Vísir


Vísir - 04.09.1968, Qupperneq 2

Vísir - 04.09.1968, Qupperneq 2
V í SIR . Miðvikudagur 4. september 1968. HVERSU LANGT GETUR DÓMARINN GENGIÐ? Er mat dómara á atvikum ekki stundum um of bundið við þá sjálfa persónulega? Dómarinn í knattspyrnukapp- leik, er maður sem hefur mikii völd. Slíkur maður verður að fara vel með vald sitt og láta enga tilfinningasemi koma til greina, þegar hann kveður upp úrskurð. Hann verður einnig að geta sett sig í spor leikmanna, sem getur hent sitt af hverju í hita leiksins, sem strax er roklð úr þeim. Dómarinn verður hins vegar að vera hinn ískaldi og 'iruggi stjórnandi leiksins og^ þeirra reglna, sem um leikinn hafa verið samdar. Mér finnst það í seinni tíð að dómarar hafi talsvert byrjað að sýna mönnum „hver hafi valdið“. Hvað eftir annað í sumar hefur mönnum verið vísað af leikvelli, og stundum finnst manni að ekki hafi verið ástæða, til þess ama. Dómarar fyrtast' fæstir við þó leikmaöur kalli eitthvað á þessa leið: „Ætlarðu ekki að dæma, mað- ur!“ eða eitthvað í þá áttina. Dómara ætti að nægja að sussa á leikmann, en að visa honum af velli, jafnvel þótt tvær svip- aðar setningar hafi hrotið af vörum sama leikmanns, — slíkt nær auðvitað engri átt. Það er mjög mikilvægt að far til Kaliforníu í verðlaun fyrir golfsigur Daniel Pétursson, flugmaður og Sigurjón Jónsson, siglingafræöing- ur báðir hjá Loftleiðum, unnu lík- Iega beztu verðlaun, sem um getur í golfíþróttinni á íslandi. Fyrir sig- ur i Loftleiðakeppni i golfi fá þeir frítt far og uppihald á Palm Springs i Kalifomíu, en þar verður háð golfmót flugfélaga 24.—26. sept. n.k. Það mun vera bandariska flug- félagið American Airlines, sem sér um keppnina að þessu sinni, en Douglas-verksmiðjurnar munu sjá um að greiða hluta af kostnað- inum við keppnlna. Siðast fór þessi flugfélagakeppni fram á ir- landi, en næsti kcppnisstaður er Melboume í Ástralíu. 10 ÞÚSUND RÚM I OL-ÞORPINU Þær fréttir bárust í gærkvöldi frá Olympíuþorpinu £ Mexíkó- borg að þar stæðu menn hreint á haus í undirbúningnum að komu íþróttafólksins, sem flest mun verða mánuð eða iengur, allt upp í 6 vikur í þorpinu. Alls eru húsin 29, sem munu hýsa fólkið og í skeytinu sem okkur barst í gærkvöld segir að um helgina hafi 10.145 rúmum i verið komiö fyrir, og auk þess verða þama 10 þús. stólar og 3730 skápar. Takmarkið er að hafa allt klapp- að og klárt 14. september, en 12. okt. hefjast leikamir. Iþróttafólk- inu er frjálst að koma hálfum mánuði fyrr til að venjast lofts- laginu og mpnu langflestir vænt- anlega þiggja það boð. Flugfélag 1:1 Flugfélag íslands og SAS, Kaup- mannahöfn, léku „landsleik" í knattspymu i Kaupmannahöfn á laugardaginn var. Þau ánægjulegu úrslit urðu að Í3fntefli varð, 1:1, og voru bæði niörkin skoruð í fyrri há c. Lið Flugfélagsmanna er harö- snúið, enda æfa liösmenn dyggi- lega. Liðið tapaði fyrir Loftleiðum nýlega, en Flugfélagsmenn voru þó taldir mun betri aðilinn. Þetta hefur hins vegar greinilega örvað áhuga Loftleiðamanna, sem hafa hafið æfingar af kappi og hyggjast keppa í þessum mánuði við Braa- , then í Oslo. dómari þekki hugsanagang leik- manna, hafi sjálfur háð stríð við boltann og hafi þannig kynnzt þvi hvemig knatt- spymumaður „kemst i ham“. Þegar iHa gengur þarf oft að kenna öðrum um. Oft lendir þetta á dómaranum. Engu aö síður getur leikmaður virt dóm- arann og setningar sem þessar eru ekki meintar sem persónu- leg gagnrýni. Aðalatriðið finnst mér, aö dómarar skemmi ekki leiki að óþörfu fyrir áhorfend- um með þvi að vísa leikmönn- um af velli. Slik hegning er mjög ströng og virðist mér að hún eigi aðeins að koma ef um mjög gróft og ljótt brot er að ræða. — Jbp — Islenzkir Olympiufarar: Valbjörn Þorláksson VALBJÖRN ÞORLÁKSSON, KR, tekur þátt i sinum þriðju Olympíuleikum I Mexíkó í haust. Hann var fyrst meö í Róm 1960 í stangarstökki og tugþraut, þá í Tokyo í tugþraut og nú í þriðja sinn í tugþraut leikanna, — og líklega verða ekki margir tug- þrautarmenn i keppninni, sem taka þátt í þriðja sinn. Valbjöm er 34 ára gamall og keppir fyrir KR. Hann hóf sinn feril sem stangarstökkvari og hef- ur í meira/ en áratug verið okkar bezti stangarstökkvari og á g3d- andi íslandsmet, sem er fLSO m. Valbjöm hefur ömgglega sett sterkastan svip allra frjálsfþrótfca- manna á mótin hér undanfarin ár, enda hefur hann verið sigurvegari í fjöldamörgum greinum og oftast verið í sérflokki. Geta má þess tll dæmis að á dögunum, þegar KR vann Reykjavíkurmótið í frjálsum íþróttum meö 294 stigum gegn 267 stigum IR, — þá hlaut Val- bjöm 59 af stigum félagsins. Myndirnar þrjár af Valbirni tók Hjörtur Aðalsteinsson. Sú efsta sýnir Valbjörn hátt yfir 4.30, en önnur og þriðja sýna hann fella met tilraunarhæðina 4.51. Takið eftir vinstri hend- inni, — með henni fellir Valbjöm, en er annars vel yfir hæðinní.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.