Vísir - 03.09.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 03.09.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Þríðjuaagur a. sepvwnœr rm»», 9 'l^nginn skortur mun nú lengur á skilningi manna á nauö- syn bættrar umferðarmenning- ar. Fyrir mörgum árum opnuö- ust augu manna fyrir því, að of margir einstaklingar týndu líf- inu eða hlytu örkuml í umferö- aróhöppum, til þess að þaö mætti líðast. Hvort sem litið var á það frá mannúðlegu sjónarmiði, eða fjárhagslegu, þá hafði lítið þjóö- félag ekki efni á þvi að tapa þannig einstaklingum sínum vegna vangæzlu, kæruleysis eða þekkingarleysis. Auk þess sem mönnum blöskrar einnig, hve mikið fé fer í súginn vegna tjóns af völdum umferöaró- happa. feröafræöslunni í höfuðborg- inni. „Undanfarin 4 ár hefur- Um- ferðamefnd Reykjavíkur í ná- inni samvinnu við embætti lög- reglustjóra Reykjavíkur stefnt að því að byggja upp heilsteypt fræðslukerfi, sem hefur þaö markmið aö koma fræðslu og upplýsingum um umferðarmál til hvers einstaks borgarbúa," sagði Pétur Sveinbjarnarson í upphafi samtalsins sem fór fram á skrifstofu upplýsingastöðv- arinnar. „Þetta er eðlilega ekki hægt aö gera á einu ári, heldur verð- ur það að þróast, eins og það líka hefur gert þessi 4 ár. Fræðslunni skiptum viö í tvo megin flokka. Annars .vegar fræðslu í skólum og hins vegar fræðslu fyrir allan almenning. Við höfum byggt þetta upp á þessum tveim megin flokkum, en skipt því í fimm megin þætti: Undir fyrsta þáttinn fellur Pétur Sveinbjarnarson. „MARKMIÐIÐ ER AÐ FRÆÐA HVERN EINSTAKAN BORGARBÚA 44 Um leið og mönnum varö þetta ljóst, varð reyndum mönn- um og skynsömum einnig ljóst, að umferðarmenning varð ekki bætt, nema með fræðslu um umferðarmál og henni all veru- legri. Enda settu menn um það lög, eins og 8. kafli umferðar- laganna, sem fjallar um um- ferðarfræðslu sýnir, en þar segir m. a. — „að almenningi skuli veitt fræðsla í umferðarlöggjöf og öðru því, sem stuðlað geti að umferðaröryggi og umferöar- menningu". Á öðrum staö í þessum lagabálki segir, „að út skuli gefa og útbýta ókeypis prentuöum leiðarvísi, er skýri helztu umferöarreglur og um- ferðarmerki og skuli sá kostn- aður greiöast úr ríkissjóöi“. „Að bæjar- og sveitarstjórnum beri aö fræða almenning um um- feröarmál". Á enn öðrum staö stendur, „að kennsla í umferð- arlögum skuli fara fram í barna- og unglingaskólum" og um það hefur meira að segja verið gefin út reglugerð. Nú hefði mátt ætla, fyrst öllum mönnum var ljóst gildi aukinnar umferðarfræðslu, að hið opinbera réðist í skipulagn ingu fræðslukerfis, sem sæi til þess, að hverjum þegni þjóðfé- lagsins yrði séð fyrir upplýsing- um og fræðslu um umferðar- mál. Af slíku hefur þó ekki orð- iö enn, nema bara vísir að einu kerfi, sem komið var upp til bráðabirgða meöan H-breyting- in gekk í garð. Eitt bæjarfélag hefur þó ráð- izt í þetta. Reykjavíkurborg hef- ur undanfarið ötullega unnið að því að skipuleggja fræöslukerfi, sem miðlaði íbúunum upplýsing- um um umferöarmál. Það kerfi nær þó aðeins til helmings þjóð- arinnar, en hinn helmingurinn er undanskilinn slíkri opinberri þjónustu. Umferðarnefnd- Reykjavíkur hefur komið á stofn fræðslu- og upplýsingamiðstöð, sem hún rekur í samvinnu við embætti lögreglustjóra borgarinnar. Fræðslustöð þessari veitir for- stöðu Pétur Sveinbjarnarson, sem Vísir sneri sér til, til þess »ð fræðast um þá skipulagn- :**,gu, sem liggur að baki um- fræösla barna á aldrinum 3 — 6 ára. Þar til kemur umferöar- skólinn „Ungir vegfarendur", en viö stofnun hans náöist sam- komulag viö nágranna-bæjarfé- lögin og taka þau þátt í starf- rækslu hans. Hann nær því til allra barna á því, sem við köll- um höfuðborgarsvæðiö. Undir annan þátt fellur öll starfsemi í skólum Reykjavikur. Hún hefur aðallega farið fram með þeim hætti, að útbúnir hafa verið alls konar bæklingar og kennslugögn fyrir börn á aldrin- um 7—14 ára og þeim útbýtt í skólana, en síðan hefur lög- reglan heimsótt skólana og fylgt þeirra fræðslu eftir í samvinnu viö kennarana. Ijessi þáttur er einhver sá umfangsmesti í starfsemi okkar, enda búinn aö þróast lengst. Þriðja þættinum höfum víð ekki getað sinnt sem skyldi, en það er fræðsla ungmenna á aldr- inum 15—20 ára. Inn í þann þátt fellur aöallega fræðsla um, akstur á bifhjólum, akstur á dráttarvélum og fræðsla um á- byrgð og skyldur bifreiðastjóra. Einnig upplýsingar um öku- prófið. Sem liö í þessum þætti hefur lögreglan