Vísir - 25.09.1968, Blaðsíða 10
VIS IR . Miðvikudagur 25. september 1968.
—.................i M'Bifiiiiniiiiíf
Færeyskt fyrirmyndarskip í Rvikurhöfn
Færeyska síldarskipiö Sólborg
kom til Reykjavikur í gær og
átti að fara til veiða samdæg-
urs. Skipið er spánnýtt og mjög
til fyrirmyndar i alla staði. Sér-
staklega telst kæliútbúnaður
þess til nýjunga, en þar er síld-
in sjókæld að öllu leyti. Reikn-
að er með, að um 75% magns
I tönkunum verði síld og 25%
sjór. Síldinni er dælt úr nót með
dælu og sjórinn skilinn úr. Við
losun dælist sjórinn aftur inn í
tanka skipsins og verður áfram
notaður við kælingu. Nótin er
keypt af Guðmundi Sveinssyni.
Skipstjóri og cigandi er Eiler .
Jacobsen. Hann taldi síldina J
mundu geta þolað allt að viku •
geymslu í tönkunum. ■
Skipið er 440 tonn, smíðað í J
Noregi, hjá Ulstein Mek, sem .
heildverzlunin Hekla hefur um- J
boð fyrir. Það kostaði um 35 •
milljónir króna. ■
Skodcs Octoviu
’62 i góðu lagi til sölu.
Sími 41278.
Bréf um innheimtu
afnotagjaldanna
Sparið
peningana
Gerið sjálf við bílinn.
Fagmaður aðstoðar
NVJA BÍLAÞJÓNUSTAN
Sími 42530
Hreinn bíllí — Fallegur bíll
Þvottur, bónun, ryksugun
NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN
sími 42530
Rafgeymaþjónusta
Ri 'geymar í alla bíla
NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN
sími 42530
Varahlutir í bilinn
Platínur, kerti, háspennu-
kefli, Ijósasamlokur, perur,
frostlögur, bremsuvökvl,
olíur ofl. ofl.
NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN
Hafnarbraut 17.
sími 42530
Blaðið hefur fengið þetta bréf:
„I heiðruðu blaði yðar í gær er
á útsíðu að finna greinarkorn nokk-
urt, þar sem mjög óvinsamlega er
veitzt að Ríkisútvarpinu. Tilefnið
: virðist vera, að einhverjir reiðir
bifreiðaeigendur, sem orðiö hafa
uppvísir að því aö reyna að komast
hjá að greiða afnotagjöld af út-
I varpsviðtækjum í bifreiöum sínum,
hafa snúiö sér til blaðsins, og því
miður fyrir dagblaðið „Vísir“ hefur
ritstjóri þess tekið að sér að verja
vondan málstað þeirra án þess að
kynna sér málavexti.
Það er að sjálfsögðu alrangt,
sem blaðið gefur í skvn, að kröfu-
bréf vegna ógreiddra afnotagjalda
af útvarpstækjum í bifreiöum séu
send bifreiðaeigendum almennt eða
af einhverju handahófi. Slík bréf
fá einungis þeir, sem rökstuddur
grunur hefur fallið á að leyni út-
varpsafnotum til þess aö komast
h]á greiöslu, en slíkt heyrir sem bet
ur fer til undantekninga. Hafi ein-
hver fengið slíkt bréf og telur
sig í góðri trú hafðan fyrir rangri
sök, mun ég fúslega biðja hann
afsökunar. Ríkisútvarpið vill hér
með fullvissa blað yðir um, að
meö mál þeirra manna verður far-
ið að réttum landslögum og að
Volkswagen
Af sérstökum ástæöum er Volkswagen árg. ’61 í mjög
góðu standi til sölu strax. Verð kr. 55 þús. Skoðaður,
á nýjum dekkjum. 2 varadekk á felgum og 2 nagla-
dekk fylgja. Sími 20838 eftir kl. 6 og 17726 á venjuleg-
um skrifstofutíma. \
enginn verði sakiaus dæmdur. Um
hitt er blaðið væntanlega sammála
Ríkisitvarpinu, að eigi megi láta
mönnum haldast uppi að komast
óáreittir með ósannindum hjá
greiöslu réttmætra gjalda. Ef eigi
væri viö slíku brugðizt á þann
hátt, sem gert er og á allan hátt
fullkomlega löglega og á vegum
dómstólanna, brygöust starfsmenn
Ríkisútvarpsins hrapallega bæði
skyldum sínum við stofnunina og
eigi síður við þá, sem greiöa gjöld
sín skilvíslega og án undanbragöa.
Aö lokum ber að harma, að
víðlesiö dagblaö skuli á þann hátt,
sem raun ber vitni, stappa stálinu
í þá, sem reyna að hafa af Ríkis-
útvarpinu fé og gera meö skrifum
sem þessum tilraun til aö grafa
undan og gera tortryggilega við-
leitni Ríkisútvarpsins til þess að
nýta rýra tekjustofna sína, innan
ramma laga og reglugerða sem
um rekstur þess gilda og með aö-
stoð dómstóla ef á þarf að halda.
Má þar og segja að heggur sá er
hlífa skyldi.
Með þökk fyrir birtinguna.
Gunnar Vagnsson.“
„Að öðrum kosti..
Vísir þakkar bréf Ríkisútvarps •
ins, sem væntanlega skýrir málið
nokkuð. Getum vér í þessu sam-
bandi upplýst, að umræddur maður
í fréttinni fékk sannanlega rukkun-
arbréfið að ósekju.
