Vísir - 01.10.1968, Side 9

Vísir - 01.10.1968, Side 9
j V riSTR . Ríðjuðagur I. oStóber I&68. - --------------------- i I i „Landið er eins og einn heljarstór þjóðgarður“, sagði bandarískur banka maður við blaðamann Vísis. Við vorum stadd- ir að Brúarhlöðum á leið . austur að Gullfossi. Blaðamaðurinn var í þeirri undarlegu aðstöðu að vera „ferðamaður í eigin landi“, og þá í spor um erlends ferðamanns, eins og erlendir ferða- menn hafa ferðazt þús- undum saman í sumar. Þetta var síðasta ferðin á vegum samstarfsnefnd ar ferðaskrifstofanna í sumar, nokkurs konar vertíðarlok. Ung stúlka Bibbi frá Varma- Iandi, við Gullfoss um síð- ustu helgi. (Ljósm. Vísis, jbp). Strokkur hlýtur að vera kona! Blaðamaður V'isis brá sér i spor „túristanna" okkar og fór með i siðustu „klassisku" hringferð sumarsins. Ferðamenn sjá fremur kostina en ókostina JTlassíski hringurinn, Gull- foss—Geysir—Þingvellir er mjög vinsæll af erlendum ferða- mönnum. Það kostar ferðamann 625 krónur að fara þessa ferð, en að auki kaupa ferðamennirn- ir sér hádegisverð að Flúðum og e.t.v. kaffi eða gosdrykki ein- hvers staðar á leiðinni. Landið okkar er séð með allt öðrum og meira gagnrýnandi augum af erlenda ferðafólkinu en okkur sjálfum. „Það, sem maður tekur fyrst eftir eru allir þessir stórkostlegu litir“, sagði ein konan í hópnum, starfs- stúlka Sameinuðu þjóðanna á skrifstofunni i Genf. Annar ferðamaður sagði blaðamanni, aö sér fyndist verölagið hér of hátt, sérstaklega ef til stæði að dvelja hér lengur en í tvo sól- arhringa. Sá ferðamaður kom hins vegar á góðum kjörum hjá Loftleiðum, svokölluðum Stop over kjörum, sem hafa orðiö ákaflega vinsæl. Það andaði heldur köldu á ferðafólkið — og aöeins 12 farþegar lögðu upp árla laug- ardagsmorguns með Kristjáni Arngn'mssyni leiösögumanni. 1 Svínahrauni gefst ferðafólkinu, sem mest eru Bandaríkjamenn, klyfjaðir myndavélum, kojtur á að taka fyrstu myndirnar. Það er dæmigert íslenzkt hraun, klætt dúnmjúkum mosanum. Á Kambabrún nístir kuldinn meir en nokkru sinni fyrr, en allir fara samt út og mynda í bak og fyrir. Þá liggur leiðin í Eden. Spönsk skötuhjú komast þarna „heim“. Þeim líkar vel innan um bananatrén og suðrænan gróður í þægilegum hita gróð- urhúsanna. Aö vísu eru ávaxta- trén ekki 1 blóma, og plastik- ávextina, sem oft hafa vakið hlátur túristanna, er ekki leng- ur neins staðar að sjá. Oft hefur veriö rætt um ferðafólkiö erlenda og áfengis- málin. Við íslendingar lítum dálítið öðrum augum á þessi mál en erlendir menn. Spánverjinn ungi bandaði frá sér þegar ég bauð honum upp á vatnsglas að Flúðum í félagsheimili þeirra Hrunamanna. Þar settumst við að snæðingi í hádeginu. Hann kom mér í skilning um þaö með látæði og einstaka enskum orð- um að þetta væri aðeins'notað til að þvo sér úr á Spáni, en- rauðvinsglas með hinu Ijúffenga lambakjöti hefði ekki sakað. Ég spurði nokkra hinna ferða- mannanna og voru þeir á sama máli, jafnvel þótt þeir væru flestir vanari að drekka vatn með mat hversdags. „Ferðalög í útlöndum eru há- tíðisdagar", sagði einn mér, ,,og þá viljum við gjarnan fá eitt- hvað „extra“.