Vísir - 25.09.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1968, Blaðsíða 2
V1S IR . Miðvikudagur 25. september 1968. Islenzkir Ólympiufarar — Jón Þ. Ólafsson Keppir öðru sinni á OL • Þegar Jón Þ. Ólafsson reynir við sína byrjunarhæð á Olym- píuleikunum i Mexíkó laugardags- morguninn hinn 19. október n.k. eru liðnir 2 mánuðir frá því hann tók þátt í opinberu kappmóti í grein sinni. Þannig er þaö að vera frjálsíþróttamaður norðan frá ís- landi. Að vísu tók Jón þátt í inn- anféiagsmóti á dögunum, og stökk* 2.05 metra. Jón er einn bezt þekkti frjáls- íþróttamaður okkar, enda á hann að baki 11 ár í frjálsum íþróttum og hefur margan góðan sigur að baki. Einu sinni áöur hefur Jón verið með Ólympíuiiði okkar, það var í Tókíó 1964. Þá var hann ó- heppinn og meiddist, stökk aðeins 2 metra, sem ekkl nægði til að komast í úrslitakeppnina. — Þessi keppni er allt annað en það sem viö erum vanir hér heima. Undankeppnin hefst á morgnana. Þetta þýðir það að við verðum að fara á fætur kl. 4 — 5 um nóttina, því venjulega erum við búnir að vera vakandi í 8—10 tíma, þegar keppni hefst. Þá er keppnin mjög langdregin og einnig það veldur erfiðleikum. Oft getur undankeppn in tekið 4—6 tíma. — Ég hef æft þokkalega að und- anförnu, ekki of mikið, ég hef brennt mig á því áður, en ekki of lítið, bara haldið mínu striki, reynt að vera frískur og léttur og með á- huga á minni grein. — Ég hef heyrt að lágmarkshæð in til að komast í lokakeppnina verði 2.09 og jafnvel 2.14, en veit ekki sönnur á því. Allavega fara þeir 12 beztu í úrslitakeppnina, hvort stm þeir stökkva þessar hæöir eða ekki. Það verður gaman að komast í þessa miklu keppni Byggingaverkamenn Nokkrir vanir byggingaverkamenn geta fengið atvinnu hjá okkur. Upplýsingar veitt- ar milli kl. 4 og 5 miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. september 1968. Uppl. ekki svarað í síma. BREIÐHOLT H.F. Lágmúla 9. 3. hæð. Frd Þjóðdansafélagi Reykjavíkur Danskennslan hefst um næstu mánaðamót. Kenndir verða gömlu dansarnir og léttir þjóð- dansar. Flokkar fyrir fullorðna verða á mánudögum og miðvikudögum í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Barnaflokkar á þriðjudögum og fimmtudög- um að Fríkirkjuvegi 11. Æfingar hjá sýningarflokki hefjast 3. október. Innritun í alla flokka að Fríkirkjuvegi 11, laugard. 28. sept. kl. 2. Upplýsingai í símum 15937 og 12507. Atvinna óskast Ungur maðun um tvítugt óskar eftir atvinnu. Talar ens’:u og hefur bílpróf. Uppl. í síma 40810. og vitaskuld reyni ég mitt bezta. I þótt hann sé ungur að árum, eða Jón Þ. Ólafsson er skrifstofu- 27 ára. Hann er kvæntur Brynju stjóri hjá Fiskimati ríkisins, enda Ingimundardóttur. Ólafur Örn, að- eins 2 ára gamall sonur þeirra er þó án efa „sá efnilegasti" og hver veit nema þar sé á ferðinni maður, sem á eftir að bæta met föður síns einhvem tíma í framtíðinni. Árangur Jóns frá ári til árs byrj- aði á árinu 1957, h'tur þannig út: 1.73 — 1.80 - j.88 - 2.03 (fs- landsmet 1961) - 2.05 - 2.06 — 2.06 — 2.10 — 2.08 — 2.05 og í ár hefur Jón stokkið 2.06, „fram til þessa“. segir Jón, og vonandi tekst honum vel upp í Mexíkóborg. —jbp— Jón Þ. ásamt eiginkonu og ungum syni. JOHANN EYJÓLFSSON VARÐ SIGURVEGARI • Jóhanni Eyjólfssyni skaut aft- ur upp á golfmótum um síð- ustu helgi. Jóhann hefur lengi ver- ið einn af beztu golfmönnum lands- ins, en hefur lítið tekið þátt í mót- um undanfarið. Hann sigraði i opnu móti i Grafarholti á sunnudag, lék 18 holumar á 78 höggum, Einar Guðnason varð annar á 79 höggum og Tómas Árnason á 80 höggum. Vel gerð knattspyrnu- mynd í sjónvarpi VALUR—BENFICA í sjónvarpinu í gær var meistarastykki myndatöku- manna við stofnunina. Þetta var i fyrsta skipti, sem þeir tóku heilan leik upp, — og í fyrsta skipti, sem þeir tóku virkilega góða kvikmynd af knattspymukappleik. Því er á- stæða til að óska þeim til hamingju með unnið afrek. Greinilegt er. að „aðstaða" sjón- varpsins á þaki útvarpsstúkunnar. svo frumleg sem hún er, er betri en áður var, sn þá kúldruöust sjón- varpsmenn ( stúku fréttamanna, — en daginn sem leikurinn fór fram sauð upp úr og fréttamenn neituðu að láta þrjú sæti undir vélar sjón- varpsmanna en bentu á þennan möguleika. f framtíðinni hlýtur sjónvarpið að fá góða aðstöðu til að mynda, og einhvern ríma verða eflaust lagð- ir kaplar beint í íþróttamannvirkin í Laugardal og þá verður e. t. v. sýnt beint frá ýmsum merkum kappleik- um þar. En auðvitað verður slíkt að bíða, það kostar drjúgan skild- ing og önnur stærri verkefni eru framundan. I 1. flokki í höggkeppni þessari vann Þorvarður Ámason á 84 höggum. Sigurvegari í 2. flokki varð Ásmundur Sigurðsson Golf- klúbbi Suðumesja á 89 höggum, Sveinn Gislason, GR, á 90 höggum Á laugardaginn stendur til að félagar Golfklúbbs Reykjavíkur fjölmenni á opið mót í Leiru, þar sem tvfliðakeppni fer fram. Hefst hún ld. 13.30 og hefur blaðið verlð beðið að hvetja félaga til að mæta vel. Stúlka óskast Stúlka vön afgreiðslustörfum óskast. Uppl. á skrifstofunni (ekki í síma) Sælakaffi Brautarholti 22. Zodiac '58 Til sölu nú þegar, skipti koma til greina. Bílasalinn við Vitatorg Sími 12500 og 12600. Gluggahreinsun Húsmæður — Fyriríæki — Verzlanir. Framkvæmi gluggahreinsun, svo að glerið verður spegilfagurt. Skipti einnig um gler. — Reynið viðskiptin. Sími 10459 eftir kl. 5 e. h. casa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.