Vísir - 25.09.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 25.09.1968, Blaðsíða 8
3 V1S IR . Miðvikudagur 25. september 1968. VISIR Otgefandi Reykjaprent ö.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoöarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjórl: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimai H. Jóhannesson Auglýsingastlóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Lnugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands I lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Grípa strax í taumana „Ég álít, að menn eigi að láta líta eftir sér á tveggja —þriggja ára bili. Öll læknisfræðin stefnir og hlýtur að stefna í auknum mæli inn á fyrirbyggjandi lækn- ingar, þ: e. að koma í veg fyrir sjúkdóminn, eða stöðva hann á frumstigi.“ Þetta sagði læknirinn Ólafur Ólafs- son, forstöðumaður rannsóknarstöðvar Hjartavernd- ar, í viðtali um stöðina, sem birtist í Vísi í fyrradag. Rannsóknarstöðin hefur aðeins starfað skamma hrW, en samt hefur þegar náðst þar merkilegur ár- angur. Um 2400 karlmenn á aldrinum 33—60 ára hafa gengizt þar undir sjúkdómaleit, ekki aðeins á sviðum hjarta- og æðasjúkdóma, heldur einnig á ýmsum öðr- um sviðum. í þessari rannsókn kom í ljós, að 4—5%, mannanna voru með sykursýki á frumstigi, um 3% með háþrýsting, sem ekki var vitað um áður, og 6— 7% höfðu einkenni um byrjandi hjartasjúkdóma. Og vegna rannsóknarinnar er nú hægt að ráðast gegn þessum sjúkdómum núna strax, áður en þeir hafa að ráði hreiðrað um sig í líkamanum. Hér hefur verið farið irifi 'á riýja braut í íslenzkum heilbrigðismálum. Þróunin verður sjálfsagt í þá átt, að hver borgari fari á fárra ára fresti í alhliða rann- sókn til þess að leitað sé að sjúkdómum á byrjunar- stigi. Að sjálfsögðu kemur að því, að þessi sjúkdóma- leit verði verkefni heilbrigðisyfirvalda. Sumir kunna að halda því fram, að svo umfangs- mikil sjúkdómaleit yrði svo mikill fjárhagslegur baggi á þjóðfélaginu, að hún væri óframkvæmanleg. En í viðtalinu benti Ólafur læknir á hið gagnstæða. Hann nefndi sem dæmi, að það kostar 100 þúsund krónur að fást við krabbameinssjúkling í fimm ár, en ekki nema 30 þúsund krónur að finna krabbameinið á frumstigi óg fylgjast síðan með manninum í fimm ár, og batahorfur eru að sjálfsögðu margfalt meiri. Sjúkrahús eru eins og kunnugt er einhverjar dýr- ustu stofnanir þjóðfélagsins. Kostnaður á hvert sjúkrarúm á dag er meiri en kostnaður við að búa í lúxusíbúðinni á Hótel Sögu. Svo má ekki gleyma öllu vinnutapinu, sem fylgir sjúkrahúsvistinni, og kemur bæði niður á fjölskyldu sjúklingsins og þjóðfélaginu í heild. Fyrirbyggjandi aðgerðir eins og hér hefur verið rætt um draga verulega úr sjúkrahúsaþörfinni og eru örugglega þjóohagslega hagkvæmar, svo að ekki sé minnzt á þægindi viðkomandi manna að losna við að verða sjúklingar. Einstaklingar og áhugamenn í Hjartavernd hafa gengið fram fyrir skjöldu í þessu mikilsverða máli. Nú fer að verða tímabært, að heilbrigðisyfirvöldin hefji merkið á loft og stórefli sjálf heilsuvernd af þessu tagi. Þau hafa fram til þessa unnið mjög gott starf á afmörkuðum sviðum, svo