Vísir - 19.08.1968, Blaðsíða 12
12
V1SIR . Mánudagur 19. ágúst 1968.
sérö hvergi dagatal hérna. Þau Be-,
anshjónin álíta að tfmahugtakiö I
veröi allt annað með þvf móti, og
það kemur líka á daginn. Þegar
ég hafði dvalizt hérna um nokkurt
skeiö, hætti ég að draga upp klukk-
una mína og armbandsúrið og lét
hvort tveggja ofan f skúffu. Ég þarf
ekki að fylgjast með tfmanum af
meiri nákvæmni en svo, að mér
nægir að líta til sólar eöa sjávar,
eöa taka eftir þegar skipsklukkunni
niðri er hringt til máltíöa ...“
Laura horfði ofan í tómt ávaxta-
safaglasið. ,,Ég held að mér falli
þetta vel,“ sagði hún. „Það er eitt-
hvað, sem hefur horfið; eitthvað,
sem ég þó ekki sakna... tíminn.“
Gail kinkaöi kolli. „Tif klukkunn-
ar hljóönar, tölustafimir á dagatal-
inu mást út fyrir augum yðar. Hér
er hvorki sjónvarp né útvarpsvið-
tæki. Að vísu hefur enginn neitt
viö það að athuga, þótt þér verðið
yöur úti um dagblöð í Deerpoint
eða Skeljavík, en þér sjáið þau ekki
liggja hér frammi. Séuö þér af
þeirri manngerð, sem stjórnmála-
umræöur koma í æst skap, eða fær
hættulega háan blóðþrýsting vegna
veröfalls í kauphöllinni, er þetta
, ekki rétti staðurinn fyrir yður, að
I dómi þeirra Beanshljóna. Joy Be-
an vill líta á krána sem gamalt skip
á reki um reginhaf. þar sem tíminn
er óþekkt fyrirbæri. Flóttafólk úr
landi svamlar svo um borð ... fólk,
sem haldið er menningarþreytu, and
lega þjáð; fólk, sem beðið hefur
skipbrot, eða tekur drauminn fram
yfir veruleikann."
Hún drakk kaffið, virti Lauru
fyrir sér yfir bollabarminn. „Og þér
megið trúa því,“ mælti hún enn,
„aö þetta fólk teflir á tvær hættur,
þegar það klífur inn fyrir borðstokk
inn. Skipið er stýrislaust, stjóm-
laust og áttavitalaust, og að sjálf-
sögðu er það ekki búið neinum segl-
um heldur." Það var sem hrollur
færi um hana. „Þetta skuluð þér
gera yður ljóst... áður en það er
um seinan."
„Jæja ... barinn er samt eins og
bezt verður á kosiö. Sama er aö
segja um allt i borðsalnum ..Hún
starði fram hjá Gail Kerr í átt til
fjallsins, og óttinn náði enn tökum
á henni. Hún óskaði sér þess að hún
væri fjall, eöa skel í flæðarmálinu
... hvað sem væri annað en að vera
manneskía
„Það er Ramóna sem ræður lög-
um og lofum í borðsalnum. Fyrr-
verandi eiturlyfjasjúklingur; hefur
lága, illkvittnislega sönglrödd. —
Simpson Trölli leikur á gítar-
inn.. “
„Simpson Trölli... ?
„Simpson, annar þjónanna, sem
þér sáuö í kvöld er leið. Indíáni að
mestu leyti, var einu sinni hnefa-
leikameistari. Hann, Ramóna og
þróttlausi vesalingurinn hann Park-
er, eru áhöfnin ... þrenningin, sem
heldur þessu gamla flaki á floti."
Alda brotnaði við sand, með ei-
lítið hærri gný en þær næstu á
undan. Þær virtu fyrir sér lágt
löðriö við rifið. Hún tæmdi bollann.
Kveikti sér í sígarettu og hendur
hennar titruöu.
„Langar yður til að tala um það?“
spurði Gail Kerr. „Haldið þér að
yður kynni aö létta við það?“
Laura vissi að svo yrði. Það haföi
lokazt hið innra meö henni; tveggja
ára tímabil ofursterkra tilfinn-
inga. . eins og kvikmynd, sem
sýnd hafði verið á ofsahraða og
filman skyndilega slitnað, eða henni
var óvænt lokið ... tónlistin hljóðn-
að í miðjum klíðum.
„Einhver leikari?" spuröi Gail
Kerr. „Eins og þér hljótið að hafa
oröið vör við, er ég harla fáfróð á
því sviði. Ég bar ekki einu sinni
kennsl á yður í kvöld leiö. Maöur
sér svo mikið af fallegum, banda-
rískum stúlkum. Kannski er það
vegna þess að mig skortir allan á-
huga, en frá mínum bæjardyrum
séð eru þær hver annarri harla lík-
ar, eins og hver krossfiskurinn öðr-
um. En þér hafið eflaust mikla
hæfileika ...“
Lauru fannst sem orö hennar
skoluðust yfir hana eins og öld-
umar yfir rifiö. Hún þarfnaðist ekki
samúðar, þoldi slíkt sízt af öllu.
„Hann er tónskáld," svaraöi hún.
