Vísir - 04.09.1968, Síða 16
BRÁÐABIRGÐALÖO í GÆR: 20%
iimfíutningsgjald lagt á allar vörur
Mlðvikudagur 4. sept. 1968.
r
Islendingar fá
aðgang en Norð-
ntönnum vísað frá
• Tveir íslenzkir námsmenn
fengu inngöngu f dýrakoknaháskól-
ann norska í ár eins og venja er.
Féll annar frá þeirri ákvöröun
sinni að stunda nám við skólann
en hinn — Eggert Gunnarsson —
innrltaöist ásamt öðrum stúdent-
um s.l. laugardag. Segir frá þessu
í frétt frá NTB þar sem þess er
elnnig getið að norskum stúdentum
sé takmörkuð aðganga að skólan-
um. Sagði einnig í fréttinni, að tveir
íslenzkir stúdentar og 23 Norðmenn
hafl útskrifazt með embættisprófi
sem dýralæknar frá dýralæknahá-
skólanum f Osló í ár.
■ I gær voru sett
bráðabirgðalög um 20%
innflutningsgjald á allar
innfluttar vörur og út-
gjöld ferðamanna erlend
is. Tilgangur laganna er
að komast hjá öngþveiti
í efnahagsmálum, á með
an fulltrúar stjórnmála-
flokkanna ræða mögu-
leika á samstarfi um
varanlegri lausn vand-
ans.
Meginorsakir lagasetningar-
innar eru þessar: Gjaldeyris-
sjóður okkar hefur farið mjög
rýmandi að undanförnu. I-íann
nemur nú um 500 milljónum,
þrátt fyrir eriendar lántökur,
og mundi að öðru óbreyttu
naumast endast í þrjá mánuði
enn. Útflutningstekjur hafa
minnkað geigvænlega að undan-
fömu. Munu þær taldar veröa
um 40% minni í ár en var fyrir
tveimur árum. Slík lækkun er
mikið áfall fyrir þjóð, sem svo
mjög byggir afkomu sína á ut-
anríkisverziun. Það er skoðun
ríkisstjórnarinnar, að ekki hefði
mátt draga aðgeröir í efnahags-
málum lengur. Hins vegar er
hér aðeins um tímabundin úr-
ræði að ræöa. Lögin gilda til 30.
nóvember. Fyrir þann tíma
verður að gera róttækar að-
geröir. Helzt er rætt um tvær
leiðir. Annars vegar gengis-
lækkun og hins vegar uppbóta-
kerfi.
Helztu áhrif bráöabirgða-
laganna munu verða þau, aö
verð hækkar á innfluttum vör-
«m. Er talið, að vísitalan ætti
að hækka um 4—5% sem afleið-
ing ráðstafananna. Þar sem 30%
af kostnaöi verzlunarinnar er
erlendur kostnaöur, mun heim-
ilt að leggja auka álagninguna
í krónutölu á sem nemur 30%
þeirrar hækkunar, sem aðgerð-
irnar orsaka. Heimild er í lög-
unum um stuðning við útflutn-
ingsatvinnuvegina og landbúnað
af þeim auknu tekjum rikissjóðs
(um 200 milljónum), sem skap-
ast við lögin. Hagur ríkissjóðs
hefur verið slæmur að undan-
fömu, • en við hið nýja gjald
myndast nokkur tekjuaukning.
»->- 10. síða.
Lélegasta síldarsumarið
á Siglufirði
Siglfirðingum hefur reynzt
þetta sumar Iélegasta síidar-
sumar, sem þeir muna eftir. Hef
ur lítið borizt til þeirra af
bræðslusfld, það sem af er sumr-
.v.v,
v.v
.w:
inu, en þeir hafa haldið flutn-
ingaskipinu Nordgaard í ferðum
milli flotans á síldarmiðunum
og Siglufjarðar.
Síðast kom skipið með 1200
tonn af bræðslusíld, sem þá var
orðin gömul og geymd, en það
er nú statt á miðunum og á að
sækja eina fylli tjl. Síðan er
gert ráð fyrir, að skipið hætti
flutningunum í ár, að minnsta
kosti ef veiðin glæðist ekkert.
