Vísir - 16.09.1968, Page 7

Vísir - 16.09.1968, Page 7
V í SIR . Mánudagur 16. september 1968. 7 morgun útlönd £ morgun Útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Einingarsamtök Afríku klofin í Nígeríumálinu algerlega í samræmi viö þá af- stöðu sambandsstjórnar í Lagos, að sambandsríkjafyrirkomulagið hald- ist óskert. Fjögur lónd samtakanna, sem viðurkennt hafa Biafra, taka ekki f>átt / henni ■ Einingarsamtök Afríku eru klofin varðandi borgarastyrjöldina í Nígeríu: Fjögur lönd samtakanna hafa ekki viðurkennt ráðstefnima og taka ekki þátt í henni. í fréttum frá Algeirsborg í gær segir, að margt bendi til, að borg- arastyrjöldin í Nígeríu verði ekki rædd opinberlega á ráöstefnu æðstu manna Einingarsamtaka Afríku og var það í samræmi við það, sem fréttist fyrir helgina, en samt var boðuðu ályktunartillaga frá Haile- Selassie Eþíópíukeisara, forseta, ráð stefnunnar og forseta friðamefnd- arinnar, og búizt við að hún muni verða rædd. Ekki var kunnugt nán- ara um efni ályktunartíflögunnar. Hann lagði fyrir ráðstefnuna skýrslu um störf nefndarmnar í fyrradag. Kenneth Kaunda, sem neitaði að vera varaforseti ráðstefnunnar, vegna gagnrýni á Zambru og önn- ur lönd samtakanna, sem við- urkenrtt hafa Biafra sem sjálfstætt ríki, er kominn til Parísar í opin- bera heimsókn, og er tafið alveg vafalaust að hann ræði við de Gaulle forseta um Biafra. S.l. laugardag samþykktu fulltrú- ar þeirra 39 landa, sem taka þátt í ráðstefnurmi, Ksta yfir þau mál, sem rædd yrðu. Eru þau 10 og borg- arastyrjöldin ekki þeirra meðal. Sambandsstjórn Nígeríu mun eiga vísan stuðning ráðstefnunnar við þá afstöðu hennar, að borgara- styrjöldin sé innanríkismál Nígeríu, og ráðstefnan eigi því ekki að taka hana til meöferðar. Hins vegar er vfst, að borgarastyrjöldin er rædd bak við tjöldin. Biafra á ekki fulltrúa á ráðstefn- unni, sem er fimmta ráðstefna æðstu manna samtakanna. Afstaða Nígeríu er, að sérhver lausn verið aö fela í sér, að Biafra verði áfram hluti sambandsríkisins. Algeirsborg f morgun: Á ráðstefnu æðstu manna Ein- ingarsamtaka Afrfku hefur. verið samþykkt áskorun, sem felur f sér hvatningu um vopnahlé í borgara- styrjöldinni. Var hún samþykkt með 31 atkvæði gegn 4 eöa þeirra þjóða, sem viöurkennt höfðu sjálf- stæði í Biafra. í tilkynningunni er skorað á skiln aðarmenn f Biafra, að hefja sam- starf viö sambandsstjórnina til þess að koma á lögum og reglu í land- inu og á sambandsstjómin að til- kynna almenna náðun, um leið og vopnahlé er undirritað. Fréttaritari brezka útvarpsins sfm ar frá Algeirsborg, að ályktunin sé 'VASHINGTON: Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu er 51 herfylki und- ír vopnum í Austur-Evrópu, að því er haldið er fram af opinberum tals manni. Þessi staðreynd og að her aflinn er helmingi meiri en í Vest- ur-Evrópu hafi leitt til þess, að Johnson forseti varaði við nýrri stvrjaldarhættu og hvatti til efling ar Norður-Atlantshafsbandalagsins. ALGEIRSBORG: Kenneth Kaunda forseti Zambíu hafnaði að vera for seti á ráðstefnu æðstu manna Ein ingarsamtaka Afríku vegna ágrein mgs varðandi borgarastyrjöldina í Nígeríu. Zambía er eitt þeirra landa, sem hafa viöurkennt Biafra. PRAG: Tékkneskir leiðtogar hafa ní til fhugunar hvaða tilslakanir þeir geti gert, svo aö Rússar fall ist á brottflutning hernámsliðsins stig af stigi, og er helzt talað um,‘ að tilslakanirnar veröi f því fólgn- ar, að þeir menn verði látnir víkja úr störfum, sem eru óvinsælir í Kreml, en eftir öllum merkjum að dæma, hefur sovézka herstjórnin f Tékkóslóvakíu ekki rétt til að krefj ast frávikninga, og ekki var mót- mælt. að umbótastefnumaðurinn dr. Jan Pelnar tæki viö embætti Jósefs Pavels innanríkisráðherra, sem lét atf embætti eftir innrásina og Ota Sik efnahagsmálasérfræðingurinn, baðst lausnar eftir hana, en sá maö urinn sem Rússar helzt vilja losna við nú, er Jiri Hajek utanríkisráö- herra, sem hefur verið harölega gagnrýndur í blöðum í Moskvu, en hann »r enn utanríkisráðherra lands síns. PRAG: Þjóðþing Tékkóslóvakíu féllst í fyrri viku á hina nýju áætl- un stjómarinnar, sem felur f sér að taka upp á ný eftirlit með blöð- um, útvarpi og sjónvarpi, bann viö nýjum stjórnmálasamtökum og harðarj viðurlög fyrir brot sem landi og þjóö stafar hætta af. Cernik gerði grein fyrir hinu nýja viðhorfi f margra klukkustunda ræðu. ALGEIRSBORG: LT Thant fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var viðstaddur ráðstefnu