„Frægt tónskáld ... talinn i hópi
þeirra fremstu sem nú eru uppi...“ ,
„Þar skortir mig líka alla þekk-
ingu. Tónlist er mér einungis stærð-
fræðileg þraut. Við höfum rætt um
þetta, við Christian. Hann hefur
reynt að sýna mér fram á, að tón-
listin sé annað og meira, en ekki
tekizt að koma mér í skilning um
það.“
„Ég hélt frá Baltimore til New
York og hugðist dvelja þar í ár,“
mælti Laura enn, og nú fannst
henni allt í einu sem röddin væri
ekki hennar sjálfrar. Þetta var saga
frá liðinni tíð. Gat nokkur haft á-
huga á henni eöa skiliö hana, nema
hún sjálf?
„Faðir minn var einu sinni sendi-
herra í Baltimore," varð Gail Kerr
að oröi. „Eitt ár eða svo. Viö
mamma vorum um kyrrt heima á
Englandi.“
„Ég lauk námi við Goucher-
menntaskólann," heyrði Laura rödd
ina halda áfram frásögn sinni. „1
Baltimore. Ég lagði stund á pianó-
leik, og hjá mjög góðum kennur-
um, sem hvöttu mig eindregið til
að halda lengra á þeirri braut. Ég |
gerði mér vonir um að ná þar langt,
vinna mér frægð og frama. Mér
fannst það heillandi draumur að
verða konsertleikari, en svo fór
eins fyrir mér og mörgum öðr-
um; þegar ég sá hvers það krefðist,
fann ég að það var mér um megn.
Ég hafði einnig stundað leiklistar-
nám með dá_óðum árangri, þess
vegna ákvaö ég að halda til New
York, dveljast þar í ár og helga mig
leiklistinni eingöngu. Faðir minn
var því andvígur, en huggaði sig
við það, að mér mundi mistakast.
Hann lét því tilleiðast að kosta dvöl
mína þar i eitt ár, og ég innritað-
ist þar í leikskóla.“
„Faðir yöar hefur verið auðugur,"
sagði Gail Kerr. „Hvað haldið þér
að brezkir stjórnarerindrekar beri1
úr býtum? Nei, fyrirgefið ... hald
iö áfram frásögn yðar. Þér unnuð
frægan sigur, en hvenær kemur svo
hann til sögunnar?"
Hún hélt áfram frásögn sinni.
Skýrði Gail Kerr frá þvi, hvemig
Gene Firmin, leikhúseigandi i New
York og kvikmyndaframleiðandi i
Hollywood tók hana upp á arma
sína, eftir að hafa séð hana í skóla-
hlutverki; gerði við hana einkasamn
ing, valdi hana í hlutverk i leikriti, '
sem hann sviösetti við Breiðgötu,
auglýsti hana og hvatti á allan hátt,
þegar hún hafði leikið á sviöi í
New York í nokkra mánuði, lét
hann aðra taka við hlutverki henn-'
ar, en fól henni sjálfri aðalhlutverk
í kvikmynd, sem hann var að láta;
gera. Hún hafði unnið sigur I því
hlutverki; tvö önnur aðalhluverk í
kvikmyndum sigldu í kjölfarið, en
SNÆPLAST
Fyrirliggjandi HARÐPLAST
og plastlagðar SPÓNAPLÖTUR.
SPÓNN H/F
Skeifan 13 . Sími 35780
WAS-DON munu brátt óska þess aö
þeir hefðu haft hér vörð.
— Skrítið að ég get ekki fundið iim-
inn af Jane.
— Ég verð víst að klifra upp í hvem
helli fyrir sig.
Tarzan fer frá helli til hellis, þar til...
— JANE - !
STRANSE... I
DON'T CATCH JANE'S
SCENT—!
i!Jj
C I WILL V
I WILL HAV'_
TO CLtMB TO
1 rf*
að þvi loknu kom hún fram í aðal-
hlutverki á sviöi f New York og
jók enn á frægð sína sem leikkona;
þaö var þetta leikrit, sem nú var
verið að ljúka við að kvikmynda
Fyrir tveim árum hafði hún fcytxrtzt
Aldo Verga ...
„Einmitt, þar kemur þorparinn
fram á sviðið ... latneskur, auðvit-
að. Hrífandi náungar, en ekkert á
þá að treysta,“ sagði Gail Kerr
„Hjartaþjófurinn, sem ég kynntist
var ítalskur. Leiðir okkur lágu sam-
an við Scripps-stofnunina í San Di-
ego. Reyndist yður kannski líka
kvæntur... var það flísin, sem
við reis?“
„Nei.“
„Og hvernig náungi var hann,
þessi Aldo?“
Hún reyndi að mana hann fram
fyrir hugskotssjónum sínum, eins
og hann væri látinn, þegar hún
skýrði frá því hvemig hún hafði orð
ið ástfangin af honum, þegar hún
leit hann fyrst við píanóið og heyrði
hann leika. Það lét bamalega I henn
ar eigin eyrum, en það var satt.
Svissnesk úr.
Vestur þýzkar og franskar Mukkur.
Allt velþekfct merki.
Þórður Kristófersson órsm.
Sala og viðgerðaþjónusta
Htíaateig 14 (Honiið vi5 Stmdlmgeveg.)
Sími 83616 • Fdstkdlf SS8 • Reyijivfk.
Maðurinn sem aumrs aldrei les auglýsingar
Ji foJHUtr f-
auglýsingar lesa allir Ll itf fr’* '
A Ippa
w
'OGREIDDIR l
REIKNINGAR’
LATIÐ OKKUR INNHEIMTA...
öoð sparar vöur timo og óbægmdi
INNHEIMT USKRIFST OFAN
Tjarnargötu 10 — 111 hæö — Vonarstrætismegm — Simi 13175 (3línur)