Nú er runnið út það tímabil
sumarsins, sem síldarverksmiðj-
an á Siglufirði tryggir starfs-
fólki sínu lágmarkstekjur, og
við það misstu 60 manns á
Siglufirði fastar tekjur sínar.
jj Lenti ofan jj
/ skurði
I;
'* Svo kyrfilega festist þessi/
þbifreið í skurði við Klifveginn,\
•'skammt frá Borgarsjúkrahúsinu,";
i gærkvöldi, að ekki dugði til '•
hinn létti kranabíll Vöku til [
■; þess að draga hann upp úr.*»
{•Þurfti að kveðja til stærri krana;;
m-S- 10 •;
l v'{\ 1
Veitingasala í flug-
vél við Sandskeið
Bandarísk flugvél steyptist í sjó
fram og eyðilagðist, er hún lenti
á Reykjavíkurflugvelli í vor. Vélin
.«I
var talin ónýt. Tveir veitlngaþjón-
ar föluðust eftir vélinni í því ástandi
sem hún var og fengu þeir hana
keypta. Fluttu þeir hana upp að
Hafravatni og ætluðu að innrétta
hana fyrir klúbbstarfsemi og veit-
ingasölu. En eitt smáatriði gleymdu
piltarnir að taka með í reikninginn,
þeir höfðu ekki fengið leyfi til að
staðsetja vélina á þessu svæði. Eftir
að þeim hafði verið bent á, að leyfi
yrði ekki fengið fyrir vélina á þessu
landsvæði lögðu þeir árar i bát.
Nú hefur Kópavogskaupstaður
hlaupið undir bagga með plltunum
og lánaö þeim landsvæði upp við
Sandskeið og geta þeir þvi væntan
iega haldiö áætlunum sínum áfram
og opnað flugvélina almenningi.
Stóll úr alíslenzku efni
• Þessi stóll hlaut sérstök verölaun tímaritsins Iceland Review
á sýningu húsgagnaarkitekta, en hún stendur enn, var framlengd
tii næsta sunnudagskvölds og er opin daglega frá 14—22.
• Ungur húsgagnaarkitekt, Gunnar Magnússon, teiknaði stólinn
á myndinni, en hann er úr ljósri furu og er einn af sýningar-
gripunum i Iönskólahúsinu nýjc á Skóiavörðuholti, þar sem arki-
tektamir sýna.
• Gunnar kveðst leggja kapp á að smiða stól þennan úr íslenzku
efni, og ætlar hann að nota Islenzkt greni og klæða hann mefi
sútaðri sauðargæru.
Eigandaibúðum stórfjölgar
og fleiri herbergi í íbúð
Á tuttugu ára tímabili,
frá 1940 til 1960, hefur
það orðið æ algengara,
að íbúðij- séu í eign íbú-
anna sjálfra, en ekki
leiguíbúðir. Þetta kemur
fram í nýútkomnum hús
næðisskýrslum, er Hag-
stofan gefur út. Árið
1940 voru 56,2 af hundr-
aði íbúða eigandaíbúðir,
1950 63,9% og 1960
70,3 af hundraði. Þessar
tölur gilda um allt land-
ið. í Reykjavík varð
þróunin hin sama.
Árið 1940 voru 38,8% eig-
andaíbúðir, 1950 52,9% og 1960
63,9 af hundraði. Þetta þýðir að
sjálfsögðu, að hinum aimenna
borgara hefur í - ríkara mæli
tekizt að eignast eigið liúsnæði
og ætti að bera vitni bættum
efnahag á þessu timabili. Skýrsl-
urnar ná aðeins til 1960, en þró-
unin mun hafa verið svipuö
síðan.
Þá hcl'ur meðalibúð stækkað.
Meðaltal herbergja á íbúð var
1940 4,17 herbergi, 1950 4,42,
og 1960 var þessi tala komin
upp i 4,84 herbergi í hverri íbúð
að meðaltali. Hér er eldhús að
vísu talið herbergi. Einnig þetta
ætti að sýna batnandi afkomu
fólks á þessu tuttugu ára tíma-
bili.