Vísir


Vísir - 06.09.1968, Qupperneq 6

Vísir - 06.09.1968, Qupperneq 6
6 Smáauglýsingar þurfa að berast auglýsingadeild blaösins eigi síðar en kl. 6 daginn fyrir birtingardag, AUGLÝSINGADEILD VÍSIS er í AÐALSTRÆTI 8 Símar; 15610 • 15099 V1SIR . Föstudagur 6. september 1968. TONABIO („Boy, Did I get a wrong Number") tslenzkur texti, Víðfræg og framúrskarandi vel gerð, ny, amerísk gamanmynd í algerum sérflokki enda hefur Bob Hope sjaldan verið betri. Myndin -r i litum. Bob Hope v Elke Sommer Phillis Diller Sýnd kl. 5 og 9. mmm SKALTU NÁUNGANN (Elsk din næste) Mjög vel gerð, n-"' dönsk gam- anmynd 1 Iitum. Myndin er gerð eftir sögu Willy Brein- holts, 1 myndinni leika flestir snjöllustu leíkarar Dana. Dirch Passer Christina Chollin Walter Giller Sýnd kl. 5.15 og 9. HÁSKÓLABÍÓ Hetjurnar sjö (Gladiators 7) Geysispennandi amerísk mynd tekin á Spáni f Eastman-litum og Techniscope. Sichard Harrison Loredana Nusciak íslenzkur texti. Bönnuð bömum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. STJORNU BIO Ræningjarnir i Arizona Ný amerísk kvikm'”- ' Audie Murphy C Sýnd k"l. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum innan 14 ára. AUSTURBÆIARBÍÓ Puher sjóliðstoringi Bráðskemmtileg amerlsk gam- anmynd i litum og Cinema scope Islenzkur texti. Robert Walker Buri Ives Sýnd kl. 5 og 9. Listir -Bækur -Menningarmái Merkar bækur frá Helgafelli og j Menningar s j óði — rætt við Ragnar Jónsson og Gils Guðmundsson TVTú er sumri tekið að halla, og bókaútgefendur famir að skipuleggja bókaútgáfu komandi vetrar. Eins og undanfarin ár mun kenna f>ar margra grasa. Tveir forleggjarar, þeir Ragnar Jónsson, eigandi Helgafells og Gils Guðmundsson, hjá Bókaút- gáfu Menningarsjóðs, urðu við þeirri beiðni að skýra nokkuð frá því, hverjar bækur þeir hefðu í huga að gefa út. Ragnar Jónsson sagði: „Ný skáldsaga eftir Halldór Laxness verður að sjálfsögðu metsölu- bók okkar. Ný skáldsaga eftir Nóbelsskáldið, hin fyrst i nær áratug, er vitanlega viðburður ársins í bókmenntaheiminum. Til að byrja með prentum við 5000 eintök af þessari bók, sem nefnist „Kristnihald undir Jökli.“ Það upplag endist vart til jóla, en núna verðum við líka að sýna varkámi i fjárfest ingum eins og aðrir, þegar að kreppir, og bankamir eru ekki allt of hrifnir af þvi að Iána pen- ingana sina út á menninguna." „Viljið þér segja eitthvað frá efni bókarinnar?“ „Já. Aðalpersóna sögunnar er prestur undir JÖkli, Jón að nafrii og kallaður Jón primus. Hann er göfugmenni, djúpvitur og mannlegur og gerir við primusa fyrir fátækt fólk í sókninni og aðstoðar bændur við að jáma baldna fola. Biskupi þykir samt kristni- haldið ekki í sem beztu lagi og sendir fulltrúa sinn vestur. Fyr ir þetta verk er ekki til neinn sérstakur staður i bókmennta- sögunni. Þetta er nýtt verk, nýr still, ný stórfengleg mynd af íslandi. Þetta er löng saga — á fjórða hundrað siður, átta stunda kapplestur. Hún kemur út um miðjan september." „Og hvað er fleira af stórtíð- indum?" „Þórbergur og Einar ríki. Nafnið er ekki fullsmíðaö enn. Sjálfur kalla ég hana „Einar græðir.“ Bókin segir frá þeim árum Einars, þegar allt var í uppgangi hiá honum, ný verzl- un á hverri viku, ný atvinnu- tæki. Saga Einars ríka verður ein fullkomnasta atvinnusaga þjóðarinnar. Stílistinn Þórberg- ur svífur hér yfir vötnunum. Hann sér um snilldina. Einnig kemur út ný ljóöabók eftir eitt helzta ljóðskáld yngri kynslóðarinnar, Hannes Péturs- son. Það er fjórða bók Hannes- ar, þótt hann sé aðeins þrítugur. f bókinni, sem höfundur kallar „Innlönd" eru fimmtíu kvæði. Aðaljólabók ársins eru verk Hannesar Hafstein í útgáfu Tóm asar, sem skrifar ritgerð um skáldið og brautrvðjandann. Bókin kemur út fyrsta desember í tilefni fullveldisins. Við Halldór Laxness stóðum í dálitlu stímabraki