Vísir - 19.08.1968, Síða 3

Vísir - 19.08.1968, Síða 3
, V1SIR . Mánudagur 19. ágúst 1968. SJÖ STIG SKILDU KR OG SKARPHEÐIN! — og KR vann þvi bikar Samvinnutrygginga til eignar ■ KR vann til eignar fyrsta bikarinn í Bikarkeppni FRÍ, en keppninni lauk í gær á Laugardalsvellinum. Það er orðið langt síðan að svo spennandi keppni hefur farið fram sem þessi. Skarphéðinsmenn höfðu yfir á st'^atöflunni þrívegis í gær, síðan jafnar KR og enn komust Skarphéðinsmenn yfir. Tvær síðustu greinarn- ar gerðu út um slaginn, stangarstökkið færði KR 7, stig, Skarphéðni aðeins eitt fyrir síðasta sætið, og 1000 m boðhlaupið vann KR örugglega, Skarphéðinsmenn aðrir. KR hlaut 126 stig, Skarphéðinn 119, UMSK 112, ÍR 103, Þingeyingar 80 og Ármann, sem kom í staðinn fyrir lið Snæfellinga fékk 40 stig. Engin efi er aö hér hefur verið farið út á rétta braut, bikarkeppnin ætti í framtíðinni að laða að sér áhorfendur, keppnin sannaði það um helgina enn betur en f fyrri tvö skiptin hversu skemmtileg hún getur orðið. ■ Tvö Islandsmet voru sett á mót inu, Kristín Jónsdóttir UMSK kom- ung Kópavogsstúlka hljóp 100 m á 12,6 sek, Þetta met á hún ugg- laust eftir að bæta stórlega síðar, svo og metið í 200 metrunum. — Stúlkur úr Skarphéðni settu og met í 4x100 metra boðhlaupi á 52.5 sek en sveitina skipuðu Sigríður Þor- steinsdóttir, Unnur Stefánsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Þuríður Jóns dóttir. Af óvæntum atburðum f keppn- inni má nefna það, að nær óþekkt- |ur iR-ingur, Sigmundur Hermunds Oskar bætti „met" sitt: Hvað gerir Olympiunefnd ? son vann spjótkastið á 56.80 en Val björn varð að lúta í lægra haldi með 6 sm lakara kast. Stefán Jó- hannsson úr Ármanni náði þarna sfnu bezta 53.35. Þá kom það e.t.v. ekki hvað minnst á óvart að Jón Sigurðsson úr Skarphéðni vann ör- uggan sigur yfir Halldóri Guð- björnssyni úr KR í 5000 metra hlaupinu. Jón fékk tímann 16.06.0, Halldór 16.22.6 Gunnar Snorrason UMSK fékk 16.26.8. Af mörgum skemtilegum efnum má nefna Karl Stefánsson UMSK f þrfstökki. Hann stökk 14.85 (of mikill meðvindur) og 14,75 þegar löglega var um allt búið, og ætti hann að verða okkur næsti 15 — 16 metra maður. Karl keppir með Kópavogi en er raunar Skarphéðins maður, Hefði sannarlega komið sér vel fyrir Skarphéðin að hafa hann með, f þrístökkinu hefðu þeir grætt 4 stig. Stangarstökkvari frá Snæfellsnesi, Guðmundur Jóhanns- i son keppir sem gestur og stökk 1 3.80. Hann byrjaði að æfa s.l. vet- ur og ætti að geta náð mun lengra. Jón Sigurðsson HSK, sem vann bæði 3000 og 5000 metrana er mjög efnilegur hlaupari. Og má nefna af rek Ólafs Þorsteinssonar, hins unga hlaupara úr KR f 3000 metrunum þar sem hann var þriðji á eftir Jóni ÓSKAR SIGURPÁLSSON, Ármanni setti nýtt Islandsmet í lyftingum á laugardaginn, — þ.e. ef hægt er að tala um íslandsmet þvf enn hefur „sérsamband" lyftingamanna ÍSl ekki séð fyrir lögl. dómurum fyrir þessa keppnisgrein, þannig að ekki verður enn unnt að tala um met í greininni. Óskar hafði áður en keppnin fór fram náð samanlagt 437.5 kg í þrí- þrautinni, pressu, snörun og jafn- höttun, en ekki f einni og sömu keppni. Met hans var 432.5 kg en nú náði hann þessum árangri f keppninni og bætti si, í pressun 157.5 kg, í snörun 122,5 kg og jafn- hattaði 157,5 kg. Samtals er þetta 437.5 kg„ En það lágmark setti OL-nefnd Mexíkó þeim