Vísir - 06.09.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 06.09.1968, Blaðsíða 1
 Horfur á að Surpríse ná- ist út um háflæíi í dag 58. árg. - Föstudagur 6. september 1968. - 199. tbl. Vilja mikla hækkun Skipið fór rtær þvi út á flóÖinu i morgun Tvær jarðýtur halda skipinu réttu i flæðar- málinu — Veður hefur hamlað björgun Samkomulag tókst ekkl um verð lagsgrundvöll landbúnaðarafurða í hinni svonefndu 6 manna nefnd, þar sem sitja fulltrúar framleiðenda or neytenda. Fulltrúar bænda kröfð- ust mikillar hækkunar á verði af- urða sinna, en neytendur vildu ekki samþykkja neina teljandi hækkun. Var málinu visað til yfimefndar, sem tekúr endanlega ákvörðun. 1 yfimefndinni eiga sæti: Fyrir bænd- ur Ingi Tryggvason, bóndi, og fyr- ir neytendur Ámi Vilhjálmsson, prófessor. Hæstiréttur tilnefnir. oddamann, og hefur hann enn ekki verið valinn. 1 6 manna nefndinni eiga sæti: Fyrir bændur Gunnar Guðbjarts- son, Einar Ólafsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Fyrir neytendur: Sæm undur Ólafsson, Torfi Ásgeirsson og Ottó Schopka. Allar horfur eru á því að togar- inn Surprise náist út á háflæði klukkan sex í dag, ef veður skánar við Landeyjasand. — Skipiö fór nær því á flot á flæðinu klukkan sex i morgun, en þá hafði ekki ték izt að koma taug yfir í varðskipið sem bíöur fyrir utan, vegna veðurs og sjógangs við sandinn. Vísir hafði í morgun tal af ein- um björgunarmannanna, Rúnari Guðjónssyni, bónda að Kleif í Vest ur-Landeyjum og sagöi hann að skipiö virtist laust þar á sandinum og hægðarleikur að ná þvf út um flóð, ef veður skánaöi. Tvær jarðýtur eru þar í flæöar- málinu og halda þær skipinu réttu með taugum. Rúnar sagði að á fjör unni í nótt hefði mátt ganga þurr- um fótum út í skipið. Virtist það alveg óskemmt, enda hefði það varla hreyfst á sandinum, nema hvað því sló flöitu fyrir á flæðinu í gærdag og situr það þannig enn þá f flæðarmálinu. Þarna er mjög aðdjúpt, aðeins smásandrif undan ströndinni, sem talið er að skipið sleppi yfir um háflæöi. Bændur úr Landeyjum og skip- verjarnir fimm, sem enn þá eru fvrir austan til þess aö fylgjast með björguninni, hafa skipzt á um að vakta skipið állt síðan það strandaði f gærmorgun og var vakt við strandstaðinn í alla nótt. Síldin stnldrnr við á suðurgöngunni • Síldin virðist hafa staldrað lítið eitt við á göngu sinni suður á bóginn og var veiðisvæðið sfðasta sólarhring á svipuðum slóðum og fyrripart vikunnar, heldur austar þó. Skipin voru að veiða á stóru svæði norðan við 73. gráðu N br. og allt austur á 11. gráðu A 1. — Tiu skip til- kynntu síldarleitinni afla — sam tals 905 lestir: Héöinn 100 lestir, Sigurbjörg 130, Magnús Ólafsson 200, Tungu- fell 120, Vörður 50, Harpa 60, Fylkir 20, Gígja 35, Víkingur 100, Þórður Jónasson með 100 Klaufaskapur og athugunarleysi orsök símabilunarinnar Götuleyfi liklega ekki gefið út fyrir vinnu á staðnum þar sem bilunin varð ■ Nær allur Austurbærinn varð símasambands- laus í gærdag, þegar slitnuðu tveir þúsund-línu strengir símans í Hverfisgötu, og stór hluti þessa bæjarhluta kemst ekki í símasamband fyrr en ann- að kvöld, því að fyrr verður ekki búið að gera viö