æðstu manna Einingarsamtaka Afríku og hvatti til að gera allt, sem í valdi samtakanna stæði til þess að binda endi á borgarastyrjöldina í Nígeríu. Hann kvað samtökin þá stofnun, sem hefði bezt skilyrði til þess, og hann hvatti eindregið til þess 5 nafni mannúðarinnar, að dregið væri úr þeim hörmungum, sem væru afleiðingar sfyrjaldarinnar. TEL-AVV: Eban utanríkisráðherra ísraels hvatti i fyrradag egypzku þjóðina til þess að trúa ekki fals fréttum um, að Israel væri í þann veginn að hrinda af stað nýrri styrj öld í Austurlöndum nær. NEW VORK: Sérlegur fréttamað- ur brezka útvarpsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna símar, að þar óttist menn í vaxandi mæli, að mik il átök kunni að vera framundan milli ísraels og Arabaríkjanna. Kenneth Kaunda. •• Ongþveiti og tjón nf vöidum flóða ó EngBnndi Umferðartrufianir og jafnvel al- gert öngþveiti ríkti af völdum flóða, sem komu í kjölfar stórrigninga á Suðaustur-Englandi, en það var á laugardag sem hvessti með úrhellis- rigningu. Sums staðar urðu bílstjórar að hafast við á þökum bíla sinna. Á Gatwickflugvelli voru flugbrautir lokaðar tvo og hálfan klukkutíma. Þegar mest gekk á losnaði um þök á nærri 900 húsum í Chatten- dam og Wainscott suðaustur af London. London í morgun: Umferðaröngþveiti er enn á Suð- austur-Englandi af völdum flóðanna sem komu í kjölfar storms og úrhellisrigningar, sem för yfir land- ið á laugardag og í gær. Fjöldi þjóð- vega tepptist og víða komst ólag á járnbrautarsamgöngur. Sums stað ar varö fólk sem var á ferð í bílum að hafast við á þökum bíla sinna. Miklar skemmdir urðu á húsþökum. Flugsamgöngur tepptust um tíma um Gatwick og Heathrow flugvelli. Ofviðrið olli miklu tjóni í greifa- dæmum Essex, Sussex, Kent og Hampshire og víðar. Um tíma var Sussex einangrað frá Kent. Vatn á vegum var víða yfir metra á dýpt. Hjarfa og lungu úr dags gömlu barni grætf í tveggju mónaða telpu Skurðlæknirinn frægi dr. Denton Cooley við Sankti Lúk- as-sjúkrahús í Houston græddi I hjarta og lungu í gær í tveggja < mánaða gamla telpu, en líffærin J voru úr bami, sem lifði aðeins einn dag. < Skurðaði.erðin tók átta ‘ klukkustundir. J Telpan, sem fékk líffærin, er < hlökk. Henni var ekki líf hugað I nema hún fengi ný líffæri. I Heilinn i baminu sem dó var < vanskapaður og var það orsök j dauða þess. Liðan lith telpunnar er upp- ■ örvandi, segir i tilkynningu( ^ læknanna. en ógerlegt að segja , ^ enn sem komið er hvort hún £ lifir af aðgerðina. (b) Fötin skapa manninn segir hún mamma, og pabbi er afveg sammála. Hann velur alltaf íslenzk föt . . til að efla íslenzka framleiðslu og þjóðarhag, segir hann. En þá brosir mamma og segir honum að láta ekki svona, hann vilji vönduð og smekkleg föt og þess vegna kaupi hann aúðvitað íslenzka framleiðslu. Hafnar heræfingar, sem ýmsir vestrænir leið- togar vildu hætta við Bonn: í Suður-Þýzkalandi eru byrjaðar heræfingar þær („Svarta Ijónið“), sem upprunalega átti að halda við landamæri Tékkóslóvakíu. Um 42.000 vestur-þýzkir hermenn taka þátt i þeim. Vegna eindreginna tilmæla bandalagsríkja féllst vestur-þýzka stjómin að hætta við heræfingarn- ar viö landamæri Tékkóslóvakíu og halda þær 150 kílómetrum vestar. Bandarískar og franskar hersveit- ir taka þátt í æfingunum. Margir vestrænir stjórnmálamenn eru beirrar skoðunar. að átt hefði að hætta viö heræfingarnar til þess að auka ekki á þensluna milli aust- urs og vesturs. Nasser segir „helga skyldu' að frelsa herteknu svæðin 31 Nasser Egyptalandsforseti flutti ræðu um helgina og sagði það helga skyldu Arabaríkja. að frelsa her- teknu svæðin, sem ísrael náði á sitt vald í júnístyrjöldinni í fyrra. Samkvæmt fréttum frá Tel Aviv hafði ræðan engin teljandi áhrif í Israel. Meirihluti þjóðarinnar virðist van frúaður á, að Egyptar hefji sókn til bess að ná aftur herteknu svæðun- um og jafnvel óvíst, að þeir láti stórskotalið hefja skothríð á nýjan leik yfir Súezskurð á borð viö þá, sem átti sér stað fyrir rúmri viku, og Öryggisráð hefur haft til meðferö ar. Þrátt fyrir þessa afstöðu þjóðar- innar gætir nokkurs óróleika meðal sumra helztu manna Israels, vegna þess aö Egyptar kunni að misskilja þaö, að ísraelsmenn hafa haldið að sér höridum og ekki gripið til gagn- aðgerða. Aðrir stjórnmálamenn segja Nasser ekkert hafa sagt, sem ekki hefur áður komið fram hjá honum, og líta á yfirlýsingu hans sem glamurkenndan áróður.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.