Vísir


Vísir - 06.09.1968, Qupperneq 4

Vísir - 06.09.1968, Qupperneq 4
 , •> mr i „Teikning, sem á að sýna Furðufugl vill veröa forseti Pat Paulseen er grínisti eða gamansamur ef einhver vill hafa það þannig. Hann vill verða nærsti forseti Bandaríkjanna,- en hann hefur ekki enn fengið nógu marga fjársterka menn með sér til þess að komast eitthvað áleið- is. Pat Paulseen er á móti öllu. Þar af leiðandi er hann einnig á móti öllum hinum kandidötunum Nýlega sagði hann við blaðamann í Bandaríkjunum, að Hubert Humphrey, Richard Nixon og George Wallace væru allir í fram boði og hvað myndi það skaða þótt hann bættist á listann? Grín- isti yrði ábyggilega bezti forseti Bandaríkjanna! Hann hélt áfram: Allir hinir frambjóðendumir eru mjög góðir menn, en ég myndi halda systur minni frá þeim, ef þeir vildu giftast henni. Kjörorð hans í baráttunni eru að hann vill senda alla svertingja í Bandarikjunum heim til Afríku og alla hvlta menn heim til Evrópu. Þá yrði ekkert vanda- mál, ef það yrði gert, sagði Paul seen. Skjótið fyrst, spyrjið síðan! Vandamálin eru mörg og flók- in í svertingjahverfinu Harlem íi New York. Það eru ekki einungis' svertingjamir sem skapa þau, heldur einnig lögreglan! Algengt hefur verið að lögreglumenn hafa fyrst skotið menn til dauða og síðan ætlað að yfirheyra þá. Hef- ur þannig margur saklaus maður- inn týnt lífinu í þessu spillta hverfi. Fyrir skömmu sannaðist þessi regla lögreglunnar, þegar ungur lögreglumaður sem ekki var i starfi kom að bifreið sinni, en um leið og hann fór inn í bifreið ina var hann skotinn til bana. Þeir sem skutu hann voru lögreglu menn, sem einhverra hluta vegna álitu að hann væri að stela biln- um. að Klavs Bang segir satt Punktalina á Ijósmynd á að af- sanna röksemdir lögreglunnar í Kaupmannahöfn þess efnis að það var ekki af gáleysi, að hin 25 ára gamla Jette Bang lét lífið. Lögregl an ákærir mann hennar Klavs Bang um að hafa myrt konu sina með byssuskoti. Lögreglan leggur mikla áherzlu á, að Klavs Bang hafi ekki getað setið á stólnum, eins og hann seg ir sjálfur er skotið reið af. Skotstefnan er sú að áliti lög- reglunnar að útilokað hafi verið annað fyrir Kiavs en að standa upp. Kúlan hefur farið inn við efsta rifbein hægra megin og út rétt fyrir ofan vinstri mjöðm. Þess vegna hlýtur Klavs Bang að ljúga — að áliti lögréglunnar — þegar hann segir, að hann hafi setið á sessu ajndspænis konu sinni, sem sat í sófanum. TVÖ GLÖS AF VlNI. Þegar reynt var að setja glæp- inn aftur á svið 1 bækistöðvum lögreglunnar og notuð voru hús- gögn af heimili hjónanna voru teknar ljósmyndir af því hvern- ig atburðurinn gerðist. Það kem- ur í ljós, þegar skotstefnan er teiknuð á ljósmyndirnar, að út- skýring unga mannsins getur vel verið sönn, að því er verjendur Klavs Bang halda fram. Það voru tvö glös af vini á sófa borðinu milli ungu hjónanna er skotið reið af. Klavs Bang heldur w fram, að hann hafi ekki haft hugmynd um að byssan hafi ver- ið hlaðin. Þegar gikkurinn var dreginn upp hleypti hann af án þess að líta beint yfir til konu sinnar eða miðað þangað. Það var hending ein sem réði þvi að hlaup ið beindist að henni. HALLAÐI SÉR FRAM? Verjandinn Jörgen Holm, stað- hæfir, að Jette Bang hafi aðeins þurft að haila sér áfram í sófan- um til þess að taka vínglas upp af borðinu til þess að skotstefn- an komi heim. Annars gæti hún Iíka hafa verið að standa upp og í þeirri stellingu, sem maður er venjulega í þegar stað ið er upp úr djúpum stól með þvi að teygja handleggina fram og halla sér í sömu átt. Á þenn- an hátt getur verið að skotið hafi lent við efsta rifbein hægra megin og farið út fyrir ofan vinstri mjöðm. H&6Z4 Afc&’/rJ — wr OPHK/ N\To* M En hvers vegna hleypti Klavs Bang af öðru skoti, sem fundizt hefur i gólfinu. Klavs Bang héfur einnig skýringu á reiðum hönd- um á því, og verjandi hans telur að sú akýring sé ve! skiljanleg Hinn 26 ára gamli sálfræðinemi, - Vx ** » Ml m 𣠫 Klavs Bang, hleypti af skoti sem lenti I gólfinu, vegna þéss að hann — eftir að hafa skötið konu sína — f uppnámi sinu gat ekki skilið að byssan hefði verið i rauninni hlaðin og hættuleg. Ljósmyndimar sem voru tekn- ar þegar atburðurinn var settur á svið munu verða lagðar fram, ef ríkissaksóknarinn ákveður að ákæra Klavs Bang fyrir morð — sem hann neitar að vera sekur um — og ekki fyrir manndráp af gáleysi sem hann játar á sig. Hjálpið, finnið mig? þrír eru þegar dauðir — sagði morðinginn i simann — Ég hef drepið þrjá. Takið mig áður en ég drep fleiri, sagði grátandi maður í simann, er hann hafði hringt til lögreglunnar f Fort Lauderdale í Florida fyrir skömmu. Maðurinn hringdi tvisv ar, þó án þess að segja hver hann væri. Með þessar upplýsingar hófst mikil leit lögreglumanna um borg ina og innan tíðar fannst fyrsta likið, en það var á fáfarinni götu, það var lik ellefu ára gamallar stúlku, Marilyn Clark, og hafði hún verið skotin I gegnum höfuð- ið. Skömmu síðar tilkynni lög- reglumaður, að hann hefði fundið móður stúlkunnar við flugvöllinn í útjaðri borgarinnar, en hún fannst sex kílómetra frá liki dótt ur sinnar. Móðirin hafði einnig verið skot in í höfuðið og líðan hennar var mjög tvísýn þegar síðast fréttist. Þriðja fórnarlambið hefur lögrégl an ekki fundið ennþá. Maðurinn sagðist hafa kastað þvi I sjóinn. Allir íbúar borgarinnar eru nú varaðir við að hýsa ókunn- uga og bifreiðastjórar að taka upp nokkra fraþega á þjóðvég- unum. Morðinginn er ófundinn. Hent á lofti. Það fer ekkl á mllli mála, hvað hæst ber þessa dagana manna í millum. Hvar sem mað ur kemur, er rætt um nýja inn- flutningsgjaldið og viðræður stjórnmálaflokkanna. Nú vantar ekki áhugann á stjórnmálunum. Nokkuð ræða menn líka um hamstrið, sem allir vlrðast vera steinhissa á, Ifka þeir sem nældu sér í Isskáp á síðustu stundu. Áhugasamur kunningi minn um stjórnmál, var að fara i við skiptaerinúum til útlanda. Hann ræddi ástandið þegar ég hitti hann á dögunum. Hann sagði að það væri undarlegt, að það skyldi enginn virðast vita, hvað þarf að gera, og þó höfum við F.fnahagsstofnun, Hagstofu og svo höfum við hagfræðideildir bankanna. Og svo þarf margar vikur til að sjá, hvað þarf að gera. Viðræðurnar geta ekki förnu hafa getað sagt að sjúkl- ingurlnn væri með hressasta móti, en nú yrði hann þvi mið gerðin yrði, þá heppnaðist hún svo vel, að hægt yrði að henda hækjunum að fullu og öllu. Ijðfí/h&iGötK staðið eingöngu til að flnna, hvað á að gera, heldur hvað á að þora að ganga iangt i að- gerðum. Þessi áhugasami kunningi minn sagðist oft vera spurður af kunnugum1 aðila úti, hvernig sjúklingurinn hefði það, en þá væri átt við fjármáiaiífið á ís- Iandi. Hann sagðist að undan- ur að segja að sjúklingurinn iægi á skurðborðinu, og lækn- arnir stæðu allt i kring með hnífana á iofti, en þeir vissu bara ekki hvar skera ætti, þvi þeir væru ekki sammála um hvar meinið Iægi. Svo glotti hann kunningi minn yfir samlíkingunni, og sagðist vona, að hver sem að- Ennfremur sagði hann rétti- lega, að allar slíkar fjármála- aðgerðir væru miklö undir fólk- inu sjálfu komnar, hvemig þær heppnuðust, svo að mikið væri undir því komið, að allir sýndu bjóðhollustu og þegnskap, — og tækju inn meðulín og færu eft- ir ráðleggingu læknanna, sem hefðu lækninguna með hönd- um. Einnig furðaöi kunningi minn sig á þvi, að ekki skyldi vera meira um hagræðingu og spam- að rætt, og þyrftu ýmsir aðilar að leggja áherzlu á þá þætti með þvi að ganga á undan í þvi efni. Það má gera hagræðingu og breyta um tii batnaöar á svo mörgum sviðum. Þannig ræddi hann kunningi minn málin. eins og svo margir aðrir, sem velta fyrir sér lands ins gagni og nauðsynjum. Um leið og ég óskaði honum góðrar ferðar, sagðist hann vona, að sjúklingurinn yrði þegar farinn að rísa upp við dogg, þegar hann kæmi til baka. Þrándur í Götu. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.