viö yfirvöld in á sinum tíma út af fornritaút- gáfum okkar. Nú hefur Laxness gjörsigrað f því máli, þvi að yngri fomritafræðingar keppast við að feta f -fótspor -hans með því aö gefa' út forhrit með nú- tímastafsetningu. Grettissaga kemur út í annarri útgáfu á full veldisdeginum með myndum þeirra Þorvalds og Schevings. Sama dag koma út öll verk Jón asar Hallgrímssonar með nýjum teikningum eftir Jón Engilberts. Fjórða bókin, sem kemur út þann dag er Niálssaga í enskri þýðingu Magnúsar Magn- ússonar og Hermanns Pálssonar, myndskreytt af Þorvaldi Skúla- syni, Gunnlaugi Scheving og Snorra Arinbjarnar. Þetta er hrein lúxusútgáfa f stóru broti og bundin í nautsskinn einung- is. Bókin er gerð aðeins f fimm hundruð eintökum og kostar 3100 kr. auk söluskatts. LAUGARASBIO Járntjaldið rofið (slenzkur textl. Julie 4narews Paul Newman. Endursýnd fcl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sautján Húi umtalaða 'ianska litkvik- mynd. — Sýnd kl. 5 og 7. — Bönnuð bömum. HAFNARBIO GAMLA BÍÓ ROBIN KRÚSÓ liðstoringi Bráöskemmtileg ný Walt Disn- ey kvikm. ' f litum með: Dick Van Dyke Nancy Kwan tslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. Sumuru Spennandi ný ensk-þýzk Cin- emascope-litmynd með George Nader Frankie 4valon ShJ -ley Eaton tslenzkur texti Bönnuð ínnar 16 ára. Sýnd kl 5. 7 og 9. NYJA BÍÓ Barnfóstran (The Nanny) fslenzkur texti. Stórfengleg, spennandi og af- burðavel leikin mynd með: Bette Davis sem lél l Þei. þei kær? Kar- totta Bönnuð bömum yngri en 14 ára.. — Sýnd kl. 5. 7 og 9. Næstu daga koma út bækur Jóns Thoroddsens, Maður og kona og Piltur og stúlka, mynd- skreyttar og einkum ætlaðar unglingum. Ný smásagnasöfn koma út eftir Kristmann og Jón frá Pálmholti. Ný skáldsaga, hin fyrsta eftir ljóðskáldið Jón Ósk- ar. Ný Ijóðabók eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Ot eru komnar nú þegar, Ijóö eftir HalTdóru B. Björnsdóttur, og heildarútgáfa ljóða og teikninga eftir Jónas Svavár. — Annars er ekki full- ráðið um útgáfuna i ár. Eitt- hvað bætist enn við. /■'’ ils Guðmundsson sagði, aö 'Jr stærsta útgáfuverk Menn- ingarsjóðs f ár yrði tveggja binda rit eftir Vilmund Jónsson, fyrrverandi landlækni. „Það heit ir „Lækningar og saga“ og skipt ist niður i sjálfstæðar ritgerðir mislangar um sögu felenzkra lækninga og sjúkrahúsmála." Ekki getur orðið af þvf f ár, að Menningarsjóður gefi út verk, sem beðið hefur verið eft- ir, en baö er Alfræðibókin, sem gefin verður út á næsta ári f tveimur bindum. „Þá er að nefna bókina „Tólf kviður úr Divina Comedia" eftir Dante, en þær eru þýddar af Guðmundi Böðvarssyni. Þeim fylgir einnig ýtarleg ritgerð um verkið eftir þýðandann. Þá má nefna litla bók, „Bréf frá Jóhanni Sigurjónssyni, skáldi." Þessi bréf eru til bróð- ur Jóhanns, sem bjó á Laxa- mýri. I bókaflokknum „Lönd og lýðir“ kemur núna út bók um Færeyjar. í þessum bókaflokki eru nú þegar komnar út um 16 bækur, svo að farið er að sfga á seinni hlutann. Þessi bók um Færeyj- ar hefur Gils Guðmundsson samið. Að lokum sagði Gils Guð- mundsson, aö á döfinni væri að gefa út bók um skáldskap síð- ustu ára, en hún mun þó varla koma á þessu ári. Bökaútgáfa Menningarsjóðs fyrir þessi ára niót hefur ekki verið endanlega skipulögð, og Gils sagði, að ekki væri óliklegt að ein eða tvær bækur kæmu f viðbót við þær, sem þegar hafa verið tald- ar, en ekki vildi hann láta neitt nánar uppi um það. Auk bókaútgáfunnar eru nú að koma út hjá Menningarsjóði jarðfræði- og gróðurkort af ís- landi, sem hljóta að teljast til nýjunga. Gils Guðmundsson kvaðst vera vongóður um, að ekki yrði samdráttur f bókasölu, þrátt fyr ir að aðstæður til útgáfu væru erfiðari en oft áður, vegna hækk aðs verðlags á efni til bókagerð- ar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.