bilunina. ■ Stanzlaust hefur verið unnið að því í alla nótt og í morgun að tengja saman þessar 2000 línur, sem slitnuðu, en í morgun voru viðgerðarmenn bún ir að tengja ca. 600 línur. „Það er að minnsta kosti 15 klukkustunda verk að tengja saman þúsund línur, miðaö við þægilegar aðstæður“, sagði yfir- maðilr línudeildar símans, Ólaf- ur Þórðarson, í morgun í sam- tali við Vísi, Ólafur kvaö þetta vera mestu bilun, sem Landsfm- inn hefði orðið fyrir. Á meðan verða fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar að bíða símalaus, sem leiðir af sér alls konar tafir og erfiðleika í viðskiptum, enda finna nú margir áþreifanlega, hve mikil þægindi eru að því að hafa síma. Klaufaskapur og athugunar- leysi virðist vera orsök bilun- arinnar, sem varö, þegar unnið var að viögerð holnæsislagnar frá húsinu nr. 12 við Hverfis- götu (horni Ingólfsstrætis) í gærdag. Verktakanum, sem vann að viðgerðinni fyrir húseigand- Ffiiitm sækja um bæjurfógeta- embætti Umsóknarfrestur um bæjarfógeta- embættið á ísafirði er nýlega runn- inn út. Um embættlð hafa sótt: Ásmundur 5t. Jóhannsson, bæjarfógetafulltrúi, Akureyri, Björgvin Bjamason, sýslumaður, Hólmavik, Bragi Steinarsson, fulltrúi saksóknara ríkisins, Einar G. Einarsson, bæjar- fógetafulltrúi, ísafirði, Einar Odds- son, sýslumaður, Vík. Auglýst hefur verið til umsóknar eitt embætti borgarfógeta í Reykja- vík, en samkvæmt lögum nr. 98/ 1961 er gert ráð fyrir að borgar- fógetar skuli vera 5 til 7, en þeir eru nú 6. Hafa verkefni borgarfó- getaembttisins aukizt verulega hin síðari ár, svo að um alllangt skeiö hefur þótt þörf á fullri tölu borgarfógeta samkvæmt ákvæðum laganna. Treystu þjófarnir á símleysið? O, hver andsk.... síminn er ekki í lagi. Þessi setning hraut af vörum margra Reykvíkinga í gærdag og gerir enn. Ólag komst á símkerfi bæjarbúa eftir hádegið í gær og olli það mikl um vandræðum. Kom símleysiö misjafnlega niður á fyrirtækjum, því að síminn fór ekki hjá öllum. Er ekki búizt við að viðgerð verði lokið fyrr en um helgi og brugðum við okkur því á nokkra staöi og könnuðum hvernig þetta hefði komiö niður á fyrirtækjum. Við hittum fyrst aö máli Stef- án Ricther, en hann vinnur við Fasteignaþjónustuna í Austur- stræti. Stefán sagði, að símleys ið hefði komið mjög illa við þá og sennilega hefðu þeir misst sölu á nokkrum ibúðum. Annað vandamál skapaöist einnig, það var að menn komu þangað og dvöldu langtímum saman, þann ig að ekki var hægt að sinna öllum viðskiptavinunum, sem komu. Hjá Flugfélagi íslands hittum 10. síöa. Bók eftir Kiljan um mánaðamótin „Kristnihald undir Jökli“ nefnist ný bók eftir Halldór Laxness, sem koma mun út um miðjan þennan mánuð hjá Helgafelli. Ragnar Jónsson útgefandi skýrði blaðinu frá því, að þetta væri alllöng bók, á fjórða hundr- að síður, eða um átta stunda lestur. 1 fyrstu verður bókin gef- in út í um 5000 eintökum, enda er það fyrsta skáldsagan, sem Nóbelsskáldið sendir frá sér í næstum áratug. Ragnar Jónsson sagði, aö aðal- persóna bókarinnar væri prestur undir Jökli, kallaöur Jón prím- us. Þessi sæmdarklerkur gerir 10. stða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.