað sig betur á frekari aðgerðum. Þó lá við borö, að Akureyringar jöfnuöu rétt fyrir hlé, þegar Þormóður Ein arsson fékk knöttinn óvænt til sín í vítateigshom og skaut góðu skoti, sem sleikti þverslá — ofanverða. SEINNI HÁLFLEIKUR. Seinni hálfleikurinn fór aö mestu fram á vallarhelmingi Framara, eins og gerðist í leik Akureyringa og KR-inga, en Framarar áttu nokk ur snögg upphlaup. Á 5. mínútu óð Kári Ámason inn fyrir vöm Framara, en Þorbergur Atlason varði skot hans f hom. Upp úr þvf urðu þrjár homspymur og mikil pressa við Frammarkið, annað ekki. Á 12. mínútu óð Kári enn að Frammarkinu og Valsteinn Jónsson skauzt inn honum til hjálpar. Að- eins Þorbergur í markinu var til vamar og áttu þeir félagar auð- velt með að koma knettinum í markið, það var Valsteinn sem skor aði. Þar meö stóðu leikar jafnir og Akureyringar sóttu nær stöð- ugt. En Adam Akureyringa var ekki lengi í Paradís. Kári Árnason meiddist nú f viöureign við Anton Bjamason, tognaði á sama hátt og í leiknum viö KR-inga. Eftir það haltraði hann á kanti og kom að litlu liði. Rétt á eftir skaut Skúli Ágústsson f stöng og var það sann- arlega eftir örlögunum, þvf Ifklega er þetta eina umtalsverða skotið, sem Skúli hefur sent frá sér í sum ar, þótt hann hafi annars oft verið /4l góður leikmaður. Og það féll í hlut Framara að skora. Óvænt barst knötturinn inn fyrir vöm Akureyr nga á 25. mín., Helgi Númason fylgdi vel eftir og sendi knöttinn f netið. Þar meö brást Samúel f markinu aftur, því hann hefði átt auðvelt með að vera á undan að knettinum, ef hann hefði reynt. Fleiri urðu mörkin ekki, þótt oft lægi við borð að Akureyringar skoruðu í nær stöðugri sókn það sem eftir var. Þeir gleymdu bara að skjóta. LIÐIN. Samleikur liðanna var yfirleitt heldur tilviljanakenndur, þó til muna betri hjá Akureyringum, þar sem Framarar gerðu mest f að hreinsa frá vítateig sínum eftir að þeir skoruðu fyrra markið. Það er því varla hægt að hæla liðunum fyrir góða knattspymu. Vöm Fram var betri hluti liðs- ins, alltraust með Þorberg Atla- son í markinu, sem bezta mann. Af sóknarmönr.um bar einna mest á Ásgeiri Elfassyni og útherjun- um, Elmari Geirssyni og Einari Árnasyni. Hjá Akureyringum var vörnin einnig betri hlutinn, þótt Samúel Jóhannsson í markinu ætti nokkra sök á báðum mörkunum, sem lið- ið fékk á sig. Tengiliðimir, Guðni Jónsson og þó einkum Magnús Jónatansson vom all góðir, réðu miðjunni að mestu allan leikinn, en framherjamir bmgðust, nema Kári Ámason, þar til hann meidd- ist. Valsteinn Jónsson á þó nokk- urt hrós skiliö fyrir viðleitni. En þaö er greinilegt, aö stokka þarf upp fremstu línu liðsins, finna í hana marksækna menn og skyttur og bæta stórlega sóknarleikaðferð- imar. Dómarinn, Magnús V. Pétursson, dæmdi vel. herb. Enska knattspyrnan: BEST 0G 0PNU MARKI. EN Helgi Númason, Fram. FYRIR • • Enska knattspyrnan hélt á- fram um helgina og var barist af miklum krafti. Eins og um fyrri helgi var aðsókn mest á völlun um í Liverpool og Manchester. Engin óvænt úrslit urðu nema ef vera skyldi sigur nýliðanna Ipswich yfir Leicester á heima velli þess síðamefnda. Eftir þrjár umferðir hefur Leeds for- ystuna með sex stig. I öðm og þriðja sæti eru West Ham og Arsenal með 5 stig. Topptiðin frá því í fyrra Manchester