“ Anna Magnúsdóttir heitir hún stúlkan, sem ku vera mest myndaða íslenzka stúlkan á ís- landi í dag. Hún er kornung og mesta myndarstúlka, fklædd bjóðbúningi, sem hún ber sann- arlega glæsilega og af reisn. I sumar hefur hún ásamt vinkonu sinni verið frammistöðustúlka aö Flúðum, þar sem feröamanna- hóparnir hafa alltaf komið við. Það hefur verið fastur Iiður á dagskránni að hún hefur orðið að gegna fyrirsætuhlutverkinu. því allir vilja eiga mynd af lag- legri íslenzkri. stúlku í svo fall- egum búningi. Anna var ekki síður mynduð nú en í sumar. en líklega voru sfðustu mynd- irnar teknar þetta sumar í þess- ari ferð. Næsta sumar verður bjóðbúningurinn eflaust tekinn fram og byrjað á nýjan leik. Við Brúarhlöð höfðu næm eyru bílstjórans og fararstjóra heyrt eitthvert óskemmtilegt skrölt í bílnum. Þaö var stanzaö og ferðafólkið notfærði sér það til að ganga upp með Hvítá og viröa fyrir sér ómælanl. náttúru- fegurðina á þessum stað. Ameríski bankamaðurinn reif upp lyngbrúsk og stakk niður í púss sitt, Spánverjarnir með litlu myndavélina sína og Ame- ríkananir með myndavéla- safnið sitt byrjuðu að filma í gríö og erg. Eftir 10 mínútur var rannsókn á bílnum lokið, vegirnir höfðu ekki leikið bílinn eins grátt og menn höfðu jafn- vel haldiö og engin ástæða til ótta. Já, vegirnir, þeir eru bara hréinasta áödráttarafl fyrir ferðamennina. Þeir þykja veg- irnir stórfurðulegir og finnast bílstjórarnir vera gjaldramenn, sem óvíða muni finnast f ver- öldinni. Þeir. sem aðeins þurfa einu sinni á ævinni aö ferðast um malarvegina okkar setja það síður en svo fyrir sig. Gullfoss og Geysir eru aðal- aödráttaraflið fyrir feröafólk. Og það fannst mér greinilegt á fólkinu að það varö fyrir vonbrigðum á hvorugum staðn- um. Gullfoss skartaöi e.t.v. ekki sínu fegursta þennan dag, en fallegur vár hann og enda þótt vatnsúðinn stæði á ferðafólkið og yki enn á kuldann, létu menn það ekkert aftra sér. Að Geysi var sama upp á teningnum. „Strokkur hlýtur að vera kona“, sagði einhver. „Svo óstýrilátur og undarlegur í skapinu er hann“ Þessu var vel tekið og mikið hlegið eins og raunar oft- ast í ferðinni, því leiðsögumað- urinn kunni lagið á því að segja léttar gamansögur á milli fróð- leiksmola um ótrúlegustu hluti. Eflaust hefur fólkið haldið að Kristján væri eins konar al- fræöiorðabók, þvf svo vel leysti hann úr ótrúlegustu spurning- um, hvort heldur það var um ferðamál, landsins gagn og nauðsynjar eða kvennafangelsi! Strokkur var í bezta skapi þennan dag og gosin, sem ferðafólkið fékk voru víst ein 8 talsins, og fyrir íslending var mun meira gaman að snúa öfugt í áhorfendahópnum og skoða svipbrigðin á áhorfendunum, sem aldrei höfðu fyrr litið aug- um slíkt náttúrufyrirbæri. Úr svip fólksins lýsti sér undrun og gleði. Margt mætti skrifa um aö- stöðuna við þessar tvær „perl- ur“ í ferðamálum okkar, Gull- foss og Geysi. Að vísu var búið að loka veitingaskálanum aö Gullfossi og ekki var komiö heim í Haukadal, en greinilegt er, að ungir og dugandi feröa- málamenn eiga fyrir höndum stór verkefni í að bæta þessa aðstöðu til muna. Eins og hún er í dag er hún fyrir neðan allar hellur. Haustlitirnir á Lyngdalsheið- inni og við Þingvallavatn vöktu