Vísir - 01.10.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 01.10.1968, Blaðsíða 4
I Ingmar Bergman byggir verk sín á * andlitssvip leikkonunnar Liv Ullmann sífellt i aðalhlutverkum Sænski kvikmyndaleikstjórinn frægi, Ingmar Bergman, styöst nú í æ ríkara mæli við leikkon- una Liv Ullmann. Hún leikur meðal annars í kvikmynd hans „Persona“, sem sýnd hefur verið hér á landi. Það er einkum and- lit leikkonunnar, sem Bergman nýtir til að skapa áhrifamikil atriði. Tveimur síðustu myndum hans lýkur með nærmynd af andliti Liv Ullmann. í kvikmyndinni, sem fjállar um „úlfa“, sennilega í mannslíki, tal- ar leikkonan um sjálfa sig og eiginmann sinn og lýsir basli þeirra hjóna. Hún leitar að orð- um: „Ef ég hefði ekki, ef ég hefði bara getað, já, ég get ekki tjáð, hvað ég á við ...“ í lokaatriðinu hallar hún höfðinu dálítið til hlið- ar, eins og hún vilji spyrja ein- hvern og segir: „Það er mjög margt, sem maður hugsar. Það eru svo margar spurningar. Stund um skilur maður hvorki upp né niður og verður alveg ...“ Hún finnur engin orð til að lýsa til- finningum sínum, og merkingin kemur ekki í ijós í kvikmyndinni. í annarri kvikmvnd Bergmans, „Skömmin", liggur Liv Ullmann ásamt mótleikara sínum i báti. Hún hefur flúið ásamt eiginmanni sínum undan styrjöld. Bátinn hef- ur rekið inn I kös líka hermanna, sem fljóta í vatninu. Árarnar rekast í líkin. I lokaatriðinu tal- ar leikkonan um draum: Brenn- andi rósir og barn, sem hallar sér að barmi hennar. Hún segir: „Ég vissi alltaf, að mér var ætlað að gera mér grein fyrir einhverju mjög mikilvægu, sem einhver hafði sagt, ef ég hefði gleymt, hvað það var ...“ Enginn svar- ar. Myndin „Persona" er einnig að verulegu leyti byggð á andliti Liv Ullmann. — Ingmar Bergman reynir að koma til skila boð- skap sínum með því að láta svip- inn tala. Kristín Svía- prinsessa móðguð Á kvikmyndavikunni í Sorrento Mai Zetterling og eiginmaður móðgaði Mai Zetterling, Kristínu Svíaprinsessu opinberlega. Það var á frumsýningu á mynd eftir Mai Zetterling, „Stúlkurnar", að prinsessan kom í heimsókn. — Allir viðstaddir risu á fætur, nema hennar. Eftir á sagði Zetterling, að hún hefði ekki verið neitt yfir sig uppveðruð af heimsókn prinsess- unnar, en af Kristínu prinsessu er það að segja, að hún lét, sem hún sæi ekki framkomu Zetterling. Þetta andlit, í senn ungt og þroskað, er uppistaðan í síðustu kvikmynd sænska meistarans Ingmars Bergman. Anthony Quinn illa leikinn í Daman leit rétt sem snöggvastj. undir rúmið sitt og tók síðan að,J berja frá sér ofsaiega. Höggin’" hittu í mark, þar sem verstí gegndi. Ot undan fletinu skreiðl’ Anthony Quinn. Það var Annají Magnani, hin ítalska, sem einskis‘1 sveifst i þessum átökum. Húnl* sparkaöi í bakhluta Quinns, beití hann í hálsinn og lamdi í höfuð-Ij ið. Þegar Quinn kvartaði undanj> meðferðinni og sagði, að ekki>J stæði i kvikmyndahandritinu, aöl" hún ætti að bíta hann, svaraði Anna: „Hugsaðu ekki um það.«J Mundu bara að ég á að vinnaj* þessi slagsmál." Anna fór' til*I læknis, eftir upptökuna. Þá komlj í ljós, að hún hafði sjálf bein-jí brotnað, er hún sparkaði í mót->J leikara sinn! I* Prinsessur geta orðið gamlar og gjaldþrota Fritz er yngsti bróðir Sibyllu og höfuð ættarinnar. Hann hefur nú lýst sig gjaldþrota. Sibylla Svíaprinsessa stendur nú á sextugu. Margir átta sig ekki á því, að prinsessur geti orðið gamlar, en þannig hefur nú far- ið fyrir Sibyllu. Á efri árum verður hún fvrir því áfalli, aö hún og hinir þýzku ættingjar hennar viröast vera nær gjald- þrota. Konungsættin af Coburg- Sachsen-Gotha riðar til falls. Lauk ur ættarinnar, yngsti bróðir Sib- yllu, Fritz, 49 ára, hefur hlotið dóm í Hamborg. Hann á aö greiða 13 milljónir króna í bætur, Prins- inn lýsti yfir gjaldþroti. Systir Sibyllu, Calma, sem ,er 53ja ára aö aldri, hefur stefnt stjórn fjöl- skyldusjóðsins. Hún krefst þess, að gerð sé grein fyrir eignum sjóðsins og Sibylla hverfi úr stjórn inni. Konungsættin Coburg-Sachsen- Gotha var ríkasta ætt Þýzkalands fyrir síðari heimsstyrjöld. Eignir voru metnar á 25 milljarða. Mest- ur hlutinn lenti í Austur-Þýzka- landi eftir stríðiö. Hallirnar í V.