Vísir - 04.09.1968, Page 6

Vísir - 04.09.1968, Page 6
f Rányrkja á myndlistarmarkaðij 4ð, undanfömu hefur sannar- lega ekki verið hægt aö kvarta undan því, aö of sjaldan gæfust tækifæri til að skoða málverkasýningar, þvf að þær hafa eins og flóðbylgja duniö yfir Reykjavík og nágrenni. Ekki hef ég undir höndum ná- kvæman lista yfir þær sýning- ar, sem opnar hafa verið upp á síðkastið, en í fljótu bragði man ég þó eftir einum tiu eða tólf, en þær eru: Sólveig Eggerz í Hafnarfirði. Bjami Guðjónsson í Kópavogi Baldvin Ámason í Málaraglugganum, Guðbjartur Gunnarsson í Morgunblaðsglugg anum, Platero i Persíu, Sveinn Bjömsson f Hliðskjálf, Stein- grímur Sigurðsson í Casa Nova, Jón Jónsson í Bogasal, Hafsteinn Austmann f Unuhúsi, Hildrud Gudrun Braren á Mokka, og til að fullkomna hringinn er hún Sólveig Eggerz nú að byrja á Mokka. Ennfremur er Freymóð- ur Jóhannsson (12. september) að undirbúa sýningu f Bogasaln- um, og f jölmargir málarar hyggj ast sýna verk sfn á næstunni. Þetta er allsæmilegur fjöldi, sem upp hefur verið talinn, og þar fyrir utan hafa verið haldn- ar ýmsár aðrar sýningar — á húsgögnum, keramik og listiðn- aði. Ekki hefur mér gefizt kostur á að sjá allar þessar sýningar, og satt að segja hef ég ekki haft áhuga á þvf, og ekki hefur hel(3-' ur birzt gagnrýni um þær allar f blöðunum, hvort sem það nú stafar af þvi, að listdómendur telja það ekki f sínum verka- hring, að skoða sýningar allra þessara „listamanna". Ekki veit ég hvort það er æskileg þróun fyrir íslenzka myndlist, sem sést f þessari sýn- ingagleði svona margra, sem fást við liti. Ekki veit ég heldur, hvað það er, sem knýr margt af þessu fólki til að sýna — nema ef vera kynni hagnaðarvonin, eða löngunin til að vekja athygli á sér. Ekki er lfklegt, að fólk sýrti fyrst og fremst til að fá gagnrýni á myndir sínar. Það væri auðvelt að gera með þvf einfaldlega að bera verkin undir einhvem starfandi myndlistar- gagnrýnanda. Með þessu er þó ekki átt við alla þá, sem taldir eru hér að framan. Það hljóta allir að sjá, sem íhuga málið, að eitthvað er bog- ið við allan þennan fjölda sýn- inga, þar sem ekkert sérstakt kemur fram — ekkert nýtt og sláandi. Hvers vegna er verið að þessu? Það er heldur ekki að ástæöu- lausu, sem það er aö veröa út- breiddur brandari meðal almenn ings, aö einfaldast sé núna f peningaleysinu að kaupa sér liti og léreft og fara að hengja upp. Svona setningar eru heldur ekki út f bláinn, þvf aö hvenær ber það við, aö listdómarar ráðleggi einhverjum hreinskilnislega að hætta að mála? Viðkvæðið hjá þeim er að margt sé athyglis- vert og fróðlegt veröi að fylgjast með næstu sýningu. Við þessi orð vex byrjandanum í kúnst- inni auðvitað ásmegin, og hann hraðar sér allt hvað af tekur við að mála upp f næstu sýningu. Af þeim málurum, sem óneit- anlega verða að teljast alvöru- málarar, og ég hef rabbað viö, Skilst mér, að þeir telii þama vera á ferðinni hálfgerða rán- yrkju á myndlistarmarkaönum. Það er lítið gaman fyrir þá menn, sem hafa algerlega helg- að sig þvf, að gerast listmálarar óg leitað sér menntunar sam- kvæmt því, og síðan reynt að byggja upp smekk almennings, að sjá aðra menn, hafa takmark- aða hæfileika, kunnáttu eða jafn vel alvöru til að bera, mála. myndir eingöngu fyrir smekk al- mennings. Og auðvitað vill almenningur helzt það bezta f myndlist. Hver