hrifningu ferðafólksins, og Þingvellir i heild sömuleiðis. Það var komið að kvöldi og enn kaldara en fyrr. Aöeins þeir huguðustu gengu náttúruvern ’■ argötuna upp Almannagjá. Þetta er stuttur gangur og auð- veldur fyrir flesta, en ekki alla. Eldra fólk vildi heldur sitja f bílnum, hafði fengið nóg þennan daginn. Ferðalaginu lauk við dyr Loftleiðahótelsins. Vertíöinni var víst einnig lokið að mestu í ár. Fyrir norðan var farið að snjóa heyrðl maður f útvarpinu rétt á eftir. Spánverjarnir ganga til hvers manns og heilsa með handabandi, líkt og að gömlum og góöum íslenzkum sveitasiö. - jbp - EIESENDUR | |HAEADRSIfl:J 0 Unga fólkið og forkosningarnar. Út af mynd og grein í blaðinu 20. sept. um mótmæli ungs fólks í Bandaríkjunum. Er ekki unga fólkiö aö mót- mæla þvf að forkosningar um val á forsetaefnum flokkanna voru aðeins látnar fara fram f nokkrum fylkjum? Vann Hump- hrey í nokkrum af þeim, þar sem fólkið sjálft gat valið úr, komst hann ekki í gegn með fulltrúaatkvæðum þeirra fylkja er ekki höfðu slíkar forkosning- ar? Getið þið útskýrt þetta fyrir mér og fleiri út frá sjónar- miði lýðræöis og frelsis? Með viröingu, Björn Jónsson. 1S1 0 í kapphlaupi við strætisvagna. Hvers vegna eru strætisvagn- amir ekki merktir oö a'ftan? spyr einn, sem missti af strætis- vagninum. Og heldur áfram: Það hefur komiö fyrir mig og eflaust marga aðra að þurfa aö taka sprettinn á eftir vögnun- um, þegar þeir eru að leggja af staö af stæðinu. Ætlunin er aö sjá númer hans að framan því númerin að aftan 00 segja manni lítið. Að þessu spretthlaupi loknu kenut maður að þeirri auðmýkjandi niðurstöðu aö hafa verið að hlaupa eftir „vitlausum vagni". Væri ekki hægur vandi fyrir SVR að kippa þessu smá- atriði í lag? segir bréfritari svo að lokum. ISI 0 Eru þetta fransk- ar kartöflur? Ég sakna frönsku kartafln- anna á litlu veitingastöðunum, segir húsmóðir i Miðbænum. Stundum hef ég keypt þær til- búnar á þessum stöðum vegna þess að ég hef ekki aðstööu til að gera þær sjálf. Síðast, þegar ég fékk franskar kartöflur frá einúm þessara staða varö ég fyrir miklum vonbrigðum. Þetta voru ekki þessar frönsku kartöfl ur sem maður á aö venjast, held- ur ræmur úr einhvers konar kartöfludeigi. Bragðiö var mjöl- kennt og útlitiö eins og harð- steiktum kleinum. Þessar svo- kölluðu kartöflur eru á sama veröi og hinar og ganga víst undir sama nafni en annaö er ekki skylt með þessum tveim óskyldu fæðutegundum. Ég tel þetta afturför og legg fremur á mig nokkra vegalengd til þess að fá ekta franskar kartöflur en þetta ómeti. ISl 0 Nýtt messuform í Háteigskirkju. Blaðinu hefur borizt langt bréf frá „Hiíðabúa", sem er mjög óánægður með nýtt messu- form í Háteigskirkju. Hann segir m. a.: „Safnaðarstarfið er ekki nógu mikiö. Hið kaþólska messu- form, tildurslegar skrautsýning- ar fyrir altari og grallarasöngur fælir áhugasamt fólk frá kirkj- unni. Hér hefur orðið mikil breyting til hins verra í sókn- inni, enda á gamalgufræðin ekki erindi til ungra manna og kvenna á íslandi í dag.“ Að lokum spyr ..Hliðabúi“, hvort kirkjuvöld ■ Rw'twvn, hafi heimilað h'ð

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.