Vísir


Vísir - 01.10.1968, Qupperneq 2

Vísir - 01.10.1968, Qupperneq 2
2 V1 SIR . Þriðjisdagur 1. október 1968. LÆRÐI BRINSUSUNDIÐ HJÁ Coca-Cola vann ölgerðarkeppniita Um heigina lauk keppni gos- drykkja og ölgerðarmanna í Reykja- DÓMARINN - Nei, en gaman. Það hét konan mín líka áður en við giftumst... Nú, hvað vorum við ?í'tur að tala um... ? SIGURÐIÞINGE YINGI — og hefur nú farib langt fram úr meistara sínum Fyrir aðeins 3 árum hóf einn bezti bringu- sundsmaður Norður- landa að æfa bringusund og sund yfirleitt. Þetta er einn OL-fara okkar, sem nú æfir undir keppn ina í Mexíkó, Leiknir Jónsson. Leiknir var orðinn 21 árs, þegar hann hóf að æfa með Ægi. Hann var þá nýlega kom- inn til Reykjavíkur frá Patreks- firði, sem útlæröur húsamálari. „Laugin heima var bara opin 2 mánuði á ári“, sagði Leiknir við mig, rétt áður en hann lagði upp til Mexíkó. Þessi laug var að auki aðeins 16 m. á lengd. • Sá sem kenndi Leikni tökin var raunar enginn annar en Sig- urður Jónsson Þingeyingur, sem um árabil var ekki einungis bezti bringusundmaður Islands heldur og á Evrópumælikvarða. KR-b / Evrópu■ bikarínn? Upp úr þessu kviknaði áhug- inn. 1 Reykjavík var hægt að æfa reglulegar og árangurinn lét ekki standa á sér og í dag er Leiknir stöðugt í framför og á öll bringusundsmetin, 1.12.4 á hann í 100 metrunum og 2.41.3 í 200 metra sundinu. I kynningarriti Ol-faranna, sem útbýtt verður erlendis segir m.a. að meðal sundmanna gangi Leiknir undir nafninu „Twiggy“ vegna hins . granna vaxtarlags síns. Hann sagöi að lokirni aö hann1 vonaöist til að bæta ár- angurinn í Mexíkó veruiega. — jbP — Leiknir Jónsson. vík í knattspymu. Það voru starfs- menn Coca-Cola-keppninnar, sem unnu bikar, sem fyrirtækið gaf. . Úrslit einstakra leikja urðu þessi: Sanitas —Coca-Cola 1:3, Sanitas —Ölgerðin Egill Skalla- grímsson 3:1, Coca-Cola—Ölgerð- in Egill Skallagrímsson 6:0. Loftleiðamean unnu golfkeppni Golfmenn Loftleiöa hafa gert það gott i sumar. Nú siðast unnu þeir keppni 3 fyrirtækja, þ.e, Loft- leiða, BP og Flugfélagsins. Hvert firma sendi fram 9 beztu menn sína og var keppt 1 18 holu höggleik. — Loftleiðir unnu með 974 höggum, BP fékk 978 högg og Flugfélag íslands 1020 högg. Þá unnu Loftleiðamenn Straums- víkurmenn (Hochtief/Véltækni) með 4:1 £ knattspyrnuleik. Hvergi í heiminum munu varalið^” félaganna fá að vera með í bikar- keppninni þannig, að við glímum við sérstætt vandamál. Fari svo að KR-b vinni bikarinn í ár, þá er það spuming hvort KR geti ekki tekið þátt í báðum Evrópubikar- keppnunum, þ.e. meistaraliða og bikarliða, a-liðið sem íslandsmeist- arar í meistaraliðakeppninni en b- liðið með bikarmeisturunum. Líklegt er þó talið að Eyjamenn séu þegar búnir að öðlast rétt til keppni í Evrópubikarkeppni meist- ara. Hsrnd- og list- iðnaðarsýning Hand- og listiðnaðarsýningu Norræna hússins lýkur næst- komandi sunnudagskvöld. Opin virka daga frá kl. 17—22 laugardag kl. 16—22, sunnu- dag kl. 14—22. Efnilegar hand- knattleiksdömur í Njarðvík Ungar stúlkur í Njarðvík unnu fyrir nokkm hraðkeppnismót milli FH, Þórs í Vestmannaeyjum og UMFN í 3. flokki kvenna. Mótið fór fram að hálfu í Hafnarfirði og hálfu í Njarðvík. 1 Hafnarfirði fóru leikar svo aö Þór vann FH 4:3, en Þór og UMFN gerðu jafntefli 5:5, en UMFN vann loks FH með 8:3. Komu Vest- mannaeyjastúlkurnar því bezt út úr leikjunum í Hafnarfirði. 1 Njarðvík daginn eftir vann FH Njarðvík 8:7, en Þór tapaði í næsta leik gegn Njarðvík með 2:6. FH vann loks Þór 9:7 í síðasta leiknum og vann UMFN þvi mótið með 5 stigum, FH hlaut 4 og Þór 3. Þjálfari ungu stúlknanna er Ól- afur Thordarson. Júdófélagið crð hefja vetrarstarfið: Þrír ungir menn við nám í júdó eríendis Júdófélag Reykjavíkur byrjar vetrardagskrá sína 1. október, og hefst þá námskeið fyrir byrj- endur í júdó, sem stendur út mánuðinn og verða æfingar fyrir byrjendur á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7 — 8 s.d. Al- mennar æfingar fyrir reyndari júdómenn verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8 s.d. og iaugardögum kl. 2 e.h. Aðalþjálfari Júdófélags Reykja- víkur í vetur verður Sigurður H. Jóhannsson, 2.dan júdó, en áætlað er að hingað komi einnig erlendir þjálfarar í heimsókn, en í félaginu eru nú milli 40 og 50 júdómenn, sem tekiö hafa próf hjá erlendum löggiltum dómurum. Þrír ungir júdómenn eru erlendis að æfa og verða þeir ekki sízt til þess að lífga upp á æfingamar £ vetur. Ýmsar nýjungar verða teknar upp í vetur, má nefna að látin verður fara fram keppni mánaðarlega í hverjum gráðuflokki, og þanrtig gefst þátt- takendum færi á að safna stigum, | sem svo koma til góða við gráðu- | keppni. Einnig verður keppni milli | mismunandi gráðuflokka, og er það liöur í almennri keppnisþjálfun. Ýmislegt fleira er á döfinni, t.d. veröur kennd sjálfsvörn (Kime- waza). Þótt júdó sé öflug sjálfs- vamaríþrótt, þá sníða reglur um ! keppni burt ýmis brögð, sem þó gætu hentað vel í sjálfsvöm, en flestir æfa júdó aðeins með það fyrir áugum að verða góðir i keppni. | Æfingasalur Júdófélags Reykja- vikur er á 5. hæö i húsi Júpiter og Mars á Kirkjusandi, en hægt er að fá upplýsingar í síma 22928 á kvöldin. ? Einn a erlendu þjálfurunum á æfingu nýlega í J údófélagi Reykjavíkur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.