vill ekki heldur hafa á vegg hjá sér mynd, sem stenzt þær kröf- ur, sem gerðar eru til góðs mál- verks, en eitthvert litasamsull, sem búið er til af manni, sem blindandi fálmar sig áfram á sviði, sem hann þekkir ekki til. En hverjir eiga að leiðbeina almenningi? Auðuitað málararn- ir sjálfir og mjmdlistargagnrýn- á þessum atvinnutækjum listmálarans. (Þessi mynd var tekin í Málaranum með góðfúslegu Ieyfi verzlunarstjórans, en þar selst mikið af slíkum vörum). endur. Þeir eiga að sjá til þess, aö fólk geri sér ljóst hvað er á ferðum, þegar málverkasýning hefst. Þeir eiga að skilja sauö- ina frá höifrunum. Nú er ekki verið að ætlast til þess, að tómstundamálurum sé bannað að viðjagöri refsingu að sýna myndir sínar á almanna- færi, en þeir, sem láta sér annt um þessi mál, eiga að sjá til þess, aö það vefjist ekki fyrir fólki að greina heimilisiðnað og tómstundagaman frá sannri list. Þráinn. („Boy, Did I get a wrong Number") íslenzkur texti. Víðfræg og framúrskarandi vel gerð, ný, amerisk gamanmynd f algerum sérflokki enda hefur Bob Hope. sjaldan verið betri. Myndin f litum. Bob Hope Elke Sommer Phillis Diller Sýnd kl. 5 og 9. (Elsk din næste) Mjög vel gerð, ný dönsk gam- anmynd * litum. Myndin er gerð eftir sögu Willy Brein- holts. í myndinni leika flestir snjöllustu leikarar Dana. Dirch Passer Christina Chollin , TÓNABÍÓ V1SIR . Miðvikudagur 4. september 1968. |—Listir -Bækur -Menningarmál- Walter Giller MRr' Sýnd kl. 5.15 og 9. , 82120 a rafvélaverkstædi s.melsteds skeifan 5 Tökum að okkur: ■ Mótormælingar Mótorstillingar ■ Viðgerðir á rafkerfi dýnamóum og störturum. ■ Rakaþéttum raf- kerfið Varahiutir á staðnum H ÁSKÓIABIÓ Hetjurnar sjö (Gladiators 7) Geysispennandi amerísk mynd tekin á Spáni i Eastman-litum og Thecniscope. AOalhlutverk: Richard Harrison Loredana Nusciak Islenzkur texti. Bönnuð bömum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I UCARflSBÍÓ Járntjaldib rofib Islenzkur texti Julie 4norews Paul Newman. Endursýnd kl 9 Bönnuð börnnm innan 12 ára S autján Hin umtalaða fanska litkvik- mynd. — Sýnd kl. 5 og 7. — Bönnuð bömum. GAMLA BÍÓ ROBIN KRÚSÓ liðsforingi Bráðskemmtileg ný Walt Disn- ey kvikm., -» f litum með: Dick Van Dyke Nancy Kwan tslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. HAFNARBÍÓ Sumuru Spennandi ný ensk-þýzk Cin emascope-litmvnd með Georye Nader Frankle 4vaIon Shi-ley Eaton tslenzkur texti Bönnuö mnar 16 ára Sýnd kl 5, 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ Franska aðferðin íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Vigahrappar Endursýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum innan 14 ára. BÆJARBÍÓ Skuggi fortiðarinnar (Baby the rain must fall) Spennandi sérstæð amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Lee Remick Stewe McQueen Don Mu'ray Sýnd kl. 9 Bönnuö börnum innan 14 ára. iHÝJA BÍÓ Barnfóstran (The Nanny) Islenzkur texti Stórfengleg, spennandi og af- burðavel leikin mynd með: Bette Davis sem lék f Þei, þei kæra Kar- lotta. Bönnuö börnum vngri en 14 ára.. — Sýnd kl. 5. 7 og 9. AUSTURBÆJARBÍÓ Pulver sjóliðsforingi Bráðskemmtileg. amerisk gam- anmynd f litum og Cinema- scope. — tslenzkur texti. Robert Walker Buri Ives Sýnd kl 5 og 9 Sláturhúsið hraðar hendur Önnur sýning kl 11.30.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.