Vísir - 16.09.1968, Side 4
*
Titt..
Ekki segja
„vinkona
prinsins"
Það er nokkuð einsýnt að Titti
nokkur Wachtmeister er einkavin-
<ona Svlaprins með meiru. Hún
stóð I ströngu nú um daginn.
Sænsk blöð og timarit eru orðin
svo vön að bendia hana við prins-
inn, að hennar eigin hæfileikar
sem persónu falla I skuggann.
Húsmæðrablað eitt haföi ráðið
'hana til sín, og átti að hafa
mynd af ungfrúnni á forsíðu þar
sem hún sýndi föt. Nú óttaðist
Titti, að hún vrði kölluð vin-
kona prinsins I fyrirsögn, en
henni var lofað, að hjá þvl yrði
sneitt. Þegar ritið var tilbúið
kom i ljós, að fyrirsögnin var:
,,Stúlka erfðaprinsins sýnir föt.“
Titti varð ævareið. Með herkjum
tókst á síðustu stundu að fá þessu
breytt I „Titti sýnir föt“. Titti
litla starfar ekki lengur hjá tíma-
ritinu.
Forráðamenn sjónvarpsins okk-
ar hafa nú tekið upp á því að
hætta að sýna blessaðan dýr-
iinginn, að minnsta kosti um sinn.
Þess vegna birtum við hér mynd
af honum I essinu sfnu, svo að
hann falli ekki I gleymsku. Á
myndinni sést hann I rifinni
skyrtu kjá við Claudíu Lande,
sem leikur með honum I kvik-
myndinni ,,Crossplot“, sem fjallar
væntanlega um eitthvert ráða-
brugg. Leikkonan er fædd I Belgíu
og hélt fyrir nokkrum dögum
til Elstree-sj ónvarpsstöðvarinnar
í Bretlandi til að hitta hinn ó-
viðjafnanlega. Annars stendur
Roger Moore I ströngu þessa
dagana og vonast eftir skilnaði
frá konu sinni, en þau slitu raun
ar samvistum fyrir mörgum ár-
um.
Brúðurin dáleidd við brúðkaupið
Er Diane Podkowat, tuttugu og
fjögurra ára, gifti sig I Detroit
I síðustu viku, var hún undir áhrif
um dávalds. Hluti hinnar órólegu
sálar hennar svaf vært, á meðan
afgangurinn af ungfrúnni játaðist
Tom Schoemith, glaðvakandi ung-
um manni, tuttugu og sjö ára.
Presturinn, rómversk kaþólsk-
ur, hikaði lengi við að gefa þau
saman. Lærðir menn safnaðarins
sökktu sér niður í forskriftir páfa.
Menn fýsti að vita, hvað Guð
og páfinn teldu rétt I þessum
efnum. Hjónavígslan fórst ekki
fyrir þrátt fyrir allt. Ástæður þess
ara undarlegheita voru sem hér
segir:
Diane og Tom. Hvað segir
páfinn við þessu?
Bæði Diane og Tom höfðu fyr-
ir alllöngu gert sér ljóst, að ung
frúin mundi ekki þola þá tauga-
spennu, sem giftingin hefði I för
með sér. Tár mundu streyma, og
andlitsfarðinn renna. Lausu augna
hárin mundu detta. í stuttu máli
sagt: Þetta yrði algjört hneyksli
á mælikvarða Ameríkana.
Þau hjónaleysin leituðu ráða
hjá vini sínum, Ron Hutchins.
Sá hafði áður starfaö að dáleiðslu
sem sérgrein. Nú var hann marg-
faldur milljönamæringur I hús-
gagnasölu og dáleiddi fólk að-
eins I hjáverkum. Þau urðu ásátt
um, að dáleiðsla gæti hindrað
hneyksli I kirkjunni. Presturinn
óttaðist, að Diane mundi svara
með jái, þegar hún ætlaði að
segja nei. Diane sjálf var aðeins
hrædd um að veröa sér til skamm
ar.
Daginn fyrir brúðkaupið tók
Tom á leigu forsetaíbúðina i
Poncharten gistihúsinu I Detroit.
