Vísir - 23.09.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 23.09.1968, Blaðsíða 16
Mánuðagur 23. sept. 1U68. Fjallkóngurinn sóttur í sjúkrubíl §nn n Landmannu- afrétt Það óhapp varð i leituin Rangæ- ' ’ga á Landmannaafrétti að fjall- ':ðngur þeirra, Karl bóndi Péturs son frá Skammbeinsstööurr datt af hestbaki og viðbeinsbrotnaði. — ‘riúkrabíli var sendur frá Hvolsvelli inn í Landmannalaugar til þess aö cækia Karl. Atvikið varð með þeim hætti, að hesturinn lenti i vilpu og fataðist eitthvað, en við það féll Karl af baki. Veitti þjófí með tösku eftirför og heyrði síðan á tai félaga hans — Lögregian komin á spor Sigtúns-þjófanna Athugull lögregluþjónn og skarpskyggn hefur leitt rann- sóknarlögregluna á sporið í rannsókn þjófnaðarins, sem framinn var í Sigtúni aðfara- nótt föstudagsins s.l., en þar var stolið 20 flöskum af á- fengi og tóbaki, auk matvæla. Lögregluþjónninn var sendur seint á föstudagskvöld í Aðal- stræti vegna kæru, sem borizt hafði um mikinn hávaða og ó- næði, en þegar lögreglan kom á staðinn voru hávaðaseggirnir á bak og burt. Bar síðan ekkert meira á hávaða, með lögreglu- þjónninn var við gæzlu í hverf- inu. Hins vegar kom hann auga á mann, sem hann kannaðist við, og var sá á gangi með tösku mikla. Það var komið fram yfir miðnætti og vakti þetta grun- semdir lögregluþjónsins, sem veitti manninum eftirför í íbúðar hús eitt. Heyröi hann manninn tala við einhverja inni i húsinu og það, sem barst til hans af samtalinu, styrkti enn grun lög- regluþjónsins um, að ekki mundi allt með felldu. Var rannsóknarlögreglunni gert viðvart og fór hún inn í hús ið. Þar voru fyrir þrír menn og við yfirheyrslur viöurkenndu tveir þeirra að hafa brotizt inn í vélbátinn Ásrúnu þá um nótt- ina og stolið úr bátnum útvarps- tæki og matvælum. Rannsóknarlögreglan fann 1 ibúöinni kjúkling og gæs í plast- umbúðum, en svo vildi til, að úr Sigtúni hafði verið stolið kjúkl- ing og gæs nóttina áður. Féll grunur á einn þremenninganna um, að hann mundi luma á upp- lýsingum um það innbrot. Áður hafði lögreglan fundið töluvert magn áfengisins sem stolið var, og var það geymt annars staðar í bænum. Mennirnir voru allir settnr í varðhald. Víðir Sveinsson, hinn kunni afla- skipstjóri, sem lét lífið á síldarmið- unum. var að ganga niður stiga úr brúnni, er honum varð fótaskort- ur og datt niður. — Er komið var > að honum var hann þegar látinn. Víðir var skipstjóri á m.b. Jóni 1 Garðari og átii báturinn eftir um tveggja stunda siglingu á miðin er Víðir lézt. Var haldlð strax áleið- is til iands og kom báturinn um klukkan 10 í morgun til Sandgerð- is. Sjópróf munu hefiast í dag. Viðir Sveinsson var 38 ára gamall. I Hann lætur eftir sig konu og fjög- ur böm. Víðir Sveinsson Rakst ó bróar- handrið Tvö umferðarslys urðu austur í j Holtum um helgina. Auk bílvelt- j unnar við Steinslæk rákust tveir fólksbílar saman seint á laugardags kvöldið á brúnni yfir Steinslæk. j Fóru þeir fyrst utan í brúarhandrið- j ( ið og lentu síðan saman. Fólk sak , aði ekki við þennan árekstur. Sorg i«t af hvarfi tveggja reiðhjóla , C Mikil sorg ríkir nú hjá smá- fólki á tveimur heimilum við ; Grettisgötu, en tveimur reiöhjólum f eigu þeirra var stolið á laugar- dagskvöld. Húsmóðirin á öðru heim , illnu haföi samband við Vísi í morg : um on bað blaðið að birta áskorun tll piltanna, sem tóku hjólin að skila þeim. Tveir leigubílstjórar sáu til þeirra þar sem þeir voru á leið inn