Unit ed og Manchester City virðast ekki vera komin f gang og eru þau með þrjú stlg. Leikurinn miili þessara liða var mjög skemmtllegur, þótt engin mörk kæmu. Best og Kidd stóðu fyrir opnu marki tvívegis f fyrri hálf leik, en allt kom fyrir ekki. Úrslltin urðu sem hér segir: 1. DEILD. Arsenal—Liverpool 1-1 (Radford) (Hunt) Bumley—Newcastle 1-0 Chelsea—West Brom. 3-1 Everton—Tottenham 0-2 (Greaves—Chivers) Leeds—Stoke 2-0 Leicester—Ipswich 1-3 Manch. City—M.United 0-0 Sheffield—W. Coventry 2-0 Sunderland—Southhamton 1-0 West-Ham—Nottingham F. 1-0 Wolves—Q.P.R. 3-1 2. DEILD. Aston Villa—Fulham 1-1 Bolton-Bury 2-0 Bristol—Sheffield U. 2-0 Carlysle—Charlton 1-1 Crystal P.—Birmingham 3-2 Derby—■ Blackpool 1-1 Hull—Blackbum 1-3 MiIIwali—Oxford 2-1 Norwich— Cardiff 3-1 Portsmouth—Middelsb. 3-0 Preston—Huddersfield 1-0. □ Keflavik 0 — □ □ □ Vestmannaeyjar 1 VESTMANNAEYINGAR S0NNUDU TIL VERURÉTT SINN Í1. DEILD Þessir lcikir eru eftir: • KR—Valur í kvöld í Laugar-J éal. • Keflavík—KR n.k. sunnudagj f Keflavík. J Vestm.eyjar—Akureyri n.k.a sunnudag í Vestm.eyjumJ Fram—Valur í Laugardal 26.» ágúst. * í roki og rigningu ; gær- dag sönnuðu Vestmanna- eyingar, svo að ekki verður um villzt, að tilvera þeirra í 1. deild er engin tilviljun, lið þeirra er fyllilega sam- bærilegt við önnur lið og framtíð piltanna úr Eyjum ætti að vera örugg, ef þeim og þjálfara þeirra tekst að halda áfram á sömu braut. Keflvíkingar, með 3 mörk f 9 leikjum slnum , leildinni eru dæmd ir til að leika aukaleiki við Hauka og Akranes um tvö sæti f 1. deild næsta su,.,ar. Hver sigrar? Það get ur enginn séð fyrir um, en margir eru þeirrar skoðunar að keppnin veröi hörð milli þessara liða. Leikurinn I gær bauð áhorfend- um ekki upp á góða spretti. Þó var engu likara I byrjun en að heimamenn fengju að sjð lið sitt vinna sinn fyrsta sigur I 1. deild I sumar. Tvívegis á fyrstu 5 min. skalj boltinn I þverslá og stöng, frá þeim Vilhjálmi Ketilssyni og Einari Gunnarssyni. Keflavík sótti líka meira I fyrri hálfleik á móti veðri og vindi . Vestmannaeyingar skoruðu hins vegar eina markiö, — og þaö eru einmitt þau sem eru talin. Ástráð- ur v. bakvöröur missti hinn knáa hægri útherja, Sigmar Pálmason inn fyrir sig, hann gaf fyrir og fyrir lélega staðsetningu markvarð- ar Keflavlkur, Skúla Sigurðssonar, gat Sævar Tryggvason, miðherji, skorað af markteig. Þetta mark leiksins kom á 35. mín. Seinni hálfleikur byrjaði illa fyrri Keflavík, sem missti út af einn bezta framlínumann sinn, Einar Gunnarsson og léku þeir því 10 til leiksloka. Vestmannaeyingar sóttu meira og smám saman dró af Kefl víkingum, ekki sízt þegar Guðni meiddist og var útaf um tíma. — undir lokin var þaö Skúli Sigurðs- . son, sem bjargaði frá stórfelldara - tapi. í hitteðfyrra voru mörk Kefla- víkur 12 I deildinni, I fyrra 6, nú 3, — hvað gerist næst ef þeir verða með, gárungarnir töluðu um \l/2 mark. Hvað um það. Framlína Keflavíkur þarf rækilegrar endur- skoðuna við Liðið I heild var illa undirbúið I vor og hér eru ávext- ír þess. Steinn Guðmundsson, dæmdi þennan leik mjög vel og til fyrir- myndar var samstarf hans og línu-' varðanna, Baldurs Þórðarsonar og Guðmundar Guðmundssonar. EB».2SŒ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.