Diane var dáleidd. Hún las á skilti
sem dávaldurinn hélt á. Hann
mælti nokkur c ð, hreyfði hend-
umar lítið eitt, og það var allt
og sumt. Allt gekk nú samkvæmt
áætlun og ritningargreinum. Di-
ane gekk virðulega inn kirkju-
gólfið. Andlitsfarðinn var á sin-
um stað. Brúðkaupsmyndin heppn
aðist vel. Nú voru þau hjón eitt.
kvaddur
Dýrlingurinn
Áfengisbölið
Aðili, sem hefur mikil afskipti
af dryggjusiúkum, vill vekia at-
hygli á, nversu almenn of-
drykkja er í Reykjavík. Finnst
jafnvel að alls konar upplausn
vegna drykkjuskapar hafi held-
ur aukizt. Það hefir valdið aukn-
um vandræðum, hversu algeng-
ura það er, að konur drekka
meira en áður í óhófi.
Miklu vi'öar en almenning órar
fyrir, eru jafnvel barnmörg heim
IIi, þar sem drykkjuskapur geng
ur nærri börnunum og þaö væri
jafnvel æskilegt bamanna vegna
að Ieysa heimilin upp og koma
bömunum fyrir annars staðar.
En verulega aðstöðu vantar til
StScs, að börnum verðl komið
fyrir vegna þessa til lengri eða
skemmri dvalar.
Ofdrykkja hefur alltaf verið
vandamál, en aldrei eins og nú,
hvernig sem á því stendur. Verst
er, þegar drykkjan fer svo fram
á heimilunum innan um bömin
og endar með ofstopa og jafn-
vel misþyrmingum. Þegar slíkt
margendurtekur sig, þá getur
ekki farið hjá því, að bömin
verði fyrir varanlegum slæmum
áhrifum.
Það vantar meiri afskiptl af
þessum málum og það þarf
c.'.kna aðstööu til, aö til þess
kvaddir aðilar, geti gripið inn
í málln þar sem verst er ástatt,
og að minnsta kosti bjargaö
bömunum til betra umhverfis,
þar til um hægist ef von er um
að málin komist að nýju I eðli
legt horf.
Þrátt fyrir mikil skrif og um-
tal um slæma drykkjusiði og
áfengisflóð, þá eru aðgerðir
næsta litlar til að koma þeim
til hjálpar sem misstiga sig í
umgengni við áfengið. Eins kon
ar sálarkreppa hrjáir margt
þetta ofdrykkjufólk, og það sem
þarf, er f mörgum tilfellum að-
eins læknishjálp.
Bindindisfélög vinna nytsamt
starf meðal ungs fólks aðallega
i skólum, en það vantar félags-
málasamtök til að koma þessu
afvegaleidda fólki til hjálpar
vegna óhóflegs drykkjuskapar
þess og reyna að koma því á
réttan kjöl aö nýju, ef hægt er.
Hið opinbera þyrfti síðan að að-
stoða slíka félagsstarfsemi með
þvi að leggja til aðstöðu vegna
bæði bamanna og drykkjusjúkl-
inganna sjálfra i þeim tilfellum
sem þess þarf.
Slík mál þýöir ekki að taka
með vettlingatökum, heldur
festu og þó hlýhug. Vinbann
mun heldur ekki leysa málin,
því að einangrun þjóðarinnar er
ekki lengur staðreynd og sam-
neyti við aðrar þióðir er orðið
svo mikið, og á eftir að aukast,
að það leysir ekki lengur vand-
ann.
Ofdrykkjuna þarf vafalaust að
leysa með öflugu félagsmála-
starfi á svipaðan hátt og bar-
áttan er háð gegn berklum,
krabbameini og hjartasjúkdóm-
um. Ofdrykkjan er staðreynd,
en spurningin er aðeins vm
vinnutilhögun og hvemig standa
eigi að verkefninu. Ekki þarf að
efa árangur, ef unnið er af heii-
um hug að framgangl mála.
Þrándur f Götu.
i