í Lang holtshverfi og segjast geta borið kennsl á piltanna. Það er þó engin löngun til þess , að láta lögregluna komast í spil-, ið og verður málið látið niöur falla,, ,ef þeir skila hjólunum. eða hringja , í síma 36362. Fólk, sem kynni aö ; hafa orðiö vart viö ókunnug hjól er sömuleiðis beðiö um að hringja. I Hundur beit skottið af ketti Hundur nokkur austur á Eyrar- bakka gerðist nokkuð djarftækur fyrir nokkr.um dögum. Kött sem hann hitti á förnum vegi hljóp hann uppi og glefsaði í skottið á honum. Náði hann að bíta ofantil við mitt skottið og klippti þar í sundur. Kattarkvikindið hljóp ýlfr- andi heim að húsdyrum sínum. Var hann þeear fluttur niður á Sel- foss til dýralæknisins þar. Varð læknirinn að stytta rófuna enn meira til þess að komast fyrir mein semdina og gengur kötturinn nú um Bakkann með skottið í reifum, eða það sem eftir er af því og það er ekki nema sáralítill stúfur. Finnst mörgum nóg um hunda- eign Eyrbekkinga, sem mun vera talsverð og hnlda margir hitnda þar I leyfisleysi. Valsa þeir þar um götur og eiga það til að glefsa til vegfarenda. Þessi mynd er af Góðtemplarahúsinu um helgina, en næstu daga veröur húsið horfið. „Gúttó" hverfur: A Iþingismenn leggja bílum sín- um á grunni merkilegs húss • Alþingismenn munu í vet- ur leggja gljáfægðum bíl- um sínum á grunni eins merkasta húss Reykjavíkur, Góðtemplarahússins, eða Gúttó, eins og allir Reykvík- ingar þekkja þetta hús, sem nú er verið að rífa. í þessu húsi hafa Reykvíking- ar víst flestir skemmt sér, sótt þar dansleiki, fundi, leiksýning- ar og sitthvað fleira. Og um árabil sóttu höfuðborgarbúar skömmtunarseðja sína í þetta hús, en það er sem betur fer liðin tíð. í ársbyrjun 1887 var stúk- unni Einingunni leyft að gera uppfyllingu á þessum stað. Efni var ekið vestan af Melum um veturinn og var mikið sjálfboöa- starf unnið við þetta. Þá var mikil vinna unnin við smíði húss ins, sem tekiö var í notkup þá þegar um haustið. Síðan hefur þetta hús, sem á sínum tíma þótti veglegasta bygging, fóstrað ýmiss konar fé- lagsstarfsemi og fram á síðustu ár hefur húsið verið notað til þessara hluta, m. a. hafa gömlu dansarnir í Gúttó veriö lands- frægir. Allan þennan tíma, eða í 81 ár hefur Alþingi haft rétt á lóð- inni, ef það teldi þörf á, — og nú loks hefur Alþingi notað þennan rétt sinn, — og enn eitt sögufrægt hús hverfur af svið- Fimm manns slösuðust illa i um j skurði og var ferðin það mikil á hon bílnum. Sumt hafði þeytzt út úr ferðaróhappi, sem varð við Hár-1 um að hann þeyttist hálfvegis upp honum við veltuna. Fólkiö var laugsstaði austur í Holtum á laug- úr skurðinum aftur og hékk þannig meira og minna slasað og var flutt ardaginn. Sendiferðabíll af Fiatgerð í skuröbakkanum, þegar að var til Reykjavíkur. — Bíllinn er gjör- fór þar út af veginum og lenti út í • komið. Fólkið var þá komiö út úr samlega ónýtur. • Slátrun sauðfjár er nú hafir. af fullum gangi. Búizt er við, að íún verði meiri en í fyrra, þótt ú< hafi rætzt um heyskap, er á leið sumarið. Jónmundur Ólafsson hjá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins skýrði blaðinu svo frá í morgun, að reikna mætti með, að slátrað yrði nærri 900 þúsund fjár, í morgun hófst slátrun til dæmis á Selfossi, í Biskupstungum, Kirkjubæjarklaustri og Vík Mýrdal, og er hún raunar i þann veg að hefjast um land allt. DATT ÚR STIGA OG BEIÐ BANA Nær 900 þús. slátrað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.