sem í berklavörnum. En nú þurfa þau að færa út kvíarnar, svo að á öllum svið- um heilbrigðismála sé hægt að grípa strax í taumana, áður en sjúkdómamir verðá verulegt vandamál. Eiginkona Maós missir völd sín — Menningarbyltingarsinnar einangrast □ Það lítur út fyrir, að eiginkona Maós Tse- tungs, frú Chiang Ching, tapi áhrifum sínum smam saman, eftir því rauðu varðliðunum, sem höfðu næstum því frjáisar hendur meðan „menningarbyltingin“ stóð yfir — sællar minn- ingar. Cíðustu ábendingar um minnk andi áhrifavald Chiangs Chings koma fram í bréfum, sem borizt hafa til Hong Kong, og skýra frá því að hermenn og verkamenn ha'fi handtekið hinn haröa kjarna aðdáenda hennar meöal rauöra varöliða. Her- menn og verkamenn hafa nú eft irlit meö kínverskum skólum og menntastofnunum í þeim til- gangi að bæla niöur óróann meöal stúdenta. Flokkar leystir upp Að minnsta kosti átta af hin- um stærri stúdentaflokkum með al rauðra varðliða, sem voru verkfæri hennar í menningar- Chiang Ching — eiginkona Maós. Áhrifa hennar gætir nú sífellt minna, en engu að síð- ur stendur hún í skjóli hins volduga eiginmanns síns. sem hinir hóf samari með al kínverskra herfor- ingja og borgaralegra leiðtoga herða tök sín á byltingunni hafa nú verið leyst- ir upp — eða losaðir viö öfgá- fyllstu félagana. Úr því að ekki er taliö, að hægt verði að steypa Chiang Ching endanléga af stóli, þar sem hún er eiginkona Maós for- manns er talið aö hinir hófsam- ari Kínverjar, en leiðtogi þeirra er Chou En-lai, forsætisráðh., reyni að draga úr áhrifamætti hennar meö því að fjarlægja ofsafengnustu stuðningsmenn hennar. Hinn heltzi rauðra varðliða, sem hefur verið handtekinn, er Kuai Ta-fu, en flokkur hans; „chinkiangshan", sem nefndur er eftir fyrstu skæruliðabæki- Maó formaður eiginkonu. á óstýriláta stöð Maós frá 1927, var ein fyrsta æskulýðssveitin, sem stofnuð var eftir að menningar- byltingin hófst. Kuai, sem var efnafræðistúd- ent við Tsinghua-háskóla í Pek- ing var einn aðalmaðurinn að baki Chiangs Chings gegn Wang Kuang-mei, eiginkonu Liu Shao- chi, forseta, sem féll í ónáð. 1 þakklætisskyni fyrir trúan stuðning sinn við Chiang Ching hlaut Kuai sæti í „byltingar- nefndinni", sem var sett á stofn í apríl 1967, til að fara með æðstu völd í Peking. Móti útbreiðslu friðar Ekki er fyllilega vitað, hvaða ákærur veröa bomar upp gegn Kuai, en hann hafði vakið at- hygli á sér fyrir að vera mót- snúinn hinni nýju herferð, sem farin er til að koma á friði, um landið, en henni stjóma her- menn og verkamenn, sem hafa skipulagt svonefnda „áróðurs- hópa fyrir hugsanir Maós Tse- tungs". Chiang Ching heldur samt I • völd sin og áhrif af mikilli ó- bilgirni. Varla verður hún svipt þeim algerlega, þó að þau verði skert verulega. Þótt veldi hinna rauöu varðliða í Kína fari hnign- andi, mun samt að iíkindum langur tími líða, unz friður rík- ir þar og samlyndi meðal þess- arar stóru þjóöar. Á sínum tíma létu rauðu varðliðarnir heiminn standa á öndinni. Nú standa yfir hreinsanir í Kína, þar sem þeir öfgafyllstu vöru gerðir óvirkir. •naBM .. ítlt'ýíC

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.