Vísir - 23.09.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 23.09.1968, Blaðsíða 9
! V1SIR . Mánudagur 23. september 1968. „Teljið þér rétt, að Varn- arliðið verði látið fara úr landi innan tíðar?“ Ólafur H. Ólafsson, skrif- stofumaöur: „Ég hef nú tæplega gert það upp við mig, hver af- staða mín er í þessu máli. í fljótu bragöi finnst mér þó, að ekki sé rétt, að senda Vamarlið- ið heim í nánustu framtíð." Sigmundur Siggeirsson, af greiðslumaður: „Ég hef enga skoðun á því, ekki að svo komnu.“ Einar Guðmundsson, bifreið-' arstjóri: „Ég tel, að við eigum að hafa Varnarliðið áfram. Mér finnst það öruggara eins og á- standið er núna í heiminum." j Hörður Sigurvinsson, verzl- unarmaður: „Við skulum láta Varnarliðið vera kyrrt hér á landi.“ Birgir Guðmundsson, nemi: „Nei, ég tel rétt, að Varnarliðið verði hér áfram.“ Rætt v/ð Ólaf Ólafsson, forstöðumann rannsóknarstöðvar Hjartaverndar um árangur fyrsta verkefnis st'óðvarinnar □ Fyrsta verkefni rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar, landssamtaka hjarta- og æðasjúkdóma- verndarfélaga, er nú að ljúka. Um 2400 karlmenn úr 16 árgöngum á aldrinum 33 til 60 ára hafa verið rannsakaðir í rannsóknarstöðinni, en það eru 82— 83% af þeim fjölda, sem boðið var til rannsóknar í fyrstu hóprannsókn samtakanna. Þetta er lang- stærsta hóprannsókn, þar sem rannsóknin hefur beinzt að fleiri en einum sjúkdómi, sem framkvæmd hefur verið hérlendis, en fjölmennari hóprannsókn- ir hafa verið gerðar, en þær hafa beinzt að einum sjúkdómi eins og t. d. berklavarnir og rannsóknir á krabbameini í leghálsi hjá konum. Vísir leitaði til forstöðumanns rannsóknarstöðvarinnar, Ólafs Ól- afssonar, læknis, til að forvitnast um þær niður- stöður, sem þegar liggja fyrir og hvernig starfsem- in hafi gengið. Ólafur Ólafsson: Kostnaður stigið geigvænlega. heilbrigðisþjónustu hefur Reykviskir karlmenn að meðaltali 5 kg. fryngri en jafnaldrar þeirra i Eskilstuna: Takið þetta af ykkur herrar mínir JJlutfallslega á tala þeirra, sem ■*" skila sér til rannsóknarinn- ar eftir að hækka, — við höld- um aö þegar allt er komið sam- an eigi talan eftir að hækka í 90%. Margir hafa ekki getað komið á þeim tíma, sem til var ætlazt, en ,munu skila sér. síðar, svaraði Ólafur, þegar hann var spurður hvort þeir væru ánægðir með undirtektimar. Þetta er miklu betri árangur en þekkist nokkurs staðar er- lendis, en til samanburðar veit ég ekki til þess að nein hóp- rannsókn t. d. í Bandaríkjunum, þar sem niðurstöður hafa verið birtar hafi fengið meira en 70%. Árangurinn er einnig betri en nokkurs staðar er búizt við og þekkist í Evrópu. Það er þetta, sem gerir er- lenda aðila áhugasama um rann- sóknir eins og þessa hérlens. Við getum fengi hlutfallslega fleiri til að mæta en annars staðar og eru sjálfsagt ýmsar ástæður, sem liggja aö baki því, betri menntun, lítið þjóðfélag, tiltölulega lítill flækingur manna staöa á milli o. fl. Athugun á sjúkdómstíðni ein- stakra cjúkdóma i þessari at- hugun byggist algjörlega á heimtunum. Ef t.d. aðeins 50% af boðuðum mönnum hefðu mætt, hefði nær ekkert veriö hægt að segja um hópinn allan. Engin trygging hefði verið fyrir þvi, að hálfur hópurinn hefði gefið rétta mynd af honum öll- um. Niðurstöður af slikum hóp- rannsóknum orka því mjög tví- mælis. Það er því ekki að ástæöu- lausu, sem við erum mjög á- nægðir með undirtektir þær sem við höfum fengið meðal almenn- ings. Tilgangurinn meö þessari hóprannsókn nú er að kanna hvert við eigum helzt að beina kröftunum, hvernig árangur rannsóknarstöðvarinnar megi veröa sem áhrifaríkastur. Ijvaða niðurstöður hafiö þið þegar fengið eftir þessa rann- sókn? Við getum ekki komið með lokatölur nú. Töluvert af fólki þarf að fylgjast betur með. Við skoðum það aftur eftir þrjú og sex ár og getum þá