-Þýzkalandi voru þjóönýttar, nema ein, með 65 herbergjum. í Austurríki á ættin enn tvær hallir, og hefur önnur 250 her- bergi. Eignir vo.ru árið 1965 um 180 milljónir íslenzkra króna og árið eftir „aðeins“ 60 milljónir. Nú síður enn á ógæfuhliðina fyr- ir Sibyllu prinsessu og hinum þýzku ættmönnum hennar. 80 milljónir „gufuðu upp“ i fyrra. Bankastjórar Wolffs bankans í Hamborg segja málið ofur einfalt: Einkaeignir prinsessunnar rýrni hratt vegna gífurlegrar eyðslu hennar. Sjóðurinn greiði ýmis gjöld og hafi engar tekjur lengur af skógrækt. Sibylla verður nú að lifa af tekjum sínum úr sjóð- um Bernadotteættarinnar sænsku. Sennilega herðir hún sultarólina! Á einu ári hafa 80 milljónir króna „gufað upp“ úr fjölskyldusjóði Sibyllu prinsessu í Þýzkalandi. Ljósastilling enn á ný. Það kemur manni spánskt fyr- ir sjónir, að ljósastillingum bif- reiða skuli almennt vera svo á- bótavant, að þörf skuli vera á að bjóða upp á ljósastillingar. Þó má það þykja mikil rausn að sú þjónusta skuli vera boðin bif- reiðaeigendum ókeypis. í sambandi við H-umferð og síðustu allsherjar skoðun bif- reiða var það gert að skyldu að sýna Ijósastillingarvottorð, að öðrum kosti var þvi hótað að taka bifreiðar úr umferð með þvf að klippa af númerin. Má ætla að allir bifreiðaeigendur hafi hlýtt þessu boði, enda væru þeir ekki enn á ferðinni ella. Ljósastillingarvottorðin voru gef in út af blfreiöaverkstæðunum að lokinni skoðun Ijósa, og í mörgum tilfellum skipti á ljós- kerjum vegna umferðarbreiting- arinnar. er varðar IjósastiIIingar. Það er kannski þess vegna, sem þessi þjónusta er boðin ókeypis nú? Auðvitað eiga allir að stuðla að heyra til undantekninganna. Þó að bessi \)3ónusta sé boöin út ókeypis nú, þá kostar hún fjöldann óhemju fé. Flestir Xjfötufy&x Götu Yfirlýsing umferðarlögregl- unnar nú um ófullnægjandi Ijósa útbúnað mikils borra bifreiða er því jafnframt yfirlýsing um að einhver hinna mörgu bílaverk- stæða hafi tekið peninga fyrir ófullnægjandi þjónustu að því að því að hafa bifreiðar sínar í lagi, en hins eiga bifreiða- eigendur einnig kröfu til aö sú þjónusta sem þeir kaupa sé í lagi almennt, þó auðvitað geti átt sér stað mistök á þessum sviðum sem öðrum. En það á verða að skreppa frá vinnu, ann að hvort á eigin kostnað eða fyrirtækja sinna, og sú er reynslan af bílaverkstæðum borgarinnar að flest verkstæðin eru yfirleitt yfirhlaðin af verk- efnum undir venjulegum kring- umstæðum hvað þá þegar stefnt er til þeirra öllum bifreiðum borgarinnar á einni viku. Þessar ljósastillingar á að framkvæma á Iengri tíma en einni viku, svo að bifreiðaeig- endur komist hiá að bíða tím- unum saman, því það kostar líka peninga. Einnig eru meiri líkur til að Ijósastillingin verði ekki handvömm öðru sinni, ef hæfi- legur tími er til framkvæmd- arinnar. Fyrst það er augljóst nú, að mikill þorri bifreiða sé með ó- fullnægjandi Ijósaútbúnað, þá er sjálfsagt að láta Iagfæra síört, en það er áreiðanlegt, að sú lag- færing verður ekki framkvæmd í einni viku svo að vel fari. Þrándur í Götu. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.