löndum, sem hugðust senda tvo menn í lyft ingakeppnina. Þær þjóðir, sem að- eins senda einn mann í keppnina þurfa ekki að taka tillit til þessa lágmarks. Er afrek Óskars mjög gott, og væri ekki úr vegi fyrir OL nefndina hér að taka fullt tillit til lyftingamanna hér, sem hafa sýnt ódrepandi áhuga og eru nú að komast f hóp beztu lyftingamanna á Norðurlöndum. ✓WVWNAAAA/WWWWWWWVWWNAAA/NAA^AA/' Á Valur mögu- leika eftir allt? • VALUR eygir möguleika í 1. deild, — þrátt fyrir allt. Vinni Valur KR í kvöld og Fram eftir viku, verða Valsmenn með 12 stig. Sá möguleiki er fyrir hendi að Reykjavíkurfélög- in þrjú fái öll 12 stig, hvað getur ekki gerzt’r • Leikurinn í kvöld hefur mikil áhrif á gang mótsins. Vinni KR má segja að sigur þelrra í mótinu sé bókaður, tapi þeir hins vegar, fer hagur Vals að vænkast. Til að svona megi fara verða Framar&r líka að tapa fyrir Val í síðasta leik móts- ins og KR fyrir Keflvíkingum. • Leikurinn í kvöld hefst kl. 19.30. Oft hefur verið spenn- andi milli þessara tveggja „erfðafjenda“ knattspyrnunnar í höfuðborginni, en sjaldan eins og nú. KR-ingar með hinn dýra og góða þjálfara, Walter Pfeiffer frá Austurríki, vilja endilega fá bikarinn í Kaplaskjól, finnst hann hafa verið ó- eðlllega lengi „að heiman“, en Valsmenn vilja gjarnan að bikarinn góði gisti Hlíðarenda enn íití árið, eða þriðja árið í röð. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ og Gunnari Snorrasyni úr Kópavogi Ólafur hljóp nærri unglingametinu hljóp á 9,33,4, sem íun vera 1,4 sek lakara en metið ,en slæmt veð- ur var til að hlaupa. Sigurvegar- inn hljóp á 9.16.0 Þá \ _kti það verðskuldaða athygli að Þorsteinn Þorsteinsson vann yfirburðasigur i 200 metra hlaupi á 22.1 sek, að visu var dálítill meðvindur hluta úr leiðinni, en tíminn er sé bezti sem lengi hefur náðzt hér, meira að segja með hörku með vindi. Langstökkið vann Guðmundur Jónsson HSK á 6.91 i meövindi, en stökk unJir löglegum kringumstæð um 6.83, Valbjöm 6.85. Kúluvarp- ið vann Guðmundur Hermannsson fyrir KR, eins og vænta mátti, varp aði 17.94, Erlendur varpaði 15.50, en Jón Pétursson, HSH, sem var gestur varpaði 15.77. Jón Þ. ólafs- son stökk 2 metra í hástökki, Val- bjöm stökk 4.20 í stangarstökkinu og átti tvær tilraunir við Islands- metið en tókst ekki að slá það. 1 1500 metrunum vann Þórður Guðmundson, UMSK á 4.13.7. Þá vann Jón H. Magnússon gott afrek f sleggjukasti, enda þótt kasthring ur væri hráblautur, hann kastaði 53.08. Hann hefur nýlega sett Is- landsmet f greininni, „brotið múr- inn“ og nú ætti hann að ná lengra og stórbæta metið, sem hefur dreg- izt fskyggilega aftur úr þróuninni á alþjóðavettvangi. Ekki síður var það athyglisvert hjá Þorsteini Þor- s' inssyn1 að hlaupa 400 metrana f gær á 48,6 sek. Hvað getur hann ekki við betri skilyrði? - jbp — 16 ÁRA SUND- STJARNA Sextán ára sundstúlka, Ea- die Wetzel frá Bandarikjun- um, setti um daginn heims- met i 200 metra skriðsundi á 2.08,8, en gamla metið var 2.09.5. Þá var um sama leyti sett nýtt Evrópumet i þessari vegalengd. Það setti Claude Mandonnaud frá Frakklandi á 2.12.4. Tékknesk stúlka, Oiga Kozikova, átti fyrra met ið og var það 2.14.4 mín. R0ME/BEIRUT RI0DEJANEIR0 L0ND0N BERLIN Hin nýja Chestetfield filter fer sigurför um allan heim Nýtt Chesterfield Filters I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.