Vísir - 06.09.1968, Side 3
V1SIR . Föstudagur 6. september 1968.
3
Skipverjarnir viö Diiinn, er nuui pa ui Keyiý
\7ið vöknuðum viö vondan
~ draum, sögðu skipbrots-
mennimir af Surprise, sem
strandaði austur á Landeyja-
sandi (Rangársandi) í gærmorg
un. En fréttamaður Vísis hitti
þá, þegar þeir komu, 1 bæinn
um hádegisbil í gær.
Fimm menn urðu eftir aust-
ur á sandinum til þess að sjá til
með tilraunum við að ná skipinu
út, en varðskipið Ægir kom að
strandstað um klukkan ellefu f
morgun. Þó var ekki búizt við
því að skipið næöist úr í gær
vegna þess hve hvasst var viö
sandana.
— Viö vorum allir sofandi,
nema þeir sem voru í brúnni,
sagði einn skipverjanna við Vís-
ismann. Togarinn fór úr höfn
á laugardag og við vorum að
lóna austur með landinu. Hann
var hvass úti fyrir en skárri
upp við landiö. — Við hrukkum
upp þegar skipið tók niðri og
vissum ekki hvaðan á okkur
stóð veðrið.
— Hann mun hafa tekið
þama niðri á sandrifi fyrst,
sagði annar skipverjanna, og
farið yfir það.
—Og björgunin gekk greið-
lega?
— Við vorum búnir að taka til
gúmbátana, áður en björgunar-
mennirnir komu á staðinn, en
það hefði verið ólíkt ónotalegra
að fara í land f þeim. — Við
skutum línu í land til þeirra og
síðan drógu þeir nælontaug
frá skipinu.
Annars kváðust þeir félagar
vera orðnir þreyttir á frétta-
mönnum. Fréttaritarar blaðanna
tóku á móti þeim strax austur
á sándinum. — „Það er búið
að mynda okkur í bak og fyrir,
sögðu þeir. Nú viljum við fara
■aö komast heim.
Þeir vom þó léttir i lund,
þrátt fyrir volkiö og létu brand
ara óspart fjúka. — En þeir
vildu gjarna komast heim til^
þess að raka sig og h'éilsa upp
á ættingjana, sem auðvitað hafa
oröið óttaslegnir þegar þeir
fréttu um strandið.
— Hvort þeir teldu aö tækist
að bjarga skipinu? — Ja, við von
um það að minnsta kosti, sögðu
þeir.
Eniþað er af björgun þeirra að
segja, að hún gekk með eins-
dæmum greiðlega og var mönn
unum tuttugu og átta að tölu
öllum bjargað f land á tuttugu
mínútum eða svo. — Og fara
ekki sögur af greiðari ferðum
björgunarstóls milli strandaðs
skips og lands.
Við kvöddum þá á Snorra-
brautinni, þar fengu sumir sér
leigubíl, aðrir lölluðu meö búss-
umar undir hendinni áleiðis
heim.
Surprise á strandstað við Sigluvík á Landeyjasandi. Myndina
tók B.G. ör lofti í gærmorgun.
Við viljum gjarnan fara að komast heim, sögðu þessir skeggj
uðu sjóarar, þreyttir eftir viðburðaríkan morgun.
Við
vökn-
uðum
við
vondan
draum
f