haldið kvik- myndasýningar á lögreglustöð- inni, sem ungmenni hafa sótt og skipulögö hefur verið um- ferðarfræðsla fyrir gagnfræð- inga. Fjórði þátturinn er fólginn í hinni almennu umferöarfræðslú, sem er miðlað til fólks í gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, eða með ákveðnum umferðarherferð- um á sérstökum vikum eða dög- um. Fimmti þátturinn er umferðar- fræðsla fyrir aldraða fólkið. Enn sem komið er höfum við ekkj getað gert þeim þætti nægileg skil, en þó tókum við á ðkkur nokkra rögg í sam- bandi við H-breytinguna í því máli. Þá voru dvalarheimilin heimsótt og út voru gefnar sér- stakar handbækur fyrir aldrað fólk. Því eldra fólki, sem ekki náðist til með þessum hætti, var boðið upp á fræðslu á heim- ilum þeirra og notuðu sér það næstum 2000 manns.“ „Hvað er framundan hjá \ Umferðarnefnd Reykjavíkur í þessum fræöslu málum?“ „Nú beinist okkar starfsemi að því að fylla enn betur upp í þann ramma, sem við höfum verið að móta undanfarin ár. Við það munum við notfæra okkur hiklaust þá reynslu, sem • VIÐTAL DAGSINS er v/ð Pétur Sveinbjarnarson hjá Upplýsinga- og fræðslumiðsfóð umferðarnefndar .v.v.v.v.v.w.v.v.v.v. við öðluðumst við framkvæmd H-breytingarinnar.“ „En hvað er á döfinni hjá ykkur næstu daga?“ „Þessi skrifstofa hefur ný- lega gefið út bækling um akst- ur á akreinum og það er um þessar mundir verið að útbýta honum. Nú er kominn á loka- stig undirbúningur aö áfram- haldandi starfsemi umferðar- skólans ,Ungir vegfarendur", sem hefst nú í sept. að loknu sumarhléi, og er meöal annars ráðgert að hvert barn I skólan- um fái að minnsta kosti 4 send- ingar heim til sín í vetur. önnur vetrarstarfsemi hefst svo senn.“ „Verður ekkert nýtt tekið til bragös í vetur?“ „Nei, við munum ekki koma með neitt nýtt fyrst um sinn, heldur bara halda áfram fyrra starfi og bæta þar um, sem áður hefur skort á. Þannig ætl- um viö aö reyna að halda því uppi, sem náöst haföi fyrir H- breytinguna, en ekki leggja i neina nýja sókn meðan almenn- ingur er aö venjast henni.“ „Bólar nokkuð á því, að önn- ur bæjar- eöa sveitafélög leiti samvinnu við Reykvíkinga um umferðarfræöslu og reyni aö njóta ‘^áá’s* kíf* ‘þvi, ’ hve 'pib eVuð' komnir áleiðis?" „Umferöarnefnd Reykjavíkur hefur borðizt til þess áð sfn starfsemi og fræðsla yröi látin ná lengra og þá m. a. til ná- grannabyggðarlaganna. Því hef- ur þó ekki, aö þvi að ég held, verið haldið mjög fast að þeim, enda er eðlilegt, að það væri sótt frá hinum endanum. En um sumt hefur náðst sam- vinna, eins og umferðarskólann „Ungir vegfarendur“. Það má líka kannski segja, að það sé eölilegt, að Reykjavík geri meira í þessum málum, heldur en aörir, því að við eig- um við mestan umferðarvand- ann að stríða. Þó hefur það sýnt sig, aö um- ferðin í Reykjavík snertir fleiri heldur en bara Reykvíkinga. Það kom í ljós í könnun, sem gerð var eitt sinn, aö fimmti hver bíll, sem lenti í óhöppum í Reykjavík, er ekki með R- númeri.“ „En er ekki eölilegt að um- feröarfræðsla sé látin ná yfir alla landsbyggöina — skipulögð umferðarfræðsla, sem er fylgt fast eftir, og aldrei látin falla niður?“ „Jú, víst má segja, að það sé eölilegt." „Hví þá ekki aö nota það kerfi, sem þegar er byrjaö að þróast, reynsla er fengin af og nær þeg- ar til meir en helmings þjóðar- innar. Hví ekki að teygja það til hins hlutar þjóðarinnar?" „Að sjálfsögðu er nauösyn- legt, að skipulögð fræðsla og upplýsingastarfsemi nái til allra landsmanna. Með þvi er ég þó ekki að segja, aö við í Umferð- arnefnd Reykjavíkur tökum aö okkur þessa fræðslu, heldurliitt — sem er aðalatriðið — að slík fræðsla sé veitt og að hún nái til allra landsmanna." G. P. 1 tiiefni þess. ad smarólki-. er að setjast á skólabekk, var leitaö til nokkurra ungra nem- enda í Breiðageröisskólanum með spurninguna: „Hlakkar þú til að byrja í skólanum?“ Lúövík Birgisson, 7 ára: „Nei, ekkert mjög mikið. Það er al- veg eins gaman að leika sér í fótbolta." Magnús Bergsson, 6 ára (7 ára í haust): „Já, en ég vildi nú alveg eins vera í sveit, eins og ég var í sumar í Grímsnesi." Ásta Sigurðardóttir, 7 ára: „Já, ég hlakka voða mikið til að byrja, en ég kvíði líka soldið fyrir.“ Guðlaug Rakei Guðjónsdóttir, # 6 ára: „Já, það er gaman að vera að byrja í skólanum." Einar Ásgeirsson, 9 ára: „Já, já, ég hlakka til að byrja, en það er nú mest gaman á leik- vellinum í frímínútum."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.