nánara dæmt um sjúkdómsþróunina og komið þá meö réttar tölur. Þaö eru aöeins frumtölur, sem nú liggja fyrir. Viö tókum þátt í Norræna lyflækningaþinginu, sem var haldið hér í júní og löigðum þar fram Iskýrslur, vissar niður- stöður. .. . Getið’ 'þer nefnt ' einhverjar tölur, sem þiö hafiö fengið þeg- ar? Af þeim sem voru rannsak- aðir voru 4 — 5% með sykursýki á frumstigi, þ. e. einkennislausa byrjandi sykursýki. Viö höfum raunar þegar séö árangur af meðferð á þessum mönnum, þar sem sykurþolið hefur orðið eðli- legt og við eigum eftir að fylgja þessum tilfellum betur eftir. 6—7% voru með háþrýsting, þar af var helmingur, sem ekki var vitað um áöur. Einkenni um byrjandi hjarta- sjúkdóma höfðu 6—7%, þar af var meir en helmingur áður ó- þekktur. Tölur dr. Guömundar Björns- sonar,- augnlæknis, sem hann birti í doktorsritgerð sinni um gláku á íslandi hafa hlotið stað- festingu í rannsóknum okkar, en hann segir aö 2% af íslend- ingum yfir fertugt hafi „ukinn augnþrýsting sem leiöir til gláku og blindu. Þetta fólk er talið að lækna megi ef sjúk- dómurinn finnst nægjanlega snemma. Við komust að þeirri niöur- stööu, að karlmenn í Reykjavík á aldrinum 45—55 ára eru að meöaltali 5 kg. þyngri, en menn á sama aldri í bænum Eskils- tuna í Svíþjóö en sú könnun var gerð með sama hætti með sömu mönnum í báðum tilvik- unum. (Það er Ólafur sjálfur, sem gert hefur báöar þessar kannanir). Þetta er alvarlegt mál fyrir okkur, því að vitað er að meira ber á sykursýki og hjarta og æðasjúkdómum hjá holdmiklu fólki. Þaö er kennt í kennslubók. Það liggur því beint við að segja: Losið ykkur viö þetta. herrar mínir. — Bar mikið á því að sama fólkiö væri með einkenni um fleiri en einn sjúkdóm? — Já, það virðist mikiö vera Nikulás Sigfússon, læknir, rannsakar læknanema. sama fólkiö. Það ber t.d. mikið á byrjandi sykursýki hjá mönn- um meö kransæðasjúkdóma. — Þarna getur verið orsakasam- band á milli. Bæði tölur héðan og annars staðar frá upplýsa að yfir 40% af kransæðasjúkling- um hafa truflað sykurþol. Þessár tölur og kannski frekar þær tölur, sem þið eigið von á, þegar allt er komið fram, gefa þær ekki tilefni til að áætla að menn komnir t.d. yfir 35 ára ald ur eigi að leita læknis með vissu millibili til að láta gera á sér heildarrannsókn? — Ég álít að menn eigi aö láta líta eftir sér á 2—3 ára bili. Öll læknisfræðin stefnir og hlýtur að stefna í auknum mæli inn á fyrirbyggjandi lækn- ingar, þ.e. að koma í veg fyrir sjúkdóminn, eða stöðva hann á frumstigi., G..llinn er bara sá að heilbrigðisyfirvöld eru oftast grátlega sein að átta sig á breytt um tímum og því veröa einstakl ingar og áhugamennirnir að ganga fram fyrir skjöldu. Þaö lá t.d. fyrir þegar áriö 1941. að mjög hagkvæmt var að láta gera leghálsrannsókn í konum til þess að finna byrjandi krabba mein, en það er ekki fyrr en ald- arfjórðungi síðar. sem áhuga- menn hér hrinda því af staö. Fjöldan allan af slíkum dæmum mætti tfna til, eins og t.d. það hve brezk heilbrigðisyfirvöld voru lengi að taka við sér með að láta bólusetia fyrir barnaveiki Það kostaði tugbúsundir manns- lífa Meira sláandi núna eru kannski tölur, sem brezkir lækn ar hafa látið frá sér vegria krabbanieins. Þeir telia að kostn aður við að finna krabbamein á byrjunarstigi og fylgja mannin- um eftir i 5 ár sé um 30 þúsund krónur. Þú tekur eftir að ég segi mann ekki sjúkling. Kostnaöur við áð finna krabba meinssjúkling og fylgja honum síöan eftir í 5 ár er hins vegar talinn ve. um 100 þús. kr. All ir vita að möguleikarnir á því að bjarga þeim seinni eru marg falt minni. Þaö er engin á- stæða til að vefengja þessar tölur, en samt taka heilbrigð- isyfirvöld ekki við sér. m-+ 10. sfða. gin^atwigi.'.n cmata Bgývawteai*tm*rTi-Mh.',Bn«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.