Vísir - 23.09.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1968, Blaðsíða 2
VISIR . Mánudagur 23. september 1968. Ákveðnir Eyjamenn í bikarúrslitin Unnu ■ FRAMARAR, liðið, sem hafnaði í öðru sæti á ís- landsmóti 1. deildar, er úr leik í bikarkeppninni, — Harðir, ákveðnir og ágengir við mark Framara unnu Vestmannaeyingar Fram á Melavellinum í gærdag með 2:1, sem voru sanngjörn úrslit eftir gangi mála. ■ Framarar skoruðu fyrsta markið, lag’egt skot Elm- ars Geirssonar hafnaði í netinu á 23. mínútu. Þetta var eina mark hálfleiksins. í seinni hálfleik jafnaði Sævar Tryggvason fyrir Eyjamenn og Að- Akureyri — Akranes 3:4 Akurnesingar unnu Akureyr- inga í Ieik norður á Akureyri um helgina með 4:3. Leikurinn var mjög spennandi, eins og marka- talan sýnir. Leikur þessi var „gestaleikur", ekki liður í neinu sérstöku móti. Hins vegar ætti þetta að gefa visbendingu um að Akurnesingar eru á réttri hillu eftir að þeir komust aftur í 1. deildina. Heimsmet Margitta Gummel frá Austur- Þýzkalandi setti í gær nýtt heimsmet i kúluvarpi kvenna. Hún varpaði kúlunni 18.87 á móti í Frankfurt-an-der-Oder. Margitta, sem var silfurverð- launahafi á EM í Búdapest fyrlr tveim árum, bætti fyrra metið um 20 sentimetra, en það átti Nadesjda Tsjisjova frá Sovétríkj unum. öll köstin voru yfir 18 metra. alsteinn Sigurjónsson, sem lék nú aftur með liðinu, skoraði sigurmark iö, sem færir liöið í bikarúrslitin gegn Val, —eöa b-liði KR en þessi tvö lið keppa um næstu helgi um úrslitasætið. Talsverð harka var í leiknum enda vilja bikarleikir oft veröa það enda barizt til þrautar í þeim leikj um. Vestmannaeyjaliðið lék ekki eins ,,fina“ knattspyrnu og Framar ar, en mun meira kom út úr leik þeirra. Það er eins og vanti allan „brodd“ í lið Fram og þar af leið- andi skapaði liðið sér ekki marka- tækifæri sem skyldi. Hins vegar áttu Eyjamenn ágæt tækifæri til aö skora fleiri rhörk. Margir heimtuðu vítaspyrnu, þeg ar boltanum var sparkað af alefli upp í hendi eins leikmanns Eyja, en þar var greinilega um óviljahendi að ræöa og lét dómarinn, Magnús Pétursson það afskiptalaust. Hreiðar Ársælsson, þjálfari Vest mannaeyinga er því kominn í bikar úrslitin með lið sitt og er ástæða til að óska honum og mönnum hans til hamingju með þennan árangur. Liöiö er sannarlega á uppleið og eflaust eiga Hreiðar og Vestm,- eyingamir eftir að ná lengra á næsta keppnistímabili, en Hreiðar hefur nú samið við Vestmannaey- inga um að þjálfa þá næsta keppnis tímabil. Þorbergur Atlason hefur hér Ient í kröppum dansi við þrjá harðsækna Vestmannaeyinga. Upp úr þessu kom annað mark Eyjamanna og sigurmarkið, sem færir þá i úrslitin í bikarkeppninni. SAAB gegn Reykjavíkur- úrvalinu í kvöid — og þarmeb hefst handknatfleiks„vertiðin' Starfsmenn SAAB-verksmiðj- anna kunna fleira en að búa til bíla og flugvélar, — þeir leika líka handknattieik með árangri, það má sjá á því, að þeir urðu Svíþjððarmeistarar í handknattleik á síðasta keppnistímabili. Og það þarf meira en lítið til að vinna Svi- þjóðarbikarinn í handknatt- leik. í kvöld fáum við aö sjá þetta lið í leik í Reykjavík. Lið SAAB kom hingað aðfaranótt sunnu- dagsins og Ieikur fyrsta leikinn við lið gestgjafanna, lið HKRR, sem hefur verið valið. Stig Lennart Olsson er án efa frægastur þeirra leikmanna IF SAAB, sem hingaö koma. Hann er 36 ára, en aldursforseti liðs- ins er Lennart Jonsson mark- vöröur, sem er 38 ára. Stig Lennart Olsson lék með sænska landsliðinu í handknatt leik, sem varð heimsmeistari ár ið 1958. Ilann hefur einnig hlot ið silfur og bronzverðlaun með sænska landsliðinu í heimsmeist arakeppni. Hann var miðframl vörður landsliðsins árin 1955 — 1964. Stig Lennart Olsson hefur leik ið samtals 63 landsleiki í A- landsliði Svía. Árið 1963 hlaut Stig Lennart Olsson gullmerki IF SAAB, sem er æðsta heiöursmerki félags- ins. Auk hans hafa aðeins 5 karl ar og ein kona hlotiö þetta merki og þar af einn handknatt- leiksmaður áður, en það var Rune Nilsson árið 1961. Af framangreindu má sjá, að Stig Lennart Olsson hefur átt mjög glæsilegan feril sem hand- knattleiksmaður og hátindur þess ferils er gullverðlaun 1 heimsmeistarakeppni 1958. Af leikmönnum IF SAAB, sem koma hingað hafa 5 leikið í A- landsliði Svía og 3 í unglinga- landsliðinu. Þeir, sem leikið hafa í A-landsliðinu eru Stig Lennart Olsson, Hans Jonsson, Sune Rolandsson, Georg Funquist og Jan Áke Karlsson. í unglinga- landsliði hafa leikið Göran Sinde borg, Lars Gösta Andersson og Jan Jonsson Þjálfari IF SAAB er Sigo Bjers, en hann er jafnframt þjálf ari sænska landsliðsins. 2ja herb. íbúð á 2. hæð við Bergstaðastræti. Svalir. Laus. Otb. ca. 350 þús. 2ja herb. íbúð á 1. hæð við Mjóuhlíð. Sér *;;; hiti. Tvöfalt gler. Útb.: ca. 400 þús. 2ja herb. risíbúð við Langholtsveg. Sér hiti. T'-öfalt gler. Laus. Otb.: ca. 250 þús. 3ja herb. rúmgóð kjallaraíbúö við Grænuhlíð. Laus nú þegar. Útb.: 350—400 þús. 3ja herb. 86 ferm. íbúð á 3. hæð við Klepps- veg. Suðursvalir. Vélaþvottahús. Otb.: ca. 600 þús. Útborgun má, í öllum tilfellum skiptast. I t *" Hans Jonsson og Georg Funquist (til hægri) - tveir af beztu leikmönnum SAAB-liðsins. Þeir eru auðvitað á bíl frá verksmiðjunum og bak við þá sér í flugvél, sem fyrirtæki þeirra hefur einnig framleitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.