Vísir - 01.10.1968, Page 7
. ÞrilRradftgw 1. ffktéher 19«8.
;
tlönd í möíg
raorgun
lítlöiid í raorgun
dtíönd
Stefna verkamannaflokksins mætir
andstöðu á sjálfu flokksþinginu
Brezki verkamannaflokk-
krafðist þess í gær, að verð
Iag§= og launalöggjöfín,
sem hans eigin stjóm stend
ur að, verði lögð niður —
og þetta var gcrt þrátt fyr-
ir ákafa málaleitan atvinnu
málaráðherrans, frú Bar-
böru Castle.
Með yfirgænf'andi mbirihluta al^
kvæða samþykkti verkamannaflokk
urinn, að hætt skvldi við verðstöðv-
un Wiison-stjórnarinnar. Þessi til-
laga var lögð fram af stærsta verka
Mikið járnbrautar-
slys í Grikklandi
? Að minnsta kosti 12 manns létu
lífið og um 300 slösuðust í
meiriháttar járnbrautarslys í nánd
'dð grisku borgina Kórintu í gær.
% SÍysið varð með þeim hætti, að
einhver farþeganna í lestinni
togaði i neyðarhemilinn, og önnur
aukalest ók á fullri ferð aftan á
hina fyrri og velti henni af sporinu
með þessum afleiðingum.
• Báöar þessar lestir voru að
flytja kjósendur til Aþenu, en þeir
höfðu haldið til heimkynna sinna
til að taka þar þátt í kosningunni
um stjóruarskrána, en hún fór fram
um helgina eins og kunnugt er.
lýðssambandi í Engiandi, félagi
flutningaverkamanna.
Ekki er niðurstaða þessarar a-t-
kvæðagreiðsiu bindandi fyrir stjóm-
ina, sem tvímælalaust átti ekki von
á sl/ku. Stjórnin hefur siðan tekið
það skýrt fram, að stefnu í verðlags
og launamálum verði í engu brevtt
úr því, sem komið er.
Forsvari þessarar stjórnanstefrHi
á landsfundinum var alvinnumála-
ráðherrann, frú Barbara Castle.
Hún benti furidarmönnum á, að á
hverju ári hefðu launin eitthvað
hækkað, þótt þjóðarframleiðslan
hefði eitthvað minnkað, og hún
vísaði afdrátíarlaust á bug tillögu
forsprakka flut.ningaverkamanna
um, að reyna nýja sfcatta í stað
verðstöðvunar.
Wilson forsætisráftherra Bretiands
— jafnvel hans eigin flokksmenn
gera nú harfta hrift aö honum.
Rudolf Hess — eini fang■
inn í Spandau
• I gær voru iiðin tvö ár, siðan
Rudolf Hess, fyrrum staðgeng-
ill Adolfs Hitlers, varð eini fanginn,
sem eftir er í Spandau-fangelsinu.
Hann er dýrasti fangi í heimi, og
einna mest einmana.
• Rudolf Hess er 74 ára að aldri
og afplánar lífstíðardóm fyrir
slriðsglæpi. Hans er stranglega
gætt til skiptist af frönskum, rúss-
neskum og amerískum hermönnum,
sem annast varðgæzlu einn mánuð
í einu.
• Hess varó einn eftir í fangels-
inu, þegar tveímur samföngum
hans, Baldri von Schirach og Albert
Speer, var sleppt fyrir tveimur ár-
um, en þá höfðu þeir afplánað
tuttugu ára dóm.
• Það er lítil von til þess fyrir
Hess, að hann eigi eftir að
komast út fyrir múr fangelsisins,
áður en ævidögum hans lýkur,
Sovétmenn hafa til þessa harðneit-
að ölium umieitunum um að Hess
veröi fluttur I minna fangelsi.
• Samtals het'ur Hess nú setið
inni í 27 ár, sem liðin eru frá
því er hann stökk út úr flugvél
yfir Skotlandi 10. maí 1941. Hann
•flatig ta Bretlands til aö reyna að
Pá Breta til friðarviðræöna.
• Nú er Hess aleinn eftir. Hann
neitar að taka á móti heimsókn
ihi) frá eigjnkonu sinni, Ilse og syni
sínum Wolf Rúdiger Hess. Hann
segir að það sé fyrir neðan virS-
ingu sína, að þau sjái sig í fanga-
klefa.