Einnig vill Vísir árétta aðalefni
greinarinnar, aö ekki er sæmandi
að senda mönnum rukkunarbréf,
þar sem þeim er sagt að greiöa
ákveðna upphæð eða svara rukkun-
inni innan ákveðins tíma og jafn-
framt hótað: „að öðrum kosti lítum
vér svo á, að þér hafið samþykkt
kröfuna.“
LögregBan ekki •
aðili nð
borgardeiium
Svo var kveöiö að oröi í Vísi í
gær, að lokiö væri togstreytu fjár-
eigenda og lögreglunnar og með
þeim hefði samizt. Þótt þannig væri
að orði komizt, þá er lögregia
Reykjavíkur ekki aðili að málinu,
heldur eru borgaryfirvöld hinn aðil-
inn. Lögreglan fór á vettvang til
þess að sjá til þess að settum regl
ur væri hlýtt, en lögregluyfirvaldi
og borgaryfirvaldi er stundum
blandað saman í samræðum.
Tækni
t
> ll -1ÓU
þessar séu ekki rafmagnaðar,
heldur sé orka þeirra þess eölis,
sem visindin hafa ekki áður
komizt í kynni við og finnist því
ekki með þeim aöferðum og
tækjum, sem þau hafi enn yfir
aö ráða. Það geti því enn um
skeið reynzt erfiöleikum bundiö
að ,,finna“ tachyonurnar í raun-
verulegum skilningi, enda þótt
kenningin um tilvist þeirra
verði stærðfræðilega sönnuð.
Þetta merkilega mál stendur
því mjög svipað nú og kenning-
in um andefnið stóð í kringum
1920. Þá hafði tilvist þess verið
stærðfræðilega sönnuð, en ekki
heldur meir. Það var svo fyrst
alllöngu síðar, að vísindamönn-
um tókst að finna andefnisör-
eindir með eðlisfræðilegum til-
raunum og sanna þannig hinar
stærðfræðilegu kenningar.
Stærðfræðingar þeir, sem lýsa
sig fylgjandi kenningu dr. Fein-
bergs, telja mjög líklegt, að
tachýðnurnar hagi sér á annan
hátt en aðrar þegar þekktar
hraðaöreindir — t.d. bendi allt
til aö orka þeirra minnki að
sama skapi og hraði þeirra
eykst, eða gagnstætt við aðrar
þekktar öreindír, sem magnast
að orku í hlutfalli við aukinn
hraða, Allt venjulegt efni leys-
ist upp í hreina orku, þegar ör-
eindir þess ná hraða ljóssins, en
tachyonurnar mundu einungis
geta verið efniskenndar á hreyf-
ingu, sem r hraðari en ljósið.
Takist að finna tachýónurn-
ar og beizla þær, mundi það
tákna möguleika til orkuflutn-
ings á yfirljóshraða, en það hef-
ur hingað til verið álitiö með
öllu óhugsandi. Þannig á . það
ekki hvað sízt við í heimi æöri
eðlisvísinda, að það, sem sé
skrök í dag geti orðið óvéfengj-
anleg staöreynd á morgun ...
mnmmm
KNATTSPYRNUFÉL. VÍKINGUR
Handknattleiksdeiid
Æfingatafla fvrir veturinn ’6S-’69 ;
Réttarholtsskóli:
Meistarafl. karla mánud. kl.
8.40-10.20
1. og 2. fl. karla sunnud. kl.
1-2.40
3. flokkur karla sunnud. kl.
10.45-12
3. flokkur karla mánud. kl.
7.50-8.40
4. flokkur karla sunnud. kl.
9.30—10.45
4\flokkur karla mánud. kl,
7-7.50
Meistara, 1. og 2. fl kvenna:
þriðjud. 7.50—9.30
Meistara, 1. og 2. fl. kvenna:
laugard. kl. 2.40-3.30
3. fl. kvenna föstud. kl.
7.50-8.40
’.augardalshöll:
Meistara, 1. og 2. fl karla:
föstud. kl. 9.20-11
Mætið stundvíslega — Stjórnin.
BELLA
Við fáum örugglega ekki næga
hreyfingu á því einu að stíga á
vigtina á hverjum morgni. Ég
ætla að byrja á bví að fara á
hana líka á kvöldin.
IiiiismetI
Mesta kaffidrykkjuþjóð verald-
ar eru Svíar. Þar drekkur að
meðaltali hver íbúi um 12 lítra
af kaffi á ári. 1 Englandi eru
drukknir 1.2 lítrar að meðaltali á
mann.
Stúlka getur fengið vetrarvist hálfan eða allan daginn nú þegar. Verður aö sofa hpima, Vísir, 25. sept. 1918.
VEORIÐ r y- —-■
OAG g
Austan gola eða
kaldi, skýjað og .« Íwr
skúrir. Hiti 7 — 10 gtj
stig. ffl V
HEIMSÓKNARTfMI Á
SJÚKRAHÚSUM
Fæðingarheimili Reykjavíkur
Alla daga Kl 3 30—1.30 og tynr
teöui kl 8 — 8 30
Eiliheimílið Grund Alla daga
kl 2-4 og 6.30-7
Fæðingardeild Landspítalans
Alla daaa kl 3—4 og 7.30 — 8
Farsóttarhúsið Alla daga kl
3.30—5 og 6.30 7
Kleppsspitalinn. Alla daga kl.
3—4 og 6.30- 7
Kópavogshælið Eftir hádegið
dagiega
Hvitabandið Alla daga frá kl.
3 — 4 oa 7 — 7.30
Landspitalinn kl 15 — 16 og 19
-19.30
Borgarsoítalinn viö Barónsstlg
kl •J-lð.og 19—19.30.
IWiiff.i
” Ldnueu