Herforingjastjórnin
gríska herðir tökin
• Margir meðal Grikkja hal’a gef
ið til kvnna, aö þeir óttist, að
herforingjastjórnin muni koma á
strangari öryggisráóstöfunum. Því
til stuðnings má benda á, að Papa
dopoulos varaói önnur lönd i
ræðu, sem hann flutti í gær, við
því að blanda sér á einn eöa annan
hátt í einkamál Grikklands. Herfor
inginn lagði áherzlu á það í þess-
ari ræðu sinni, að byltingin hefði
nú hlotið lýðræðislega viðurkenn-
ingu með atkvæðagreiðslunni um
stjórnarskrána.
• Stjórnarskráin, sem öðlaðist
þegar gildi, sviptir konunginn
mestöllum forréttindum, þrátt fyrir
að konungurinn að nafninu til haldi
áfram að vera æðsti yfirmaður hsr
afla landsins. Ekki mun hann þó
geta upp á eindænii tilnefnt menn í
embætti innan hersihs eða þiandað
sér inn í stjórnmálalífið.
• Tólf. atriði í hinni nýju stjómar
skrá hafa ekki enn öðlazt gildi.
en þau snúast meðal annars um
prentfrelsi.
Maó ákaft hylltur í Kína
Maé formaður var ákaft hylltur af miklum mannfjölda í Peking
eftir alllanga fjarveru úr opinberu lifi.
Lin Piao varnarmáiaráð-
herra Kína sagði í dag á
útifundi í Peking, sem hald
inn var í tilefni þjóðhátíð-
ardagsins í dag, I. okt., að
sigur menningarbyltingar-
innar hefði verið stórkost-
legur, og hann hefði unnizt
með því að fylgt var eftir
fyrirmælum Maós for-
manns. Þetta sagði Lin
Piao við hinn gífurlega
mannfjölda, sem safnazt
hafði saman.
Maó formaður var sjálfur á úti-
fundinum, íklæddur einkennisbún-
ingi hermanna. Hinn 75 ára gamli
kommúnistaleiðtogi var hylitur á-
kaflega, þegar hann sté upp á há-
tíðapallinn ásamt varnarmáiaráð-
ráðherranuin. Ræða Píaos var trufl-
uð hvað eftir annað af framíköllum.
og þegar mannfjöldinn hrópaði „lifi
menningarbyltingin" og „lifi Maó
formaður".
Eftir að ræðuhöldunum lauk, gekk
stórkostleg skrúðganga framhiá
ræðupöllunum. Mannfjöldinn bar
geysistór rauð spjöld, sem báru
myndir af Maó og heilar fylkingar
fólks berandi „Rauða kverið"
þrömmuðu hjá patlinum, en '
broddi fylkingar var borið risalikn-
eski af Maó Tse-tung.
sss*
Skýrsla um ógnir hernámsins í Tékkóslóvakíu
• Frá hernámi landsins hinn
21. ágúst og til 3. september
féllu 72 menn og 702 særðust
í Tékkóslóvakiu. Frá þessu
var skýrt í Miinchen í morg-
un, og koma þessar tölur
fram í skýrslu. sem tékkneski
rrkissaksöknarinn hefur lagt
fyrir stjórn sína.
0 Samkvæmt skýrslu þess-
ari eru meðal þeirra, sem lát-
ið hafa lífið af vöidum inn-
rásarinnar, þrjú þörn, níu
unglingar og 12 manns vfir
61 árs áldur.
Ekki er vitað um eitt einasta
dæmi þess, að tékkneskir borgarar
hafi skotið á hermenn úr innrásar-
liðinu.
Auk liinna föllnu er 30 manns
saknað. þótt það fólk sé ekki talið
nieð < listanum vfir hina föllnu
lnnrásarliðið hefnr veitt vopnnm
á tékkneska borgara. sem hafa safn
azt saman og kastað í það úhrein-
indum eða pipt á þá eða verið staðn
ir að því að dreifa flugritum. Nokk-
ur dæmi eru til þess að fólk hafi
tekið sér stöðu í vegi fyrir bryndrek
um og verið ékið niður miskunnar-
laust. I öðrum tilvikum hefur fólk
verið skotið niður án nokkurrar sjá-
anlegrar ástæðu.
I þessari skýrslu segir ennfrenmr
að innrásarliðið hafi unnið mikið
tiðn á mannvirkjum og tækjum í
landinu, til dæmis hafi það eyðilagt
eða skemmt íbúöarhús og bygging-
ar, járnbrautir og þar fram eftir
götunum.
Hermenn úr liðinu hafa brotizt
inn í búðir og krár, og aðallega
hafa þeir sótzt eftir ölföngum, (Ab-
aki, peningum, ritvélum og útvarps-
tækjum. Einnig hafa þeir stolið af
fólki vegabréfum og peningum. und-
ir þvf yfirskyni að þeir væru á
varðstöðu.